Dagur - 27.01.2001, Qupperneq 5

Dagur - 27.01.2001, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 - 29 FRÉTTIR Ætla að selja 49% Landssímans í ár Nefndin leggur til að á þessu ári hafinn verði sala á hlut ríkisins í Landssímanum. Einkavæðingamefnd hefur skilað skýrsln uin sölu Landssím- ans. Leggja til að 49% hlutiir ríkisins verði seldur í ár. Grunnnetið verður selt með Símanum. Einkavæðingarnefnd ríkisstjórn- arinnar hefur skilað samgöngu- ráðherra skýrslu um sölu Lands- síma Islands. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu ráðherrans um að fara að tillögum nefndarinnar. Nefndin leggur til að á þessu ári verði hafin sala á hlut ríkisins í Landssímanum. I I. áfanga verði það almenningur og starfs- menn sem fái að kaupa allt að 14% af heildarhlutafé í Lands- símanum. Jafnframt verði smær- ri og meðalstórum fjárfestum gefinn möguleiki á að bjóða í stærri hluti, á bilinu 2-3% hverj- um, allt að 10% heildarhlutafjár. Þessi sala fari fram vorið 2001 og skráning hlutabréfanna á Verðabréfaþingi íslands sam- hliða því. I öðrum áfanga á að leitað eft- ir kjölfestufjárfesta ( 25% heild- arhlutafjár og á sú sala að fara fram á síðari hluta árs 2001. Að loknum öðrum áfanga einkavæð- ingar eigi ríkissjóður 51% hluta- fjár og einkaaðilar 49%. I þriðja áfanga verði áhersla lögð á dreifða sölu til almenn- ings og fjárfesta á íslenskum og erlendum mörkuðum. Gæti sú sala hafist á árinu 2002. Ekki skipta fyrirtækinu I skýrslu nefndarinnar segir að ekki sé ástæða til að skipta fyrir- tækinu, það er að taka ljósleiðar- ann undan eins og Framsóknar- flokkurinn vildi lengi vel að gert yrði. „Varðandi skiptingu fyrirtækis- ins er það niðurstaða nefndar- innar að ekki sé ástæða til að skipta rekstri fyrirtækisins út frá sjónarmiðum um þjónustu, sam- keppni eða vegna fyrirhugaðrar sölu. Astæðan er einkum sú að ijarskiptalög tryggja samkeppnis- aðilum Landssímans greiðan að- gang að grunnkerfinu á sama verði og Landssíminn sjálfur og nýlegar breytingar á gjaldskrá fyrirtækisins jafna mjög aðstöðu manna án tillits til búsetu," seg- ir í skýrslunni og síðan: „Jafn aðgangur landsmanna að ákveð- inni fjarskiptaþjónustu er eitt af grundvallaratriðum nýrra fjar- skiptalaga. Lögð hefur verið áhersla á að gjaldskrá Landssíma Islands taki mið af þessari stefnumótun." Loks er lagt til að varðandi þriðju kynslóð farsíma fari fram svo nefnt samanburðarútboð oft kölluð „fegurðarsamkeppni," sem þýðir að valin verði út fyrir- tæki sem fái reksturinn í stað þess að bjóða hann út á opnum markaði eins og gert er víðast er- lendis. - S.DÓR Rautt spjald á ríkissjórn Óssur Skarphéð- insson. Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylking- arinnar, segir að nýtt álit Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins, sem birt var í síð- ustu viku, staðfesti í meginatriðum gagnrýni sína á stjórn efnahagsmála og ríks- stjórninni sé þar sýnt rauða spjaldið. I álitinu er þrálátur við- skiptahalli talinn geta komið í veg fyrir mjúka lendingu í efna- hagsmálunum og að það gæti dregið til efnahagskreppu. Nefnd á vegum sjóðsins sendi frá sér álit eftir að hafa kynnt sér íslensk efnahagsmál með full- trúum stjórnvalda dagana 10. - 18. janúar. „Sendinefndin segir það hreint út að stjórn efnahagsmála hafi brugðist í þeim mæli að það þurfi að grípa til viðbragða í náinni framtíð, þvert á það sem ríkisstjórnin hefur sjálf sagt. Eg hef marg oft bent á þá hættu sem felst í þrálátum og vaxandi viðskiptahalla," segir Össur. Jafn aögangiir Skýrsla einkavæömg- amefndar um Lands- síiiiaiin kommn. Ein hugur u m sölu Sim- ans og ljósleiöarans saman í rikistjóm. 49% af hlut ríkisins verði selt á þessu ári. „ Eg mun nú undirbúa frumvarp sem verður lagt fram á þingi í febrúar, þar sem Ieitað er heim- ildar Alþingis til þess að selja og í þeim áföngum scm tillögur einkavæðingarnefndarinnar gera ráð fyrir,“ segir Sturla Böðvars- son samgönguráðherra. Hann er þar að tala um 14% til almennings og starfsmanna, 10% til meðal stórra fjárfesta og síðan 25% til kjölfestu fjárfesta, sem yrðu látnir keppa að undan- gengnu forvali um þessi 25%. Þá væru komin 49% sem seld hefðu verið á þessu ári. Skynsamlegasta niðurstaðan. „Síðan varðandi það að aðskilja grunnnetið frá sölu Landssím- ans, þá fór nefndin mjög vand- lega ofan í það mál eftir beiðni Sturla Böðvarsson. minni og kallaöi til hina hæfustu sérfræðinga. Niðurstaðan cr sú að vegna breytinganna á fjar- skiptalögunum, sem skyldar símafyrirtæki til að hleypa öðrum að með heimtaug og þar með að- gang að kerfunum. Vegna breyt- inganna sem gerðar