Dagur - 25.01.2001, Side 14
14- FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2001
JJML
T>(gur
Friðrik Skúlason tölvu-
fræðingurog ættfærð-
ingur segir enn ýrnis
tæknileg atriði óleyst
varðandi ættfræði-
gagnagrunn sem þó er
væntanlegur áNetið
áðuren langtum líður
Síðastliðinn þriðjudag hélt Frið-
rik Skúlason tölvunarfræðingur
fyrirlestur í Norræna húsinu þar
sem hann greindi frá helstu
vandamálum við gerð íslend-
ingabókar, þ.e. ættfræðigagna-
grunns yfir alla þá 700.000 ís-
lendinga sem þekktir eru frá
upphafi landnáms. Fyrirlestur-
inn var liður í hádegisfyrirlestra-
röð Sagnfræðingafélags íslands,
sem nú á vorönn íjallar um
spurninguna „Hvað er heimild?"
Vandamálin eru annars vegar
tæknilegs eðlis en hins vegar
varða þau áreiðanleika þeirra
heimilda sem unnið er með.
Hann sagðist m.a. ekki ennþá
geta sagt til um það nákvæmlega
hvenær þessi gagnagrunnur
birtist á Netinu.
„Við erum tæknilega séð
nokkurn veginn tilbúin," segir
hann í samtali við blaðamann
Dags. „Að vísu á eftir að gera
eitthvert smotterí í sambandi við
að vinna vefsíðurnar sem fylgja
og það er alveg eftir að útbúa
ensku síðurnar. Grunnurinn
verður nefnilega á tveimur vef-
föngum, islendingabok.is og
genealogy.is. Síðan langar mig
einnig til þess að gera sjálfvirka
þýðingu á textum eftir fremsta
megni, þannig að ef til dæmis
stendur „bóndi í Litlakoti" eða
eitthvað þess háttar, þá viljum
við láta þýða það sjálfkrafa þeg-
ar menn fletta því upp. En það
er aðeins meira mál en bara að
segja það.“
- Er þaö það sem strandar á?
„Ja, það er eitt af því sem mig
langar til að gera. Hvort það
verður búið þegar þetta verður
opnað er bara ekki Ijóst. Það
getur vel verið að enska útgáfan
verði opnuð einhvern tímann
seinna. Við vorum með þetta að
við héldum nokkurn veginn til-
búið til opnunar þegar Agora-
sýningin var haldin í október síð-
astliðnum, en þá komu upp
nokkur atriði sem þurfti að lag-
færa,“ segir Friðrik.
Búið að skrá 630 þúsund
„Við erum líka smám saman að
bæta grunninn, við erum að sí-
fellt íjölga tengingum til dæmis.
Núna þessa dagana erum við svo
að setja inn einstaklinga sem eru
fæddir nú síðustu árin og tryggja
að þetta séu ekki alltof úreltar
upplýsingar, skrá inn hjónabönd
frá Hagstofunni og svo framveg-
is. Hlutirnir geta breyst hjá fólki
á bara tveimur árum.“
Fram kom í fyrirlestri Friðriks
að samanlagður fjöldi allra ís-
lendinga sem til hafa verið frá
upphafi og tO dagsins geti legið
nálægt einni og hálfri milljón.
Þar geti þó skakkað nokkur
hundruð þúsundum til eða frá.
Heimildir eru hins vegar aðeins
til um 700.000 manns, eða um
það bil helming heildaríjöldans.
Nú þegar hafa 630 þúsund
verið skráð í gagnagrunninn og
gert er ráð fyrir að meirihluti
þeirra sem vantar bætist í
gagnasafnið á þessu ári. Friðrik
segir hins vegar ekki nægjanlegt
að skrá eingöngu einstaklingana,
því þær ættfræðflegu upplýsingar
sem skipta máli eru fyrst og
fremst upplýsingar um tengingar
mOli einstaklinga. „Staðan þar
er að um 83% tenginga mOli
skráðra einstaklinga eru núna til
staðar og fer sú tala hækkandi
með hverjum degi. Það er óljóst
hversu há þessi tala mun geta
orðið, en það er nánast útOokað
að hún geti farið yfir 90%,“ sagði
Friðrik í fyrirlestri sínum.
12.000 dauðir endar
„Á 20. öld eru yfir 95% upplýs-
inga um ætterni íslendinga að-
gengilegar - það sem upp á vant-
ar stafar að mestu leyti af þrem-
ur ástæðum, ættleiðingum, er-
lendum uppruna eða því að
mæður geti ekki eða vilji ekki
gefa upp feður barna sinna,“
sagði Friðrik enn fremur.
