Dagur - 10.02.2001, Síða 4

Dagur - 10.02.2001, Síða 4
28 -LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 FRÉTTIR Edda Rögnvaldsdóttir ritarí hjá veiðimálastjóra dregur úr innsendum veiðiskýrslum. Vaxandi skil veiði- korta á intemetinu Um 7.000 veiðimeim skil- uðu inn veiðiskýrslum fyrir 1. febniar sl. en þá ranu út frestur til að skila skýrslunum. Af þcssum hópi voru um 4.000 manns, eða um 60%, sem skiluðu skýrslunum inn á Interrnetinu. I siðasta mánuði var það gert mögulegt að senda inn veiðiskýrslur með rafrænum haetti. Áki Ármann Jónsson, veiðistjóri, seg- ir að skil á netinu hafi verið mjög góð fyrst í stað en þegar á heildina er litið hafi skilin verið svipuð. Veiðistjóra- embættinu sé í mun að fá skýrslurnar inn sem fyrst svo hægt sé að vinna úr þeim. „Veiðikorthafar eru í dag 16.300 talsins en það skila inn á bilinu 10 til 1 1 þúsund árlega veiðikortum svo mið- FRÉTTAVIÐTALIÐ að við það vantar enn um 4.000 skýrsl- ur. Þeir sem ekki skila inn veiðikortum fá þau ekki endurnýjuð næst, jafnvel þótt þeir hafi ekki veitt neitt. Þeir sem hafa trassað skil geta sótt um nýtt veiðikort en þá sendum við þeim bréf um að þeir skuldi veiðiskýrslu, og þá fylla þeir það út og senda til baka, en það er enn aðeins hægt að gera bréf- lega, en það er næsta skref hjá okkur að bjóða einnig upp á það á Internet- inu,“ segir Aki Armann Jónsson. Veiðikorthafar eru liðlega 16 þúsund talsins. Eru ekki alltaf einhverjir að stunda veiðar án tilskilinna leyfa? „Þeir eru til, en mjög h'till hluti, inn- an við 1%. IVIaður sér það bcst þegar refa- og minkaveiðiskýrslur koma inn hverjir hafa verið að veiða með lilskilið veiðikort og hverjir ekki. Það sést vegna þess að þeir þurfa að gefa upp kennitölu. En við getum reiknað þess- ar tölur upp og þannig séð hvað stór hópur er t.d. á rjúpnaveiðum án veiði- korta." 20 vúuiingshafar Til að hvetja menn til að skila inn skýrslunum áður en frestur rann út hafði Veiðistjóraembættið þann hátt- inn á að allir sem hafa skiluðu veiði- skýrslum á réttum tíma fóru í pott sem síðan er dregið úr. 20 manns hlutu vinning. Fyrsta vinning, GPS-staðsetn- ingartæki, hlaut Olafur Orn Péturs- son, Seyðisfirði; Oskar Guðmundsson, Keflavík, hlaut bókina Skotveiði í nátt- úru Islands eftirOlaf E. Friðriksson og þá Idutu fimm menn bókina Islenskur fuglavísir eftir Jón Ola Hilmarsson en þeir eru Víðir Þormar Guðmundsson, Garðahæ; Guðlaugur Svan H. Trampe, Reykjavfk; Guðmundur Pálsson, Dal- vík; Anton Júlíusson, Hvammstanga og Pétur Valbérgsson, Borgarnesi. 12 manns hlutu áttavita. - gc Siv Friðleifsdóttir. Guðni Ágústson. Ymsar viðhorfskaiinan- ir eru gerðar á liinum og þessum vefsíðum þessa dagana og þykir pottverj- um sú nýbreytni vera hiö besta mál. Hitt er ljóst að til er nokkuð sem kallast tölvuhernaö- ur í þcssum efnum. Þ.e.a.s. þegar hópur fólks með sömu skoöanir gerir árás á ákveðna könnun og greiðir sameiginlega atkvæði í áróðursskjon. Pottverjar þykjast nú sjá teikn á lofti um að stuðningsmenn Sivjar Friðleifsdóttur hafi tekið höndum saman og styðji hana til varafor- manns Framsóknar á strik.is hjá Agli Helgasyni. Ungliðar hreyf- ingarinnar eru sagðir hafa dálæti á Siv og marga grunar að þeir hafi sameinast um Siv sem varafor- maimsefni. Þetta byggja pottverj- ar á að íyrir örfáum dögum hafði Guöni Ágústsson tögl og hagldir í köimuninni en Jónína Bjartinarz fylgdi fast á eftir. Eins og hendi væri veifaö hafa svo mðurstööurnar hreyst síð- ustu dægur þannig að Siv er komin með 14% forskot á Guðna eða um 40%. Jónína þarf að sætta sig viöl6% en spurningin er um inark- tækni svona könmmar... En sjálf er Sivþó á rólegu nótunum í baráttuimi, því hún mun þessa dagana vera í Kenya í opin- berum erindagerðum og lítið að vinna í varafor- mannsmálum. Spumingin sem pottverjar varpa nú fram er þessi: voru það mistök hjá Siv að fara utan á þessum tímapunkti - mun hún inissa af dýrmæ'tuin tíma, sem allir hinir frambjöðend- urnir Iiafa notfært sér!!!!.. í pottinum