Dagur - 24.02.2001, Síða 9

Dagur - 24.02.2001, Síða 9
32- LAUGAHDAGUR 24. FEDRÚAR 2001 l.AUGARUAGUR 24. FEBRÚAR 2001 - 33 Í7ggjur _ Yfírviimubann skj ól fyrir krmuna? LögregliLmenn áhyggjufullir um ábyrgð sína þegar brotamenn sleppa vegna yfirviiiiiubaniis og fjárskorts rannsak- enda. Brjóta lögreglu- menn eða yfirmenn þeirra lög með því að rannsaka ekki mál? Sigurður Líndal laga- prófessor bendir á ráðuneyti og Alþingi. Utandagskrárumræða á þriðjudag. Snemma síðastliðið haust Ieitaði lögregluþjónn til stéttarlélagsfor- ystu sinnar í Landssambandi lög- reglumanna og Lögreglufélagi Reykjavíkur - og sagði sínar farir eldd sléttar. Kvaðst hann óttast um réttarstöðu sína og sinna stéttarfélaga, þar eð hann hefði orðið að horfa upp á að yfirstand- andi rannsóknir fíkniefnamála og möguleg ný mál, sem vitneskja hafi fengist um, hafi farið for- görðum vegna þess að lögreglan hafi ekki getað sinnt þeim. Sam- kvæmt heimildum Dags var eink- um rætt um eitt tiltekið mjög stórt fíkniefnamál, sem aldrei hefði komist á skrið í rannsókn vegna meints j'firvinnubanns hjá fíkniefnadeild lögreglunnar og hjá lögreglunni almennt. Hinn áhyggjufulli lögreglumað- ur vildi vita réttarstöðu sína: Hvort hann hafi brotið lög með því að fíkniefnamál var ekki rann- sakað, þótt fyrir lægi vitneskja og meira en rökstuddur grunur um tiltekið misferli tiltekinna ein- staklinga með ótiltekið en mikið magn fíkniefna. Voru lög brotin, af mér og/eða yfirmönnum mín- um, spurði lögreglumaðurinn - og forystumenn stéttarfélags hans höfðu ekkert svar. Skylda að tilkyima brot Lögreglufélagsforystan ákvað að fela lögmanni sínum Gylfa Thor- lacius að leita svara við spurning- um lögreglumannsins og þann 19. október síðastliðinn var brugðið á það ráð, að rita Sigurði Líndal lagaprófessor bréf og biðja hann um lögfræðilega álitsgerð um málið. Sigurður skilaði álits- gerð viku síðar. Oskar Bjartmarz, formaður Lögreglufélags Reykja- víkur og varaformaður landssam- bandsins, vildi ekki tjá sig um efni álitsgerðarinnar að svo stöddu og ekki afhenda afrit af henni, en hann heimilaði hins vegar blaðamanni að kynna sér efni álitsgerðar Sigurðar. Lögreglufélagsforystan beindi til Sigurðar þremur grundvallandi spurningum. I álitsgerðinni fer Sigurður fyrst í gegnum hinn lagalega ramma sem lögreglu- menn starfa eftir. Meðal annars bendir Sigurður á að í almennum Samkvæmt heimildum Dags var einkum rætt um eitt tiitekið mjög stórt fíkniefnamái, sem aldrei hefði komist á skrið í rannsókn vegna meints yfirvinnubanns hjá fikniefnadeild lögreglunnar og hjá lög- reglunni almennt. Myndin er úr safni. hegningarlögum er hverjum þjóð- félagsþegni gert skylt að tilkynna um brot sem hann verður áskynja og leitast við að afstýra þeim. Eigi það einnig og ekki síður við um lögreglumenn. Þá sé lögð refsing fyrir óhlýðni opinberra starfs- manna við lögleg fyrirmæli og hirðuleysi í starfi. Frávik vegna rikra hagsmuna Og þá eru það spurningarnar þrjár. I fyrsta lagi er hvort starfs- menn fíkniefnadeildar (AFD) hafi gerst brotlegir við lög, þar sem þeir hafa ekki getað fylgt rannsókn eftir vegna banns við yfirvinnu utan reglulegs vinnu- tíma. Sigurður segir f svari sínu ljóst að víðtækar skyldur hvíli á Iög- reglumönnum á frumkvæði við uppljóstran brota og að fylgja rannsókn eftir. Þeim beri að vísu að hafa samráð við yfirmenn sína um yfirvinnu og vinnu í