Dagur - 02.03.2001, Blaðsíða 7

Dagur - 02.03.2001, Blaðsíða 7
X^MT' FÖSTUDAGUR 2. MARS 2001 - 7 ÞJÓÐMÁL Byggðastefna og heildarhyggja - tímahær hugvekja Ólafs Arnar IXGVAK GISLASON fyrrverandi alþingis- maður og ráðherra Grein Olafs Arnar Haraldssonar alþingismanns í Degi 21. febrúar síðastliðinn er tímabær bugvekja um nauðsyn þess að líta á landið sem eina beild og móta byggða- stefnu á grundvelli heildar- hvggju, út frá þeirri sýn að allt okkar land skuli byggt eins og kostir þess bjóða og fullnægir óskum og þörfum fólks um at- vinnu og búsetu. Olafur Orn hafnar ríkjandi togstreituviðhorfum í byggða- og búsetumálum, þar sem takast á höfuðborgarsvæði og lands- bvggðin utan þess. Olafur Orn ber hag allrar landsbyggðar fyrir brjósti. Hann stendur að sjálf- sögðu föstum fótum í samtíma sínum og tengir því úrræði í byggðamálum við aðstæður dagsins í dag. Hann bendir á at- vinnumöguleika, sem áður voru ekki í sjónmáli, síst á lands- byggðinni utan Reykjavíkur. Hann lýsir þeirri trú sinni að víð- ast hvar um landið megi nýta margs konar nútímatækni til at- vinnusköpunar, m.a. að því er varðar tölvur, margmiðlun og fjarskipti. Hafi sitthvað farið úr- skeiðis að svo komnu í því efni, telur hann slíka reynslu engan dauðadóm yfir tölvuvæðingu í landshlutum fjarri höfuðborg- inni. Landsbyggðin á að eflast að nútímahætti en staðna ekki í for- tíðin ni. I grein sinni hvetur hann til þess að framtaksmenn um allt Iand „herji á verkefnamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu og bjóði þar þjónustu sfna“. ,,Ef nauðsyn- legt þykir,“ segir Olafur Orn, „þarf að opna augu stjórnenda opinberra stofnana og einkafyrir- tækja á höfuðborgarsvæðinu fyr- ir því að sum störf og einstök verkefni eru óháð landfræðilegri staðsetningu." Þessi hvatningarorð reykvísks alþingismanns bera framsýni hans vitni. Þau sýna vilja hans til þess að stuðla að „framför landsins alls" eins og löngum hefur verið kjörorð Framsókn- arflokksins. I þessum anda hafa forustumenn Framsóknar- flokksins í Reykjavík ætíð unn- Ólafur Öm Haralds- son minnir á þá stað- reynd að hyggð og hn- seta vítt og hreitt um landið stendur og feHur með því að hlúð verði að fisk- veiðum, fiskvinnslu og landhúnaði. ið. Ólafur Örn Haraldsson þekkir þessa arfleifð og virðir hana. En þótt Ólafur leggi áherslu á mikilvægi tölvutækninnar fyrir framtíð landsbyggðar, bregst honum ekki raunsæi í því efni. Hvað sem Iíður atvinnumögu- leikum á sviði nýrrar tækni, eru gamlar undirstöður enn gild- ustu stoðir atvinnulífsins. Ólafur Örn segir svo: „Fara verður í beinharðar að- gerðir sem tryggja að fyrirtæki hverrar byggðar búi við rekstrar- aðstæður sem eru lý'rst og fremst arðvænlegar og stöðugar, ekki síst í sjávarútvegi, fiskvinnslu og landbúnaði. Engir skammtíma- styrkir leysa ríkið frá þessu lang- tímaverkefni og ábyrgð. Aðgerð- irnar geta kostað að ríkisvaldið þurfi á einhverjum sviðum að meta hag byggðanna umfram hámarksarðsemi atvinnugrein- arinnar. En ekki má gleymast sá þjóðhagslegi vinningur sem felst í því að nýta starlsþekk- ingu, mannauð