voru á gjald- skrá hjá sfmanum og kröfunni í alþjónustunni um gagnaflutn- inga á sama verði alls staðar er á grundvelli þcssa og þeirra kral’na sem munu verða settar fram í lögum þá telja mcnn að þetta sé að öllu metnu skynsamlegasta niðurstaðan," segir Sturla Böðv- arssoti. Ef lykilatriði eru tryggð „I mínum huga er það aðalatrið- ið í þessu máli að allir lands- menn hafi jafnan aðgang að þessari þjónuslu, sambærilegum gæðum á sambærilegu verði. Ef að þessi Iykilatriði eru tryggð er okkar meginatriðum fullnægt, „ sagði Jón Kristjánsson þingmað- ur Framsóknarflokksins um þetta mál. Lýst illa á þetta „Mér lýst ákaflega illa á þetta. Við í Samfylkingunni höfum ver- ið á móti því að selja dreifikerfið með Landssímanum af tveimur ástæðum. Við teljum að lands- byggðin muni sitja eftir og geti ekki staðist samkeppnina f þess- ari nýju veröld sem við erum að sigla inn í, sem tengist fjarskipt- um og netvæðingu. Jafnframt höfum við algerlega verið á móti því að eitt f\'rirtæki hafi, af sam- keppnisástæðum, alger yfirráð yfir þessu tvennu, Landssíman- um og dreifikerfinu. Mér sýnast þær tryggingar sem gefnar eru í þessari skýrslu einkavæðingar- nefndar séu veigalitlar," sagði Össur Skarphéðinsson. - S.DÓR Venrieikafirring! „Mér finnst þetta mál fyrst og fremst sýna hversu meirihlutinn hér í Hafnarfirði er veru- Ieikafirrtur. Til að mynda er eng- in lagastoð fyrir því að bjóða kennsluþáttinn í grunnskóla- starfi út og því skil ég hvorki né veit hvað fyrir fólkinu vakir," seg- ir Tryggvi Harðarson bæjarfull- trúi Samfylkingar í Hafnarfirði. A fundi bæjarráðs Hafnarfjarð- ar í vikunni Iagði Magnús Gunn- arsson bæjarstjóri fram drög að útboðsgögnum kennsluþátta við nýjan grunnskóla í Áslandi. í gögnunum eru þau nýmæli að einkaaðilum verður gefinn kost- ur á að bjóða í kennslu- og rekstrarþætti faglegs starfs í skól- anum. Meirihlutamenn segja að ávinningur af einkaframkvæmd í starfi grunnskóla sé m.a. aukin hvatning skólastjórnenda til ár- angurs í skólastarfinu, aukinn sveigjanleiki í starfi og hvatning til aðhalds við fjármálastjórn. Tiyggvi Harðarson segir að fari svo að lægsta tilboði í kennslu við grunnskólann í Áslandi verði tekið sé hættan sú að gæði skóla- starfsins séu rýrð. „Það væri ekki hagur foreldra og nemenda að taka lægsta tilboði. I landinu gilda kjarasamningar sem ekki er hægt að undirbjóða. - sbs. Starfsmöimuin fækkað í rækjuverk- smiðju FH Fiskiðjusamlag Húsavíkur hefur sagt upp 20 starfsmönnum í rækju- verksmiðju fyrirtækisins á Húsavík. Framleiðslan hefur verið á tveim- ur vöktum til þessa og er annari vaktinni sagt upp. Astæðan er vax- andi hráefnisskortur, hátt hráefnisverð og afurðaverð er nánast í sögulegu lágmarki. Einhverjar tilfærslur verða þó með því að ein- hverjir starfsmenn rækjuverksmiðjunnar fá vinnu við bolfiskvinnslu Fiskiöjusamlags Húsavfkur. Þó er ljóst að 15 til 18 manns fer á at- vinnuleysisskrá, þeir fyrstu 1. mars nk. þegar fyrstu uppsagnirnar taka gildi. Þetta kemur til viðbótar þeim sem fóru á atvinnuleysisskrá í vikunni er Islenskur harðxáður var lýstur gjaldþrota. „Þeir eru að draga úr starfseminni í rækjunni vegna þess að rækju- iðnaðurinn á Islandi stendur mjög illa og það er verið að loka verk- smiðjum um allt land, eða draga vcrulega úr starfsemi. Þessi þróun er einfaldlega einnig komin til okkar Húsvíkinga," segir Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins. - GG Mjófkur-kók á markaðnm Coca-Cola verksmiðjurnar ætla að setja mjólkurdrykk á markaðinn síðar á þessu ári, að sögn Mjólkurfrétta MS. „Mjólkur-kókið", sem einkum ætlað börnum undir fermingaraldri, verður markaðssett með þeirri öflugu auglýsingamennsku sem Coca-Cola er heimsþekkt fyr- ir. Mjólkurfréttir segja undirbúninginn hafa staðið yfir um alllangt skeið og nú vera á lokastigi: Aðeins sé eftir að velja eina af fimm til- Iögum um hinn nýja mjólkurdiy'kk, sem verður seldur í Bandaríkjun- um, Suður-Ameríku og Evrópu. Atkvæði á ný Búist er við að niðurstaða í at- kvæðagreiðslu starfsfólks á Hrafn- istu í Hafnarfirði um nýjan kjara- samning liggi fyrir seinnipartinn í dag, laugardag. I síðustu viku var samningurinn felldur með 41 at- kvæði gegn 21. Á kjörskrá voru 156 en aðeins 62 greiddu atkvæði. Sigurður T. Sigurðsson formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnar- firði segir að nokkrar lagfæringar hali verið gerðar á samningnum og m.a. á afturvirkni hans. Verði samningurinn samþykktur hækka laun um 30% á samningstímanum sem er til ársloka 2003. - GRH - HEl Sigurður T Sigurðsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.