Dagur - 25.01.2001, Page 16
16- FIMMTUDAGUR 2 5. JANÚAR 2 00 1
Litla Kaffistofan
Tryggvabraut 14
Sími 461 3000
Venjulegur
heimilismatur í
hádeginu virka daga
nýjn bío
i
RÁÐHÚSTORGl
rxrr°«jv[
DIOITAL
Thx I
SÍMI 461 4666
Sýnd kl. 18 - ísl. tal
Sýnd kl. 20 og 22
Sniglaveislan
Ólaf Jóhann Ólafsson
Leikstjórn:
Sigurður Sigurjónsson.
Leikmynd og búningar: Elín
Edda Árnadóttir
Tónlist:
Hilmar Örn Hilmarsson
Lýsing:
Halldór Örn Óskarsson
Aðstoðarleikstjórn:
Randver Þorláksson
Leikendur:
Gunnar Eyólfsson,
Sigþór Albert Heimisson,
Sunna Borg og Hrefna
Hallgrímsdóttir.
Samstarfssýning við
Leikfélag íslands.
Frumsýning:
föstud. 02.02. kl. 20.00
örfá sæti laus
2. sýning laugard.
03.02. kl. 20.
örfá sæti laus
3. sýning sunnud.
04.02. kl. 16.00
Takmarkaður
sýningafjöldi á
Akureyri
Kortasalan
í fullum gangi!
| Lil.iiu iiiMni I3 i jiij-ju ]
ílniDiiiHiiMJEÍIalMlE_____
Uatn kj>~.lbEU;,Íni„rfaa|
IleikfElag akureyrarI
Miðasalan opin alla virka daga,
nema mánudaga, frá kl. 13:00-
17:00 og fram að sýningu,
sýningardaga.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is
Leikféiag
Húsavíkur
frumsýnir
Fröken
Nitouche
í leikstjórn Sigurðar
Hallmarssonar
Föstudag
26. janúar kl. 20.30
Laugardag
27. janúar kl. 17.00.
Miðasala í síma
4641129
símsvari allan
sólarhringinn
FRÉTTIR
L.
•11»
Frá uppbyggingu hjá Isfélagi Vestmannaeyja.
Endurreisn ávís-
un á taprekstur
Ef spila á í efstu deild í
sjávarutvegi þarf að
gera þetta eins og t.d.
Útgerðarfélag Akureyr-
inga og Grandi, þannig
næst hagkvæmui. En
ég er því miður ekki
bjartsýiui á að það
verði í Vestmannaeyj-
iun í nánustu framtíð,
segir stjómarformaður
ísfélags Vestmanna-
eyja.
Akvörðun stjórnar Isfélags Vest-
mannaeyja að leggja niður bolfisk-
vinnslu félagsins hefur vakið mikla
umræðu og jafnvel reiði í Vest-
mannaeyjum, bæði meðal starls-
manna og annarra íbúa Vest-
mannaeyja. Uppbvgging frystihúss
félagsins var eitthvað sem flestir
höfðu greinilega gert ráð fvrir.
Stjórnendur ísfélagsins eru nú að
kanna hagkvæmni þess að byggja
upp fullkomið uppsjávarfrystihús.
Ennfremur er verið að skoða
möguleika á j>ví að hefja einhverja
vinnslu í lok loðnuvertíðar og hef-
ur þar einkum verið horft til salt-
fiskvinnsiu. OII áhersla verður
lögð á vinnslu á loðnu og sílcl á
næstu vikum og fram yfir lok
loðnuvertíðar mun félagið láta
vinna fyrii' sig hluta af bolfiski lé-
lagsins í verktiiku og verður fyrst
og fremst horft til fiskverkenda í
Vestmannaeyjum. í stjóm ísfélags-
ins sitja Gunnlaugur Sævar Gunn-
laugsson, formaður (framkvæmda-
stjóri líftæknifélagsins Urðar,
Verðandi Skuldar); Eyjólfur Mart-
insson, Agúst Bergsson, Þórarinn
Sigurðsson, Auður Einarsdóttir og
Baldur Guðlaugsson.
Reiðarslag
Arnar Hjaltalín, formaður Verka-
Ivðsfélagsins Drífanda, segir þessa
ákvörðun reiðarslag fyrir byggðar-
lagið. Eigendur fyrirtækisins sem
hafi hagnast af veiðum og vinnslu
sjávarafla í Vestmannaeyjum hljóti
að geta losað um eignir annars
staðar til þess að auka bolfiskkvóta
Isfélagsins. Þeim beri siðferðisleg
skylda til að koma með fjármagn
til baka til að byggja bolfiskfrysti-
húsið upp á ný. A atvinnuleysis-
skrá í Vestmannaeyjum eru 170
manns, 60 fá vinnu viö uppsjávar-
fiskvinnsluna, en síðan fer það
fólk aftur á atvinnuleysisskrá auk
verkstjóra o.fl. svo fjöldinn fer í
um 200 manns. En sjálfhætt er
komi til verkfalls sjómanna í mars.
„Því var lýst yfir á fundum for-
svarsmanna félagsins með starfs-
mönnum eftir brunann að hugur
þeirra stæði til endurbyggingar
frystihússins. En stjórnin sem
kemur úr Reykjavík hefur tckið
ráðin af æðstu starfsmönnum, og
þar stjórna lánastofnanir ferðinni.
