Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 9

Dagur - 27.01.2001, Blaðsíða 9
Dofýtr LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2 00 1 - 33 tramaðar útlendingum kost á íslenskunámi við hæfi, hvetja þá til að læra ís- lensku og skapa þeim tækifæri til þess. I þeim efnum á hvorki vinnu- álag, aðstöðuleysi eða fátækt, ein- angrun né skortur á hæfilegum námsleiðum að koma í veg fyrir að þeir geti nýtt sér þessi tækifæri. Gefendur og þiggjendur Stefna borgaryfirvalda miðar einnig að því að þekking og menntun út- lendinga nýtist bæði þeim og öðr- um borgarbúum. Gengið er út frá því að útlendingar séu bæði gefend- ur og þiggjendur í borgarsamfélag- inu. Til að svo geti orðið er stefnt að því að þeir fái störf við hæfi svo þeir festist ekki í láglaunastörfum og fái sömu tækifæri og aðrir til að miðla samfélaginu af hæfileikum sínum, reynslu og menntun. Júlíus Vífill Ingvarsson borgarráðs- fulltrúi sjálfstæðismanna segir að stefnumörkunin sé ómarkviss og ekki Ijóst hvað einstakir þættir hennar þýða. Þá er áhersla lögð á að borgarbú- ar nýti sér menningarlega fjöl- breytni samfélagsins. í því skyni á að stuðla að því að þeim gefist tæld- færi til að læra hverjir af öðrum. Aréttað er mikilvægi þess að vinna gegn því að útlendingar einangrist í búsetu og vinnu. Réttindi og skyldur Til að koma í veg fyrir það er lögð áhersla á að borgan'firvöld hafi að- gang að áreiðanlegum upplýsingum um hagi útlendinga í borginni. Af þeim sökum er talið nauðsynlegt að aðstæður þeirra og kjör verði könn- uð reglulega auk þess sem tekið verði mið af öðrum upplýsingum sem að gagni geta komið við ákvarðanir í borgarmálum. Enn- fremur er lögð áhersla á að útlend- ingar þekki rétt sinn og skyldur svo ekki sé brotið á þeim og þeir fái not- ið þess sem samfélagið hefur upp á að bjóða. I því sambandi þarf að trvggja að útlendingar fái fræðslu um skrifað- ar og óskrifaðar reglur samfélags- ins. Jafnframt er áréttuð nauðsyn þess að brugðist sé \ið ef brotið er á fólki vegna uppruna þess. I þeim efnum sé mikilvægt að lög og regl- ur um hrot gegn útlendingum og réttindum þeirra séu skýr og af- dráttarlaus. Sé á þeim brotið skulu viðcigándi úrræði vera tiltæk hjá stofnunum borgarinnar. Fjölbreytt maimlíf í greinargerð sem unnin var á veg- um þróunarsviðs Ráðhúss borgar- innar af samstarfsnefnd um mál- efni nýbúa vegna stefnumörkunar- innar kemur m.a. fram að erlendir ríkisborgarar voru um 2,6% af heildarfjölda landsmanna í árslok 1999. Þetta hlutfall er svipað með- al borgarbúa. Þar er einnig bent á að fólksflutningar til landsins hafa haldist í hendur við atvinnuástand- ið og því hefur orðið talsverð fjölg- un á síðustu árum. Auk þess hafa fjölmargir llótta- menn kornið til landsins að tilstuðl- an stjórnvalda. Fyrir utan Evrópu- búa og Bandaríkjamenn sem eru hlutfallslega flestir útlendinga hér- lendis er hlutfall íbúa frá Filippseyj- um og Tailandi, mjög hátt meðal útlendinga í borginni. Þess utan er hlutfall erlendra ríkisborgara sem Ilokkast undir „aðrir" mjög hátt. I árslok 1999 bjuggu rétt rúmlega 3 þúsund erlendir ríkisborgarar í borginni af rúmlega 7 þúsund á öllu landinu. Vaxandi neikvæðni í könnunum sem gerðar hafa verið meðal eldri nemenda í grunnskól- um borgarinnar hafa komið frarn Borgþór S. Kjærnested hjá Sjómannaþjónustunni segist kunna illa við að menn noti orðið nýbúi yfir útlendinga sem setjast að á íslandi. vísbendingar um að neikvæðni í garð útlendinga fari vaxandi. Sam- anburður sem gerður var í rann- sókninni Ung 1997 og Ung 2000 leiddi ]' ljós að í öllum tilvikum voru fleiri neikvæðir gagnvart útlending- um árið 2000 en 1997. í niðurstöð- um Ung 2000 kom fram að nem- endum með annað móðurmál en ís- lensku, sem aldir eru upp á Islandi, líður oftast illa í skólanum og eiga í meiri erfiðleikum en aðrir. í Ung 2000 eru 16% á móti því að útlendingar njóti sama réttar og Islendingar en 28% óákveðnir. 