Dagur - 08.02.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 08.02.2001, Blaðsíða 4
4 — FIMMTVDAGVR 8. FEBRÚAR 2001 Dgfjur FRÉTTIR Fjöldi siimarhúsa ntið eða ónotuð Um 22% sumarbústaðaeigenda gisti 2 nætur eða færri í bústaðnum og innan við helmingur fleiri en 9 nætur samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Ferðamálaráð. Um þriðjimgur íslendinga á eða hefur aðgang að sumarbústað í einkaeign en nær helmingur Jjeirra fór aldrei eða í mesta lagi 1-2 í hústaðinn í fyrra. Svo virðist sem stór hluti sumarbú- staða landsmanna standi næstum eða alveg ónotaðir ef marka má niðurstöð- ur nýrrar könnunar Ferðamálaráðs á ferðavenjum 16-80 ára á síðasta ári. Tæpur þriðjungur svaraði játandi spurningunni: Attu eða hefurðu að- gang að sumarbústað í einkaeign? En yfir 13% þessa hóps sagðist aldrei hafa farið í bústaðinn á síðasta ári og yfir 35% til viðbótar aðeins 1-2 sinnum. Dýr gisting hjá sumiun Um 22% gisti 2 nætur eða færri í bú- staðnum og innan við helmingur fleiri en 9 nætur. Miðað við verð sumarbú- staða og rekstrarkostnað virðist ljóst að sumir sumarbústaðaeigendur borga í rauninni ekki minna fyrir hinar fáu gistinætur í bústöðunum en þeir þyrf- tu að gera á 5 stjörnu hóteli. Tæp 30% svarenda sögðust hafa farið 4-10 sinn- um í bústaðinn og 22% oftar. Aðeins 19% gistu þar fleiri en 20 nætur. Sem vænta má tengist sumarbú- staðaeignin/aðgangurinn töluvert tekj- um fólks og var þannig tvöfalt meiri (38%) í hæstlaunaða hópnum en þeim launalægsta (19%). Á hinn bóginn notuðu þeir tekjulægstu (fjölskyldu- tekjur innan við 1 50 þús.kr.) bústaðina sína 2-3 falt meira (31 nótt að meðal- tali á árinu) en aðrir tekjuhópar. Bamafjölskyldur fara sjaldnast Sumarbústaðaeignin er minnst í yngstu og elstu hópunum (25%) en mest (37%) meðal fólks á fertugs- og fimmtugsaldri, enda langmest meðal barnafólks. Fleiri Reykvíkingar (35%) eru sumarbústaðaeigendur en lands- byggðafólk (27%). Og helmingi fleiri háskólaborgarar (42%) en fólk með FRÉTTA VIÐTALIÐ grunnskólapróf. Athygli vekur að þótt barnafjölskyldur hafi hlutfallslega meiri aðgang að sumarbústöðum en aðrar fjölskyldur þá fara þær samt mun sjaldnar í bústaðinn og dvelja þar jafn- aðarlega skemur en aðrir. Raunar fór elsti hópurinn (55-80 ára) oftast í bú- stað, rúmlega 1 1 sinnum að meðaltali. Helmingur bústaðanna á Suðurlandi Næstum helmingur allra sumarhús- anna er á Suðurlandi, 20% á Norður- landi, 20% á Vesturlandi, 8% á Austur- landi og tæp 6% á Vestfjörðum. En nær engin sumarhús eru á Suðurnesj- um eða höfuðborgarsvæðinu. Lands- byggðarfólk á helming sinna bústaða á Norðurlandi, en hinn helmingurinn dreifist um landið. Reykvíkingar eiga innan við helming bústaða sinna á Suðurlandi, rúman fjórðung á Vestur- landi, aðeins 6% á Norðurlandi en yfir 21% annars staðar, sem þá hlýtur að að vera á Austurlandi og Vestfjörðum. Fólk í nærsveitum Reykjavíkur á aftur á móti nær 63% sinna bústaða á Suð- urlandi og 20% á Vesturlandi en mjög fáa á fjarlægari stöðum. Fólk virðist una sér vel þegar í bú- staðina er komið því aðeins 38% greid- du fyrir einhverja afjrreyingu í ná- grenni þeirra, langflestir fyrir sund. En aðeins 16% greiddu fyrir eitthvað ann- að á árinu, og þá nær eingöngu veiði og golf. - HEI Neytendafrömuðuriim á Akurcyri Vilhjálmur Ingi Ámason hyggst nú leggja neytendamálin á hilluna og mun þessa dagana vera að leita að eftirmanni sínum, eiu- hverjum sein er tilbúiim til að taka við Neytendafélagi Akureyrar. Ástæðan mun þó ekki vera sú að forusta Neytendasamtakanna liafi sigrað hann cndanlega, en Vil- hjáhnur hefur sem kunnugt er ver- % Vilhjálmur Ingi Árnason. ið upp á kaut við Jóhaimcs Guimarsson um ára- bil. Þvert á móti mun það hafa verið ástin scm á endanum sigraði Vilhjálm. Fyrr í vetur, þegar Vil- hjálmur var á ferð á Kúbu hitti hann brasilíska draumadís og mun Vilhjálmur vcra að flytja til Brasilíu til hemiar. í pottinuin er fullyrt að Vil- hjálmur sé búinn að vera lcngi í Brasilíu í vetur en ætli nú að flytja