Golt dæmi um það er að nýráðinn
fr a m kvæ m da s tj ó r i ísfélagsins
kemur frá íslandsbanka. Það kem-
ur ekki til greina af okkur hálfu að
leggja niður bolfiskvinnsluna hjá
Isfélaginu, það þarf að finna aðra
lausn. En er þetta ekki liður í jiví
að sameina ísfélagið og Vinnslu-
stöðina," segir Arnar Hjaltalín.
Verktakar
Að sögn Ægis Páls Friðbertssonar,
nýráðins framkvæmdastjóra ísfé-
lagsins, verða ísfiskbátar félagsins
áfram gerðir út, rætt hafi verið við
fiskverkendur í Eyjum til að taka
að sér verktöku á verkun á hluta
fisks ísfélagsins, en annar fiskur
fari í gáma til útllutnings á hæsta
veröi. Möguleiki sé auðvitað á því
að auka kvóta, en hann sé clýr.
Reynt verði að reka lsfélagiö eins
hagkvæml og nokkurs sé kostur,
og þá muni það koma sterkara, til
baka í framtíðinni.
Ekki frystihús
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, stjórnarformaður, segir engan
grundvöll vera fyrir því í dag að
rcisa frystihús lyrir bolfisk með
þennan kvóta. Það sé bara ávísun
á taprekstur.
„Bolfiskkvóti Isfélagsins er að-
eins 10% af bolfiskkvótanum í Eyj-
um, aðrir aðilar þar halda á 89%
heimildanna. I þorski erum við
með 1.575 tonn af 11.500 tonn-
um sem aðrir hafa til ráðstöfunar.
Það er rangt hjá verkalýðsforyst-
unni í Eyjum að því hafi verið lýst
ylir að til stæði að fara í endur-
byggingu bolfiskfrystihússins.
Þvert á móti var strax sagt að lagst
yrði vfir málið og skýrt frá því í jan-
úar hverjar fyrirætlanir okkar vrðu,
svo eldci yrði alið á fölskum von-
um. Það vita allir að þessi vinnsla
hefur ekki gegnum tíðina skilað
því sem hún þarf að skila. Félagið
er hins vegar eitt af stærstu fyrir-
tækjum í sjávarútvegi á landinu og
hefur mjög sterka stöðu í uppsjáv-
arfiski, um 10% af Ioðnukvótanum
og annað eins af síldarkvótanum
og rekur tvær mjög góðar loðnu-
bræðslur, nýja í Eyjum og Krossa-
nesverksmiðjuna sem hefur alltaf
skilað góðum arði. Félagið er einn
stærsti framleiðandi loðnuhrogna
á Japansmarkað," segir Gunnlaug-
ur.
Ekki sameining
Gunnlaugur segir að hefði komið
til sameiningar Isfélagsins og
Vinnslustöðvarinnar hefðu skapast
möguleikar á að efla bolfisk-
vinnslu í Vestmannaeyjum. „ En
því miður varð það ekki þar sem
stærstu eigendur Vinnslustöðvar-
innar hafa í tvígang hlaupið frá
undirskriftum þar að lútandi. Það
er því ekki árennilegt að byrja að
nýju. Ef verja á byggðina og Vest-
mannaeyjar áfram að vera öfiugt
sjávarútvegspláss þá hokra menn
ekki áfram hver í sínu horni. Ef
spila á í efstu deild í sjávarútvegi
þarf að gera þetta eins og t.d. Ut-
gerðarfélag Akureyringa og
Grandi, þannig næst hagkvæmni.
En ég er því miður ekki bjartsýnn
á að það verði í Vestmannaeyjum í
nánustu framtíð því sagan er ekki
mjög uppörvandi,“ segir Gunn-
laugur Sævar Gunnlaugsson.
Kemur á óvart
„Það töldu fiestir að það færi fram
eðlileg uppbygging á frystihúsi Is-
félagsins fyrir það tryggingale sem
lægi fyrir, og því kemur þessi
ákvörðun mjög á óvart,“ segir
Guðjón Hjörlcifsson bæjarstjóri.
„Bolfiskvinnslan var rekinn með
tapi en í dag er þetta farið að gefa
pening, sem og saltfiskvinnslan.
Við munum ræða við Iram-
kvæmdastjóra Isfélagsins og full-
trúa verkalýðsfélagsins þó engar
lausnir liggi fyrir. Ég efasl um að
þetta leiði frekar til sameiningar
Vinnslustöðvarinnar og Isfélags-
ins, það hefur tvisvar verið reynt
og jafnoft verið hætt við samein-
ingu. Ég bind helst vonir við þessa
verktakastarfsemi sem er fyrirhug-
uð, og hluti af fólkinu fær vonandi
vinnu þar. Eyjamenn eru með mik-
inn kvóta miðað við íbúatölu og
við verðum að vinna að því að ná
meiri fiski hingað til vinnslu, og
nú verðum við að treysta á fieiri en
þá stóru. Bæjarstjórn hefur unnið
að ]iví að skapa fleiri atvinnutæki-
færi hér og að því vinnur með okk-
ur Þróunarfélag Vestmannaeyja,"
segir Guðjón. — GC.