Dagur - 02.03.2001, Blaðsíða 20
20- FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001
.D^ur
Börn sem fá ekki að vera börn
Sýningin íslenskt lambakjöt eftir Helenu Stefánsdóttur verður opn-
uð laugardaginn 3. mars, kl. 21.00 í húsnæði Undralands á horni
Þórsgötu og Baldursgötu. Sýningin er tileinkuð börnum, sérstak-
lega þeim sem fá ekki að vera börn. Bömum sem eru ein heima,
börnum sem þurfa að gæta yngri systkina sinna, börnum sem
beitt eru óréttlæti eða ofbeldi, stríðshrjáðum börnum, börnum
sem fengin eru vopn í hendur, börnum sem hafa áhyggjur, börn-
um sem eru hrædd.
Helena lauk BA prófi í frönsku og heimspeki og hefur einnig hlotið
menntun í leiklist, leikstjórn og leikmyndagerð. Hún hefur sett
upp og skipulagt sýningar og ýmsa viðburði hér heima og erlend-
is. Sýningin í Undralandi stendur til 17. mars og verður opin dag-
lega frá kl. 21:00 fram eftir nóttu.
Brúðuleikur um Loðinbarða
Sögusvuntan frumsýnir nýjan brúðuleik eftir Hallveigu Thor-
lacius á afmæli Gerðubergs, sunnudaginn 4. mars, bæði kl.
14.00 og 15.00. Sýningin heitir Loðinbarði og er eldgömul
íslensk þjóðsaga um tröllkarlinn Loðinbarða og samskipti
hans við systurnar góðkunnu Ásu, Signýju og Helgu. Til
dæmis komumst við að því hvernig Helga komst úr
öskustónni!
Hallveig Thorlacius hefur klætt þessa þjóðsögu í nýjan bún-
ing sem öli börn á
aldrinum 4-104
ættu að hafa
gaman af. Leik-
stjórn og leikmynd
er í höndum ann-
arrar þekktrar
brúðuleikkonu,
Helgu Arnalds en
Sigurður Kaiser
sér um lýsinguna.
Aðgangur er al-
gjörlega ókeypis
og öllum heimill
og barnvænar
veitingar verða í
kaffihúsinu.
Frönsk rómantík
í Hafnarborg
Síðrómantísk tónlist frá Frakk-
landi mun hljóma á tónleikum
Tríós Reykjavíkur sem verða í
Hafnarborg sunnudaginn 4.
mars og hefjast klukkan 20.00.
Þetta eru þriðju tónleikarnir í
tónleikaröð tríósins og Hafnar-
borgar, menningar og listastofn-
unar Hafnarfjarðar. Þar verður
flutt: sónata fyrir fiðlu og píanó
eftir César Franck, tríó fyrir fiðlu,
selló og píanó eftir Ernest
Chausson og einnig verður flutt
hið sívinsæla smáverk, Médita-
tion úr óperunni Thais eftir Massenet sem er fyrir fiðlu og píanó.
Meðlimir Tríós Reykjavíkur eru Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar
Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari.Síðustu tónleikar raðarinnar
verða svo þann 1. apríl, en ekki þann 8. eins og áður var auglýst. Þá verða
eingöngu flutt verk eftir L.van Beethoven. Áskriftarkort gilda á tónleikana en
einnig verða seldir miðar við innganginn.
ÞAÐ ER KOMIN HELGI
Hvað
ætlarþúað
gera?
Brynhildur
Þórarinsdóttir.
Góður matur, viuir og vín
„Ef opnað verður í Bláfjöllum um helgina ætla
ég endilega að bregða mér á skfði. Það lítill
snjór hefur verið í fjiillunum í vetur að ekkert
hefur verið opnað - og svo mikið hefur verið að
gera hjá mér sjálfri í vinnu að ég hef ekki gefið
mér tfma til þess að fara út til Italíu í skíðaferð
eins og ég hef oft gert,“ segir Brynhildur Þórar-
insdóttir, nýbakaður ritstjóri Tímarits Máls og
menningar. „Annars verður þetta róleg helgi
hjá mér, það væri kannski sniðugt að bregða sér
í leikhús og sjá eitthvert þeirra góðu verka sem
þar er verið að sýna um þessar mundir. En
hvernig er annars betra að slappa af um helgi
en með góðum vinum, að borða góðan mat og
drekka gott rauðvín með. Hugmyndin er góð.“
Guðrún
Agnarsdóttir.
Safnað gegn krabbameini
„Eg verð önnum kafin ásamt samstarfsfólki
mínu hjá Krabbameinsfélaginu og mörgum
öðrum sem leggja landssöfnun félagsins lið,“
segir Guðrún Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri
Krabbameinsfélags Islands. Aðalsöfnunin verð-
ur á Iaugardag og þá heimsækja Lions- og
Kiwanisfélagar landsmenn ásamt ýmsum fleiri.
