Dagur - 02.03.2001, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 - 17
Thypir
JJML
Þettaer
auðvitað
bilun!
„Efég er í frii einn dag þá h't ég út eins og sauður, stend einhvers staðar á horni og lít ikring um
mig eftir einhverju að gera," segir atorkukonan Halla Vilhjálmsdóttir. mynd: hari
Halla Vilhjálmsdóttirhefur
sungið og leikið opinberlega
frá unga aldri. Nú æfirhún
aðalhlutverkið íKabaretthjá
Kvennó og sló ígegn í sjón-
varpinu nýlega erhúnflutti
lag úrþeim söngleik í þættin-
um Gettu betur.
Halla er 19 ára og er á síðasta ári í
Kvennaskólanum. Reyndar hoppaði hún
þar yfir einn bekk. Tók fyrsta árið og fór
svo beint yfir á þriðja árið. Fyrsta spurn-
ing verður því: Hvernig fórstu að þessu?
„Ég veit það ekki. Maður hugsar
alltaf: Nú ætla ég að einbeita mér að
náminu. Svo gerir maður það en áður en
við er iitið er maður farinn að einbeita
sér að tvennu og svo þrennu. Ég er alltaf
með fullbókaðan dag. Er nefnilega
vinnualki eins og faðir minn, sem er Vil-
hjálmur Guðjónsson tónlistarmaður.
Hann viðurkennir það bara ekki, sá er
munurinn! Hann er mjög agaður og er
mér mikil fyrirmynd en hann vinnur
fram á nætur. „Þetta er bara bransinn,"
segir hann. Móðir mín, Louisa Einars-
dóttir er líka mjög góð kona, ég tel mig
heppna með fjölskyldu.“
Að sækja inn í leiklist í London
- Pú varst úti í löndum þegar ég œtlaði
að ná í þigfyrst. Hvað ertu að bralla?
„Ég er búin að fara tvisvar til
London í þessum mánuði. Er að sækja
þar um leiklistarskóla. Það er erfitt
prógram og stíft. En ef maður á skilið
að komast inn þá kemst maður. Ég fer
ai'tur út í apríl og enn aftur í maí. Ég er
komin í lokaprufu í einum skóla og þá
eru líkurnar einn á móti tíu á að vel
gangi. Þetta er skólinn sem Jeremy
Irons og Daniel Day-Lewis voru í. Það
er dálítið fyndið. Maður verður svo lítill
á svona stöðum."
- Hvaða listir þarftu að leika í svona
inntökuprófum. Geturðu notað lagið
sem þú söngst fyrir okkur í Gettu bet-
ur?
„Já, ég gerði það. Svo er ákveðinn
grunnur sem er alltaf settur fyrir. Það
er eitt eintal úr Shakespeare verki og
annað nútímaverk. Svo er spuni og
hreylingar sem maður þarf að sýna.“
- Ert þú ekki með þetta allt á tœru?
„Það er örugglega helmingur þeirra
sem eru að sækja um með þetta allt á
tæru. Þetta er svipað hér á landi. Ég er
líka búin að sækja um í leiklistarskól-
anum hér og fer í prufur í mars.“
- Pú ert sem sagt ákveðin í að verða
leikkona?
„Já, og söngkona. Ég er að taka 5.
stigið í Söngskólanum í vor og þegar ég
er að sækja um í leiklistinni finn ég hvað
ég er heppin að hafa lært eitthvað í
söng.“
- Ertu ekkert að ætla þér um of. Að
taka stúdentspróf stigspróf og inntöku-
próf í leiklistarskóla bœði hér og í
London, allt sama vorið og syngja auk
þess aðalhlutverk í stórum söngleik?
„Jú, þetta er auðvitað bilun. Ég ætti
eiginlega ekki að vera lifandi ef maður
spáir í það. En þetta er svo gaman. Ég
bóka mig alltaf of mikið. Ef ég er í fríi
einn dag þá lít ég út eins og sauður,
stend einhvers staðar á horni og lít í
kring um mig eftir einhverju að gera.“
- Hvað varstu gömul þegar þú byrjað-
ir að koma fram opinberlega?
„Sjö ára. Ég byrjaði að syngja í sjón-
varpsauglýsingum, var auglýsinga-ofvirk
um tíma. Ég er mjólkurdropinn Dreitill
meðal annars. Svo fékk ég mína fyrstu
leikreynslu átta ára. Þá lók ég strák í
Medeu, grískum harmleik, í lðnó.“
- Ilafði það ekki áhrif á þig að vera í
svo dramatískri sýningu?
„Jú, en ég hafði bara svo mikinn
áhuga á því sem var að gerast. Ég var
ekki með eina einustu setningu í sýning-
unni en ég kunni allt leikritið utan að.
Þetta var geysiskemmtilegur tími.“
- Ekkert erfitt að vakna í skólann eftir
sýningar?
„Nei, ég hef alltaf haft gaman af skól-
anum líka. Þegar ég hugsa til baka þá
hef ég aldrei verið í einhverju einu. Eftir
Medeu rúllaði þetta áfram og eitt verk-
efnið tók við af öðru, útvarpsleikrit,
meiri auglýsingar og geisladiskar. Söng
sóló inn á geisladisk í fyrsta sinn 11 ára
gömul. Svo lék ég í Bugsy Malone, söng
þar titillagið og ég söng lag Sverris
Stormskers í Söngvakeppni sjónvarpsins
í fyrra. Einnig hef ég unnið við kynning-
ar og fyrirsætustörf. Ég er athyglissjúk!
