Dagur - 25.01.2001, Page 15

Dagur - 25.01.2001, Page 15
FIMMTVDAGVR 25. JANÚAR 2001 - 15 Ðafýir JiÐEj— (ANPlNH „Ég reyni að fylgjast með konunum og koma með fæðingarfréttir inn í tímana, því vissuiega skapast mikil samstaða og gott andrúmsloft í þessum samverustundum," segir Auður Bjarnadóttir sem kennir barnshafandi konum jóga AuðurBjamadóttir dansaði sig ung inn í hjörtu landsmanna. Á seinni ámm hefurhún starfað sem danshöf- undurí leikhúsum og við leikstjóm og kennslu. Nú hefurhún snúið séraðjóga- kennslu jyrirbamshaf- andi konurog nýbakað- armæður. „Eg hef stundað jóga í tíu ár fyrir sjálfa mig en tók kennarapróf úti í Ameríku í fyrra og fékk mikinn áhuga á að leiðbeina barnshafandi konum,“ segir Auður. Hún kennir líka nýbökuðum mæðrum jóga. Litlu krílin eru þá gjarnan með mæðrum sínum og jógasalurinn breytist í hálfgerða vöggustofu. „Upphaflega fór ég í jóga vegna meiðsla," segir hún. „Ég var búin að ofgera líkamanum og þurfti að gera eitthvað þar sem ég gat sýnt mér aðeins meiri sjálfsvirðingu. Ég heillaðist af jóga og þótt þar sé byggt á alda- gömlum aðferðum finnst mér mikil þörf fyrir það á okkar tím- um. Hraðinn og spennan sem við lifum í býður þeirri óhamingu heim að við hættum að finna fyrir sjálfum okkur og umhverfinu í kring um okkur. Við þeytumst um í eirðarleysi. Jóga vinnur gegn þessum áhrifum því þar er leitað inn á við.“ Erfitt að svæfa forvitnina Auður byrjaði með íslenska dans- flokknum þegar hann var stofnað- ur 1973 og dansaði í honum fyrstu árin en var líka á faraldsfæti og dansaði í Þýskalandi, Sviss og Svíþjóð. Síðar sneri hún sér að því að semja dansa fyrir leikhús og í framhaldi af því lærði hún leik- stjórn og hefur sett upp nokkur verk á síðustu árum. „Maður reyn- ir að hlaða ofan á það sem fyrir er, stækka það og víkka. Það er mjög gaman enda erfitt að svæfa for- vitnina sem manni er í blóð bor- in,“ segir hún. Hún er nýlega komin frá Am- eríku þar sem hún dvaldi í tvö ár með manni og börnum er eigin- maðurinn, Hákon Tumi Leifsson tónlistarmaður var þar við dokt- orsnám. „Ég var mest að sinna fjölskyldunni þarna vestra, kenndi dans og reyndi að viða að mér kunnáttu í leiklist, auk þess sem ég fór í jógakennaranámið. Svo varð ég ófrísk og stundaði þá jóga fyrir barnshafandi og var hjá mjög góðum kennara sem er hjúkrunarkona með mikla þekk- ingu á jóga. Þar sá ég hvað þetta gerði konum gott. Þó að þær kæmu ekki nema einu sinni í viku þá munaði þær mikið um það. Ég þurfti þrjá tíma í viku til að vera ánægð og undirbúningurinn skil- aði sér í yndislega vel heppnaðri fæðingu.“ Kom í tvo tíma og fæddl svo Auður kveðst hafa revnt að til- einka sér aðferðirnar sem hún hafi lært í jógatímunum hjá hjúkr- unarkonunni svo hún gæti síðar miðlað öðrum. „Það er nauösyn- legt fyrir barnshafandi konur að kunna að slaka á og styrkja sig í leiðinni auk þess að vera meðvit- aðar um eigin ábyrgð á heilsunni," segir hún. En skyldu konur geta konur stundað jóga alla meðgöng- una? „Já, ef þær eru hraustar þá geta þær það. Það kom ein kona til mín í tvo tínia og fæddi svo. Henni fannst sú litla þjálfun sem hún