Dagur - 03.01.2001, Blaðsíða 2
2 - FIMMTUDAGUR 3 . J A N Ú A R 2 0 0 1
/Dagur'
FRÉTTIR
Hugmynd Davíðs
fær lítinn meðbyr
Stjóraarandstadan
leggst gegn hugmynd-
inni að breyta lögun-
uin um Hæstarétt.
Sverrir Hermannsson
segir að fara verði
með gát þegar slík
skref era tekin.
Forsætisráðherra sagði eftir að
ríkisstjómin tapaði málinu gegn
Oryrkjabandalaginu að hann
teldi nauðsynlegt að „styrkja
Hæstarétt" með því að breyta
lögunum um hann. Hann vill að
ef mál snertir stjórnarskrá lands-
ins að cinhverju leyti skulu
Hæstiréttur vera fullskipaður.
Aður en núverandi Iög um
Hæstarétt voru sett þurftu allir
dómarar réttarins að dæma í öll-
um málum sem fyrir Hæstarétt
komu. Þetta var svo seinvirkt að
málaskráin lengdist sífellt. Þess
vegna var dómurum við réttinn
fjölgað og þeir gátu skipt sér og
þannig aukið afköst hans. Dagur
leitaði til nokkurra stjórnmála-
manna og innti þá álits á hug-
mynd forsætisráðherra.
Drepa málinu á dreif
„Eg hcf nú ekki hugleitt þetta
mikið. Ég
minnist þess
að það var
umdeilt þeg-
ar síðast var
verið að brey-
ta lögunum
um Hæsta-
rétt og koma
á þeim
möguleika að
skipta dóm-
ururum til að
flýta af-
greiðslu
mála. Ég átti
þá sæti í alls-
herjarnefnd
Alþjngis þeg-
ar þetta var.
Það var ein-
mitt þessi
möguleiki á
skiptingu
dómara sem
menn greindi á um þá og það
kæmi mér ekki á óvart þótt menn
vilji taka það atriði aftur til skoð-
unar. Menn segja að það sé ekki
tryggt að skoðun Hæstaréttar
komi fram ef fimm manna dóm-
urklofnar 3:2,“ segir Kristinn H.
Gunnarsson, formaður þing-
flokks Framsóknarfloltksins.
„Ég tel að þessi hugmynd sé
sett fram nú í tilraun til að drepa
máli Oryrkjabandalagsins á
dreif. Stað-
reyndin er sú
að það hefur
verið kveðinn
upp dómur
og hann er
byggður á
málaefnaleg-
um grunni.
Hann er ekki
„slys“ eins og
Davíð Odds-
son hefur
leyft sér að
kalla dóm
Hæstaréttar.
Mér finnst
það stórund-
arlegt að
setja málin
fram með
þeim hætti
sem forsætis-
ráðherra hef-
ur gert. Þau
eru að verða tíð „slysin" í kring-
um Davíð Oddsson. Að þessu
sinni felst „slysið í því að komið
er í veg fyrir að brotin séu mann-
réttindi á öryrkjum," segir Ög-
mundur Jónasson, formaður
þingflokks VG.
Farið með gát
„Ég hef velt því fyrir mér hvort
forsætisráðherra hefði fundist
ástæða til að breyta lögunum um
Hæstarétt ef dómurinn um ör-
yrkja hefði fallið á þann veg sem
hann hefði sjálfur kosið. Það má
lengi velta því fyrir sér hvort
dómur verði sterkastur ef hann
er 5, 7 eða 9 manna. Ég legg ekki
mat á það. Mér finnst þetta vera
enn eitt af’ þeim atriðum sem
veikja allan málabúnað og traust
á forsætisráðherra landsins,"
segir Rannveig Guðmundsdóttir,
formaður þingflokks Samfylking-
arinnar.
„Nú verða inenn að fara með
gát. Hér erum við að tala um
einn af þremur hornsteinum
þjóðfélagsins, og að hrapa að
einhverju í þeim efnum kemur
ekkj til nokkurra mála. Það vek-
ur manni ólítinn ugg að forráða-
menn skuli rjúka upp með slíkar
hugmyndir af því að þeim líkar
ekki niðurstaða, þeir gefa í það
minnsta tilefni til þess að maður
gæti haldið að þeir séu óánægðir
með einhverja dómsuppkvaðn-
ingu Hæstaréttar. Slíkt er með
öllu ótækt að rnenn Ieggi upp
með slíka málafærslu. Ég á ein-
nig eftir að sjá nægar röksemdir
fyrir því að ástæða sé til að brey-
ta lögunum um Hæstarétt. Og á
hvaða vísu spyr ég?“ sagði Sverr-
ir Hermannsson, formaður
Frjálslyndaflokksins. - S.DÓR
Sturla Þór Friðriksson.
Sturla
látiim
Sturla Þór Friðriksson, annar
piltanna tveggja sem bjargað var
lifandi úr flaki flugvélar sem
fórst á Skerjafirði 7. ágúst síð-
astliðinn, er Iátinn. Hann and-
aðist um níuleytið að kvöldi ný-
ársdags vegna innvortis áverka
sem rekja má til flugslyssins.
Sturla Þór var fæddur 10. maí
árið 1983 og því aðeins sautján
ára gamall þegar hann lést. For-
eldrar hans eru Friðrik Þór Guð-
mundsson, blaðamaður, og
Kristín Dýrfjörð, lektor.
Urskurdar-
nefad
Forsætisráðhcrra hefur á ný
skipað úrskurðarnefnd um upp-
lýsingamál til fjögurra ára frá 1.
janúar sl. I nefndinni eiga sæti
Eiríkur Tómasson prófessor við
Háskóla Islands, sem jafnframt
er formaður, Valtýr Sigurðsson
héraðsdómari í Reykjavík sem er
varaformaður og Elín Hirst
fréttamaður. - gg
Kristinn H.
