Dagur - 02.03.2001, Blaðsíða 5

Dagur - 02.03.2001, Blaðsíða 5
 FÖSTUDAGVR 2. MARS 2001 - S FRÉTTIR Byggðastefna nkis- stjomar gagnrýnd Kristirw H. Gunnarsson stjórnarformaður Byggðastofnunar: „Vel hefur tek- ist með þá byggðastefnu að efia höfuðborgarsvæðið." Aðgerðir stjómvalda í byggðamálum likt við vanbúið slökkviliö sem kemur of seint á vett- vang og keiiiur stuud- iLin alls ekki. Byggða- málaráðherra ekki með í ráðum um lokun póst- húsa í Skagafirði. Stefna ríkisstjórnarinnar eða stefnuleysi í byggðamálum var harðlega gagnrýnd í utandag- skrárumræðu á þinginu í gær, sem Jón Bjarnason, vinstri grænum, var upphafsmaður að og laut að stöðu almenningsþjónustu á landsbyggðinni. Tilefni umræð- unnar voru ekki síst áform Islands- pósts um lokun tveggja pósthúsa í Skagafirði. Jón sagði að greiður aðgangur fólks að þjónustu væri forsenda byggðar á landsbyggðinni. Sagði hann miklar áhyggjur ríkjandi yfir samdrætti í almenningsþjónustu bæði opinberri og einkaaðila á landsbyggðinni. Hann benti á að hundruð manna í Skagafirði hefðu mótmælt lokun pósthúsanna, en þau mótmæli hefðu ekki ratað inn á stjórnarfund hjá íslandspósti. Jón spurði Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra, sem fer með byggðamál, hvort upplýsingar hefðu verið dregnar saman um fækkun starfa á Iandsbyggðinni, sem hún kvað nei við, og hvort Is- landspóstur hcfði kynnt ráðherra áform sín um lokun pósthúsa, sem hún kvað einnig nei við. „Aðför að byggðum landsins“ Valgerður sagði hins vegar að lok- un pósthúsanna hefði verið rædd innan ríkisstjórnarinnar og áhyggj- ur komið þar fram. Hún hefði átt óformlegar viðræður við ráðamenn Islandspósts. Jón spurði hvort við endurskoðun hyggðaáætlana yrði gerð úttekt á almenningsþjónust- unni. Sagði ráðherra hugmyndina um slíka vinnu áhugaverða. Þá spurði Jón hvort ráðherra teldi koma til greina að setja viðmið um lágmarksgæði almenningsþjón- ustu og aðgang að henni og sagði ráðherra að gera yrði greinarmun milli opinberrar þjónustu og þjón- ustu einkaaðila. Sagði hún að skil- greining varðandi opinbera þjón- ustu komi til greina. Fleiri þingmenn tóku til máls og kváðu sumir sterkt að orði. Gísli S. Einarsson, Samfylkingunni, sagði yfirstandandi þjónustuskerðingar byggðahamlandi og kallaði það eyðibyggðastefnu að færa störf til höfuðborgarsvæðisins. Guðjón A. Kristjánsson, Frjálsþnda flokkn- um, sagði stefnu stjórnvalda aðför að byggðum landsins. Seinfara vanbúið slökkvilið Samgönguráðherra sté í pontu og sagði lokun pósthúsanna í Skaga- firði lið í áætlun um að bæta þjón- ustuna. Fullyrti hann að stjórnar- andstaðan væri að reyna að gera aðgerðir stjórnvalda tortryggilegar. Kristján L. Möller, Samfylking- unni, sagði stjórnvöld vera eins og vanbúið slökkvilið, sem kemur allt of seint á vettvang og mætir stund- um alls ekki. Einna mestu athyglina vöktu þau ummæli Kristins H. Gunnars- sonar, Framsóknarflokki, að öílug byggðastefna hefði verið rekin undanfarin ár, sem fælust í þeim mjög svo sértæku aðgerðum, „að byggja upp öflugt höfuðborgar- svæði". í þeim efnum hefði vel tek- ist til! Ormarr Örlygsson. Ormarrí sldnnin Ormarr Örlvgsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Skinnaiðnaðar hf. og mun hann hefja störf hjá félaginu um miðj- an mars nk. Ormarr hefur und- anfarin tvö og hálft ár starfað í Sviss við þróun viðskiptasam- banda hjá svissneska efnavöru- fyrirtækinu TFL, sem sérhæfir sig í framleiðslu efna fyrir leður- iðnaðinn. Áður en hann fluttist til Sviss gegndi hann starfi for- stöðumanns rannsóknastofu Skinnaiðnaðar hf. um 10 ára skeið. Ormarr tekur við starfi framkvæmdastjóra af Bjarna Jónassyni, sem hefur veitt ETÍr- tækinu forstöðu frá stofnun þess árið 1993 en sagði upp störfum fvrr í þessum mánuði. Ormarr er 38 ára að aldri, efnafræðingur að mennt. Hann er kvæntur Val- gerði Vilhelmsdóttur og eiga þau 4 börn. — BÞ Sólveig föst í neti skrautsins? Samhljóða ályktun lög- reglwnaima í Reykja- vík gegn orðum dóms- málaráherra. Þrælslund yfírmanna orsök misræmis í upp- lýsingum? Landssamband lögreglumanna lýsir undrun á að dómsmálaráð- herra skuli ekki hafa réttar upplýs- ingar um fjárhagsstöðu lögregl- unnar í Beykjavík. I gær var sam- þykkt ályktun þar sem einörðum stuðningi var lýst við orð formanns Landssambands lögreglumanna um yfirvinnubann en dómsmála- ráðherra hefur sagt að ekkert yfir- vinnubann hafi verið fyrirskipað. