Dagur - 08.02.2001, Blaðsíða 9

Dagur - 08.02.2001, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGVR 8. FEBRÚAR 2001 - 9 ÍÞRÓTTIR Tekst Þórsunim að stöðva sigurgöngu Njarðvflduga? Sextánda innferð Ep- sondeildar karla í körfuknattleik verður leikin í kvöld og tekur topplið Njarðvíkinga, sem iiimið hefur sex leiki í deildinni í röð, þá á móti Þórsurum sem eru í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Heil umferð, sú sextánda, fer fram í Epsondeild karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvíkingar, efsta lið deildarinnar, fær þá Þórsara í heimsókn í Ljónagryfjuna í Njarð- vík, þar sem Akureyrarliðið, sem aðeins hefur unnið fimm leiki í deildinni í vetur og er í þriðja neðsta sætinu nreð 10 stig, mun örugglega Ieggja sig fram um að stöðva sex leikja sigurgöngu heimamanna. Njarðvíkingar hafa tveggja stiga forskot á Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar, en Stólarnir fá einmitt Keflvfkinga í heimsókn á Krókinn í kvöld, þar sem búast má við hörðum slag. Gengi beggja liða hefur verið mis- jafnt eftir áramótin og hafa bæði tapað tveimur leikjum af íjórum, Tindastóll gegn Njarðvík og Val og Keflavík gegn KR og Njarðvík. Skallamir hafa tiiinið íinim í röð KR-ingar, sem nú eru í ljórða sæti deildarinnar með 18 stig, Ijórum stigum minna en Keflavík og Tindastóll, fá Skallana frá Borgar- nesi í heimsókn í kvöld. Bæði liðin hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og þá sérstaklega Skallarnir, sem hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum í deild- inni, þar af síðustu fimm í röð og eru nú komnir í sjöunda sætið með 16 stig. KR-ingar, sem byij- uðu leiktíðina með því að tapa fyrstu fjórum deildarleikjunum, hafa aftur á móti unnið þijá leiki af fjórum eftir áramótin og alls unnið átta af tíu leikjum eftir að þeir komust á beinu brautina eftir hrakfarirnar í byrjun. Enda hefur liðið klifrað hratt upp stigatöfluna og sækir nú fast að toppliðunum. I Hafnarfirði fer fram leikur Hauka og KFI, en báðum liðunum hefur gengið afleitlega að undan- förnu. Haukarnir hafa aðeins unn- ið einn leik af ljórum eftir áramót- in og rejmdar ekki nema sex af síð- ustu níu deildarleikjum. Þeirþurfa því virkilega á sigri að halda til að ná aftur upp dampi eftir annars ágæta byijun í upphafi tímabilsins. Arangur Isfirðinga eftir áramótin er svipaður, en þeir hafa aðeins unnið einn Ieik af síðustu ljórum og þar af tapað síðustu þremur. Einu sigrar liðsins í deildinni í vet- ur eru gegn Keflavík og Hamri, sitt hvorum megin við áramótin og því Ijóst að liðið verður mcð falldraug- inn ógurlega í eftirdragi í þeim sjö umferðum sem eftir eru í deild- inni. ÍR-ingar hafa tapað fínun í röð 1 íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi taka Valsarar sem eru í næst neðs- ta sæti deildarinnar með 6 stig á móti ÍR-ingum, en ÍR-ingar, sem hafa tapað fimm síðustu leikum sínum í deildinni, eru nú í fjórða neðsta sætinu með 10 stig. Valsar- ar hafa aftur á móti verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og hafa unnið tvo síðustu leiki, gegn Tindastóli og KFÍ, eftir að hafa