þangað alfarinn. Hann mun húinn að selja bæði gistiheimilið sem hann rak á Akureyri og æfingastöðina, þannig aö honum er fátt að vanbúnaði að skclla sér í sóli na í Brasilíu... í pottinum hafa menn verið aö fylgjast með píslargöngu Eggerts Ifaukdals um dómskerfið, en inál- um hans var sein kunnugt er vísað aftur í hérað eftir að hafa farið alla leið til Hæstaréttar. Er þessu þó hvergi lokið enn. Á Suðurlandi finna margir til með Eggert og Sunnlendingurinn í heita pottinum hafði á orði aö það væri kannski við liæfi nú á föstunni að fá Eggert til að lesa Pass- íusálmana á einhverri útvarpsstöðinni - hann myndi örugglega gera það af innlifunl... Eggert Haukdal. Skipan Ingihjargar Bcnediktsdóttur í Hæstarétt kom fjölmörgum samsæriskenuingarmönnum á óvart, þar á meðal þeiin sem drýgst hafa látið í pottinum. Flestir bjuggust þeir við að Ingibjörg Rafnar fengi starfið, og velta menn því nú fyrir sér livort Sólveig Pétursdóttir hafi ekki viljað vera pólitískt fyrirsjáanleg í vali sínu og því hætt við að veita Ingibjörgu Rafnar starfið cða livort þaó liafi einfaldlega ekki verið húið að lofa henni starfinul... \_________ Akureyri líj amorku vopna laust sveitarfélag Ásgeir Magnússon formaður bæjarráðs Akureyrar Bæjarstjóm Akureyrar sam- þykkti með 6 atkvæðum á fundi bæjarstjómar sl. þriðju- dagaðAkureyríyrði lýstkjam- orkuvopnalaust sveitarfélag. - Það keniitr mörgunt undarlega fyrir sjónir að íslenskt sveitatfélag skuli lýst kjarnorkuvopnalaust. Hver er forsagatt og tilgangurinn? „Þetta er tillaga sem ég lagði fram í bæj- arstjórn Akureyrar. Þetta er alþjóðlegt verk- efni sem verið hefur í gangi og snýst fyrst og fremst um það að rætt hefur verið á vett- vangi þjóða heimsins að það yrði að hugsa alvarlega um það hverníg taka ætti á þéss- um málum, þ.e. kjarnorkuafvopnun í heim- inum. Það hafa verið haldnar ráðstefnur þar sem stórþjóðirnar hafa komið saman, þó fyrst og fremst þessi fimm kjarnorkuvopna- veldi, og ákveðið að reyna að finna leiðir til að stemma stigu við útbreiðslu þessara vopna, en alls ekkert gengið. Þetta mál var tekið út árið 1995 og þá var sett í gang nefnd og starf sem hafði það að í stefnuskrá að beita einhverjum öðrum að- ferðum í þessum efnum. Þá fóru menn að horfa til þess að fyrst ckki væri hægt að gera þetta á landsvísu, en Island hefur ekki sam- þykkt ályktun þar að lútandi, væri kannski leið að sveitarfélögin gerðu það og beitt þannig óbeinum þrýstingi á stjórnvöld. Það hefur gerst í þeim löndum þar sem þessi ógn er mest að sveitarfélögin hafa mörg hver lýst yfir því að þau væru kjarn- orkuvopnalaus sem líta ber á sem siöferðis- legan stuðning við þetta verkefni og tilraun til að þrýsta á um breytingar." - Er þetta liðttr t' því að þrýsta á rtkis- stjórn Islands að hún lýsi landið kjarn- orkuvopnalaust? „Nei, í sjálfu sér ekki, heldur fyrst og fremst er þetta stuðningur við þessa hugsun um það að leita leiða til þess að útrýma þessari ógn sem kjarnorkuvopn eru. Akur- eyri getur allt eins lagt sitt lóð á vogarskál- arnar þegar fleiri hundruð sveitarlælög um allan heim eru að samþykkja tillögu sem þessa til þess að þrýsta á uni að eitthvað ger- ist f málinu.“ - Áttu von á því aðfleiri tslensk sveitar- félög taki ttpp þráðinn, eða eru kannski þegar húin að þvt? „Þetta er tillaga sem mér var send frá Samtökum herstöðvaandstæðinga til all- flestra sveitarfélaga landsins og ég veit að tillagan hefur verið samþykkt á Raufarhöfn ogAkranesi ogjafnvel fleiri sveitarfélögum. Tillagan verður ekki send neitt en Akureyri verður eitt af þeim sveitarfélögum sem und- irritað hafa þessa yfirlýsingu og bætist á jrann Iista.“ - Er kjarnorkuváin sýnilegri nú þegar kontin er liægri stjórn t Bandaríkjunum undir stjórn George VL Bttslt og „haukur- inn“ Ariel Sharon orðinn forsætisráðherra i Israel? „Líkurnar á því að þessum vopnum verði beitt einhvers staðar í heiminum hafa ekk- ert minnkaö síðustu vikurnar, þaö er víst." - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.