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur óyggjandi að rannsókn fíkniefnamála hafi goldið fyrir fjársvelti og niðurskurð á yfirvinnu í á sérstöku tímabili í f\Tra. Lögreglustjóri og yfirmaður fíkniefnadeildarinnar hafa ásarnt dómsmálaráðherra neitað því að yfirvánnubann hafi verið sett á í fyrra og segjast þeir harma um- ræðu um þessi mál á opinberum vettvangi. Lúðvík hefur skýringu á misræmi undir- og yfirmanna lög- reglunnar. „Það virðist hlutverk þessara yfirmanna að standa að baki ráðherranum," segir Lúðvík og á þar við Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra. Stjórn Landssambands lögreglu- manna varði hluta gærdagsins niðri í Karphúsi og hafa sumir talið Lúðvik Bergvinsson: Undarleg við- brögð dómsmálaráðherra litast af fyrirheitum og skrautsýningum sem hún gat ekki staðið við. að engin tilviljun sé að naumar Qárveitingar séu umræðuefni á Al- þingi á sama tíma og kjarabarátta lögreglumanna er í algleymi. Lúð- vik segir hins vegar óvarlegt að setja nokkurt samasemmerki þarna á milli. I því vísar hann m.a. til þess að umræða um þetta sé ekki ný af nálinni. „Þetta hefur ekkert með kjaramál að gera. Ég held að svoleiðis tal sé einhvers konar viðbótamiksemdarfærsla til að fela kjarna málsins," segir Lúð- vík. Þingmaðurinn hefur upplýsing- ar um að á tilteknu tímabili hafi yf- irvinnustundir alls ekki verið vegna rannsóknavinnu heldur hafi gæsla vegna heimsóknar utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna vegið þyn- gst auk fleiri atriða. Hann er sam- mála lögreglumönnum um að Sól- veig hegði sér með undarlegum hætti. Sólveig Pétursdóttir: Lögreglumenn lýsa furðu á að hún virðist enn ekki hafa réttar upplýsingar. ÓskUjanlegt „Það þarf algjörlega að draga niður starfsemi þessara deilda til að Iáta enda ná saman og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum leggst ráð- herra í þessa undarlegu vörn. Ég bendi á það að fyrsta árið í emb- ætti dómsmálaráðherra voru blaðamannafundir og skrautsýn- ingar á nokkurra vikna fresti, þar sem kynnt var átak í hinu og þessu. Reynslan hefur svo kennt okkur að lítið hefur orðið um efnd- ir. Þetta er mín skýring á þessu undarlega hátterni ráðherrans. Það hafi verið lofað of miklu, en svo kom á daginn að menn gátu ekki staðið við yfirlýsingar.“ - Ertu viss um ad rannsóknir liafi goldiðjyrir fjársvehi? ,Af þeim tölum sem ég hef kom- ist yfir, sýnist mér óyggjandi að á þessu tímabil sem bannað var að vinna yfirvinnu, hafi rannsóknir mála goldið fyrir það, já.“ — BÞ Rafmagn lækkar í Hafnarfirði Frá og með 1. mars lækkar orkuverð heimilistaxta Rafveitu Hafnarfjarð- ar úr 6,23 krónum fyrir kílówattstund niður í 5,60 kr, eða um 10%. Taxti fyrir stærri notendur (afltaxti), miðað við orkunotkun 400.000 kwh/ári og afltopp 100 kw lækkar einnig um 10%. Verðlækkunin er möguleg vegna fyrirhugaðs samruna Rafveitu Hafnarfjarðar og Hitaveitu Suðurnesja og tekur gildi frá og með 1. mars. Gert er ráð fyrir að gjaldskrár RH og HS verði að fullu samræmdar á haustmánuðum. Þá má reikna með enn frek- ari lækkun taxta á þjónustusvæði Rafveitu Hafnarljarðar, sem nær yfir Hafnarljörð, Bessastaðahrepp og hluta Garðabæjar (vestan Hrauns- holtslækjar). Iðnskólinn í Reykjavík fær veglega gjöf Saridur ímúr hf. í samvinnu \ið m-tec ghm í Þýskalandi, Múrarameist- arafélag Reykjavíkur og Múrarafélag Reykjavíkur gáfu á dögun- um Iðnskólan- um í Reykjavík vegalega gjöf. Um er að ræða múrsprautu af gerðinni DUO-MIX 2000 ásamt___________________________________________ öllum auka- búnaði að verðmæti um 1.000.000 króna. Þessi höfðinglega gjöf mun efla og styrkja kennslu í múrsmíði við Iðnskólann í Reykjavík og geta nemendur nú tileinkað sér nýjustu tækni við múrverk. í múrsmíði eru nú 10 nemendur og hefur aðsókn farið vaxandi. Á myndinni eru frá vinstri: Helgi Steinar Karlsson for- maður Múrarafélags Reykjavíkur, Friðrik Andrésson for- maður Múrarameistarafélags Reykjavíkur, Snæbjörn Snæbjörnsson kennari í múrsmíði, Baldur Gislason skóla- meistari og Guðmundur Ingi Karlsson framkvæmdastjóri Sands ímúrs. FuUyrðing Búnaðarbaukans rétt I fjölmiolarýni í blaðinu í fyrradag um fréttatilkvnningu frá Búnaðar- bankanum var sú fullyrðing bankans að Ijármálaeftirlitið hafi gert at- hugasemdir við fréttir Bylgjunnar í mars 1999 af umræddu máli dregin í efa. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að umrædd fullyrðing Búnað- arbankans er rétt. Beðist er velvirðingar á þessari missögn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.