Dagur - 01.02.2001, Blaðsíða 1
Breytt lög veiti
strætó forgang
Umferðarráð. Borgin
vill veita strætö for-
gang í umferð á höf-
uðborgarsvæðinu.
Tímabundinn for-
gangur kemur til
álita.
Svo getur farið að það þurfi að
breyta umferðarlögum til að
trj'ggja strætó samræmdan for-
gang í umferðinni innan sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu.
Oli H. Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs, telur fljótt á
Iitið að ef heilu göturnar séu
með akreinum eingöngu fyrir
strætó þá finnst honum að það
verði að stvrkja með sérstöku
lagaákvæði í umferðarlögum.
Hann bendir þó að það sé mögu-
leiki að gefa strætó forgang í um-
ferðinni samkvæmt 81. grein
umferðarlaga.
Strætó með forgang
Forgangur almenningsvagna í
umferðinni er meðal þess sem
ætlunin er að vinna að í tengsl-
um við stofnun sameignarfélags/
byggðasamlags um almennings-
samgöngur á höfuðborgarsvæð-
inu. Borgarráð hefur þegar sam-
þykkt að ganga til samstarfs við
nágrannasveitarfélögin um
stofnun þessa félags. Tilgangur-
inn með því er að efla almenn-
ingssamgöngur, bæta þjónustu
og auka hagkvæmni. Stefnt er að
því að samningar um stofnun
nýja fýrirtækisins verði lokið I.
mars n.k. og að það taki til star-
fa 1. júlí í sumar. I greinargerð
með tillögunni í borgarráði kem-
ur fram að sérstaklega verði gætt
réttinda núverandi starfsmanna
sveitarfélaga við almennings-
vagnaþjónustu.
Tímabundið
Helgi Pétursson, formaður sam-
göngunefndar Reykjavíkurborg-
ar, segir að forgangur strætó í
umferðinni sé eitt af því sem
sveitarfélögin muni vinna að og
því óvíst á þessari stundu hvern-
ig það verður útfært. I þeirri
vinnu verði einnig að koma í Ijós
hvort þetta sé raunhæft við nú-
verandi aðstæður í gatnakerfinu.
Hann bendir þó að víða erlendis
sé þetta þannig að ákveðnar ak-
reinar sé teknar undir strætó á
ákveðnum tímum dagsins.
Gagnkvæm skylda
Óli H. Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs, segir að
samkvæmt 81. grein umferðar-
laga geti lögreglustjóri að fengn-
um tillögum sveitarstjórnar
kveðið á um önnur varanleg sér-
ákvæði um notkun vegar til um-
ferðar og takmarkanir um veg.
Engu að síður telur hann nauð-
syn á lagabreytingu til að það
verði skýrt í lögum ef ætlunin sé
að leyfa strætó sérnotkun á ak-
brautum í umferðinni. Hinsveg-
arkveður 18. grein umferðarlaga
aðeins um gagnkvæma skyldu
ökumanna til að taka tillit til
strætó og annarra hópferðabíla
sem gefið hafa merki um að þeir
séu að fara frá biðstöð. — GRH
20.000 úrsagnir
Um 20.000 manns hafa sagt sig
úr hinum miðlæga gagnagrunni
á heilbrigðissviði og auglýsir
Landlæknisembættið að úrsagn-
ir séu enn mögulegar. A heima-
síðu Mannverndar segir hins
vegar að landlæknir taki fram í
auglýsingu að gögn sem einu
sinni séu komin inn séu óaftur-
kræf. Það telur Mannvernd að
brjóti í bága við Helsinki yfirlýs-
inguna um að einstaklingar geti
hvenær sem er hætt þátttöku í
vísindarannsóknum án skilyrða
og skýringa.
„Mannvernd hvetur alla lands-
menn til að segja sig úr grunnin-
um áður en lokað er á fullar úr-
sagnir. Mannvernd hvetur for-
eldra og forráðamenn barna að
segja þau úr grunninum. Þau
geta ætíð sagt sig í grunninn
þegar þau verða lögráða. Ef for-
eldrar gera þetta ekki fara gögn
um börn í grunninn og verða
óafturkræf. Sama gildir um þá
sem sökum sjúkleika eða elli
geta ekki tekið ákvörðun," segir
Mannvernd. — BÞ
Uppboðá
bomiun
Sú ákvörðun meirihluta bæjar-
stjórnar Hafnarljarðar að bjóða út
kennslu í einum grunnskóla bæj-
arins hefur vakið upp gríðarlegar
deilur í Hafnarfirði. Málið er ekki
flokkspólitískt heldur þverpólitískt
og mætir harðri andstöðu margra
íbúa.
Guðmundur Árni Stefánsson al-
þingismaður var lengi bæjarstjóri í
Hafnarfirði og varð frægur fvrir
hina félagslegu áætlun sem þá var
uppi í bæjarfélaginu Hann segir að
nú séu menn komnir algerlega á
hinn vænginn.
„Þetta er slíkur gjörningur að
maður á ekki orð til og veltir því
tyrir sér hvort þessi bæjarstjórnar-
meirihluti í Hafnarfirði sé ekki
með öllurn mjalla. Það sem þarna
er að gerast er ekkert minna en að
það á að bjóða upp börn. Þetta er
ekki einkaskóli, heldur uppboð á
börnum, þetta er uppboðsskóli,"
sagði Guðmundur Árni Stefáns-
son.
Ráðherra stöðvi þetta
Hann var beðinn að rökstyðja
þessa fullyrðingu sína.
„Það á bara að bjóða út í
kennsluþáttinn í skólanum og
lægstbjóðandi, sá sem ætlar að
eyða minnstu fé í kennslu barn-
anna, hann fær verkefnið. Þess
vegna er þetta ekkert annað en
uppboð á börnum. Þess vegna
held ég að menn, sem þetta ætla
að gera og taka þátt í þessum ljóta
leik séu ekki alveg með fullum
sönsum," segir Guðmundur Árni.
Hann segir það liggja í augum
uppi að þetta geti aldrei verið neitt
einkamál bæjarstjórnarmeirihlut-
ans í Hafnarfirði.
„Eg dreg það mjög í efa að
grunnskólalögin heimili svona
nokkuð. Það er því dagljóst að við
í Samfylkingunni munum taka
þetta mál upp á Alþingi um leið og
það kemur saman. Þar munum við
ganga eftir því við menntamálaráð-
herra hvort hann ætli ekki að stöð-
va þessa ósvinnu ef heimamenn
gera það ekki sjálfir." — S.DÓR
temmmmmm
Þíf t <&lg0 pitexahú&
HEILDSALA
örbylgjuofnar
rft,
SMASALA
uiuyiyjuuma. ir\ I ==. SS5
oggriHofnar kXjOCJs^lÍ
Við albra kaefyi
wmm •1
na teat tm, \
■■c sas
GEISLAGÖTU 14 • SÍMI 96-21300 • 600 AKUREYRI • FAX 96-21302
„„ .. ... . . . aeiiIMBiHHMMMMBHMnaMa