Dagur - 02.03.2001, Blaðsíða 2

Dagur - 02.03.2001, Blaðsíða 2
2 —FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 Dagur FRÉTTIR Aldrei næst sama verð um allt land Frá fundi verkfræðingafélagsins um fjarskipti í gær. Forstjórar símafyrir- tækja efast iim að hægt sé að ná sama verði á gagnaflutniiig- um um land allt. Hjálmar Ámason minnir á að jafnræði í verði hafi verið eitt þeirra pólitísku skil- yrða sem meiin settu fyrir áð selja fyrirtæk- ið í einu lagi. Forstjórar Landssímans og ls- landssíma \drðast sammála um það að biðin eftir sama verði á gagnaflutningsþjónustu um allt land geti orðið ansi löng. Spurð- ir um þetta á fundi Verkfræð- inga- og tæknifræðingafélagsins um fjarskiptamál talaði Þórarinn V. Þórarinsson um langa bið og Eyþór Arnalds sagði að það verði alltaf verðmismunur milli lands- hluta. Þegar þessar yfirlýsingar voru bornar undir Hjálmar Arnason, þingmann framsóknarmanna sem var áberandi í umræðunni um sölu Landssímans og hvort rétt væri að selja fyrirtækið í einu lagi eða ekki kvaðst Hjálmar nokkuð undrandi á slíkri niður- stöðu. Hjálmar tók fram að hann hefði ekki heyrt þessa niður-, stöðu forstjóranna sjálfur en minnti á að framsóknarmenn hefðu gengist inn á að eðlilegt væri að selja Símann í einu lagi að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um. Þar á mcðal væri að verð þjónustunnar væri það sama um land allt og að lokið yrði við að Ijósleiðaratengja landið. Þess: vegna, segir Hjálmar, hafi fram- sóknarmenn m.a. talað um nauðsyn þess að í staðinn fyrir að vegalengd réði verði á gagna- llutningi væri það tímalengd sem réði verði, þannig að klukkutíma gagnaflutningur frá Kópaskeri væri jafndýr og klukkutíma notk- un innan Reykjavíkur. Um 8-10 milljarða fjárfest- ingífyrra A fundinum í gær kom einnig fram að Þórarinn áætlar að fjar- skiptageirinn hafi fjárfest fvrir á milli 8 og 10 milljarða á síðasta ári. Uppbyggingin hafi aðallega verið í farsímaþjónustunni, þar sem vöxturinn í tekjunum hafi líka verið. I ljósi þeirra miklu áherslu sem Síminn og aðrir leggja á að byggja upp fullkomn- ustu gagnaflutningskerfi í heimi, sagði Þórarinn athyglisvert að „tekjurnar sem eru að koma út úr þessu öllu saman eru óveru- legar, í hlutfalli við heildartekj- urnar af fjarskiptakerfunum.'‘ Ennþá sé það svo að þunginn af tekjustreyminu sé einfaldur flutningur á tali. Oll önnur þjónusta sem fyrirtækin séu að bjóða sé ekki farið að gefa nein- ar verulegar tekjur. Sem dæmi nefndi hann að tekjurnar af SMS séu líklega um eða innan við 10% af farsímatekjunum. í eigu útlendinga innan fárra ára Símaforstjórarnir voru m.a. spurðir hvort áfram verði virk samkeppni á þessum litla mark- aði eða hvort við megum búast við samruna og að standa kanns- ki uppi með einn risa - jafnvel í erlendri eigu. Eyþór Arnalds tel- ur líldegt að koma muni til sam- runaferlis á fjarskiptamarkaðn- um, kannski eitthvað í líkingu við það sem við þekkjum af fjár- málamarkaðnum. Hann virðist allt eins sjá fyrir sér að hér gætu orðið 1 eða 2 stór erlend fjar- skiptafyrirtæki, jafnvel í 100% erlendri eigu. Þórarinn V. sér Iíka fy'rir sér „mikla fækkun leik- enda“, innan fimm ára eða svo. - HEI Hestasóttm enn óiítskýrð Halldór Runólfs- son, yfir- dýralæknir, segir að skýringar á hestasótt sem geis- aði hér á landi árið 1998 sé ekki fund- in enn sem komið er. Stöðug rannsókn er í gangi til þcss að greina vírusinn sem olli sóttinni, en það gengur mjög illa. „Þetta er algerlega óþekktur vfrus og til þess að rækta hann þarf að finna út með eins konar útilokunaraðferð æti, en vírus- arnir þurfa að hafa lifandi frum- ur til að vaxa í og þá eru alls konar tilraunir til að finna nýjar og nýjar frumutegundir úr nýj- um dýrum til þess að sjá hvað þessum vírusi líkar til þess að vaxa. Það hcfur því miður ekki tekist enn. Hestasóttin er hráðsmitandi sjúkdómur eins og gin- og klaufaveiki en við teljum að sóttin hafi borist hingað til lands með ferðamanni sem var mjög ógætinn. Svo var hún að berast milli héraða með hnökk- um og fleiru og eins tcljum við að hún hafi borist með fuglum og vindum," segir Halldór Run- ólfsson, yfirdýralæknir. - GG „Þetta er algerlega óþekktur vírus." Ámiráðiim bankastjóri „Ég ætla ekkert að fara út í það hver átti hugmyndina að ráðn- ingu Arna eða hvort einhver framsóknartengsl skipta máli. Ég tel að hann hafi fyrst og fremst verið ráðinn sem hæfur maður," sagði Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra í samtali við Dag. A fundi bankaráðs Búnaðar- banka í gærmorgun. Þar var Arni Tómasson löggiltur endurskoð- andi