frítíma. Lögreglumönnum beri að hlýða fyrirmælum yfirmanna sinna, svo sem lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna kveða á um og ná til Iögreglumanna. Mál- ið snúist um mat á nauðsyn yfir- vinnu við þessi tilteknu verkefni. Sigurður telur að þegar hafðar eru í huga vfðtækar skyldur lög- reglumanna og eðli starfs þeirra við uppljóstrun brota og rann- sókn þeirra sé ljóst, að oft hljóti að vera vandi að meta nákvæm- lega hvað sé nauðsynlegt og hvað ekki. Sigurður telur að af þeim sök- um sýnist réttlætanlegt að túlka öll fyrirmæli um bann við yfir- vinnu þröngt og að frávik megi réttlæta, enda ríkir hagsmunir þjóðfélagsþegnanna í húfi. Vart þurfi að taka fram að lögreglu- menn eru ekki skyldugir til að vinna launalaust,, enda njóti afla- hæfi manna stjórnarskrárverndar. Ef þeir hins vegar vinna að máli í yfirvinnu sökum nauðsynjar sem ekki yrði með rökum véfengd, gætu þeir með vísan til laga um starfsskyldur sínar heimt laun, þrátt fyrir yfirvinnubann. EkM brot að blýða fyririnæliMii Þegar þessu sé gaumur gefinn og sérstaldega banni á yfirvinnu sök- um niðurskurðar á fjárveitingum, og skyldu opinberra starfsmanna til að hli'ta löglegum fyrirmælum yfirmanna, verði að mati Sigurðar ekki talið að starfsmenn fíkni- efnadeildar hafi gerst brotlegir við lög, hvorki hegningarlög né önnur, þótt rannsókn mála spillist vegna yfirvinnubanns. Fyrirmæli yfirmanna um bann við yfirvinnu verði að teljast lög- leg ef ástæðan er ónógar fjárveit- ingar, sem raktar verði til ákvarð- ana Alþingis, sem fari með fjár- veitingavaldið. Þó verði að áskilja að lögreglumenn hafi vakið at- hygli yfirmanna sinna á vandan- um. Samkvæmt þessu telur Sigurð- ur Líndal almenna lögreglumenn ekki brotlega spillist rannsókn máls vegna yfirvinnubanns, svo fremi sem þeir hafi gert yfir- mönnum sínum grein fyrir þeim vanda sem upp kemur. Yfirstjómin leiti til ráðiuieytanna í öðru Iagi var Sigurður beðinn um að svara spurningu um hvort yfirstjórn Lögreglustjóraembætt- isins í Reykjavík bafi brotið lög og þá vegna þess að fyrirmæli þeirra um yfirvinnubann hafi spillt rannsókn eins eða fleiri mála. Sigurður telur að ef fjárveiting- ar eru skornar svo mikið niður í fjárlögum að ekki reynist unnt að fullnægja kröfum laga, verði ekki séð að yfirmenn hafi gerst sekir um brot á lögum, hvorki hegning- arlögum né öðrum lögum. Hins vegar kynni yfirstjórninni að vera rétt að heimila yfirvinnu við rannsókn brotamála, þrátt fyrir bann við yfirvinnu, ef sérstök nauðsyn krefur. Væri þá eðlilegt að hafa samráð við hlutaðeigandi ráðuneyti ef til slfks kæmi, þ.e. dómsmálaráðuneytið. Samkvæmt þessu geta fyrir- mæli yfirstjórnar lögreglunnar um yfirvinnbann staðist, en jafn- framt rétt að í sérstökum tilfell- um leiti hún til dómsmálaráðu- neytisins til að fá heimild fyrir sérstökum yfirvinnuútgjöldum. Alþingi ber að I þriðja og síðasta lagi var fyrir- spurn stéttarfélags lögreglu- manna um hvort efni séu til að senda mál, sem nánar er getið í erindi lögreglumannsins áhyggju- fulla í fíkniefnadeild Iögreglunn- ar, til opinberrar rannsóknar hjá ríkissaksóknara. Sigurður svarar að eins og það tiltekna mál liggi fyrir sér, sé ekki efni til þess að senda málið þang- að. Þann vanda sem við sé að etja sé eðlilegast að reyna að leysa í samráði við dómsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið. Að lokum hljóti vandinn að koma til kasta