Gunnarsson.
Rannveig
Guðmundsdóttir.
Ögmundur
Jónasson.
Sverrir
Hermannsson.
Unnið eins hratt
og frekast er hægt
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra,
sagði í samtali við Dag í gær að
unnið væri af eins miklum hraða
og hægt er við útreikninga og
annað sem til þarf svo hægt sé að
framfylgja dómi Hæstaréttar
varðandi bætur til öryrkja.
Nefndin sem ríkisstjórnin skip-
aði til að fara yfir málið og semja
drög að lagafrumvarpi því sem
ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að
samþykkja til að hægt sé að
framfylgja dómnum, mun vera
komin langleiðina með sitt starf.
Ekki er búist við að það náist
að kalla Alþingi saman í þessari
viku en mjög fljótlega í þeirri
næstu.
Forustumenn öryrkja hvöttu í
gær sitt fólk til þess að óska eftir
óskertum bótum hjá Trygginga-
stofnun nú þegar greiða á út
bætur í byrjun mánaðarins.
Talsvert álag varð því í þjónustu-
miðstöð TR í gær þegar fjöldi
fólks kom að kanna rétt sinn og
mikið álag var á símkerfi stofn-
unarinnar. - S.DÓR
Fjöldi fólks lagði leið sína í Tryggingastofnun í gær til að kanna rétt sinn og hvort
það fengi óskertar bætur.
Oskar Þór hættir á Stöð 2
Óskar Þór Halldórsson frétta-
maður Stöðvar 2 á Akureyri hef-
ur sagt upp störfum og tók upp-
sögn hans gildi nú um áramótin.
Óvíst er enn hvenær Óskar lætur
af störfum, en hann hefur ráðið
sig til starfa hjá almannatengsla-
fyrirtækinu Athygli hf. Verið er
að efla starfsemi starfstöðvar fyr-
irtækisins á Akureyri og rneðal
annars verður tímaritið Ægir
sem fyrirtækið keypti nýlega að
öllu leyti unnið þar. Auk þess
stendur til jafnframt að efla
starfsemina nyðra á öðrum svið-
um.
„Mér finnst kominn tími til að
snúa mér að öðru en þessu dag-
lcga fréttaharki, sem ég hef verið
í sfðustu fjórtán árin, það er á
Tímanum Degi og nú síðast Stöð
2,“ sagði Óskar Þór, en fyrir star-
fa hjá Athygli bræður hans tveir,
þeir Atli Rúnar og Jóhann Ólaf-
ur.
Engar breytingar eru fy'rírhug-
aðar á starfsemi Stöðvar 2 á Ak-
urcyri þrátt fyrir þetta, að sögn
Karls Garðarssonar fréttastjóra,
sem sagði að fljótlega yrði nýr
fréttamaður ráðinn til starfa í
stað Óskars Þórs. - SRS.
FH hvatt til fiskiskipakaupa
Aðalfundur sjómannadeildar Verka-
lýðsfélags Húsavíkur, sem haldinn var
skömmu fyrir áramót, bendir á að
fækktin fiskiskipa á Húsavík hafi orð-
ið til þess að störfum sjómanna hafi
fækkað verulega og leítt til atvinnu-
leysis sjómanna á félagssvæðinu. Sjó-
menn hafi í auknu mæli þurft að
sækja á önnur mið eftir skipsplássum
og því til staðfestingar megi benda á
að sjómönnum í Verkalýðsfélagi
Húsavíkur hafi fækkað um helming á
síðustu árum.
„Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þess fyrir bæjar-
félag eins og Húsavfk að hafa öfluga útgerð og fiskvinnslu. Því skor-
ar aðalfundur sjómannadeildar Verkalýðsfélags Húsavíkur á stjórn
Fiskiðjusamlags Húsavíkur að ráðast nú þegar f kaup á fiskiskipi sem
verði upphafið að öflugri útgerð fyrirtækisins í framtíðinni. Mark-
miðið hlýtur að vera að skapa atvinnu og tekjur í heimabyggð í stað
þess að kvóti Húsvíkinga sé veiddur af skipum frá öðrum Iandshlut-
um,“ segir m.a. í samþykktinni. Utgerðarfyrirtæki utan Húsavíkur
fiska kvóta Fiskiðjusamlags Húsavíkur í dag. - gg
Norðmenn hafna nýjum vatnsafls-
virkjunum
Tíma nýrra stórra vatnsaflvirkjana í Noregi er lokið, sagði Jens Stol-
tenberg, forsætisráðherra Noregs, í áramótaávarpi sínu.
Hann tilkynnti um Ieið að ríkistjórnin myndi leggja til við Stórþing-
ið að gamall leyfi til stórrar virkjunar í norðurhluta landsins, \ið
Bjöllaaga, Melfjord og Beiarn, yrði afturkallað - en norska landsvirkj-
unin hefur unnið af fullum krafti að undirbúningi virkjunarfram-
kvæmdanna þrátt fyrir hávær mótmæli umhverfisverndarsinna. „Ég
veit að þessi ákvörðun mun vekja deilur. F.n kostirnir við þessa virkj-
un eru ekki nógu miklir til að þeir réltlæti óaflurkallanlegar breyting-
ar á umhverfinu," sagði Stoltenberg.
Viðbrögð talsmanna annarra stjórnmálaflokka við þessari ákvörðun
norsku ríkisstjórnarinnar eru yfírleitt jákvæð að siign norskra fjöi-
miðla og Ijóst að lillagan verður samþykkt í norska þinginu.