Dagur - 23.01.2001, Síða 6

Dagur - 23.01.2001, Síða 6
6 - ÞKIÐJUn AGUII 23. JAKÚAR 200 1 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVfK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: *eo 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: valdemar@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: creykjav(k]563-i615 Ámundi Ámundason CREYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. CAKUREYRI)460-6191 Valdemar Valdemarsson Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (reykjav(k) Vandasamt val forseta í fyrsta lagi Langt er síðan jafnhörð pólitísk rimma hefur staðið um einstakt mál hér á landi og eftirmál dóms Hæstaréttar í öryrkjamálinu. Þessa dagana er frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna dómsins til harkalegrar umræðu á Alþingi þar sem haf og himinn er á milli afstöðu stjórnarliða annars vegar og stjórnarandstöðu hins vegar. Alvarlegasta ágreiningsefnið er að sjálfsögðu hvort frumvarp stjórnarflokkanna feli í sér nýtt brot á stjórnarskránni og mannréttindum öryrkja. í öðru lagi Enginn efast um að frumvarp ríkisstjórnarinnar verði samþykkt á Alþingi og þar með sent forseta fslands til staðfestingar. Enda hef- ur forysta Öryrkjabandalagsins ekki aðeins rætt dóm Hæstaréttar við forsetann heldur Iíka gefið þá skoðun til kynna í fjölmiðlum að forsetinn ætti nú að beita því neitunarvald sem hann hefur sam- kvæmt stjórnarskránni. Enn sem komið er hefur enginn þeirra sem setið hefur í forsetaembættinu beitt þessu valdi sínu, þrátt fyrir áskoranir þar að Iútandi. Nægir þar að minna á fj'ölmargar ár- angurslausar áskoranir sem bárust Vigdísi Finnbogadóttur um að staðfesta ekki aðild íslendinga að Evrópska efnahagssvæðinu. í þriöja lagi Ljóst er að forseti íslands á erfitt val fyrir höndum þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann hefur tvímæla- laust vald til að segja nei og leggja málið þar með undir dóm þjóð- arinnar í allsheijaratkvæðagreiðslu. Slík ákvörðun mun óhjá- kvæmilega kalla yfir forsetann mikla gagnrýni af hálfu stjórnar- flokkanna. Ef hann staðfestir hins vegar lögin mun hann vafalaust valda mörgum öðrum alvarlegum vonbrigðum. Hér skal engum getum að því leitt hvernig hann muni bregðast við þessu vanda- sama vali. Hitt ber að harma að á þeim rúmu 56 árum sem lýð- veldi hefur verið á Islandi skuli forseti aldrei hafa séð ástæðu til að Ieggja heiftarleg ágreiningsefni undir dóm þjóðarinnar með því að neita að staðfesta lagasetningu þingmanna. Eltas Snæland Jónsson. Svona jfcrir maður ekki Olafur Ragnar Garrí stillli með hálfum huga inn á Sjá einn um helgina og horfði á Egil Helgason taka á móti gestum í þætti sínum. Til Egils var að venju mætt stór- skotalið úr pólitík, bæði úr stjórn og stjórnarand- stöðu. Þó var það í raun ekki nema lítill hluti um- ræðunnar sem mun lifa sem virkilega ferskt inn- legg - mest var þetta nátt- úrulega sami grauturinn og verið hefur síðustu vikur. Hið ferska innlegg fólst í túlkun Geirs Haarde, fjár- májaráðherra, á hugmyndum um að Olafur Ragnar Grímsson beitti málskotsrétti stjórnar- skrárinnar þegar kemur að því að staðfesta frumvarpið sem nú er rætt í þinginu. Rökrétt Eins og svo oft þcgar áhugaverð- ir hlutir eru annars vegar, þá kom þetta mál fvrst fram hér í Degi fyrir nokkru. Þar lýsti Mar- grét Frímannsdóttir því yfir að hún teldi fyllilega koma til álita að Olafur Ragnar, notaði mál- skotsréttinn í þessu tilfelli. Þetta var auðvitað fullkomlega rökrétt afstaða hjá Margréti, því ef ekki á að nota málskotsréttinn þegar verið