þar á undan tapað níu leikjum í röð. Staða liðssins er því slæm og sigur gegn ÍR-ingum mjög mikilvægur til að brúa fjögurra stiga hilið í næstu lið, sem eru Þór og IR. Sömu sögu er að segja um ÍR-inga, þeim veitir heldur ckki af stigun- um, bæði til að forðast falldraug- innn og eins til að missa ekki af lestinni í slagnum um sæti í úr- slitakeppninni, sem þó er aðeins draumsýn, því sex stig skilja á milli í næstu lið sem eru í 5. - 8. sæti. I Grindavík fer fram leikur Grindvíkinga gegn Hömrunum frá Hveragerði, en bæði liðin eru á grá svæði deildarinnar með 16 stig og svipaðan árangur á nýju öldinni, með tvo tapaða leiki af ljórum. Þegar liðin mættust í fyrri umferð- inni unnu Hamrarnir nauman Ijögurra stiga sigur, 86-82 og því stefnir í spennandi viðureign lið- anna í kvöld, sem bæði leggja áherslu á að tryggja stöðu sína meðal efstu átta. Þegar sömu lið mættust í fyrri umferðinni urðu úrslit eftirfar- andi: Þór Ak. - Njarðvík 90-: 104 ÍR : Valur 74- 70 KFÍ - Haukar 82- 88 Skallagrímur - KR 74- 75 Hamar - Grindavfk 86- 82 Keflavík - Tindastóll 81- 78 Árangur liðannfrá 1. til 15. umferðar: (U: unninn leikur) (T: tapaður leikur) Njarðvík TUTUUUUUTUUUUUU Keflavík UUUUUTUUUUTUTTU Tindastóll UTUUTUUUUUUTUTU KR TTTTUUUUUUTUUTU Haukar UTUUUUTTUTUTTUT Hamar UTUTUTUTUUTTUUT Grindavík UUUTTUUUTTTUTUT ÍR UTTTU UTUTUTTTTT ÞórAk. UUTUTTTTTTUTTUT Valur TTTUTTTTTTTTTUU KFÍ TTTTTTTTTTU UTTT Staðan: Njarðvfk 15 12 3 1350:1186 24 Keflavík 15 11 4 1367:1244 22 Tindastóll 15 11 4 1317:1253 22 KR 15 9 6 1331:1279 18 Haukar 15 8 7 1247:1178 16 Hamar 15 8 7 1229:1275 16 Skallagr. 15 8 7 1230:1325 16 Gritidavík 15 8 7 1311:1279 16 ÍR 15 5 10 1214:1305 10 Þór Ak. 15 5 10 1293:1346 10 Valur 15 3 12 1 166:1252 6 KFÍ 15 2 13 1261:1394 4 Stigahæstir: Dvvayne Fontana, KFI 437 Chris Dade, Hamri 392 Calvin Davis, Keflavík 372 Shawn Myers, Tindastóli 366 Warren Peebles, Skallagr. 364 Brenton Birmingham, Njarðv. 337 Logi Gunnarsson, Njarðvík 314 Páll A. Vilbergsson, Grindav. 298 Cedrick Holmes, ÍR 295 Óðinn Ásgeirsson, Þór Ak. 283 Eiríkur Önundarson, ÍR 271 Ólafur Jón Ormsson, KR 264 Sveinn Blöndal, KFÍ 252 Clifton Bush, Þór Ak. 240 Herbert Arnarson, Val 228 Bragi Magnússon Haukum 220 Mike Bargen, Haukum 215 Pétur Ingvarsson, Hamri 201 Skarphéðinn Ingason, Hamri 190 Kristinn Friðriksson, Tindast. 188 Haukar og ÍBV í bikarúrslit kveirna Topplið Hauka í Nissandeild kvenna og núverandi íslands- meistarar IBV tryggðu sér í fyrrkvöld réttinn til að leika til úr- slita um SS-bikar kvenna í hand- knattleik. Haukar sigruðu erkifj- endurna úr FH með tveggja marka mun, 25-23, í framlengdum und- anúrslitaleik, sem fram fór á heimavelli Hauka að Asvöllum og IBV vann eins rnarks sigur á Stjörnunni, 24-23, í hörkuspenn- andi leik sem fram fór í Eyjum. Flestir áttu von á léttum heima- sigri Hauka gegn nágrönnum sín- um úr FH, en það fór á annan veg, því FH-stelpurnar sem ekki hafa náð sér á strik í vetur, komu veru- lega á óvart og tókst lengst af að halda sér inni í leiknum. Hauk- arnir höfðu þó forystuna Iengst af og höfðu náð þriggja marka for- skoti í hálfleik, 