- Varstu ekki líka að leika í kvik-
mynd?
„Jú, ég lék aðalhlutverkið í myndinni
Gemsar eftir snillinginn Mikael Torfason
sem samdi bæði handrit og leikstýrði.
Hún kemur víst ekki út fyrr en næsta
haust. Ég á el'tir að syngja eitt lag í
þeirri mynd.“
Alltaf í einhverju sprikli
- Ertu ekki orðin múruð? Búin að vera í
vinnufrá sjö ára aldri?
„Nei, það er líka allt svo lengi að
skila sér. Þegar mann vantar pening þá
gerir maður eitthvað og fær svo ekki
borgað fyrr en næst þegar mann vantar
pening! Ég er með gulan miða í dag-
bókinni minni þar sem stendur: ógreidd
laun og svo kemur listi. Ég þurfti samt
aldrei að fá vikulega vasapeninga hjá
foreldrum mínum. Ég gat keypt mér
trambolín, á alltof mikið af fötum og
auk þess bfi þannig að ég hef haft nóg
en ég er ekki rík. Alltaf fæ ég kredit-
kortareikninginn minn, ég hef ekki
sloppið við það!“
- Svo hefurðu líka verið í dansi, er
það ekki?
„Jú, ég var alltaf x einhverju sprikli,
ballett í sjö ár, djassballett í þrjú ár og
fimleikum í tvö og til að sameina
áhugamál og starf fór ég að kenna
þolfimi í Woi'ld Class. Þetta er mjög
skemmtilegt og allir þurfa jú að hreyfa
sig. Séi'staklega svona ofvirkir einstak-
lingar eins og ég.“
- Pað er gott fyrir leikara að vera
liðuga. Verða þeir ekki að geta allt?
„Jú, ég væri nokkuð góð í sii'kus,
hugsa ég. Ég get til dæmis setið á
hausnum á mér. Þannig hef ég alltaf
verið. Mamma segir líka stundum í
gríni að hún viti ekki með hvaða leik-
húsfífli hún hafi átt mig! Þetta er bara
djók. Þau pabbi eru búin að vera ham-
ingjusamlega gift í 25 ár.“
- Áttu einhver systkini?
„Við erum þrjú. Ég er í miðjunni og
ætti því að hafa fengið minnsta athygli
en sú varð ekki raunin. Eldri bróðir
minn, Hrólfur er 22 ára í dag. Hann er
alger andstæða mín, rólegur og hefur
marga eiginleika sem ég vildi hafa.“
- Hvernig er svo yngsta barnið?
„Hann Villi litli? Ilann er 11 ára og
er þriðja afbrigðið. Allt öðruvísi en við
bin en okkur semur öllum vel. Svo er
einn enn sem ég ætti að telja upp. Það
er hundurinn minn, hann Pjakkur. Ef
þú tækir vír, tjargaðir hann og veltir
honum upp úr hárum þá værir þú kom-
in með hundinn minn! Hann er rosa-
lega sætur og svo er hann líka með ein-
hvei'ja sirkushæfileika. Getur dansað á
afturfótunum.“
Sorglegt en einlægt
- Segðu mér aðeins frá Kabarett.
„Já, ég hlakka mjög mikið til að leika
í því. Þetta er hlutverkið sem hún Lisa
Minelli gerði eftirminnilegt. Svolítið
sorglegt en einlægt. Það er hæfileikaríkt
fólk sem stendur að sýningunni og mað-
ur er alltaf að reka upp stór augu yfir
því sem það er að gera. Leikstjórinn
okkar er Charlotte Böving. Hún er
ströng og það er það sem við þurfum.
Við erum líka með góðan tónlistar-
stjóra sem heitir Hjörleifur Jónsson og
og við erum með alvörubúningahönnuð
og leikmyndateiknara. Svo klár stelpa
úr skólanum sem sér um dansana. Hún
heitir Sigyn og við erum með kvenna-
hljómsveit eins og vera ber í Kabarett.
Svo verð ég að nefna tvö nöfn enn,
Bi'yndísi og Rut. Rut er búin að vera
potturinn og pannan í öllu heila klabb-
inu. Hún er batteríið. Þær eru líka
mjög traustar vinkonui'. Ég vildi sko
ekki vera vinkona mín því það krefst
mikillar þolinmæði.“
- Ég verða að spyrja um strákamálin!
„Já, var það ekki! Ég skal segja þér
að ég á yndislegan kærasta. Við erum
búin að vera saman í eitt og hálft ár.
Hann er tónlistarmaður - alveg eins og
pabbi. Spilar á gítar - alveg eins og
pabbi! Er í hljómsveitinni Jagúar og
heitir Börkur Ilrafn Birgisson. Hann er
maður sem hægt er að læra mikið af.
Börkur Hrafn er ástríðugítarleikari
sem er að reyna að lifa á listinni. Það
er vissulega erfitt, sama í hvaða grein
lista maður er.“
- Heldurðu að hann fylgi þér til Eng-
lands ef þú lendir þangað í skóla?
„Nei. Þeir Jagúarmenn eru að stefna
á Noi’ðurlöndin. Þetta er samheldin og
fiott sveit sem á eftir að ná langt. Ég er
heitasti aðdáandinn! En ég held hann
endi nú í London - það er að segja ef ég
fer þangað." gun.