Dagur - 25.01.2001, Side 7

Dagur - 25.01.2001, Side 7
FIMMTVDAGVK 25. JANÚAR 2 00 1 - 7 ÞJÓÐMÁL Nýtt land og gamalt „Garðar þessi fór ótroðnar slóðir ípólitískri skriffinnsku og fjallaði um Marilyn Monroe, Seðla- banka íslands og Elvis heitinn Presley og fleiri pólitíska ieiðtoga á meðan ritstjórn Morgun- biaðsins skrifaði mörg hundruð dálksentimetra um formann Sjálfstæðisflokksins á hverjum degi og jafnvel oft á dag, “ segir pistlahöfundur. Með Ólafi Þ. Þórðarsyni og pistilhöfundi tóksl vin- átta þegar báðir sátu á Al- þingi og nær hún út yfir gröf og dauða. Ólafur var ekki bara með skýrustu hugsun alþingismanna heldur hélt hann líka hnyttnari ræður en hinir. Pistilhöfundi er í fersku minni þegar Olaíi var nóg boðið undir ræðuhöldum Kvennalistans í þingsal og bað um orðið með því að berja kúlupennanum sínum við borðrönd- ina eins og honum var lagið. Jafnrétti kynj- anna til auðæfa landsins var á dagskrá og komið hafði fram í opinberri könnun að kvenfólk Iifði nokkrum árum lengur en karlfólk að meðaltali. Ólafur heitinn komst að rökréttri niðurstöðu í málinu eins og venjulega: Samkvæmt þessari staðfestingu hlutu konur að erfa bú karla um síðir og eignast þar með auðlegð Iandsins þegar öllu er til skila haldið. Umræðunni lauk í rauninni á þessum orðum þó einhverjir héldu samt áfram að tala eftir þau eins og gengur. Dómur í máli öryrkja hefur rifjað upp ræðu Ólafs og pistilhöfundur hefur ekki á móti því að bætur samfélagsins séu tengd- ar settu tekjumarki svo jöfhuður ríki í sam- hjálpinni áður en hinar kátu ekkjur velta sér upp úr peningum eftir daga okkar karl- kynsins. En fara verður að lögum og nið- urstöðu dómstóla og allir menn eru meira að segja jafnir fyrir þessum sömu lögum. Pistilhöfundur hefur verið dæmdur fyrir hitt og þetta um dagana og því miður aldrei komist upp með að vísa dómum til nefndar og hvað þá norður og niður eins og hinir lögbrjótarnir. En önTkjamálið hefur kallað fram helsu kosti íslenskra lögmanna og eru þeir sömu eiginleikar og Bismark fann hjá prúss- neska hernum: Harðir eins og Kruppstál að rukka fólk á morgnana en sveigjanlegir eins og leður að semja álitsgerðir eftir há- degi. Hinn praktíski lögmaður skrifar tvær álitsgerðir í hverju máli í hádeginu svo hann geti þjónað bæði ríkisstjórn og stjórnarandstöðu eftir því hvor hópurinn leitar hjá honum ráðgjafar í kaffitímanum. Hitt er svo öllu verra ef dómstólarnir eru að riðlast eftir flokksskírteinum og nú þeg- ar verður að húa þjóðina undir að kjósa dómara. Sé Hæstarétti ekki lengur heimilt að kveða upp dóma sem hafa í för með sér greiðslur úr ríkissjóði eins og ríkisstjórnin segir er eins gott að slá réttinn af og taka dómhúsið undir framúrakstur ríkisstjóm- arinnar á fjárlögum vegna þjóðmenningar- hússins við hliðina og fleiri brota á lögum og stjórnarskrá. Svíður sem undir mígur í þessu máli eins og öðrum. Marilyn og Elvis Pistilhöfundur naut þeirra foréttinda að sækja Hótel Borg í kaffitímanum þegar hann dvaldi langtímum í miðborg Rcykja- víkur og hlusta á sér reyndara fólk við kaffiborðið. Meðal borðfélaga var Vil- mundur heitinn Gylfason þingmaður og var málefnagrunnur að Bandalagi jafnað- armanna lagður við borðið enda var hótel- ið þá