Dagur - 01.02.2001, Blaðsíða 14
14- FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2001
„ Sumt eru dæmigerð
keppnislög“
/ Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks fyrir nokkum árum. Ari Jónsson og Helga Möller
syngja sigurlag keppninnar, sem þá var eftir Geirmund Valtýsson.
Dægurlagakeppni Kvenfé-
lags Sauðárkróks. Keppnin í
vor, skilafresturlaga til 9.
febrúar. Áhugi meðal laga-
smiða, að takaþátt í sífellt
glæsilegri keppni.
„Við viljum gjarnan að lögin sem send
verða í keppnina í ár verði ekki færri en
í fyrra, en þá bárustu okkur alls 66 lög,“
segir Þóra Pórhallsdóttir, framkvæmda-
stjóri Dægurlagakeppni Kvenfélags
Sauðárkróks 2001, en undirbúningur
hennar er nú haflnn. Pegar hefur verið
auglýst eftir lögum í keppnina en henni
mun Ijúka með úrslitakvöldi í Sæluviku
Skagflrðinga föstudaginn 4. maí í vor.
Skilafrestur til 9. febrúar
Dægurlagakeppnin á Sauðárkróki hefur
löngum verið vinsæl meðal laga- og
textahöfunda landsins, sem öllum er
heimil þátttaka. Pó eru aðeins tekin í
keppnina lög sem ekki hafa verið flutt
opinberlega né gefin út áður. Verkin
skulu vera á kasettum eða diskum og
textar á íslensku. Pátttakendur skila
verkum sínum inn undir dulnefni ásamt
þátttökugjaldi, 1000 krónur á lag. Rétt
nafn og heimilisfang skal fylgja með í vel
merktu og lokuðu umslagi í pósthólf
númer 93 á Króknum. Síðasti skilafrest-
ur til að koma frá sér lögum er 9. febrú-
ar. Úrslitakvöldið verður svo, sem áður
segir, þann 4. maí og mun þá sérskipuð
dómnefnd þetta kvöldið ásamt áheyr-
endum velja sigurlagið.
„Lagahöfundar sýna keppninni mik-
inn áhuga og hafa talsvert verið að hafa
hér samband við okkur síðustu daga,“
segir Póra Þórhallsdóttir og bætir við að
dægurlagasamkeppnin sem nú hefur
verið haldin samfleytt frá árinu 1994
hafi ætíð notið mikils velvilja fyrirtækja í
Skagaíirði sem styrkt haíi hana á ýmsa
lund. Pá má geta þess að í fyrra útvarp-
aði Ríkisútvarpið frá keppninni, en nú í
byrjun vikunnar var enn óákveðið hvort
svo yrði aftur nú en er þó talið frekar
líklegt.
Lögin sífellt að batna
Eiríkur Hilmisson, tónlistarmaður á
Sauðárkróki, mun á úrslitakvöldi keppn-
innar stjórna hljómsveitinni sem flytur
lögin - og jafnframt kemur hann í bún-
ing þeim lögum sem koma óútsett í
keppnina. „Mér finnst hafa verið mjög
góður stígandi í þessum lögum sem ber-
ast í keppnina undanfarin ár. Pau eru sí-
fellt að batna. Lögin eru líka þverskurð-
ur íslenskra dægurlaga, sum eru dæmi-
gerð keppnislög en einnig má þarna
heyra lög af öðrum toga. Ég vænti þess
að keppnin í ár verði glæsileg og að vel
takist til, enda höfum við á sífellt meiri
reynslu að byggja til að gera hlutina
vel,“ sagði Eiríkur Iiilmisson að síðustu.
-SBS.
Næring, hreyfing
og listsköpun í leik
Meiri hreyfing, listsköp-
un og hollarafæði var
markmiðið sem sett var
í „heilsuleikskólan-
um“,semárið 199 S
hófgöngu sína að
Skólatröð íKópavogi.
Unnur Stefánsdóttir leikskóla-
stjóri átti hugmyndina og nú er
hún komin með 130 börn undir
sinn verndarvæng.