Enn vantar þó sjálfboðaliða sem væru til í að fá
sér hressandi göngu fyrir gott málefni og von-
andibjóða þeir liðveislu sína. Um kvöldið verð-
ur veglegur þáttur í Sjónvarpinu. Við finnum
nú þegar góðan byr í þessu átaki og erum bjart-
sýn en markmið þess er m.a. að koma upp end-
urhæfingu fyrir krabbameinssjúklinga.“
Nægur er snjóriim
„Þetta er skemmtanahelgi hjá mér,“ segir Bragi
Elefsen deildarstjóri hjá Pennanum-Bókval á
Akureyri. „Fer á föstudagskvöldið upp í Hlíðar-
fjall til að fylgjast með skíðabrettamóti sem þar
er haldið, en Penninn og Nokia styrkja mótið
með því að gefa farsíma í verðlaun. Þetta kvöld
er ég einnig boðinn í afmæli, ég ætla að sjá til
hvort ég kemst. A laugardag ætla þarf ég að
vinna eitthvað þar sem ég er að fara suður strax
eftir helgina og þarf að ljúka ýmsum verkefnum
áður. Um kvöldið er stefnan sett á árshátíð Há-
skólans á Akureyri sem haldin er f Iþróttahöll-
inni - og á eftir verður efalítið farið á Kaffi Ak-
ureyri sem núna er tvímælalaust heitasti stað-
urinn í bænum. “
■ HVAD ER Á SEYDI?
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
TÓNLIST
Föstudagsbræðingur
A Föstudagsbræðingi á Geysi Kakóbar
í Hinu Húsinu í kvöld koma að þessu
sinni fram hijómsveitirnar: Sofandi,
Rými og Náttfari sem ætla að leika
framsækið og furðulegt rokk. Sofandi
ætlar að kynna efni af nýútkominni
breiðskífu sinni Anguma, sem verður
til sölu á staðnum. Það ættu allir að
vakna við undirleik Sofandi. Tónleik-
arnir byrja upp úr kl: 20.00. Aðgangur
auðvitað ókeypis, ekkert rugl og allir
16 ára og eldri velkomnir.
SÝNINGAR
Sýningalok í Hafnarborg
Sýning á málverkum Sveins Björnsson-
ar, Krísmiki] nm iuiir í aðalsal Hafn-
arborgar lýkur mánudaginn 5. mars.
„Krísuvíkin mín“ heitir sýningin og er
fyrsta yfirlitssýning sem haldin er í
samvinnu Hafnarborgar og Sveins-
safns. Með henni er rifjuð upp saga
þessa einstæða listamanns sem ávallt
fór sínar eigin leiðir en miðlaði jafn-
framt af hæversku reynslu sinni til
allra sem sáu verk hans eða höfðu af
honum kynni. Hafnarborg er opinn
frá kl. 11 - 17 alla daga nema þriðju-
daga. Sýning Rutar Rebekku stendur
til 26. febrúar.
Hvíti Bim
Rússneska verðlaunakvikmvndin Hvíti
Bim Eyrnablakkur (Béli Bim Tsjornoga
Úkha) verður sýnd í bíósal MÍR,
Vatnsstíg 10. Myndin var gerð í
Moskvu á árinu 1977 og byggð á sögu
eftir rithöfundinn G. Trojepolskí um
hundinn Hvíta Bim Eymablakk, sam-
band hans og tryggð við eiganda og
margvíslegar raunir rakkans. Leikstjóri
myndarinnar Stanislav Rostotskí, var
einn fremsti kvikmyndagerðarmaður
Rússa á 6.-8. áratugnum. Myndin um
Bim er sýnd með enskum skýringum.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
OG SVO HITT...
Hana-nú Kópavogi
Farið rerður í heimsókn í Listasafn
Einars Jónssonar og Listasafn Islands í
Hafnarhúsinu sunnudaginn 4. mars.
Rúta fer frá Gullsmára kl. 14.00 en
Gjábakkíi kl. 14.1 5. Kaffi og með því í
Hafnarhúsinu fyrir þá sem vilja.
Rúta/leiðsögn/aðgangseyrir: 900,- kr.
en 500.- kr. fyrir hörn yngri en 12 ára.
Allir velkomnir og takið með ykkur
gesti. Aríðandi er að skrá sig í síma
554-3400 (Gjábakki) 564-5260 (Gull-
smári) sem fyrst.
Kynningarnámskeið um störf
Amnesty International
Laugardaginn 3. mars verður haldið
kynningarnámskeið um starfsemi Am-
nesty International. Námskeiðið hefst
kl. 14.00 í Hinu Húsinu við Aðalstræti
(Gamla Geysishúsið). A námskeiðinu
r erður fjallað um sögu og uppbyggingu
samtakanna, starfssvið og starfsleiðir,
fjáröflun og annað sem viðkemur
mannréttindastarfi Amnesty Interna-
tional. Allir sem áhuga hafa á að kynna
sér starfsemi Amnesty International
eru velkomnir. Aðgangur ókev'pis.
