Dagur - 10.02.2001, Síða 8

Dagur - 10.02.2001, Síða 8
32- LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 FRÉTTASKÝRING rD^ur Ekkert j/reitt fyrir < HEIÐUR HRLGA DOTTIR SKRIFAR í ýtarlegri laimakönn- im sem Félagsvísinda- deild HÍ gerði fyrir Versliuiarmaimafélag Reykjavfkur voru VR- ingar ekki bara spurð- ir venjulegra spum- inga um kaup og kjör heldur líka um Iík amshæð sína, háralit og hvað jteir teldu sig brosa oft í vinnnnni. Og þar kom margt óvænt í ljós. Þær niðurstöður könnunarinnar, að hávaxnir, dökkhærðir og al- vörugefnir karlar geti að öðru jöfnu búist við allt að 35.000 kr. hærri mánaðarlaunum en litlir, ljóshærðir og brosmildir hefur greinilega vakið miklu meiri at- hygli heldur en hálfrar milljónar króna meðallaunahækkun á launum VR-inga síðasta hálfa annað árið (19 mánuði) og óhagganlegur (18%) kynbundinn launamunur - „t),ppabónusinn“. Það skilaði sér m.a.s. skár í laun- um að vera orðin/n grár fyrir hær- um heldur en Ijóshærður víking- ur (um áhrif skalla á launin var ckki spurt). Kvenlegt íiuisæi Meðal kvenþjóðarinnar reyndust litlar „ljóskur" líka á launabotn- inum, en reistar konur með rauð- an makka rixuðu um með allt að 18 þúsund krónur umfram hinar í launaumslaginu. En kannski að kvenþjóðin hafi af innsæi sínu verið fyrri til að finna þetta út? Að minnsta kosti virðist Ijóst að þeim konum sem greitt hafa hár- greiðslustofunum háar upphæðir fyrir „englahár" hefur fækkað umtalsvert að undanförnu (enda greinilega ekki nokkurt vit nema kannski fyrir þær sem stefna í fegurðarsamkeppni). En konum með rautt eða rauðröndótt hár (strípur) virðist hafa fjölgað að sama skapi. Og hver veit nema að 10 cm þykku skósólarnir sem verið hafa í tísku undanfarin ár séu angi af sama innsæi kven- þjóðarinnar? Fyrst og fremst tÚ gamans gert En kunna þeir sem könnunina gerðu einhverjar skýringar á þess- um óvæntu niðurstöðum? Eða voru þær kannski ekki svo óvænt- ar? „Það var nú fyrst og fremst til gamans gert, sem þessar spurn- ingar voru settar inn, svona til þess að lííga svolítið upp upp á könnunina. En hugsanlega leyn- ast þarna líka einhver sambönd," sagði Friðrik H. Jónsson, dósent í sálfræði og forstöðumaður Fé- lagsvísindastofnunar Hl, sem framkvæmdi iaunakönnunina fyrir VR með því að senda félags- mönnum spurningalista um laun í september sl. Síðan voru svörin borin saman við útkomu sam- svarandi könnunar í febrúar 1999, sem leiddi í ljós um 21% meðalhækkun heildarlauna milli kannana. Úr 183 þús.kr. í 221 þús.kr. á mánuði - sem samsvarar 456.000 kr. hækkun árslauna. Leiðtogar hávaxnarí - bæði í m a n n a og dýraríkinu Friðrik sagði tengsl Iauna við lík- amshæð fólks ekki hafa komið sérstaklega á óvart. Hæð sé þátt- ur sem menn hafa lengi velt fyrir sér og og fundið út að skipti máli í ýmsu samhengi. Erlendar kann- anir hafi leitt í ljós að leiðtogar séu að öðru jöfnu hávaxnari cn aðrir. Og raunar megi finna hlið- stæðu í náttúrunni, þar sem stærslu dýrin veljist yfirleitt til forystu. „En að það kæmi út svona sterkt samband og svona mikið beinlínusamband ogað það sama kæmi út fyrir bæði kynin, það kom þó nokkuð á óvart," sagði Friðrik. Bendir þetta þá kannski til að hávaxnir séu að jafnaði í hærri stöðum? „Við athuguðum þetta, en það reyndust ekki tengsl við starfsheiti," sagði Friðrik. Launa- munurinn væri meðaltal, en að öðru jöfnu skipti hæð máli um laun fólks. Algengt sé að VR fólk semji um laun á einstaklings- grunni, svo kannski nýtist því hæðin þegar það sest að samn- ingaborði, maður á mann. Nær- vera stóra mannsins verði þá kannski áhrifameiri en hins lág- vaxna. Tilviljun freniur en „blondínuáhrif“ Launamun eftir háralit sagði Friðrik hins vegar hafa komið fullkomlega á óvart. Það sam- hand sé líka mun veikara en við hæðina og farið yrði fremur var- lega í