Dagur - 08.02.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 8 . FF.BRÚ AR 2 00 1 - 7
ÞJÓÐMÁL
Kotturúti
í rnvri
„ En því eru þessi gömlu lagafrumvörp rifjuð upp hér í pistlinum að senn hillir undir fyrsta alvöru allsherjarkjörið i héraði þegar kosið verður um
afdrif flugvallarins í Reykjavík að hiuta eða öllu leyti, “ segir Ásgeir Hannes m.a. í pistli sínum.
Pétur Ottesen er tví-
mælalaust einn al-
merkasti þingmaður ís-
landssögunnar enda sat
hann á þingi fyrir Borg-
firðinga árin 1916-1959
eða heil 43 ár og upplifði
bæði tvö veraldarstríð og
Kóreustríðið í þingsal.
Pétur sat á þingi fyrir
Sjálfstæðisflokk þversum,
var um tíma utan flokka,
Sjálfstæðisflokk eldri,
Sparnaðarbandalag,
Borgaraflokk eldri, íhaldsflokk og loks
Sjálstæðisflokkinn sem vér þekkjum nú
af spurn. Ljóst er að nýgræðingar í póli-
tík sem hafa aðeins setið fyrir einn flokk
á þingi blikna við hliðina á þvílíkum
skörungi. En það er nú önnur saga.
I bókinni Sögur úr Reykjavík segir af
Pétri Ottesen þegar hann á seinni árum
stýrði pólitískum fundi í Sjálfstæðisfélag-
inu á Akranesi í formannstíð dr. Bjarna
Benediktsonar og var formaður gestur
fundarins. Sagan er hér endursögð með
leyfi eiganda útgáfuréttar bókarinnar:
Síðast á dagskrá fundarins voru al-
menn flokksmál á dagskrá og kom fram
tillaga um eitthvert flokksmálefnið. Hún
var borin undir atkvæði fundarmanna og
samþykktu þeir hana í einu bljóði. Þá var
leitað mótatkvæða og var dr. Bjarni einn
á móti en strangt tekið hafði formaður-
inn ekki atkvæðisrétt á fundinum. Pétur
Ottesen fundarstjóri var veraldarvanur
maður og sló þegar bylmingshögg í borð-
ið með fundarhamrinum og úrskurðaði:
„Tillagan er felld með öllum greiddum
atkvæðum!'1
Allsherjarkjör í héraði
Pistilhöfundur flutti á sínum tíma laga-
frumvörp á Alþingi um bæði þjóðarat-
kvæðagreiðslur og allsherjaratkvæða-
greiðslur í sveitarfélögum. Þingheimur
sat hljóður eins og hlandkanna undir
flutningnum og enginn maður kvaddi sér
hljóðs frekar en fyrri daginn. Allra síst
þeir hópar sem nú tala fyrir atkvæða-
greiðslum eins og þeim sé það eðlilegt
frá hjartans rótum. Enda var þá föst
venja þingliða að ganga á dyr og finna
sér þægilegra dútl frekar en sitja undir
málflutningi pistilhöfundar. Seinna fékk
pistilhöfundur því komið til leiðar að
borgarfulltrúar Nýs vettvangs fluttu til-
lögu í borgarstjórn um allsherjarkjör og
var tillagan að sjálfsögðu hlegin í hel af
hortugum meirihluta Sjálfstæðisflokksins
sem nú cngist ráðalaus í ævarandi minni-
hluta.
En því eru þessi gömlu lagafrumvörp
rifjuð upp hér í pistlinum að senn hillir
undir fyrsta alvöru allsherjarkjörið í hér-
aði þegar kosið verður um afdrif flugvall-
arins í Reykjavík að hluta eða öllu leyti.
Loksins er hverjum vopnfærum borgar-
búa boðið að tjá sig um veigamikið mál
sem varðar ÍTamtið borgarlífsins í Reykja-
vík og er það vissulega Iofsvert framtak
sem tekið er með þökkum. Hingað til
hefur aðeins verið kosið um áfengisútsöl-
ur og hundahald í sveitarfélögum og
reyndar forsetann í þjóðaratkvæði. Mál
er því komið að Reykvíkingar fái sjálfir
að greiða atkvæði um örlög sín og um-
hverfi og vonandi er þetta vísir til þess
sem koma skal.
En hversu mjög sem þakka bcr Borgar-
stjórn Reykjavíkur fyrir að vilja lofa borg-
arbúum að kjósa um afdrif flugvallarins
er köttur úti í mýri, Vatnsmýrinni.
Köttur úti í mýri
1 fýrsta lagi hefur ekki komið fram hvort
og hvernig niðurstaðan bindur hendur
borgarstjórnar eða hvort kosningin verði
afgreidd sem vísbending en ekki staðfest-
ing. I annan stað er ekki sagt hve niikla
kjörsókn þarf til að atkvæðagreiðslan hafi
áhrif á gerðir borgarstjórnar. I þriðja lagi
er ekki vitað um hvað skal kjósa og er
það frekar óþægilegt í kosningum. I
fjórða lagi eru kosningarnar ekki sam-
hliða kjördegi til þings, byggðastjórna eða
lorseta og því má búast við lélegri kjör-
sókn og að niðurstaðan spegli ekki vilja
borgarbúa og verði markleysa fyrir bragð-
ið. Og ekki er allt búið enn:
I fimmta lagi eru samgönguyfir\'öld að
lagfæra brautir vallarins í dag og því er
það ofanígjöf við Alþingi að telja daga
Reykjavíkurflugvallar á sama tíma. I sjöt-
ta lagi liggur ekki fyrir neitt umhverfis-
mat á svæðinu og minna má borgarstjórn
á lifandi umhverfið sem liggur að Reykja-
víkurtjörn og strandlengjuna í Skerjafirði.