og fjárfestingar á hverjum stað, og sá vinningur fer forgörðum með fólksflótta og hnignun bvggðarinnar." Með ofanrituðum orðum minnir Ólafur Örn Haraldsson á þá staðreynd að byggð og bú- seta vítt og breitt um landið stendur og fellur með því að hlúð verði að fiskveiðum, fisk- vinnslu og Iandbúnaði. Þeirri staðreynd fá nýir atvinnumögu- leikar ekki breytt. Ef lands- byggðin á að halda hlut sínum í byggðaþróun verður að viður- kenna forgang hennar á sviði frumframleiöslu á landi og sjó og úrvinnslu sjávarafla og afurða landbúnaðar í þorpum og kaup- túnum. Ólafur Örn á skilið góðan stuðning reykvískra kjósenda, um það þarf ekki að deila. Góð menntun hans, starfsreynsla og hæfileikar nýtast vel í nútíma- stjórnmálum, þar sem þörf er fyrir tungumálakunnáttu, skipulags- og stjórnunarhæfi- leika, fyrirhyggju og framsýni frekar en nokkru sinni fyrr. Slíkir hæfileikar koma ótvírætt að notum í Iramkvæmdastjórn pólitískra flokka. Ólafi Erni er því manna best treystandi til farsælla forustustarfa í Fram- sóknarflokknum, hvort heldur varðar mörkun stefnu eða út- færslu hennar með hagnýtum úrræðum. Krahhameinsfélagið í hálfa öld SIGURÐUR GUÐMUNDS- SON landlæknir, skrifar vegna landssöfnunarinnar Krabbamein er hluti af lífi flestra íslendinga beint eða óbeint. Um fjórðungur okkar deyr af völdum krabbameins, þriðja hvert okkar fær krabbamein á lífsleiðinni og flest verðum við aðstandendur fólks með sjúkdóminn. Þegar Krabbameinsfélag Islands var stofnað í júní 1951 var krabba- mein orð sem margir treystu sér ekki til að taka sér í munn, um- ræðan um sjúkdóminn var í mcin- um. Rætt var urn krabbamein á svipaðan hátt og við fjöllum stund- um um sjálfsvíg eða alnæmi nú á dögum. A þessum 50 árum hefur mikið breyst. Þekking á tilurð og eðli krabbameina hefur vaxið verulega, unnt er að lækna nokkra illkynja sjúkdóma og meðferð get- ur haldiö mörgum þeirra í skefjum og hafa því lífslíkur og lífsgæði sjúklinga með krabbamein stór- batnaö á þessum tíma. Mikil þekk- ing hefur fengist á orsökum krabbameina, sem lúta bæði að erfðum og umhverfi. Vega þar or- sakir úr umhverfinu líklega mun þyngra. Nýgengi krabbameina hefur hins vegar aukist jafnt og þétt á þessari hálfu öld og hefur aukn- ingin orðið um 50%, álíka mikil hjá báðum kvnjum. Þetta er þó mjög mismunandi eftir tegundum krabbameina. Hjá körlum hefur nýgengi blöðruhálskrabbameins aukist einna mest eða nær fimm- falt. Hin mikla og stöðuga aukning lungnakrabbameins hjá körlum stöðvaðist hins vegar lýTÍr 20 árum þó lungnakrabbamein sé enn næstalgengasta krabbamein karla. Tíðni ristilkrabbameins hefur einnig farið vaxandi en úr maga- krabbameini hefur verulega dregið og er nýgengið einungis fjórðung- ur af því sem það var fvrir tæpum 50 árum. Enn sem fýrr ber brjóstakrabba- mein hæst hjá konum og hcfur ný- gengið tvöfaldast og hefur nú ein af hverjum tíu íslenskum konum sjúkdóminn. Lungnakrahbamein er í öðru sæti en þar hefúr aukn- ingin einnig stöðvast, en mun síð- ar en hjá körlum, og má tvímæla- laust rekja það til vaxandi revkinga kvenna