Dagur - 23.01.2001, Page 16
16- ÞRIDJUDAGUR 23. JANÚAR 2001
jjmL__________
LAt'JDlWM
Skemmtileg sýning
með góðri meiningu
Boðskapurinn um réttiæti og mannúð, viðvörun við að hlaupa eftir innantómu
„stuði" og ábending um að varðveita æskuna ísjálfum sér
Þjóðleikhúsið:
BLÁI HNÖTT-
URINN eftir
Andra Snæ
Magnason.
Leikstjórn:
Þórhallur Sig-
urðsson.
Leikmynd og
búningar: Axel
Hallkell.
Lýsing: Björn
Bergsteinn
Guðmundsson.
Tónlist: inúm.
Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir.
Frumsýnt á stóra sviðinu 21.
janúar.
Það er víst þarflaust að lýsa
efni þessa leiks mörgum orð-
um, svo þekkt sem sagan er,
marglofuð og verðlaunuð og
mun nú verið að þýða hana á
mörg mál. Loflegir dómar sem
bækur fá hér á síðustu tímum
vega að vísu ekki þungt, svo oft
sem maður rekur sig á hvernig
miðlungsverkum er hossað sem
hreinni snilld af ritdómendum.
En að því er Bláa hnöttinn
varðar er velgengni hans mak-
leg. Þetta er saga sem ber vitni
um skapandi hugkvæmni um
leið og hún er nógu nærri
kunnuglegum slóðum svo hún
nær vel til barnanna.
Andri Snær hefur í þessu
verki fundið góða leið til að.
bregða upp heillandi ævintýri
fyrir börnin og halda um leið að
þeim mannúðlegum og falleg-
um boðskap; þetta tvinnast vel
saman í Sögunni af Bláa hnett-
inum og í því felst sigur hennar,
miklu frekar en í stflsnilld eða
orðfærni höfundar sem er ekki
tiltakanleg.
Sölumaður gleðlnnar
Leiksýningin virðist mér fylgja
efni sögunnar trúlega. Það er í
sem stystu máli að á bláa hnött-
inn sem börn byggja ein og una
glöð við sitt kemur snjall sölu-
maður gleðinnar. Hann festir
sólina með nagla og býður
börnunum að lifa í sífelldum
fögnuði sem reynist náttúrlega
innantómur. - Þegar ég sá Bláa
hnöttinn hugsaði ég til þess,
sem oft minnir á sig í leikhúsi í
seinni tíð, hversu heimur þess
er orðinn nálægur heimi kvik-
mynda og tölvuleikja. Ævintýra-
heimur leiksins býður beinlínis
upp á slík brögð og verður ekki
annað sagt en vel sé spunnið úr
þeim möguleikum í sviðsetn-
ingu Þórhalls Sigurðssonar og
samverkamanna hans. Þarna
er góð fagmennska reynds fólks
á ferðinni, en fagmannleg
vinnubrögð eru alltént nokkuð
sem maður getur treyst að
verða vitni að hjá leikhúsfólki,
eins og skilmerkilega var rakið
í grein í Lesbók Morgunblaðsins
á dögunum, - hvað sem segja
má um nýstárlegt sköpunar-
starf leikhúsanna. Því sýningin
er satt að segja nokkuð hefð-
bundin barnasýning þar sem
mikið er lagt upp úr liðlegum
hópsenum, skærum litum,
dansi o. s. frv. Hins vegar er
sögunni sjálfri sýnd rækt, hún
fær að njóta sín og leikbrellurn-
ar skyggja aldrei á hana.
Bangsiim Bjöm Bjarnason
Það er gömul reynsla að til að
leika börn vel, það er ef reynir
á eitthvað meira en æskuþokka,
þarf þroskaða leikara. Þess
vegna er hér reynt fólk í hlut-
verkum barnanna á bláa hnett-
inum. Aðalhlutverkin leika Atli
Rafn Sigurðarson, Brimir, og
Inga María Valdimarsdóttir,
Hulda. Atli Rafn er orðinn
nokkuð reyndur að leika fyrir
börn og fór einkar þekkilega
með hlutverk Brimis. Inga Mar-
ía er ekki eins reynd og er hér í
Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn.
Hún kom vel fyrir en af þessu
hlutverki verður ekki séð hvers
vænta megi af henni, til þess
var persónumótun ekki nógu
skýr. KjartanGuðjónsson leikur
Gleði-Glaum, hinn útsmogna
sölumann, sem reyndar var
bara dreyminn strákur þegar
allt kom til alls. Kjartan er
reyndur „barnaleikari" og hef-
ur þann drengslega brag á leik
sínum sem vel hentar í svona
verkefnum. Það er einkenni á
leiknum að persónugerðin er
öll á yfirborðinu, - þetta er
náttúrlega fyrst og fremst ævin-
týri. Aðrir leikendur en þessir
þrír mynda liðsheild þar sem
allir vinna saman en enginn
sker sig úr. Leikendurnir eru að
vísu í fleiri en einu hlutverki.
Sumt er sérlega skemmtilegt,
ég nefni aðeins atriðið með
bangsann, „Björn Bjarnason"
sem hvarf frá að éta börnin af
því þau höfðu glatað ferskleika
sínum, það var skemmtilega
gert af Bjarna Hauki Þórssyni.
gott gervi og kímilegur leikur.