enn vel sótt kaffihús. Sú staða kom upp einn góðan verðurdag í skoðanakönn- un að bandalagið hlaut fimmtán þingsæta spádóm þó raunin yrði önnur á kjördag. Vilmundur karlinn sat sumsé uppi með fímmtán auð þingsæti og hafði ekki fram- bjóðendur til að manna sætin. Vimmi var þá jafn vel mublaður innanstokks og hcl- stu húsgagnabúðir Reykjavíkur. En það er nú önnur saga. A meðal helstu ljóðbiskupa í bandalagi Vilmundar Gylfasonar var ungur maður að nafni Garðar Sverrisson og sat hann meðal annars í ritstjórn hins ágæta málgagns Nýtt Land. Garðar þessi fór ótroðnar slóð- ir í pólitískri skriffinnsku og Ijallaði um Marilyn Monroe, Seðlabanka Islands og Elvis hcitinn Presley og fleiri pólitiska Ieið- toga á meðan ritstjórn Morgunblaðsins skrifaði mörg hundruð dálksentimetra um formann Sjálfstæðisflokksins á hverjum degi ogjafnvel oft á dag. Fór svo að lokum að hvorki blaöið Nýtt Land né formaður Sjálfstæðsiflokksins lifðu af þessi heitu at- lot og segir ckki af Garðari Sverrissvni og Morgunþlaðinu fyrr en Garðar ræðst til for\'stu hjá öryrkjum en Morgunblaðið ræðst aftur til fory'stu hjá Sjálfstæðis- flokknum og sægreifum eftir heiðarlega til- raun til að standa á eigin fótum um skeið. Allt samkvæmt hæstaréttardómum og svip- miklu lunderni okkar Qölskrúðuga forsæt- isráðherra. Garðar Sverrisson hefur ekki úr fimmt- án þingsætum að spila um þessar mundir og lætur gott heita að orna sér við minn- ingarnar um frú Monroe og Seðlabank- ann. Formaður Oryrkjabandalagsins hefur staðið í daglegum prófkjörsslag við for- mann Sjálfstæðisflokksins allt kjörtímabil- ið og kjörskráin er greinilega of lítil fyrir þá báða. Spurningin er í hvaða stjórnmála- flokk sveinninn Garðar ber niður með prófkjörsfylgi sitt í næstu þingkosningum og vonandi lenda þeir formennirnir saman á Alþingi frekar en í Öryrkjabandalaginu eftir kosningar. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er eins og Lasarus gamli komst að raun um tvisvar á ævinni. Málfræði og verkfræði Forseti Alþingis biður flokksbróður sinn í lorsæti Hæstaréttar að útskýra öryrkja- dóminn fyrir þingheimi. Vitaskuld er það eina leiðin til að þingmenn viti um hvað þeir eru að tala fyrst þeir geta ekki lesið það sjálfir. Alþingismenn eru ekki vanir að semja Iög og rekur því fljótt í vörðurn- ar. Að vfsu er öryrkjadómurinn skrifaður á prýðilega auðskildu máli þó lagamál sé samið af lögfræðingum sem hugsa í lagafléttum og varnöglum. Hitt er svo annað mál að betur má ef duga skal og dómsyfirvöld verða að fá bæði málfræð- inga og verkfræðinga sem hugsa beint í rökfastri framsetningu til að semja með sér dómsorðið. Alþýða manna þarf að geta lesið dóma reiprennandi eins og smáauglýsingarnar í DV en hnjóta ekki stöðugt um áfrýjendur og gagnáfrýjendur og aðrar fígúrur lagamálsins sem reyndar hafa orðið bæði Iögmönnum og ráðherr- um Þrándur í Götu í máli þessu. UMBUÐA- LAUST skrifar STJÓRNMÁL Á NETINU 2100 milljóiiir í ferdir og risnu r „Ýmsir stjórnmálamenn virðast telja það til vin- sælda fallið að hlaupa til við hvert hugsanlegt tækifæri og lýsa því yfir að nú sé ekkert því til fyrirstöðu að hefja hvalveiðar, “ segir Svanfríður Jónasdóttir. Jóhanna Sigurðardóttir, alþingis- maöur