upp úr seinni heimsstyrj- öld. Ristilkrabbameini vex einnig fiskur um hn'gg hjá konum en hin ánægjulega staðreynd hlasir við að úr leghálskrabbameini hefur mjög dregið og er enginn vafi á því að það má fyrst og fremst þakka virkri leit að sjúkdómnum sem farið hef- ur fram á vegum Krabbameinsfé- lagsins ffá 1964. Um það bil 30 þúsund konur koma í leit að þess- „Þörf er á að efla stuðning viö sjúMinga með krabbamein þauuig að þeir fái nauðsynlega endur- hæflngu til að geta sem fyrst haflð eðli- legt líf og starf að nýju.“ um sjúkdómi árlega og áætlað hef- ur verið að um 150 fleiri konur hefðu dáið af völdum sjúkdómsins ef leitarinnar hefði ekki notið við. Krabbameinsfélagið stendur ein- nig fýrir umfangsmikilli leit að krabbameini í brjóstum. Hafinn er undirbúningur að tillögum um leit að krabbameini í ristli í Ijósi áður- nefndrar aukningar þess sjúk- dóms. Fleiri þætti forvarnastarfs tengdum Krabbameinsfélaginu má nefna, og ber þar e.t.v. hæst rannsókn á virkni bóluefnis gegn veiru sem veldur leghálskrabba- meini (human papilloma virus, HPV) sem stendur fvrir d\rum hér á landi. Er þar farið inn á nýjar brautir sem opnast með vaxandi þekkingu manna á tilurð krabba- meins en talið er lfklegt að mörg þeirra megi rekja til utanaðkom- andi áhrifa á borð við veirusjúk- dóma. Krabbameinsfélagíð hefur einnig í samvinnu við Tóbaks- varnarnefnd staðið fýrir öflugri fræðslu um skaðsemi tóbaks og hefur dregið talsvert úr reykingum Islendinga sem betur fer. Reyking- ar og sjúkdómar þeim tengdir verða e.t.v. einn af mestu faröldr- um þessarar aldar í heiminum. A vegum Rannsóknastofu Krabba- meinsfélagsins í sameinda- og frumulíffræði hafa ennfremur ver- ið stundaðar þróttmiklar rann- sóknir á erfðum krabbameins og ber þar e.t.v. hæst uppgötvun BRCA2 gensins seni tengist tilurð brjóstakrabbameins, en sú vinna var unnin í samvinnu við margar vísindastofnanir víða um heim. Krabhamcinsfélagið hyggst beita sér víðar. Þörf er á að efla stuðning við sjúklinga með krabbamein þannig að þeir fái nauðs\Tilega endurhæfíngu til að geta sem fýrst hafið eðlilegt líf og starf að nýju. Þörf er á að treysta og efla slíka þjónustu og hefur fé- lagið hug á að koma á laggirnar ráðgjöf og stuðningsmiðstöð með lækni, sálfræðingum og sjúkra- þjálfurum sem veita viðtöl og greiningu og vísa fólki á viðeigandi kosti. Líkamleg einkenni ýmissa krabbameina eru erfíð en hin sál- rænu eru sfst léttbærari. I tilefni af fimmtugsafmæli sínu ætlar Krabbameinsfélagið að gangast fyrir landssöfnun hinn 3. mars nk. Er þetta í fjórða sinn sem félagið gengst fvrir þjóðar- átaki gegn krabbameini á þennan hátt, en áður var það gert 1982, 1986 og 1990. í öll þau skipti studdi þjóðin myndarlega við bakið á félaginu og hvatti það með því til góðra verka. Eg mælist til þess að við látum okk- ar hlut ekki eftir liggja í þetta sinn og að sem llestir Islendingar sjái sér fært að veita félaginu þann stuðning sem það leitar eft- ir. Fá félagasamtök hérlend hafa unnið jafnrækilega til þess.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.