Staða barnsins í kristinni trú
A fræðslumorgnum í Hallgrímskirkju
verða næstu sunnudaga lluttir fyrir-
lestrar um börn og uppeldi frá ýmsum
sjónarhornum. Næstkomandi sunnu-
dag, á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar 4.
mars kl. 10:00, mun séra Sigurður
Pálsson flytja erindi sem hann nefnir
Staða barnsins í kristinni trú. Rætt
verður hvort Jesús Kristur hafi birt ein-
hver ný viðhorf til barna miðað við eig-
in samtíð og hvort börn hafi einhverja
sérstöðu í kristinni kirkju og ef svo er í
hveiju sú sérstaða er fólgin. Að fyrir-
lestrinum loknum verður tækifæri til
að bera fram fyrirspurnir og umræðu-
efni.
Málþing um arfleifð Vilhjálms
Stefánssonar
Málþing verður haldið í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, Tryggva-
götu 17, þriðjudaginn 6. mars, kl.
16:00 - 19:00 á vegum Stofnunar Vil-
hjálms Stefánssonar í tilefni af opnun
farandsýningarinnar Heimsskautslönd-
in unaðslegu: Arfleifð Vilhjálms Stef-
ánssonar í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsinu, 10. mars til 4. júní
2001.
Pabbi, mamma, börn og bók
Arleg ráðstefna um barna og unglinga-
bókmenntir verður haldin í Menning-
armiðstöðinni Gerðubergi 3. mars kl.
11.00. Ráðstefnur þessar eru orðnar
fastur viðburður á vormánuðum í
Gerðubergi. Aðsókn hefur aukist ár frá
ári enda athyglisverð þemu og spenn-
andi fyrirlesarar hverju sinni. I ár verð-
ur litið yfir farinn veg, staðan í dag
skoðuð og skyggnst inn í framtíðina í
heimi barnabókmenntanna. Dagskrá:
Dagnv Kristjánsdóttir bókmenntafræð-
ingur: IIALTU KJAF IT, HLVDDU OG
VERTU GÓÐUR. Sjón rithöfundur:
MEÐ MANNASKÍT Á TÁNUM. Val-
gerður Benediktsdóttir bókmennta-
fræðingur: ÚLFURINN í SKÓGIN-
UM. Vangaveltur um framtíð íslenskra
barnabóka. Ráðstefnustjóri er Þorvald-
ur Þorsteinsson myndlistarmaður og
rithöfundur. Aðgangur er ókey|)is og
öllum heimill.
LANPIÐ
TÓNLIST
Orgeltónleikar í Akureyrarkirkju
Hádegistónleikar verða í Akureyrar-
kirkju laugardaginn 3. mars kl. 12.
Björn Steinar Sólbergsson leikur á org-
el kirkjunnar. Aðgangur ókeypis.
Súpa í Safnaðarheimili eftir tónleika.
SÝNINGAR
Minjasafnið á Akureyri
Sunnudaginn 4. mars kl. 14.30 verður
bók Sigurðar Samúelssonar „Sjúkdóm-
ar og dánarmein íslenskra fornmanna"
til sérstakrar umfjöllunar á Minjasafn-
inu á Akureyri. Þá mun Brynjólfur
Ingvarsson geðlæknir blaða í bókinni,
ræða nokkra þætti hennar eða lesa
valda kafla. Tilefnið er að fyrir mánuði
var sett upp í safninu sýning sem sækir
efni sitt í umræddra bók Sigurðar
Samúelssonar og stendur hún fram í
lok maí. Þar eru tuttugu veggspjöld
með myndum og textum um sjúkdóma
fornmanna og þær lækningaaðferðir
sem beitt var, fjallað um hveijir stund-
uðu þessar lækningar og um átrúnað
af ýmsu tagi sem tengdist þeim.
Einnig eru á sýningunni gömul lækn-
ingaáhöld í eigu safna í Eyjafirði og
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Aðrar sýningar eru Eyjafjörður frá önd-
verðu, Akureyri - bærinn við Pollinn og
Snerting - sýning á ljósmyndum Guð-
rúnar Funck-Rasmussen. A sunnudag
verður safnið opið frá kl. 14 - 16. Það
verður kaffi á könnunni og leikföng
fyrir yngsta fólkið í barnahorni.
Bófaleikur á Broadway í Frey-
vangsleikhúsi
Bófaleikur á Broadway, en það er hið
íslenska heiti á verki Woody Allens
Bullets Over Broadway, er viðamikið
og fjörugt verk, kryddað ótrúlegum
uppákomum, dramatík og kímni, dansi
og tónlist. Leikendur eru vel á annan
tug og spanna aldursbilið 17-65 ára.
Leikstjóri er Hákon Jens Waage. Sýn-
ingar verða í kvöld og annað kvöld og
hefjast kl. 20.30.
Skilaboðaskjóðan á Egilsstöðum
Laugardaginn 3. mars mun Leikfélag
Fljótsdalshéraðs og Leikfélag Mennta-
skólans á Egilsstöðum frumsýna leik-
ritið Skilaboðaskjóðuna í Ieikstjórn
Sjafnar Evertsdóttur í Valaskjálf á Eg-
ilsstöðum. Tónlistarstjóri verksins er
Keit Reed. Sýningin er litrík og