1 Ung 1997 eru þeir 12% og 29% óá- kveðnir. í Ung 2000 eru 22% ósam- mála því að menning útlendinga hafi haft jákvæð áhrif á Islandi og 47% eru óákveðnir, en í Ung 1997 voru þeir 15% og 53% óákveðnir. 1 Ung 2000 telja 32% að of margir útlendingar búi á Islandi og 40% eru óákveðnir. I Ung 1997 töldu 24% að útlendingar væru of margir í landinu. 1 könnun sem Gallup gerði í apr- íl í lyrra meðal 1200 höfuðborgar- búa 18 ára og eldri kom m.a. fram að 42% aðspurðra töldu fjölgun út- lendinga í borginni vera jákvæða en 24% fannst hún neikvæð. Þá sögð- ust 7% aðspurðra eiga útlenda móður, föður eða bæði og ríflega 19% sögðust vera tengdir útlend- ingi fjölskylduböndum. Langflestir af þeim, eða 60% sögðust vera tengdir fjölskyluböndum útlendingi frá Evrópu. Dónaskapur og hótanir Bráðabirgðaniðurstöður í við- horfskönnun Gallups meðal út- lendinga sýna að mikill meirihluti svarenda sögðust vera ánægðir með dvöl sína á íslandi. Þar var eldra fólk ánægðra en það yngra. Um fjórir af hverjum tíu sögðust hins vegar hafa orðið fyrir dónalcgum at- hugasemdum íslendinga og 15% höfðu orðið fyrri hótunum. I könnuninni kemur einnig fram að (lestir komu hingað til lands vegna þess að hér var vinnu að fá eða vegna tengsla við heimamenn. Ein aðalástæðan fyrir komu útlend- inga er sögð betri lífskjör hér en þar sem þeir bjuggu áður. Þá finnst tæplega helmingi svarenda að menntun sín og reynsla nýtist ekki á vinnumarkaði hér. Þótt mikill meirihluti segist hafa stundað nám í íslensku talar meirihlutinn ekki ís- lensku í vinnunni. 1 könnuninni kemur einnig fram að um þrír af hverjum fjórum fengu upplýsingar um „kerfið“ hjá íslend- ingum eða samlöndum fyrsta árið. Þriðjungur umgengst aðallega ís- lendinga en tæplega helmingur umgengst blándaðan hóp íslend- inga og útlendinga. Um 15% sögð- ust aðallega umgangast samlanda sína. Lægri meðaltekjur I úttekt Þjóðhagsstofnunar kom fram að meðaltekjur erlendra ríkis- borgara er um 70% af meðaltekjum allra framteljenda. Munur á milli erlendra og innlendra vex með aldri, en erlendir ríkisborgarar á aldrinum 16 - 19 ára eru þó ekki tekjulægri en jafnaldrar þeirra. Hugsanleg skýring á því getur verið að erlendir ríkisborgarar á þessum aldri séu frekar í vinnu en í skóla. I þessari úttekt kemur einnig fram að tekjur útlendinga eru einna hæstar hjá fólki frá N-Ameríku og löndum EES en lægstar frá öðrum löndum Ameríku og frá Asíu. Sameming við Garðabæ til umræðu Á fundi hrepps- ráðs Bessastaða- hrepps nýverið fluttu fulltrúar Sjálfstæðisflokks eftirfarandi til- lögu: „I framhaldi af fundum sem Bessastaðahrepp- ur hefur haft for- göngu um varð- andi sameining- armál sveitarfé- laga á höfuðborg- arsvæðinu sam- þykkir hreppsráð að leggja til við hreppsnefnd að skipaðir verði þrír fulltrúar, tveir frá Sjálfstæðisfélaginu og einn sam- eiginlegur fulltrúi Á- og H- lista, sem fari ásamt sveitarstjóra til við- ræðna við Garðabæ um sameiningarmál. Ekki verði um formlega samstarfsnefnd á grundvelli 90. gr. sveitarstjórnarlaga að ræða á þessu stigi, heldur sé um ákveðna upplýsingaöflun að ræða fyrir hreppsnefnd Bessastaðahrepps til frekari ákv'arðanatöku varðandi hugsanlega stækkun sveitarfélagsins. 