er að brjóta mannréttindi og stjórnarskrá - eins og hún og stjórnarandstaðan hefur haldið fram - hvenær á þá að nota hann?! Geir hins vegar sá ekkert rökrétt í jiessu og fann skoðun Margrétar allt til foráttu. Við- brögð hans voru svo sterk og hneykslunin á Margréti svo óeðlilega yfirdrifin að undrun sætti - enda tilefnið tiltölulega saklaust. Geir harði þó aðeins byrjunin. Aldrei lýrr hefur Garri heyrt ráðherra í rík- isstjórn tala um forsetaembættið af slíkum myndugleik og Geir gerði þarna. Hann beinlínis hót- aði því að ef forsetinn færi að beita málskots- réttinum, yrði forseta- embættið lagt niður! Fjármálaráðherra orðaði þetta þannig, að ef Mar- gréti Danadrottningu dytti í hug að beita mál- skotsrétti í Danmörku vissi hún að það jjýddi endalok danska konungdæmis- ins. Og sama mætti segja um málið hér!! Geir er greinilega karl í krapinu, sem er að tileinka sér alla helstu eiginleika for- mannsins síns og jafnvel gott bctur. Davíð er frægur fyrir „svona gerir maður ekki" afskipti sín af mönnum. Hjá Davíð hafa þessi afskipti þó verið bundin við eigin flokksmenn og ráð- herra, og nú á seinni misscrum \áð Hæstarétt líka. En Geir tek- ur jietta skrefinu lengra. Hann segir lullum fetum við forseta lýðveldisis: „Svona gerir maður ekki“ ef þú beitir málskotsréttin- um leggjum við niður embættið þitt! Og stjórnarandstæðingarnir Össur og Steinrímur J. sem sátu með Geir í jiættinum, virtust ekki hafa hug á að hlaupa til og koma forsetanum til hjálpar, hvað þá að þeir tækju upp hanskann fýrir Margréti. Geir er þannig að verða Davíðsbetrung- ur á sífellt fleiri sviðum. Ekki einasta er hann nú farinn að mælast vinsælli en Davíð í könnunum heldur er hann líka orðinn meiri töffari en hann. Hann er ekki bara Geir Haarde, henn er Geir harði. — CARRI Geir Haarde. Heilsuspillandi Hollywood éf* ■ v JÓHÆNNES SIGURJÓNS- SON [pfe. 4Ejjfl SKRIFAR Sjálfsagt hafa margir fylgst með út- sendingu frá afliendingu Golden Globe verðlaunanna í sjónvarpinu og vonast til þess að Björk eða Sjón fengju að handleika gull- hniittinn. Sú von brást að vísu og má um kenna klíkuskap og skiln- ingsleysi útlendinga á þörfum ís- lensku þjóðarinnar og ekki í fýrsta sinn. En þó íslendingar riðu ekki feit- um hestum frá þessari athiifn, |iá var ýmislegt athyglisvert að sjá í þessari útsendingu. Spyrlar stukku á stjörnurnar við hvert fótmál og spurðu Jiær spjörunum úr eða öllu heldur um spjarir þeirra. Það var sem sé lítt spjallað um Iandsins gagn og nauðsynjar og ástand heimsmála, heldur voru þetta fyrst og fremst fróðlegar og heimspeki- legar umræður um það hver hefði nú saumað þennan kjólgopann og hver rimpað saman þessi jakkaföt. Og ef ekki var um misheyni að ræða, þá virtust klæðin flest vera saumuð hjá einhverjum Ármanni, sem væntanlega er nafntogaður skraddari í útlöndum. Horreiiglukvöðiii Annað sem ekld síst vakti athygli og raun- ar áhyggjur var útlitið á mörgum helstu kvenstjörnum hvíta tjaldsins og silfur- skjásins. Samkvæmt venju áttu þama að vera saman komnar flestar af fegurstu konum heims, en annað kom á daginn. Raunar voru þarna ýmsar konur sem voru forkunnarfagrar fyrir 5-10 árum en hafa heldur betur látið á sjá, og ekki vegna þess að aldurinn hafi svo færst yfir þær, heldur vegna þess að þær hafa horfallið svo óg- urlega að hörmung er á að horfa. Það er alkunna að tískusýning- arstúlkur hafa löngum þurft að svelta sig til öðlast bcinasleggjulegt útlit 14 ára piltunga, seni þykir af einhverjum ástæðum girnilegasta lúkkið í þessum geira. En nú hefur þessi horrenglukvöð færst