Landslag Reykjavíkur er ekkert billegra
en umhverfi Eyjabakka eins og borgar-
stjórnin fékk að reyna í Laugardalnum í
hittiðfyrra.
Að Iokum má geta þess að Reykjavíkur-
flugvöllur er fyrst og fremst borgarhlið
fyrir fólk af landsbyggðinni og greiddur
af almannafé en ekki úr borgarsjóði.
Landsbyggðin verður því að hafa sitt að
segja um framtíð flugvallarins. Annað er
brein og klár valdníðsla að hætti gamla
meirihluta Sjálfstæðisflokksins ofan í
Tjörninni. Borgarstjórnin má heldur ekki
gleyma þeim fjölda Reykvíkinga sem hef-
ur reist myndarleg íbúðarhús við Skerja-
fjörðin og óttast nú að fá heilan flugvöll
upp í fjörusteina.
Úti er ævintýri
Umræðan um Reykjavíku rfl ugvöi I fór vei
af stað með rökföstum málflutningi en
hefur undanförnu breyst í taut og raul sem
betur á heima innan um týnda ketti í les-
endabréfum dagblaðanna. Haldi þetta
nöklur áfram með skipulögðum hætti rugl-
ar það kjósendur í ríminu þegar til kast-
anna kemur. Það er eins og festuna vanti
hjá Revjavíkurlistanum í Vatnsmýrinni og
atkvæðagreiðslan sett á svið til að stríða
Sjallanum ofan í Tjörninni.
Fyrsta atkvæðagreiðslan af þessum
toga er jafnframt sú mikilvægasta því
lengi býr að fyrstu gerð. Verði hún fyrir
skakkaföllum dregur áfallið burst úr nefi
borgarstjórnar og getur riðið allsherjarat-
kvæðagreiðslum að fullu. Betur er þá
heima setið og grátið en af stað farið.
Köttur úti í mýri. Þá er stutt í fundar-
sköpin frægu ofan af Skipaskaga. Uti er
ævintýri.
STJÓRNMÁL Á NETINU
Samkeppnisstofnim til óþurftar?
Ungir hægrimenn á Vefjrjóðvilj-
anum senda. Samkeppnisstofn-
un heldur betur tóninn í pistli
sem birtist á vefsrðunni í gær.
Þar segir:
„Samkeppnisstofnun vinnur að
því leynt og Ijóst að hindra eðli-
lega atvinnustarfsemi á landinu.
Að þessu sinni þvælist hún fyrir
samruna tveggja keðja lyfjaversl-
ana, en fyrir skömmu bannaði
hún tilraunir til hagræðingar í
bankakerfinu og á prentmarkaði.
Þessi stofnun, sem áður bar rétt-
nefnið Verðlagsstofnun, lítur á
það sem sitt helsta hlutverk að
koma í veg fyrir að eðlilegur fyr-
irtækjarekstur geti þrifist hér á
landi. Hagræðing á lyfjamark-
aðnum hlaut því aðeins náð fyrir
augum hinna alvitru sérfræðinga
á Samkeppnisstofnun að fyrir-
tækin sem sameinuðust seldu 5
af 14 verslunum sínum. Já, þeim
var gert skylt að selja rúman
þriðjung verslana sinna svo
starfsmönnum Samkeppnis-
stofnunar væri fullnægt. Og ekki
nóg með það, starfsmenn Sam-
keppnisstofnunar eru líka þeirrar
skoðunar að sameinað lyfjafyrir-
tækið skuli selja þessar 5 verslan-
ir í einu lagi. Þetta teldu ýmsir
allnokkrar hömlur á atvinnu-
starfsemi þessa sameinaða fyrir-
tækis, en Samkeppnisstofnun er
annarrar skoðunar. Hún telur
nauðsynlegt að banna fyrirtæk-
inu að kaupa nokkra lyfjaverslun
á höfuðborgarsvæðinu nema
með samþykki eiganda markaðs-
hagkerfisins, Samkeppnisstofn-
unar. Auk heldur mælir hún fyrir
um, að hið nýja fyrirtæki skuli
ekki heimilt að opna lyfjaverslun
í húsnæði þar sem aðeins ein
lyfjaverslun verður til staðar, I
úrskurði málsins féll niður ein
setning, en þar átti að standa:
„Guðmundur Sigurðsson, for-
stöðumaður samkeppnissviðs
Verðlagsstofnunar, skal taka allar
ákvarðanir sem máli kunna að
skipta fyrir hið sameinaða lyf-
sölulyrirtæki."
Furðulegt má telja, fyrst Sam-
keppnisstofnun veit allt best sem
að íslensku atvinnulífi snýr, að
hún skuli ekki fengin til að taka
að sér rekstur allra fyrirtækja
landsins. Til hvers að láta einka-
aðila dunda af hálfgerðri van-
kunnáttu við rekstur þegar svo
mikil þekking er saman kornin í
einni óskeikulli ríkisstofnun?
Samkeppnisstofnun veit hvernig
allir markaðir eru og hver þróun
þeirra verður. Stofnunin veit
hver er best til þess fallinn að
framleiða hvaða vöru og bjóða
hvaða þjónustu og hún veit þar
að auki hvert rétt verð er fyrir
vöruna eða þjónustuna. Hún veit
í stuttu máli allt sem einhverju
skiptir við framleiðslu á vöru og
þjónustu. Henni er þvf ekkert að
vanbúnaði að stöðva endanlega
starfsemi hins frjálsa markaðar
og taka alla framleiðslu í eigin
hendur."