Dagur - 08.02.2001, Blaðsíða 15
FIMMTVDAGUR 8. FEBRÚAR 20 0 1 - 1S
(ANPlN^
■mennincm
V'aiin til verð-
launa í London
Finnur Bjarnason
baritonsöngvari
vann til verðlauna er hann var
valinn af sex keppendum í
söngkeppni í London. Til-
nefndir til þátttöku voru einn
ungur og efni-
legur söngvari
frá hverjum tón-
listarháskóla í
London, þ.e.
Royal Academy,
Guildhall
School of Music
and Drama
o.fl., síðan fær
Glyndebourne
óperuhúsið að
tilnefna einn og þeir völdu
Finn, en hann söng hlutverk
Don Ottavios í Don Giovanni
eftir Mozart í Glyndebourne
fyrir jólin í forföllum aðal-
söngvarans og fékk fína dóma
m.a. í the Times og í Opera
magazine.
Auk þess að vinna söng-
keppnina var Finnur valinn
efniiegasti ungi söngvarinn við
Glyndebourne óperuhúsið árið
2000 og veitt sérstök verðlaun
fyrir það. Hann mun syngja
hlutverk Don Ottavios i' óp-
eruhúsinu sumarið 2002.
Frístundamálarar
bjóða á sýningu
í félagsheimilinu Gjábakka við
Fannborg í Kópavogi hafa frí-
stundamálarar af eldri kyn-
slóðinni hist reglulega og nýtt
sér aðstöðu sem þar býðst til
að stunda áhugamál sín, að
mála myndir. Þessir áhuga-
sömu málarar hafa ekki setið
auðum höndum við iðju sína
og er afraksturinn eftir því.
Þeir hafa því ákveðið að gefa
einstaklingum kost á að njóta
afraksturs þessara samveru-
stunda og opna sýningu á
verkum sínum í Gjábakka í
dag kl. 16.00.
Frístundamálararnir, sem
eru allir eftirlaunafólk, bjóða
alla velkomna að skoða sýn-
inguna og þiggja kaffisopa og
heimabakkelsi. Sýningin
stendur til 23. febrúar og er
opin frá kl. 9.00 til 17.00 alla
^ virka daga. ________________
Páskatónlist og
sprenging í New York
Eittfremsta tónskáld
samtímans, James
MacMillan, stjórnarSin-
fóníuhljómsveit íslands
í kvöld. Á efnisskránni
eru verk eftirhann
sjálfan, John Speight
og Charles Ives.
Stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar í kvöld er skoska tónskáldið
James MacMillan. Hann er rúmlega
fertugur og tvímælalaust meðal
fremstu núlifandi tónskálda Bret-
landseyja. Sinfóníuhljómsveitin hef-
ur áður flutt tvö verk eftir hann, en
að þessu sinni stjórnar hann sjálfur
flutningi á sellókonserti sínum, en
það er Englendingurinn Raphael
Wallfisch sem leikur á sellóið.
„Ég samdi þetta verk árið 1996,“
segir MacMillan. „Ég hef stjórnað
ílutningi þess víðar, með Raphael í
Ástralíu fyrir nokkrum árum og líka
á Bretlandi. Þetta er eitt af þremur
verkum sem mynda eina heild. Þau
sækja innblástur í dagana þrjá fyrir
páska. Fyrsta verkið tengist skírdegi,
það heitir The World’s Ransoming og
er fyrir ‘cor anglais’. Sellókonsertinn,
sem verður fluttur hér, tengist föstu-
deginum langa og krossfestingunni.
Síðasta verkið er svo sinfóma sem
heitir Vigil og er myrkt verk, fjallar
um dimma nótt og síðan dögun sunnudags-
ins. En þessi þrjú verk eiga tvímælalaust
rætur sínar í messuformi kirkjunnar og guð-
fræðilegum vangaveltum."
Á tónleikunum í kvöld sætir einnig tíð-
indum að þar verður frumflutt Sinfónía nr.
3 eftir John Speight.