yfír á kvikmynda- og sjónvarpsgeirann, eins og glögglega mátti sjá á mánudags- morguninn. Nú kemur það í sjálfu sér ekki nokkrum manni við þó leikkonur kjósi að tálga sín hold svo inn að beini að þær líti út eins og ókynþroska sveinar \dð hungurmörk. Vanda- málið er auðvitað að þetta hefur áhrif og eitrar út frá sér. Ungpíur sem eru að vaxa úr grasi og horfa á þætti sem þennan, hljóta að álykta að horfellislúkJuð sé hið eina og sanna kjörútlit konunnar. Og þá er stutt í komplexana og anorexíuna með öllum sínum ömurlegu fylgi- lwillum. Við vorum sem sé að horfa upp á vaxandi heilbrigðisvandamál þeg- ar við gaumgæfðum hin rýrnandi hold í beinni útsendingu frá Golden Globe verðlaununum og auðvitað full ástæða til að banna óhörðnuðum unglingum að horfa á svona efni. Á Alþingi Það var athyglisvert að bera saman útsendinguna frá Gullhnattarhá- tíðinni að morgni mánudags og síðan útsendingu frá Alþingi Is- lendinga sluttu seinna. Á Alþingi voru líka konur á ferð og ekki allar í rándýrum flíkum frá skraddaran- um Ármanni. Og þær virtust tjarri því að vera gervisveinar við hung- urmörk, heldur litu úr eins og al- vörukonur, bæði vel hugsandi og talandi og voru meira aðlaðandi, gáfulegri, já og við skulum bara láta það vaða, girnilegri en tildur- rófurnar tággrönnu og tárfellandi frá Tinseltown. Ef ungar stúlkur á Islandi eru að leita sér fýrirmynda, þá er þærr fremur að finna í útsendingum frá Alþingi en í beinum frá Golden Globe og Óskari. Kunningjar sjónvarpsáhorf- enda úr Sex in the City. .Ðagur Kemur til greina aðfor- seti íslands beiti mál- skotsrétti og vísi ör- yrkjamálinu til þjóðar- atkvæðagreiðslu? Sr. Baldur Kristjánsson sóhnarprestur í Þorláltshöjii. „Nei, það finnst mér ekki. Eg styð málstað ör- yrkja en tel að þetta mannrétt- indamál verði og sé hægt að vinna fyrir dóm- stólum og þá Evrópudómstóln- um ef með þarf og auðvitað í al- mennum kosningum. Neitunar- valdi sínu ætti forseti þá fý'rst að beita ef að Alþingi setti lög sem fælu í sér fullveldisskerðingu eða aðra illa afturkræfa vá.“ Vilhjálmur Egilsson þingmaðurSjálJstæðisJlokks. „Meðan þetta ákvæði er til staðar í stjórnar- skránni kemur þetta vissulega til greina af þeim ástæðum. Mér þætti slíkt hins vegar vera mjög óskynsam- legt að gera og minni á að aldrei hefur verið gripið til slíks af hálfu forseta Islands, enda væri hann þá að breyta stöðu embætt- isins í stjórnkerfinu en hingað til hefur það verið hafið yfir póli- tískar deilur.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaðtirSamjylhitigar. „Slíkt verður auðvitað að vera mat forseta Is- lands á hverjum tíma. Þcssi möguleiki er fýr- ir hendi, en al- H gjörlega undir forsetanum komiö hvort hann eigi að nota. Venjan er hins veg- ar sii að forsetinn skrifi undir þau lög sem lýðræðislega kjörinn meirihluti á löggjafasamkund- unni hefur samþykkt. Hér er réyndar að mínu mati verið að fara á svig við mannréttindaá- kvæði stjórnarskrárinnar og því stórmál á ferðinni, hvernig sem á það er litið, og ekki er verið að fara að skýrri niðurstöðu Hæsta- réttar." Pétur Pétursson yjirlæknir Heilsugæslustöðvariunar a Akureyri. Tæplega, það er meiri ástæða í öðrum tilvikum en þessu að vísa málum til þjóð- aratkvæða- greiðslu. Ríkis- stjórnin hefur í þessu máli látið frira ákaflega illa með sig áróðurslega - sem hefur aftur komið til af því að hægt er að hugsa sér ákjósanlegri and- stæðinga til að láta berja á en ör- yrkja. Ráðherrar stjórnarinnar hafa í raun verið með bundnar hendur.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.