hafa inenn mikiö velt fyrir sér hug- takinu NÖRD, en það er meö vinsælli orðum hjá yngri kynslóðinni þessa dagana. Ýmsar skýring- ar hafa verið gefnar en pottverjar eru sáttastir við þá skýringu sem sögð er ættuö úr Valhöll og segir að þetta sé skammstöfun fyrir: Neikvæður_ Öryrki að Röfla í Davíð... Jónína Bjartmarz. Hervar Gunnarsson formaðtir Verhalýðsfélags Akraness Aðeins 23 atkvæði skyldu að í formannskjöri. Gömul deilu- mál. Starfslok Bjöms Grétars, ávöxtun fjártnuna og samn- itigar. Reynt að jafna ágrein- itig. Kjaraviðræðurvið launa- ttefnd sveitarfélaga og Noið- urál. Andstaða er alltaf erfið - Hverjar erti helstu ástæður þess að jm varst endurkjörinn fortnaður með aðeins 23 atkvæða mun, 330 atkvæðum gegn 307 sem móiframbjóðancli þinn Georg Þor- valdsson fékk? „Eg var búinn að skynja það í nokkra daga að þetta yrði mjög naumt. Það var m.a. vegna þess að þessi barátta á milli okkar var kannski ekki á jafnræðisgrunni, en um það eru þó deildar meiningar. Þeir halda því t.d. fram að ég hafi haft miklu sterkari stöðu. Eg held því hins vegar fram að þeir sem ekki vilja mæta á opinn félagsfund til Jæss að ræða málin séu ekki tilbúnir til þess að vera þar sem þeir áttu að svara fyrir málin.“ „Vildu þínir andstæðingar ekki mæta? „Ja svo var sagt. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun að halda félagsfund þar sem við áttum að mæta báðir. Eg gaf grænt Ijós á það af minni hálfu en ég yfirgaf fundinn þegar þetta mál var rætt á stjórnarfundi til að gæta hlutleysis. Þeir báru hins vegar öllu við og sögðu nei. Stjórnin ákvað síðan að hætta við að halda fundinn." - Verður ekki erjilt að vera fonnaður með þessa andstöðu gegn sér? „Það er alltaf’erfitt þegar það er andstaða. Félaginu er hins vegar stýrt af 12 manna stjórn þar sem ég hef eitt atkvæði eins og aðrir. Verkefnið framundan er því að reyna að leiða til lykta þann ágreining sem er meðal félagsmanna. I þeim efnum verða all- ir að leggja sig fram. Það er líka merkilegt að öll þ au mál sem notuð voru gegn mér í |ress- ari kosningabaráttu eru sömu málin og menn sættust um á aðalfundinum sl. haust. Þannig að það var bara dustað rykið af gömlu deilumálunum." - Hvaða ágreiningsmál eru þettta sem beinast gegn þér? „Menn eru m.a. enn að draga upp starfs- lok Björns Grétars og lélega ávöxtun á Ijár- munum félagsins. Eg hafði talið að á síðasta aðalfundi hefði verið ákveðið að láta þá deilu falla niður, enda væri það verkefni stjórnarinnar í heild sinni að sjá um það að ávöxtun fjármuna félagsins væri eins og hún ætti að vera. Þannig endaði aðalfundurinn sl. haust. Síðan geta menn alltaf deilt um það hvort kjarasamningar séu góðir eða slæmir sem hefur verið eitt deilumálið. I samningum ná menn aldrei öllu sínu fram." - Heldurðu að menn séu komnir Jyrir þessar deilur eflir þessar kosningar? „Það verða næstu vikur og ntánuðir að skera úr uin það. Sjálfur er ég að vona það. Ég tel mig hafa gert mitt til að svo verði og er tilbúinn til þess.“ - Hver eru þá helstu verkefnin framundan hjá endurkjömum formanni? „Ég er á fullu í þeirri vinnu sem ég hef verið í og mun halda því álram. Þar á með- al í gerð kjarasamninga fyrir hina og þessa hópa eins og t.d. vegna bæjarstarfsmanna við launanefnd sveitarfélaga. Síðan eru í gangi viðræður um breytingar á kjarasamn- ingnuin við Norðurál. I það minnsta launa- liðnum og kannski fylgir eitthvað annað með Jtví." - Eni menn kannski að hugsa um að talui tillit til stærðar félagsmanna og háralits við gerð kröfugerðar í tengslum við niðurstöður skoðanakönnunar VR? „Þetta er skondið. Menn hafa verið að fikra sig úr starfsaldursákvæðum yfir í lífaklursákvæði og því er þetta spurning hvort menn þurfa að taka þetta eftir hæð. Ég á hins vegar mjög erfitt með að trúa þessu því það er hægt að fá alls konar nið- urstöður út úr skoðanakönnunum því það skiptir miklu máli hvernig spurningarnar eru og hvernig fólk svarar." - grh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.