Alþingis. Engin samkvæmni sé f því að leggja ríkar skyldur á lög- reglumenn til að upplýsa brot, ekki sfst fíkniefnabrot, en hafna síðan nauðsynlegum fjárveiting- um. Mál spilltist í Eyjum Samkvæmt heimildum Dags kom erindi hins áhyggjufulla fíkniefna- lögreglumanns til vegna fíkniefna- máls sem kom upp í Vestmanna- eyjum. Var taiið að um umfangs- ,mikil brot á fíkniefnalöggjöfinni væri að ræða og leituðu yfirmenn í Eyjum til fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík. Þaðan fengu Vest- manneyingarnir neikvæð svör og snýst málið þá augljóslega um, að ‘Vegna þessarar neitunar í skjóli yf- iirvinnubanns og fjárskorts hafi rannsókn fíkniefnamálsins spillst og menn því komist óáreittir með sín brot á fíkniefnalöggjöfinni. Annað af tvennu hefur þá gerst, miðað við það sem Sigurður Lín- dal telur eðlileg vinnuhrögð gagn- vart sh'kum vanda: Yfirmenn fíkni- efnadeildarinnar hafa að eigin frumkvæði sagt nei og borið fyrir sig Ijárskorti, eða að sömu yfir- menn hafi leitað til dómsmála- og fjármálaráðuneytis og fengið þar höfnun. Erfitt að eiga við vandann Sigurður Líndal v'ildi að svo stöd- du ekki tjá sig nánar um álitsgerð- ina, en í henni kæmi fram. „Ég hygg að aðalatriðið sé að það geti oft verið afar erfitt að eiga við þennan vanda. Stór mál geta kom- ið óvænt upp, sem ekki voru séð fyrir. Þannig getur það verið erfitt nú við undirbúning fjárlaga fyrir árið 2002 hvað fíkniefnadeildin komi lil með að þurfa rniklar fjár- veitingar á næsta ári." Sigurður segir að þó spurt sé um rannsókn mála á tilteknu sviði þá eigi svörin almennt við um störf lögreglumanna. „Við vitum hvern- ig lögin eru og hvaða skyldur þau leggja á menn, en það getur verið erfitt að segja nákvæmlega fyrir urn hvað telst nauðsynlegt og hvað ekld. Ég hygg hins vegar að í svona málum beri að túlka lögin þröngt," segir Sigurður. Utandagskránunræða á þriðjudag Þess ber að geta að þótt álitsgerð Sigurðar hafi legið fyrir nú í fjóra mánuði, þá hefur forvsta lands- samhandsins og lögreglufélagsins ekki lagt hana fram til umræðu á félagsfundum og engar sérstakar fyrirtætlanir eru um slíkt. Virðist sem forystan og almennir félags- menn telji nokkurt skjól vera fólg- ið í álitsgerðinni og hafi þeir þá ró- ast sem mestu áhyggjurnar höfðu enda vísar Sigurður eindregið ábyrgðinni til ráðuneyta dóms- og fjármála og til Alþingis, sem hefur fjárveitingavaldið. Viðbrögð eru hins vegar þegar komin á pólitíska sviðinu, því þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurlandskjördæmi, Vestmann- eyingurinn Lúðvík Bergvinsson, hefur þegar pantað utandag- skrárumræðu næstkomandi þriðjudag um málið. Ráðherra: Fikniefnamálin stranda ekki Lúðvík vildi ekki ræða í smáatrið- um hvað hann hyggðist taka upp í umræðunni á þriðjudag, enda væri hann á fullu í að afla gagna og undirbúa málflutninginn. „Ég skil þessa lögreglumenn í fíkniefna- deildinni óskaplega vel, að þeir vilji fá sína stöðu skýrða. Ég hyggst ræða við dómsmálaráð- herra um þessi mál og vonandi skýrast þau frekar. Lúðvík hefur áður rætt við Sól- veigu Pétursdóttur dómsmálaráð- herra um meint yfirvinnubann og afleiðingar þess. 1 Kastljósþætti 25. október síðastliðinn sagði ráð- herra þannig að fjárveitingar til lögreglunnar hefðu oft verið rædd- ar og staðreyndin væri sú, að vegna aukins innflutnings fíkni- efna hefði fíkniefnalögreglan orð- ið að taka til hendinni. Kvaðst