1 viðræðunum verði farið í gegn um langtímaáætlanir sveitarfélaganna tveggja, m.a. hvað varðar bvggðaskipulag, þjónustu við íbúa og fjármál. Niðurstaða viðræðna liggi fyrir á marsfundi hreppsnefndar.“ Sigtryggur Jónsson, fulltrúi Hagsmunasamtaka Bessastaðahrepps, lagði þá fram tillögu um að viðræðum yrði hætt. Tillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt. Fjárhagsáætlun 2001 FýrirliggjandTfrumvarp að fjárhagsáætlun 2001 verið sent nefndum og forstöðumönnum stofnana til yfirferðar milli umræðna í hrepps- nefnd. Tillaga Á- og Id-Iista að fjárhagsáætlun ársins 2001 var kynnt. I lok umræðu var samþykkt að vísa tillögunni til afgreiðslu hrepps- nefndar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2001. Sveitarsljóri skýrði frá því að í fyrirliggjandi frumvarpi að fjárhagsáætlun varðandi leikskólann Krakkakot væri ekki gert ráð fyrir mánaðarlegum starfs- mannafundum með þátttöku alls starfsfólks leikskólans, eins og tíðkast hafa, heldur sé í frumvarpinu lagt til að leikskólinn fái á ár- inu 2001 alls 400 klukkustundir til ráðstöfunar til starfsmannafunda utan dagvinnulíma. Breytt skipulag við Miðskóga Breytt deiliskipulag lóða innst við Miðskóga var rætt á fundi skipu- lagsnefndar 10. janúar sl. Samþykkt að Ieggja til við hreppsráð að auglýst verði, í samræmi við ákvæði skipulags- og byggingalaga, til- laga teiknistofunnar Vektors dags. 10.01.2001, að deiliskipulagi lóð- ar nr. 22 við Miðskóga ásamt breyttu deiliskipulagi lóðar Tjarnar- lands og fjögurra óbyggðra lóða innst við Miðskóga, sem samkvæmt tillögunni verða nr. 15, 17, 19 og 26 við götuna. Hreppsráð samþykk- ir að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipu- lags- og byggingalaga. Samgöngur Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu voru ræddar á fundi sveitarstjóra og fórmanns samgöngunefndar Reykjavíkur ásamt Skúla Bjarnasvni hrl., ráðgjáfa Reykjavíkurborgar. Á fundinum, sem boðaður var af fulltrúum Reykjavíkur, var kynnt hugmynd þeirra um samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hugsanlega með Akra- nesi, um almenningssamgöngur. Nýr leikskóli og stækkun íþróttamiðstöðvar Á fundi hreppsnefndar á dögunum var samþykkt að hefja nú þegar undirbúning að næsta áfanga við uppbyggingu leikskóla í Bessa- staðahreppi. I því skyni samþykkti hreppsnefnd að fela hreppsráði og sveitarstjóra að yfirfara og endurskoða fyrirliggjandi áætlun um upp- byggingu leikskóla í sveitarfélaginu frá 1997 og skipulagsnefnd að gera tillögu að staðsetningu lóðar undir nýjan leikskóla og hefja und- irbúning að deiliskipulagningu lóðarinnar. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að yfirfara'áætlunina og leggja fram drög að endurskoð- aðri áætlun á næsta fundi hreppsráðs. Hrcppsnefnd samþykkti ein- nig að f tengslum við hönnun stækkunar íþróttasalar íþróttamið- stöðvar sveitarfélagsins hafi byggingarnefnd Álftanesskóla sarnráð við skólanefnd vegna áætlunar um nemendafjölda í framtíðinni. Hestamaimafélaginu Sóta leyft að leggja reiðveg Hestamannafélaginu Sóta hefur verið leyft að leggja reiðvegað höfðu samráði við Vegagerð ríkisins um lagningu reiðvegarins meðfram Suðurnesvegi. Félagið óskar eftir leyfi til að fá að framlengja reiðveg meðfram Norðurnesvegi, frá Jörfavegi að malarvegi sem liggur að Kasthúsatjörn og að framlengja meðfram innanverðum Suðurnesvegi upp Sviðholtið og að hesthúsahverfinu gegnt Mýrarkoti, reiðveg sem liggur meðfram Breiðumýri. — GG Sameiningarmál Bessastaðahrepps og Garðabæjar eru nú komin nefnd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.