„Þetta er frábært verk og ég hef notið
þess mjög að vinna með það,“ segir
MacMillan. „Það er sérstaklega gaman að
stjórna frumflutningi þess. Þetta er mjög
spennandi og kröftugt verk.“
„Þetta verk varð til þegar ég dvaldist í
Ameríku í eitt ár,“ segir John Speight. „Ég
mikið loftið. Síðan smám saman vinn
ég úr þessu í verkinu og það eru mik-
il rólegheit í endann. Þetta er í raun
og veru tveggja kafla verk, en í stað-
inn fyrir að hafa kaflana skýrt að-
skilda þá hef ég vafið þá saman
þannig að fyrst kemur bútur úr
fyrsta kafla en síðan kemur bútur úr
öðrum kafla og þannig skiptist það á.
Þetta er svolítið eins og í kvikmynd-
um þar sem maður er allt í einu
kominn aftur í tímann eða fram í
tímann. Eða ef maður væri að hlusta
á útvarpið og skiptir á milli
rása,“segir John Speight.
„Ég kalla þetta sinfóníu vegna
þess að ég lít á stórt hljómsveitarverk
sem er unnið úr einni hugmynd og er
svolítið í þessu gamla sinfóníska
formi, þar sem maður byrjar með
þessa hugmynd og síðan vinnur mað-
ur úr henni í ýmis konar tilbrigðum,
og svo kem ég aftur að upphaflegu
hugmyndinni. Sinfónía er líka svolítið
eins og skáldsaga eða sjálfsævisaga
jafnvel. En maður reynir að flnna að-
eins öðru vísi form til þess að hafa
þetta hugmyndaríkt, frekar en að
halda þessu venjulega formi. Ég bara
hræri þessu öllu saman.“
Nánast hættur að syngja
- Þú hefur samið ansi mörg tónverk,
en hófst ferilinn sem söngvari?
„Já, en ég lærði upphaflega sam-
hliða bæði söng og tónsmíðar. Fyrst
eftir námið fór þó mikið meira fyrir
söngnum, en þetta hefur þróast
þannig að ég er í raun og veru hættur
að syngja núna og er bara í því að
semja. Fyrir utan kennsluna auðvit-
að. En kannski byrja ég aftur að syngja,“
segir John Speight.
Á tónleikunum verður einnig flutt verkið
„Three Places in New England" eftir
bandaríska tónskáldið Charles Ives.
MacMillan var spurður hvort þessi þrjú
verk eigi eitthvað sameiginlegt.
„Því er erfitt að svara. Að sumu leyti
gæti verið að mitt verk sé undir áhrifum af
Ives, ég er mikill aðdáandi hans. Það gæti
vottað fyrir einhverjum minningum um
Ives í sumum köflunum þar sem ólíkur
efniviður tekst á innbyrðis,“ segir James
MacMillan. -gb
Á tónleikunum veðrur m.a. frumflutt verk eftir John Speight, sem i
seinni tið hefur snúið sér æ meir að tónsmíðum og iagt sönginn að
mestu á hilluna - /' bili að minnsta kosti. mynd: þúk
var svo heppinn að fá starfslaun lista-
manna í þrjú ár 1995-98, og við kona mín,
Sveinbjörg Vilhjálmdsdóttir, ákváðum að
fara til Ameríku á miðárinu af þessum
þremur, en þá var hún í endurmenntun.“
Byrjar með sprengmgu
„Þótt ég hafi þá verið að hugsa töluvert um
þetta verk í nokkur ár, þá ber það samt
keim af því að það er svolítið áfall að flytja
á milli landa. Þetta verk byrjar því með
sprengingu, algjörum kaos í hljómsveitinni,
eins og er alltaf þegar maður kemur til
New York reyndar, mér finnst það alltaf
vera eins konar sprenging, það víbrar svo
Ungur lögmaður, Árni Páll Árna-
son, lét svo ummælt í þættinum
Silfri Egils á Skjá einum sl.