ráðinn bankastjóri frá og með 10. mars næstkomndi, en frá sama tíma láta þeir Stefán Pálsson ogjón Adólf Guðjónsson af störfum hjá bankanum eftir áratugaferil. Aðalfundur bankans er í næstu viku og þá verður tilkynnt hverjir skipi bankaráðið. Sem kunnugt er lýsti Valgerður Sverrisdóttir því yfir í útvarpsþætti á dögunum að ráðið nyti ekki trausts hennar sem viðskiptaráðherra lengur og því vaknar sú spurning hvort ráð- herra muni skipa nýja menn í ráðið. Því vildi ráðherrann engu Árni Tómasson, nýráðinn bankastjóri Búnaðarbanka. svara þegar Dagur leitaði eftir því í gær. Hún vildi beldur ekki svara því hvort við ráðningu banka- stjóra hefði komið til greina að ráða Eirík Jóhannsson kaupfé- lagsstjóra KEA, en fullyrt hefur verið að búið hafi verið að ganga frá ráðningu hans í starf banka- stjóra sameinaða Landsbanka og Búnaðarbanka áður en þær fyrir- ætlanir runnu út í sandinn eftir úrskurð Samkeppnistofnunar. Arni Tómasson er fæddur 25. október 1955, er viðskiptafræð- ingur og löggiltur endurskoðandi frá 1984. Arni hefur verið stjórnarformaður hjá Deloitte & Touche hf. frá árinu 1999 og hefur gengt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir stétt sem og fengist við kennslu við viðskiptadeild Háskóla Islands. Arni er kvæntur Margréti Birnu Skúladóltur og eiga þau þrjú börn. Hinn bankastjórinn, Sólon R. Sigurðsson, hefur starfað í í 39 ár í banka, fyrst hjá Landsbanka Islands í 21 ár og síðustu 18 ár hjá Búnaðarbanka íslands, þar af sem bankastjóri frá ársbyrjun 1990. Sólon er fæddur 1. mars 1942, er kvæntur Jónu V. Arna- dóttur og eiga þau þrjú uppkom- in börn. Hagnaður af rekstrí SH Hagnaður af rekstri SH sam- stæðunnar varð 152 milljónir króna, en tap árið áður nam 187 milljónum (tölur fyrra árs sýndar í sviga). Hagnaður fyrir fjár- magnsliði varð 952 (665) millj- ónir króna og hagnaður af reglu- legri starfsemi 218 milljónir (172). Rekstrartckjur námu 43,6 milljörðum (38,1) og veltu- fé frá rekstri 631 milljón (459). Afkoma Ijórða ársfjórðungs var neikvæð í heild en hagnaður af reglulegri starfsemi stóð nánast í stað. Mestu munar um kostnað vegna endurskipulagningar hjá Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum, en einnig er færður á árið kostnaður vegna lokauppgjörs Akureyrarskrif- stofu. Þá reyndist desember- mánuður mjög slakur hjá ýmsum dótturfélögum þannig að jákvæð afkoma næstsíðustu tveggja mánaða gekk til baka, og áfram- haldandi gengistap hafði nei- kvæð áhrif á afkomu móðurfé- lags. Kristján í heimabyggð „Vinir mínir fyrir norðan eiga inni hjá mér eina góða tónleika, því ég komst ekki norður íýrir jólin, þeg- ar við tvífylltum Háskólabíó . Þá vissi ég af vinum mínum, sem ætl- uðu suður yfir heiðar, en fengu ekki miða. Þeir seldust upp á stuttri stundu. En nú kem ég noröur með fríðu föruneyti", segir I<lristján Jóhannsson, óperusöngv- ari, Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Knattspyrnudeild KA sem stendur að framkvæmd tónleik- anna í samvinnu við Kristján. Kristján syngur á skírdag, 12. apríl, á tónleikum í lþróttahöllinni á Akureyri, þar sem Anna Guðný Guðmundsdóttir verður við flygiT inn. En Kristján syngur ekki einn, því hann kemur með Höllu Mar- gréti Árnadóttur, sópransöngkonu, með sér frá Italíu, þar sem hún hefur verið við nám og störf undanfarin ár. Orn Árnason, leikari og söngvari með meiru, verður einnig á svæðinu og mun trúlega taka lagið með Kristjáni. „Ég heyrði í Höllu Margréti fyrir nokkrum árum, þegar þeir voru enn að reyna að berja það inn í hausinn á henni, að hún væri mezzosopran. Ég skal viðurkenna það, að ég hreifst ekki af söng hennar þá. En stuttu síðar sneri hún við blaðinu og fór að syngja sópran. Þar er hún kominn á heimavöll og hún heillaði mig gersam- lega upp úr skónum þegar ég sá hana og heyrði fyrir stuttu. Það er ekki bara að hún syngur eins og engill, hún hefur líka góða nærveru á sviði og raddir okkar falla frábærlega saman", sagði Kristján. í rétta átt Þessar tölur um 60 tóm hjúkrunarrúm eru frá heilbrigðisráðuneytinu fyrir október og nóvcmbcr, sagði Ólafur Ólafsson formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Ólafur liafði samband við blað- ið vegna þeirra orða Þóris Haraldsson aðstoðarmanns heilbrigðisráð- herra í Degi í gær, að ráðuneytið kannaðist ekki við 60 tóm rúm, því í nýrri könnun hefði það ekki fundið nema 15 auð rúm. „Það getur hafa tekiö sig eitthvað á síðan í október og nóvember," sagði Ólafur, enda oft einhverjar sveiflur milli sumars og vetrar. . hei

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.