Aðrir leikendur eru Nanna
Kristín Magnúsdóttir, Marta
Nordal, Linda Ásgeirsdóttir,
Guðmundur Ingi Þorvaldsson
og Valur FreyrEinarsson. Öll
voru þau fjörleg og áttu góðan
þátt í hinni heillegu áferð sýn-
ingarinnar.
Geimskipið mátt vera
tilkomumeira
Hlutur leikmyndarinnar er mik-
jll, hún var bæði faileg og hug-
vitssamleg, nema hvað geim-
skipið hefði mátt vera tilkomu-
meira. - Allt á litið er Blái
hnötturinn vafalaust það nýja
íslenska barnaleikrit seinni ára
sem mestur veigur er í. Það
byggist á skýrri hugmynd sem
myndgerist fyrir sjónum okkar.
Boðskapurinn um réttlæti og
mannúð, viðvörun við að
hlaupa eftir innantómu „stuði“
og ábending um að varðveita
æskuna í sjálfum sér, - þetta
hljómar einsog klisja og gæti
auðvitað fallið dautt niður. En
þeir sem að verkinu standa
voru sem sagt færir um búa til
skemmtilega sýningu úr þessu
uppbyggilega ævintýri. Trúi ég
ekki öðru en hún verði vel þeg-
in af ungum sem eldri leikhús-
gestum.
LEIKLIST
Gunnar
Stefánsson
skrifar
Hugtökin eru lykillinn
Guðirog hlutverk þeimi, goðsögurog
tengslþeirra við athafnir, töfra og
heimsmynd ermeðal þess sem Haraldur
Ólafsson mannfræðingurfræðirfólk um
á námskeiði í trúarbragðafræði á vegum
Endurmenntunarstofnunar. Hann er
spurður nánar út í námsefnið.
:„Ég er að hugsa um að taka fyrir það sem við köilum
venjulega trúarbragðafræði," segir Haraldur og
kveðst ætla að skipta námsefninu upp í átta fyrir-
lestra. Hann lýsir þeim svo: „f fyrsta fyrirlestri verða
rakin hin margvíslegu form átrúnaðar, að hverju
átrúnaðurinn beinist og hvers menn eru að leita og
velti fyrir mér hvort hægt sé að benda á eitthvað
sameiginlegt með átrúnaði, alltaf og alls staðar.
Einnig ætla ég að fara rækilega yfir helstu hugtök
sem eru sameiginleg mörgum trúarbrögðum enda
eru þau lykill að því sem á eftir kemur. Við getum
tekið sem dæmi hugtök eins og bannhelgi eða „tabú“
og „nana“, kraftinn sem er talinn vera fólginn í öllum
helgum hlutum."
Haraldur Ólafsson kveðst í lok námskeiðsins ætla að setja fram
ákveðnar hugmyndir um hvað trúarbrögð séu, þótt það sé
„bæði vafasamt og vandasamt."
Fyrsti átnmaðurinn
„I öðrum fyrirlestrinum mun ég fjalla um hugleiðingar
um hvað menn telji vera fyrsta átrúnaðinn, hvar hann
eigi sér rætur og hvers eðhs hann er. I ævafornum gröf-
um hafa menn til dæmis fundið merki um að búið hafi
verið um lík með þeim hætti að bendi til átrúnaðar. Þá
mun ég minnast á elstu rituðu heimildirnar um trúar-
brögð, áletranir frá 6.500 árum og ritað mál þar sem get-
ið er um átrúnað. Þar eru sérstaklega áberandi sköpun-
arsögur þannig að það er snemma sem fólk gerir sér
hugmyndir um hvernig jörðin hafl orðið til. Þótt Biblían
sé nokkru vngri þá ber hún ýmis merki þessara fornu
sköpunarsagna."
Goðsögurnar merkilegar
„í þriðja erindinu mun ég íjalla um helgisiði, alls konar
athafnir sem menn hafa um hönd í sambandi við trúar-
iðkun. í íjórða og fimmta tíma mun ég íjalla um goðsögur,
sem eru gríðarlega merkileg fyrirbæri sem þekkjast alls-
staðar og eiga mjög margt sameiginlegt en jafnframt
ýmis sérkenni eftir svæðum. Meðal annars er talið að
goðsögur hafi mjög náin tengsl við helgiathafnir. Við
þekkjum messuna sem fylgir ákveðnum reglum, þessar
reglur eru tengdar ákveðnum hugmyndum um stöðu
mannsins gagnvart náttúruöflunum og helgum hlutum."
Átrúnaður náttúrubama
„í sjötta og sjöunda erindi mun ég fara frekar út í ýmsan
átrúnað þeirra sem við köllum frumstæðra þjóða eða
náttúrurbarna sem víða tíðkast enn en-hefur þó horfið á
ýmsum stöðum. Þar er margt sem kemur okkur kunnug-
lega fyrir sjónir. Þarna er ég að tala um ymsa Afrikubúa,
Asíumenn, Indíána, Sama, Síberíufólk. I áttunda og síð-
asta fyrirlestri mun ég draga þetta allt saman og reyna
að setja fram ákveðnar hugmyndir um hvað trúarbrögð
séu, þótt það sé bæði vafasamt og vandasamt." gun.