Dagur - 01.02.2001, Side 15

Dagur - 01.02.2001, Side 15
 FIMMTVDAGUR 1. FEBRÚAR 2001 - 1S jjmL Úlafur Jóhann Ólafsson. MENNINGAR LÍFID Slóö fiðrildaima á hebresku og hvíta tjaldið Nýlega hefur verið gengið frá samn- ingum um útgáfu á Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í ísrael og Danmörku. Verður þetta í fyrsta sinn sem _ íslensk skáld- saga kemur út á hebresku síðan Atómstöðin og Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness voru gefnar út í ísrael á áttunda áratugnum. i’ess ber þó að geta að í fyrra kom barnabókin Sagan af Músa- mús eftir Sigrúnu Birnu Birn- isdóttur og Moshe Erlend Okon út þar í landi. Slóð fiðrildanna var gefin út í Bandaríkjunum sl. haust og hafa dómar í blöðum þar vestra verið mjög lofsamlegir. Frá því hefur einnig verið greint að Paloma Pictm-es, sem Sigurjón Sighvatsson er í forsvari fyrir, hafi keypt kvik- myndaréttinn á skáldsögunni í samvinnu við framleiðandann Anne-Marie Mackay. Meistari Þórbergur Höfundarverk Þórbergs Þórðar- sonar og sér- staða í íslenskum bókmenntum er viðfangsefnið á nýju námskeiði sem hefst hjá Endurmenntmi- arstofnun HI 7. febrúar. Sérstök áhersla verður lögð á þá ný- breytni sem fólst í verkum Þórbergs og hugtakið skáldævisaga verður kynnt. Einnig farið í helstu verk skáldsins, ritgerðir, bréf og dagbækur. Aðalkennari á námskeiðinu er Soffía Auðm- Birgisdóttir bókmenntafræð- ingur en aðrir fyrirlesarar eru Ástráður Eysteinsson og Dag- ný Kristjánsdóttir bókmennta- fræðingar, Pétur Gunnarsson rithöfundur og Helgi M. Sig- urðsson deildarstjóri á Árbæj- arsafm. Þórbergur Þórðarsson. Getur Yísindunum ^■■^■■H Vísindamönnum getur HORN HBM- skjátlast eins og öðrum SPEKINGSIIMS mönnum. Albert Ein- stein, sem menn segja að hafi skrifað jöfnu atóm- sprengjunnar, skrifaði eitt sinn þessa frægu setningu. Það eru ekki minnstu líkur til þess að orku verði nokkurn tím- ann náð úr atóminu. Hin- ir vitrustu menn vísinda- heimsins geta oft haft furðu rangt fyrir sér. Á minni tíð brugðust menn oft á mjög bernskan hátt við vísindamönnum. Spek- ingar liðinnar aldar sögðu að guði hefði verið steypt af stóli og vísindin sett í há- sæti hans. Ef eitthvað var borið fram í nafni vísindanna trúðu menn þessu ger- samlega gagnrýnislaust. En um leið og sýnt var fram á að vísindamanni hefur orðið á í messunni og að niðurstöður hans reyndust ónákvæmar eða jafnvel al- rangar þá ætluðu menn alveg að springa af vandlætingu og réðust gjarnan að hon- um með stóryrðum. Það er ekki við því að búast að vísindamaður hafi rétt fyrir sér. Það er við því að búast að heiðarleg- um vísindamanni skjátlist. Vísindaleg fáfræði Vísindin eru stöðug leit og lokaniðurstöð- ur færri en menn halda. Á hverjum tíma er til eitthvað sem kalla mætti vísinda- lega fáfræði. I sögu mannsins hafa vís- indamenn líklegast gert fleiri villur en nokkrir aðrir og margar þeirra hafa haft skelfilegar afleiðingar. Engu að síður er þetta ein sjálfsagðasta og öruggasta þekk- ingarleið mannsins. Sumar þessar vísinda- villur stafa af þrjósku eða hroka. Frægir vísindamenn hafa oft verið stútfullir af mikilmennsku og löngun eftir persónulegri stærð. Sumar stafa af óskhyggju og fáfræði, sumar af óheppni eða skeytingarleysi en langflestar af því að manninum er einfald- lega eðlilegt að skjátlast. Og maðurinn er þannig gerður að honum finnst hann meiri maður ef hann uppgötvar villur annarra. Við þessu er ekkert að gera. Þetta er ekki með öllu neikvætt, menn læra líka af villum sínum og annarra. Þetta er ekki síst góð lexía um mannlegt eðli. Það er augljóst að afstaða manna til vísinda fer eftir því hvað mikið menn vita um vísindi. Því fáfróðari sem menn eru því harðari verða dómarnir eins og geng- ur. En ég er ekki að tala urn dóma um vísindi sem byggjast á fáfræði. Ég er að tala um dóma um vísindi sem byggjast á betri vísindum. Líklega er það rétt að allra verstu vísindavillur koma frá fólki sem reynir á kappsfullan hátt að sanna gamlar frásagnir helgirita með nútíma vísindum. Mönnum hleypur kapp í kinn og fara oft jafnvel vísvitandi rangt með til að komast að niðurstöðu sem er fyrirfram ákveðin. Tilgangur þessa fólks er aldrei að hafa það sem sannara reynist. Það er eingöngu að