13-8, sem þær juku í Ijögur mörk með fyrsta marldnu í seinni hálfleik. Það leit því út fyrir stórsigur Hauka, en með mikilli baráttu og stórgóðri markvörslu Kristínar Guðjóns- dóttur tókst FH-liðinu að snúa dæminu \ið í stöðunni 16-14, en þá skoruðu þær þrjú mörk í röð og náðu eins marks forskoti, 16-17. En Haukastelpurnar létu ekki slá sig út af laginu og náðu aftur tveggja marka forystu, 20-18, sem FH tókst aftur að jafna í 20-20, þegar um það bil tvær mínútur voru til leiksloka. Spennan var þvf í hámarki og tókst liðunum ekki að hæta við fleiri mörkum í mikl- um darraðardansi síðustu mínút- una. Því var gripið til framlengingar og þá sönnuðu Haukastelpurnar yfirburði sína og skoruðu tvö fyrstu mörkin, sem dugði þeim til að halda öruggri forystu fram á síðustu mínútu, en þegar rúm hálfl mínúta var til leiksloka tókst Hafdísi Hinriksdóttur að minnka muninn í eitt mark, 24-23. Hauk- arnir fengu svo hálfa mínútu til að auk forskotið í tvö mörk, þegar dæmt var vftakast á síðustu sek- úndunum og fannst mörgum sem Haukarnir fengju að hanga þar allt of lengi á boltanum í vand- ræðalegri lokasókn. Hjá Haukum átti Jenný As- mundsdóttir markvörður langbest- an leik, en hún varði alls 21 skot og átti stóran þátt í sigrinum. Einng áttu þær Harpa Melsted og Auður Hermannsdóttir góðan leik og Thelma Arnadóttir kom upp á réttum tíma skoraði tvö mikilvæg mörk í framlengingunni. Br\nja Steinsen var markahæst hjá Haukum með 7/5 mörk og Harpa Melsted næst með 6 úr 13 tilraun- um. Hjá FH átti Kristín markvörður bestan leik og varði hún alls 15 skot. Einnig voru þær Björk Ægis- dóttir og Dröfn Sæmundsdóttir sterkar, en hefðu mátt nýta færin sín bctur. Þær voru markahæstar FH-inga með 5 mörk hvor og Harpa Vífilsdóttir næst með 4 mörk. Það var auðséð á Iiði FH að það er í mikilli framför eftir að hafa misst fjóra lykilleikmenn frá því í fyrra og ungu stelpurnar eru að styrkjast nteð hverjum Ieiknum. Kafiaskipt og spennandi í Eyjum Leikur IBV og Stjörnunnar í E\j- um var mjög kaflaskiptur, en ekki síður spennandi. Gestirnir höfðu forystuna inest allan l'yrri hálfleik- inn og höfðu þá mest náð þriggja marka forystu, sem Eyjastelpun- um tókst að minnka í eitt mark fyrir leikhlé, 10-11. Eyjastelpurn- ar mættu síðan ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og snérist dæmið þá við, því þær náðu forystunnu strax á fyrstu mínútunum, sem þær héldu allan hálfleikinn og höfðu mest náð fjögura marka for- skoti. En Stjörnunar gáfust þó ekki upp og tókst í tvígang á lokamínútunum að minnka mun- inn í eitt mark, síðast rétt áður en flautað var til leiksloka og var lokastaðan eins og áður sagði, 24- 23. Tamara Mandzic átti bestan leik hjá IBV, bæði í vörn og sókn og var hún markahæst með 10/3 mörk. Hjá Stjörnunni átti Halla María iangbestan leik og var hún marka- hæst með 10/1 mörk. Annars var þetta leikur varnanna, en hæði lið spiluðu Iengst af mjög sterka vörn án þess að markvarslan væri neitt sérstök. Vigdís markvörður IBV tók þó til sinna ráða í seinni hálf- Icik og átti þá stórgóðan leik.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.