Samfýlkingarinnar, fjallar á vefsíðu sinni um opinberan kostnað við ferðir og risnu. Þar segir: „Ferða- og risnukostnaður ríkisstofnana og ráðuneyta var tæpar 2110 milljónir árið 1999 og hafði hækkað um 220 milljón- ir króna frá 1998. Þetta kemur fram í sundurliðuðu yfirliti yfir ferða- og risnukostnað sem fjár- málaráðherra hefur lagt fram á Alþingi að minni beiðni. Risnu- kostnaður hækkaði um 23% milli áranna 1998 og 1999 en ferða- kostnaöur um rúm 10% Hækkar milli ára um 48 milljúnir Frá 1998 eða á tveimur árum hefur samanlagður ferða- og risnukostnaður hækkað um 450 milljónir, en hann var á árinu 1999 um 2110 milljónir króna, 1998 tæpar 1900 milljónir króna og 1660 milljónir árið 1997. Ef einungis eru tekin hækkun milli áranna 1998 og 1999, þá hækkar risnukostnaður um tæpar 48 milljónir milli ára eða um 23%, ferðakostnaður erlendis um rúmar 124 millj- ónir króna og feröakostnaður innanlands um tæpar 48 milljónir króna, sem er rúm- lega 10% hækkun milli ára. Krafaum 450 miHjóna spamað Samfylkingin lagði til við fjár- lagaafgreiðsluna að sparað yrði í risnu- og ferðakostnað 450 milljónir króna, sem er eðlilega krafa en sú fjárhæð nemur einungis hækkuninni sem orðið hefur á þessum liðum s.l. 2 ár. Þessi tillaga var felld við fjárlagaafgreiðsluna fyrir jólin. - Það er vissulega athyglisvert að sú fjárhæð sem það mun kosta ríkissjóö að fullnægja dómi Hæstaréttar og skerða ekki lífeyri vegna tekna maka kostar ríkis- sjóð 38.5 milljónir króna, en ein- ungis hækkun á risnu milli ár- anna 1998 og 1999 var 10 millj- ónum hærri eða um 48 milljónir króna. Þetta sýnir vel forgang rík- isstjórnarinnar og er í samræmi við það hvernig ríkisstjórnin hefur aftur og aftur á kjcir- tímabilinu hlunnfarið öryrkja um réttmætar lífeyrisgreiðsl- ur til samræmis við það sem aðrir hafa fengið í þjóðfélag- inu.“ Eius og að smella fingri? Svanfríður Jónasdóttir, alþing- ismaður Samfylkingarinnar, skrifar um hvalveiðimálið á vefsíðu sinni og segir þar m.a.: „Þegar rætt er um að hefja hvalveiðar að nýju við Island eru þeir býsna margir sem láta eins og það sé jafnauðvelt og að smelia fingri. Nú síðast segir formaður sjávarútvegs- nefndar AJþingis að ekkert sé því til fyrirstöðu að við hefjum hval- veiðar fyrst Norðmenn hafi ákveðið að fella úr gildi bann sitt við útflutningi. Hvernig það rím- ar saman er nánast óskiljanlegt því staða Norðmanna er allt önn- ur en íslendinga. Bæði mót- mæltu þeir banninu við hvalveið- um á sínum tíma og eru auk þess í Alþjóðahvalveiðiráðinu. Ymsir stjórnmálamenn virðast telja það til vinsælda fallið að hlaupa til við hvert hugsanlegt tækifæri og lýsa því yfir að nú sé ekkert því til fyrirstöðu að hefja hvalveiðar. Menn hafa ekki einu sinni þann fyrirvara á að fyrst þyrftum við að ganga í Al- þjóðahvalveiðiráðið, og það með fyrirvara um hvalveiðibannið. Nei, þjóðin er blekkt ár eftir ár með þrí að láta eins og hér sé um nánast geðþóttaákvörðun að ræða. En af því það eru nú þing- menn Sjálfstæðisflokksins sem fremstir fara og sá flokkur hefur farið með húsbóndavaldið í sjáv- arútvegsráðuneytinu í áratug, af hverju gerist þá ekkert, þrátt fyr- ir heitingar og samþykktir?"

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.