berjast fyrir því að sýna sjálfum sér og öðrum að það sé vit í vit- leysu. Ummæli leiðandi iiianna En eins og fyrr segir þá er ég að tala um vísindamenn í leit að nýrri þekkingu án annar- legra sjónarmiða. Hjá þessum vísindamönnum eru villurnar einnig miklu fleiri en menn hefðu haldið að órannsökuðu máli. Við skulum virða fyrir okk- ur nokkur ummæli leiðandi manna: Það er ekkert sem bendir á nokkurn hátt til þess að orku verði náð frá atóminu. Albert Einstein. Allir hljóta að viðurkenna að tími og rúm eru óbreytan- leg. Sir Oliver Lodge. Það getur verið að atóm- sprengja verði eins góð og þœr sprengjur sem notaðar eru í dag, en það er ólíklegt að atómsprengja verði neitt hœttulegri. Winston Churshill mælti þessi orð 1939. Ljósvakamiðill er í öllu. ILluta hans er hœgt að setja á hreyfingu með rafmagns- straumi og segulkrafti. James Clerk Maxwell 1831-1879. Hann var einn helsti vísinda- maður síns tíma og brautryðj- andi í skilningi á rafsegul- kraftinum. Bráðum þarf ekki lengur lœkna til að nota geisla. Lœknirinn mun aðeins skrifa á miða sem hœgt er að fara með til geislasalans hér inni á lyjjaversl- uninni og biðja um þá meðferð sem seðill- inn hljóðar upp á í bakherberginu. Annar maður kemur í verslunina og biður um tœki til að geisla brumknappa í rósabeð- inu og drepa með geislunum egg skor- dýra án þess að valda nokkru tjóni á gróðrinum. J.B.S. Haldane 1892-1964. Mér er það Ijóst að það er ekki hœgt að komast lengra í flugvélagerð. Thomas Edison 1847-1931. Mesti uppfinninga- maður allra tíma. Ljósið fer hraðar gegnum vatn en gegnum rúmið. Newton. Því stœrri sem steinninn er því hraðar fellur hann til jarðar. Aristóteles. „Hinir vitrustu menn vísindaheimsins geta oft haft furðu rangt fyrir sér," segir hér i greininni og nefnd nokkur dæmi um það. Meðal ann- ars eru þar ummæli höfð eftir Alberti Einstein, einum mesta uppfinn- ingamanni allra tíma. Þreytandi tækniframfarir Mig langar til að gera tækni- framfarir samtímans að um- talsefni því þær hafa um nokk- urt skeið verið mér til ama, enda kostað mig of íjár. Ég á ekki í neinum vandræðum með að nefna dæmi máli mínu til stuðnings. Ég hef mikið yndi af tónlist, það er að segja meðan hún er ekki samin á seinni hluta 20. aldar, og byrjaði strax sem unglingur að safna hljóm- plötum. Þegar ég hafði eignast um fimm hundruð hljómplötur kom á markað tæki sem nefnist geisladiskur. Um leið urðu hljómplöt- urnar mínar lítils virði. Síðustu árin hef ég verið að kaupa geisladiska í stað hljómplatna og á nú um fimm hundruð geisladiska, sem úreldast sennilega innan örfárra ára. Saga myndabandssöfnunar minnar stefnir sömuleiðis í að verða íjárhags- leg harmsaga. Ég á sennilega um sex hundruð myndbönd sem virðast ekki ætla að blífa vegna einhvers sem heitir DVD diskur og er að leggja undir sig myndbandamarkaðinn. Þannig brá mér nokkuð í brún þegar ég ætlaði að kaupa myndina Gladiator og var sagt að það hefði ekkert upp á sig að kaupa hana öðruvísi en á DVD diski vegna myndgæða. Um leið vissi ég hvaða hlutur færi næsta á visa-raðgreiðslur á mínu heim- ili. Einhver myndi segja það ónauð- synleg kaup, en ég held að Gladiator sé mynd sem nauðsynlegt sé fyrir sál- arheill mína að eignast. Vondur keis- ari að kasta góðum mönnum fyrir soltin villidýr meðan lýður æpir af hrifningu. Einmitt mín hugmynd um góða afþreyingu, meðan ekki er étið of mikið af góðu mönnunum. MENNINGAR VAKTIN „Ég held að Gladi- ator sé mynd sem nauðsynlegt sé fyrir sálarheill mína að eignast. Vondur keisari að kasta góðum mönnum fyrir soltin villidýr meðan iýður æpir afhrifningu. Einmitt mín hugmynd um góða afþreyingu, meðan ekki er étið ofmikið afgóðu mönnunum." En semsagt, ég verð að segja eins og er að ég er orðin nokkuð þreytt á tækniframförum sem eru sífellt að vega að fjárhagslegu öryggi mínu. Með sama áframhaldi verð ég gjald- þrota og hef þá ekki lengur efni á að eiga áhugamál - nema þá bóklestur. Og það er alveg sama hvað hugvit- samlegir menn reyna til að ræna mann bókinni og setja hana í netform eða önnur ómerkileg klæði, ég mun verjast vasklega og aldrei skipta út gömlu bókunum mínum fyrir einhverj- ar „fínni“ umbúðir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.