„Þessi tala er hins vegar mun
lægri fyrr á öldum - kringum
85% á 19. öld, 50% á 18. öld og
innan við 30% á þeirri 17. Fyrir
þann tíma er talan í kringum 5%
- með öðrum orðum: 95% af
upplýsingum um ættir íslendinga
fyrstu 800 ár íslandsbyggðar eru
glataðar og vonlítið að unnt sé
að fyOa í eyðurnar. Ástæður
þess eru margvíslegar, ýmist
hafa gögnin ekki verið skráð eða
þá að þau hafa glatast, til dæmis
vegna kirkjubruna."
- Hvað með útlendinga sem
komið hafa til íslands og tengst
íslenskum œttum. Hafið ' þið
skoðað hve margir þeir eru og á
hvaða tímahilum þeir hafa helst
verið að koma?
„Það eru ákveðnir toppar,“
segir Friðrik. „Ég var einmitt að
fara í gegnum lista yfir svokaO-
aða dauða enda í grunninum,
þ.e.einstakfinga sem er ekki
hægt að rekja lengra, sem getur
verið annað hvort vegna þess að
um útlendinga sé að ræða eða
þá að um ættleiðingar er að
ræða. í fyrsta umgangi finn ég
tólf þúsund slíka. Þetta er auð-
vitað miklu lægri tala heldur en
fjöldi útlendinga sem komið hef-
ur til íslands, en það stafar af því
að fólk sem kemur hingað og
tengist ekkert íslenskum ættum
fer ekki inn í grunninn. Auðvitað
er mest um það á síðustu ára-
tugum, en svo eru toppar líka í
gegnum tíðina. En þetta er samt
hverfandi, því fram undir 1901
eru þetta fyrst og fremst ein-
staka kaupmenn, danskir emb-
ættismenn og svo erlendir sjó-
menn. Síðan fer þeim íjölgandi
eftir því sem líður á tuttugustu
öldina. Það kemur smá toppur í
kringum ástandsbörnin, þá fæð-
ist mikið af börnum sem eru
hálferlend. Þetta á reyndar eftir
að stökkva upp á næstu árum og
áratugum, einfaldlega út af því
að fólkið sem flytur hingað núna
með íjölskyldur sínar á börn sem
geta tengst inn í íslenskar ættir.“
Örugglega vitluust
- Þú minntist einnig á það ífgrir-
lestrinum að þegar fólk er að
rekja œttir sínar mjög langt aft-
ur séu miklar líkur á að villur
séu í því.
„Það er nánast öruggt að
þetta sé vitlaust, því þótt maður
geri ekki ráð fyrir nema kannski
eitt prósent líkum á skekkju í
hverri kynslóð þá safnast þetta
upp og líkurnar á villum verða
sífellt hærri í hverri kynslóð eftir
því sem aftar dregur. Það er því
tölfræðilega mjög ósennilegt að
hægt sé að íinna ættartré sem
eru fullkomlega rétt. Það er
reyndar hægt að finna kvenleggi
sem til eru sumir heifir allt aftur
til 1300 eða svo og þeir eru
nokkuð traustir. En máUð er að
karlleggirnir eru töluvert
ótraustari, og svo þegar komin
eru ættartré þar sem kven- og
karlleggir eru á víxl, þá eru
þessar líkur og það er bara eins
og það er.
- Hve miklar eru líkurnar á
skekkjum?
„Núlifandi íslendingar geta
kannski rakið 5.000 mismunandi
forfeður. Þar af eru kannski
2.500 karlmenn, og ef gert er
ráð fyrir að einn af hverjum
hundrað sé rangur, þá eru
komnir 25 karlmenn í hverju
ættartré. En þetta byggist reynd-
ar á ýmsum forsendum, meðal
annars þeirri að rangfeðrunar-
prósenta hafi verið svipuð fyrr á
öldum og hún er í dag, og það
eru í sjálfu sér engin haldbær
rök til með eða á móti því. En
þetta er bara sett fram til þess
að menn hafi þetta í huga, að
þessi fínu ættartró sem menn
geta verið með allt aftur til land-
námsmanna hafa h'tið annað
gildi en fyrst og fremst skemmt-
anagildi því þau eru væntanlega
ekki rétt.“
-GB