að túlka það þar til fyrir lægi útkoma úr tveim til þrem mælingum. „Þetta gæti verið til- viljun, svo ég mundi bíða spennt- ur eftír niðurstöðu næstu könn- unar - hvort þetta reynist raun- vegulegt samhand," sagði Friðrik. Hann telur af og frá að lægstu launin meðal ljóshærðra skýrist af eins konar „blondínuáhrifum". Þau séu gamalþekkt, en enginn segi þau í alvöru skipta máli - þ.e. ekki í þeim skilningi að fólk trúi þessu í raun og veru. Ekkert greitt fyrir góða skapið Sú niðurstaða að brosmildustu VR-ingarnir njóti þess á engan hátt í launum, nema síður sé, sýnist illilega á skjön við þá miklu áherslu sem iögð er á Ijúft viðmót við viðskiptavinina. Erum við Is- Iendingar hugsanlega svo alvöru- gefnir, að það þyki hálfgerð sýnd- armennska að brosa of mikið? Friðrik sagðist ekki hafa myndað sér sérstakar hugmyndir um það. En honum hefði helst dottið í hug að brosið og góða skapið sé kannski ekki lykilatriði. Að glað- lyndi sé ekki það sem atvinnurek- endur meti mest. En hitt skiptir máli, að fólk sé ekki til ama vegna ska pgerða rb res ta. Friðrik segist fastlega gera ráð fyrir því að áfram verði reynt að gera eitthvað skcmmtilcgt í næstu launakönnunum VR, hvort sem það verði nákvæmlega þessar spurningar eða einhverjar nýjar. „Eg er ekkert búinn að gefa upp á bátinn að það skipti máli í laun- um fólks hvernig það kemur fram. Spurningin er hins vegar hvað á að mæla til að fá það fram." Spurður hvort ekki bafi þótt forvitnilegt að kanna tengsli kílóanna og launanna var svarið: „Menn veltu því fyrir sér, en það gæti verið viðkvæmara fyrir fólk." Mjakast á lönguin tíma Liggja skýringar á hinum óhagg- anlega kynbundna Iaunamun, jafnt í háum stöðum og lágum, þá fremur í augum uppi? Friðrik segir erfitt um það að segja. „Eg hugsa að svona hlutir séu eitt- hvað sem mjakast á löngum tíma.“ 1 Iaunakönnuninni séu niörg fyrirtæki sem koma við sögu, þar sem sama fólkið vinni árum saman og í hverju þeirra hafi myndastt vissar hefðir um hvað fólki er borgað. En menn séu að verða meðvitaðri um þennan Iaunamun, þannig að með tilkomu nýs fólks verði þetta máli kannski smám saman skoð- að á nýjan hátt. Hugsanlega gangi körlunum að jafnaði betur að selja sjálfa sig í launasamning- um á einstaklingsgrundvelli. Hvað varð um þá sköHóttu? „Nei ég myndi einu sinni íhuga Iaunamun, enda er niðurstaða mín hreint ekki sú að dökkhærðir hafi meiri laun en aðrir. Eg mundi heldur ekki taka tillit til þess ef ég væri að ráða menn í vinnu - ég er uppteknari af hæfni og getu en svo,“ svaraði Hansína Einarsdóttir ráðgjafi hjá „Skrefi fyrir skref ehf", spurð hvort hún tæki mið af hæð og háralit við ráðningu fólks til starfa. „Per- sónulega er ég svo þeirrar skoð- unar að það væri nú ekki sfðra að hafa þá sköllótta, þannig að ég held að þeir hafi nú misst eitt- hvað þarna úr. Ég veit ekki hvað hann Ragnar álskalli myndi hafa sagt um þetta," sagði Hansfna. Hefur fyrirvara um liáralitimi „I alvöru talað finnst mér þessi niðurstaða þvílík vitleysa. Mín einlæga skoðun er alveg klárlega þessi: Að í fyrsta lagi hef ég aldrei orðið vör við þetta í gegnum mína ráðningarsamninga eða aðra sem við höfum komið nálægt. í öðru lagi mundi ég örugglega ekki taka tillit til þess þó svo viðkomandi væri hár og dökkhærður. Og í þriðja lagi finnst mér vanta þarna inn í þá sem hafa annan háralit eða eru hárlausir. Svo ég held að áræðanleikinn í þessu sé nú eitt- hvað brenglaður." Útlitið getur skipt máli en... Hvort hún trúi þá ekki að hinir hávöxnu og fjallmyndarlegu geti verið duglegri að selja sjálfa sig í persónulegum kjarasamningum sagðist Hansína hreint ekki viss um að hæðin skipti þar máli. Hins vegar væri hún ekkert frá því að sjarmerandi einstaldingar nái hugsanlega betri samningum

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.