sunnudag að í hæsta máta væri
undarlegt að stjórnmálamenn og
fleiri væru í þjóðfélagsumræðunni
í æ ríkari mæli farnir segja ekki
annað en „hunnn og ha“ við
fréttamenn, en fylgdu málinu síð-
an eftir með því að etja lögmönn-
um sínum á foraðið. Þetta er
laukrétt hjá Árna og er í þessu
sambandi skemmst að minnast
öryrkjamálsins svokallaða, sem
þegar á það leið snérist að óveru-
legu leyti um stjórnmál heldur lögfræði-
legar þrætur, sem fæstir af sauðsvörtum
almúganum skildu. Skal í þessu sam-
bandi minnt á að fjölmiðlar eru fyrir um-
ræddan almúga og eiga að túlka almenn
sjónarmið, en forðast sérfræðina svo sem
hægt er.
Staðreyndir ekki meginmál
Þótt margir haldi annað og starfi sam-
kvæmt því þá snýst líf mannfólks-
ins fyrst og síðast uin tilfinningar.
Umræðan í öryrkjamálinu var
þannig, þótt í fjarskanum mætti
hins vegar gi-eina lögfræðilega
sjónarrönd - sem varð hins vegar
að algjöru aukaatriði. Með sama
hætti hefur orðið að afgangsstærð
í kúariðuumræðunni að í millj-
ónasamfélagi Evrópu verða að-
eins nefnd 70 tilvik um að kúariða
hafl komist í fólk. Sjö á Norður-
löndunum. Umræða um kúariðu,
norska fósturvísa og nautalundn í
Nóatúni hefur að verulegu leyti -
ef ekki öllu - snúist um tilfinningar og
staðreyndir skipta ekki meginmáli.
Það ætti hins vegar að koma við til-
finningar þjóðarinnar þegar í fjölmiðlum
birtast auglýsingar um þá bláköldu stað-
reynd að af völdum reykinga látist hér á
landi einn á degi hverjum. 365 íslending-
ar á ári. Auglýsingar þessar, sem birst
hafa á síðustu vikum, hafa hins vegar
vakið litla umræðu. Má ætla að þjóðin sé
„Það er því morgunljóst að til að
fækka slysum eða draga úr reyking-
um þarf heitar tilfinningar í málið,
hvernig sem þær svo skapast eða
myndast. Slíkt gerist oft af litlum
neista, “ segir m.a. hér í greininni.
beinlínis orðin ónæm fyrir andreykingaá-
róðri, sem miðar að því að stemma stigu
við einhverju stærsta heilbrigðisvanda-
máli þjóðarinnar. Svo virðist sem reyk-
ingafólkið sé slegið fullkominni blindu
yfir því hve Camel, Winston og Malboro
leggja marga úr þeirra hópi í gröfina.
Umferðarslys, krabbi
og kransæðastíflur
í útvarpsviðtali sl. þriðjudagskvöld sagði
Ari Teitsson formaður Bændasamtaka Is-
lands að kúariðuumræðan að undan-
íornu hefði verið dæmfá og að nær væri
að kröftmn yrði beint til þess að berjast
gegn umferðarslysum og reykingum.
Þessi ummæli voru líkt og töluð út úr
mrnu hjarta, en á móti má spyrja bænda-
höfðingjann úr Reykjadal hvers vegna sé
það ekki gert. Vísast vegna þess þjóðin er
nánast daufdumb gagnvart staðreyndum;
svo sem þeim að rösklega þrjátíu manns
létust af völdum slysa í umferðinni hér á
landi í fyrra og krabbi og kransæðastíílur
drógu hátt á ijórða hundrað útreykta ís-
lendinga til dauða.
Það er því morgunljóst að til að fækka
slysum eða draga úr reykingum þarf
heitar tilfinningar í málið, hvernig sem
þær svo skapast eða myndast. Shkt gerist
oft af litlum neista.
sigurdur@dagur. is
Þegar tilfmniQgar vantar
MENNIIUGAR
VAKTIN
Siguröup Bogi
Sævapsson
skrifar