„Sjálf þekki ég gildi hreyfing-
ar og hollrar fæðu í lífinu og
hafði látið mig dreyma um ein-
hverskonar íþróttaleikskóla en
fannst svo skynsamlegra að út-
víkka þá hugmynd og setja upp
alhliða heilsumarkmið, segir
Unnur og heldur áfram: „í sam-
vinnu við kennarana sem ég
fékk til starfa mörkuðum við þá
stefnu að auka gleði og vellíðan
barnanna, með áherslu á nær-
ingu, hreyfingu og listsköpun í
leik. f framhaldi af því ákváðum
við að búa til heilsubók barns-
ins þar sem við mældum árang-
ur hvers og eins í áhersluþátt-
um skólans. Nú hefur bókin
verið gefin út þannig að hún er
aðgengileg öðrum Ieikskóla-
kennurum og hefur þegar náð
nokkuná útbreiðslu,"
Foreldrar áhugasamir
Skólatröð var fyrsti heilsuleik-
skólinn og litlu síðar bættist
Stubbasel við. Unnur segir hafa
gengið mjög vel að fá fólk til
starfa við þetta verkefni því
áhugi hafi verið mikill bæði hjá
kennurum og ekki síður for-
eldrum. I haust tók hún við nýj-
um leikskóla undir þessunx
sömu formerkjum. Hann heitir
Urðarhóll og þar eru 80 börn
eins og ei’, en Skólatröð og
Stubbasel eru deildir innan
skólans þannig að samtals eru
orðin 130 börn í heilsuleikskól-
anum. Unnur segir skólann ein-
setinn, öll börn komi að morgni
en fari mismunandi snemma og
fleii’i nýjungar eru í reksti’inum.
„Eftir að nýja húsið kom erum
við með nokkra fagstjóra, einn
sem sér um hreyfinguna, annan
sem sér um matarmálin og
þann þriðja í listunum í stað
þess að áður voru allir kennar-
ar með allar greinai'. Við höfum
sjálfstæðan ijárhag í þessari
einingu og með því að hafa
svona stóra heild þá sparast
ýmislegt. Við getum fært
leikefni milli húsa, við eldum
matinn á einum stað og íleira
er samnýtt."
Biðja ekki uni sykur sjálf
Aðspurð um fæðið á heilsuleik-
skólanum upplýsir Unnur að
áhersla sé lögð á litla fitu, syk-
ur og salt. Vatn sé notað til
svaladi’ykkjar og mjólk sem
hluti af máltíð. í stað hefðbund-
ins morgumatar hafi verið bætt
inn litríkri og góðri ávaxta- og
grænmetismáltíð mifli 9-10. En
skyidu börnin vera sjálf hrifin
af grænmeti, matarmiklum súp-
um og fleiru sem boðið er upp á
í heilsuleikskólanum? „Já. Það
tekur stundum smá tíma, jafn-
vel nokkrar vikur fyrir þau að
venjast því en síðan fara þau að
borða allt. Þau eru ekki að
biðja um sykur í fæðunni. Gegn
um heilsubókina fylgjumst við
með þyngd barnanna og tökum
á vandamálum hvers og eins ef
þau koma upp.“
Hún segir upplýsingar skráð-
ar inn í heilsubækurnar tvisvar
„Það tekur stundum smá tíma, jafnvel nokkrar vikur fyrir þau að venjast fæð-
inu en siðan fara þau að borða allt, “ segir Unnur, sem hér matast með börn-
unum i heilsuleikskólanum Urðarhóli. mynd: pjetur
á ári, í mai’s og september og í
framhaldi af því séu foi’eldra-
viðtöl. Bókin sé bæði stuðningur
og aðhald fyrir kennara og geri
foreldi’um léttara að fylgjast
með þroska barnsins. Bókin
fylgir barninu þannig að fari
það á annan leikskóla hefur
það hana með sér þangað. „Við
fengum eitt barn hingað til okk-
ar frá Siglufirði með svona bók
sem hafði verið skráð í í tvö ár
og vorum afar hamingjusamar
með það.“
íþróttir og dans
Unnur segir börnin fá sérstaka
íþróttatíma í stórum sal og
einnig nokkra danstíma á
hverjum vetri sem séu mjög
vinsælii’. „Með hjálp heilsubók-
arinnar fylgdumst við með því
að framfarirnar urðu miklar
bæði í hreyfingum og félags-
legri færni, bara við að fá einn
íþróttatíma á viku og kennarinn
sem fer með börnin í íþróttasal-
inn sem er í hálfs kílómetra
ijarlægð kveðst finna mun á út-
haldi þeirra bai'na sem hafa
verið hér í Stubbaseli í tvö ár og
hinum sem komu ný í haust inn
á Urðai'hól," segir hún.
Hún kveðst stefna að því að
þi'iggja og hálfs ái's skoðun og
fimm ára skoðun barna fari
fram í leikskólanum. „Þetta er
liður í vei'kefni um aukna sam-
vinnu heilsugæslu og heilsu-
skóla og við vonurn að heilsu-
gæslan tengist leikskólanum
meira í framtíðinni en verið
hefur," segir hún að lokum.
GUN.