hún fylgjast mjög náið með þessum málum og myndi sjá til þess að engar rannsóknir í fíkniefnamál- um rynnu í strand. Athyglisvert er í þessu sambandi að þessi orð ráð- herra féllu aðeins 2-3 vikum eftir að fíkniefnalögreglumaðurinn áhyggjufulli leitaði til stéttarfélags síns vegna þess að rannsókn fíkni- efnamáls í Vestmannaeyjum hafði spillst. Ekki náðist í ráðherra i' gær. . fréttir ^ Eigendur hins fræga skips hafa loks greitt hafnargjöldin. Ekkert uppboð á Onmyu Uppboð á rússneska togaranum Omnya, sem átti að fara fram í gærmorgun föstudagsmorgun, var á síðustu stundu afturkallað þar sem rússneskir aðilar í Mur- mansk greiddu áföllin hafnar- gjöld skipsins, liðlega 3 milljónir króna. Greidd voru hafnargjöld til loka febrúarmánaðar svo að í gær átti togarinn inni 5 daga hafnargjöld hjá Hafnasamlagi Norðurlands. Togarinn hefur legið í Akureyrarhöfn síðustu ár, engum til ánægju og yndisauka enda haugryðgaður. Haffærni- skírteini togarans rann út eftir að hann var bundinn við biyggju á Akureyri. Hörður Blöndal, hafnarstjóri, segir að leitað verði nú eftir ósk- um Rússanna og áformum varð- andi skipið, því Hafnasjóður Norðurlands vilji ekki Ienda í sömu stöðu eftir ár ef skipið liggi hér áfram og safnar á sig skuld- um vegna hafnargjalda að nýju. Fyrst þeir hafi greitt hljóti þeir að hafa áætlanir, t.d. hvort eigi að gera við skipið. Hörður segir að ef skipið liggi hér áfram án skýringa frá eigendum þurfi að gríða til viðeigandi ráðstafana til að koma því burtu. — GG Átak gegn mis- ræmi pekkmgar BSKB. Tölvukium- átta. Betri atvinnu- möguleikar. Fyrsta sko ðaiiaköimun sinn- ar tegundar. Aöeins 6,4% hafa ekki að- gang að tölvu. BSRB áformar að ráðast í átak gegn þekkingarmisræmi með því að gefa félagsmönnum kost á tölvunámi. Gert er ráð fyrir að f fyrsta skrefinu næsta vetur verði haldin 50 námskeið fyrir allt að 1500 félagsmenn, en félags- menn bandalagsins eru um 17 þúsund. Kostnaður á hvern ein- stakling er talin geta numið um 45 þúsund krónum sem að mestu verður fjármagnaður með samstarfi við starfsmenntunar- sjóði aðildarfélaga bandalagsins. Þá er ætlunin að bjóða út þessa kennslu. í fyrsta skipti A blaðamannafundi í gær var kynntar niðurstöður í skoðana- könnun sem gerð var meðal fé- lagsmanna BSRB um tölvu- kunnáttu þeirra, aðgengi að tölv- um, notkun og óskir um nám- skeið. Þar kom fram að þetta sé í fyrsta skipti sem svona könnun er gerð meðal afmarkaðs hóps hérlendis þótt áður hafa verið gerðar sambærilegar kannanir meðal allra landsmanna. Vaiunáttarkennd hjá 20% I niðurstöðum könnunarinnar keniur m.a. fram að 97% að- spurðra telja að góð tölvukunn- átta sé nauðsynleg í nútímaþjóð- félagi og 38% eru óánægð með sína tölvukunnáttu. Aðeins 6,4% hafa ekki aðgang að tölvum og 85% hafa áhuga á að sækja nám- skeið í tölvunotkun og upplýs- ingatækni. Athygli vekur að fimmtungur segist fyllast van- máttarkennd gagnvart tölvum og þrír fjórðu að tölvukunnátta mundi hæta atvinnumöguleika þeirra. Um fjórir af hverjum tíu segjast nota tölvu mikið í sínu starfi en þriðjungur aldrei. Þá nota karlar tölur meira en konur og fólk á landsbyggðinni notar tölvur meira en íbúar á höfuð- borgarsvæðinu. Það var ráðgjafarfyrirtækið Lausnir sem framkvæmdi könn- unina og var úrtakið 800 manns. Það skiptist nokkuð jafnt á milli aðildarfélaga BSRB. — grh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.