hafði fengið hjálpa sér í fæð- ingunni, ekld síst öndunin og slökunin." Auður segir enga konu hafa fætt í tíma hjá sér - ekki ennþá. „Þetta er samt svolítið eins og á fæðingardeildinni," segir hún. „Konur koma og fara. Það er skemmtilegt að vera með í þessu ferli. Ég reyni að fylgjast með konunum og koma með fæðing- arfréttir inn í tímana, því vissu- lega skapast mikil samstaða og gott andrúmsloft í þessum sam- verustundum." - gun MiMð lesið í Þorlákshöfn IJtlán úrbókasafniÞor- lákshafnarhafa aukist um 700% frá árinu 1998, samkvæmt nýj- ustu tölum og útreikn- ingum. Jón SævarBald- vinsson hefurverið bókavörðurá staðnum síðustu þrjú árog hann var inntur eftir ástæð- um þessara breytinga. „Æíli við getum bara sagt að al- rnenn fróðleiksfýsn og menning- arlegur hugsunarháttur hafi auk- ist á svæðinu? Ég vona það. Ann- ars næ ég ekki að skýra þotta til fulls. Reyndar höfum við bætt við safnkostinn bæði aíþreyingar-og fræðsluefni á síðustu árum og fyllt þar upp í skörð sem fyrir voru. Svo höfum við umbylt upp- röðuninni í safninu en svigrúmið er ekki mikið í því húsnæði sem við höfum til afnota." Jón Sævar segir upplýsingaþjónustu og heimildaleitir stóran þátt í starf- semi safnsins en engar tölur séu til urn þann þátt sérstaklega. MiMl þrengsli Bókasafn Þorlákshafnar er í 150 fermetrum að Unubakka 4 og þrengslin mikil. Meira en helm- ingur bókakosts safnsins er í kössum og gefur auga leið að ekki er hægt að lána þær bækur út. Þrátt fyrir það kom hver íbúi bæjarins 14.5 sinnum að meðal- tali í safnið á síðasta ári og hafði fjölgað ferðum sínum þangað úr tveimur á árinu 1998. Utlánuðum safngögnum hafði einnig fjölgað úr 2.5 safngögnunt á mann í 18.6 á sama tíma. Jón Sævar er spurð- ur hvort ástæðan só kannski auk- in þjónusta við skólahópa. „Nei, við getum ekki tekið á móti heii- um bekkjum hér inn þótt við feg- in vildum því hver fersentimetri er nýttur undir bækur,“ var svar- ið. Ilann segir þó íjórar nettengd- ar tölvur hafa sitt aðdráttarafl, einkum fyrir yngra fólkið, sem bæði noti netið og póstforritin sér til þæginda. Opið sextán tima í viku Aðspurður segir Jón Sævar opn- unartímann ekki hafa breyst á undanförnum árum. Safnið sé Útlán síðustu þriggja ára: 1998 voru lánaðar út 3.178 einingar, 1999 13.147 og 2000 24.505. opið 16 tíma á viku, mánudaga til fimmtudaga. „Við mundum gjarnan vilja hafa opið alla daga og um helgar líka en fjárveitingar leyfa það ekki.“ Jón Sævar kveðst enn merkja ijölgun útlána milli janúar í fyrra og janúar í ár en þar sem mán- uðurinn er ekki búinn vill hann ekki fara með neinar tölur. En er ekkert að rýmkast um safnið? „Jú, það er verið að byggja og mér skilst að húsnæðið verði til- búið á næstu mánuðum. Þar nteð er ekki sagt að við getum flutt strax inn því innréttingar vantar og annað sem til þarf.“ - gun „Við getum ekki tekið á móti heilum skólabekkjum hér inn þótt við fegin viid- um því hver fersentimetri er nýttur undir bækur, “ segir Jón Sævar, bókavörð- ur í Þorlákshöfn 2S000 15000 10000 5000 3175 I 13147 2450: ------- 01998 01999

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.