Dagur - 10.03.2001, Blaðsíða 7

Dagur - 10.03.2001, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 10. MARS 200 1 - 31 r RITSTJÓRNARSPIALL Lyfl astríðið Fjöldamótmæli í Pretoríu í Suður-Afríku við upphaf réttarhalda sem alþjóðlegir lyfjarisar hafa höfðað til þess að koma í veg fyrir sölu á ódýrum eyðnilyfjum. Það hefur lönguin þótt nokkuð pottþétt leið til fjárhagslegs ávinnings að græða á hörmung- um annarra. Alveg sérstaklega á öllu Jrví sem vekur ótta og óham- ingju manneskjunnar. Þar eru sjúkdómar ofarlega á blaði. Allt frá frumhernsku mannsins hefur það verið væn- legt til auðsöfnunar að þykjast hafa þekkingu til að ráða bót á meinum manna. Og svo er enn. Gegnum aldirnar hefur auðvit- að langmest af þessari „þekk- ingu" verið tóm blekking. En það þarf reyndar ekki að fara lengra aftur í tímann en fáeina áratugi til að finna „viðurkenndar" að- ferðir til lækninga sem sýndu sig að vera bæði fávíslegar og gagns- lausar, og sumar reyndar líklegar til að drepa fleiri sjúklinga en þær björguðu. Samt vantar ekki að sérfræðingarnir hafi á hverj- um tíma talið sig vita upp á hár hvað þeir væru að gera - þótt seinna hafi komið í ljós að svo var ekki. Hofmóður þeirra er samur við sig. „Martröð“ genatilraima Allt er þetta óbreytt við upphaf nýrrar þúsaldar. Núna er ineiri gróði í því falinn en nokkru sinni fyrr að lofa sjúku fólki bót meina sinna með því að þróa nýjar læknisaðferðir og framleiða lyf sem hægt verður að selja á ofur- verði. Marg bendir hins vegar til þess að þekkingin sé á svipuðu róli og áður. Þrátt fyrir allar tækniframfarir er Iækning við mörgum alvarlegustu sjúkdóm- um samtímans enn hulin dimm- um skýjum fáfræðinnar. Þetta á meðal annars við um svokallaðar genalækningar sem sumir fullyrða að muni gjör- breyta lífi mannsins á næsta ára- tug eða svo. Skammt er síðan því var Iýst yfir með pornpi og prakt að húið væri að kortleggja allt genamengi mannsins. Nú kemur í Ijós að það er líklega hinn mesti misskilningur. Sumir sérfræð- ingar gagnrýna að minnsta kosti harkalega þær aðfcrðir sem not- aðar hafa veriö í þessu skyni. Samt eru læknar þegar farnir að gera ýmis konar tilraunir á mönnum með svokölluðum genalækningum, án þess þó að hafa fyrirfram nokkra hugmynd um hvort þær hafi jákvæð áhrif eða ncikvæð. í sumum tilvikum hafa afleiðingarnar verið skelfi- legar fyrir sjúklingana. Greint var í vikunni frá einni slíkri tilraun. Hún var gerð á hópi bandarískra sjúklinga sem eru með Parkinsonsveiki. Sú er trú manna að þessi hræðilegi sjúkdómur sé afleiðing þess að tilteknar frumur í heilanum deyja, en ástæða þess mun óþekkt. Tilraunin fólst í þvf að taka sams konar frumur úr fóstr- um sem konur hafa misst við fóstureyðingu og dæla þeim inn í heila sjúklinganna. Hugmyndin var að sjálfsögðu að þessar nýju frumur tækju við hlutverki þeirra sem dauðar voru. Að sögn New York Times, sem hyggir frétt sína bæði á grein í handarísku Iæknablaði og viðtöl- um við lækna sem þekkja til málsins, voru áhrifin allt önnur en sérfræðíngarnir gerðu ráð fyr- „Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanua eru tæplega 26 millj- ónix inaima í löndun- um suimaii Sahara með HlV-smit. Á síð- asta ári létu 2.4 miUjónir eyðnisjiik- linga lífið á þessu svæði. Nærri níu sinnum fleira fólk en allir íslendingar. Karlar, konur og böm. Og lyfin sem gætu bjargað þeim miUjónum sem enn lifa með sjúkdómn- um em tfi. Það þykja bara ekki góð við- skipti að selja þau á viðráðanlegu verði. Þess vegna er fólkið látið deyja.“ ir. Nýju frumurnar höfðu engin jákvæð áhrif á eldri sjúklingana, en í þeim yngri framleiddu þær alltof mikið af efnum sem hafa áhrif á hreyfingar líkamans. Þessir sjúklingar eru því mun verr staddir eftir en áður - ósjálf- ráða hreyfingar þeirra eru miklu meiri og ofsafengnari. Og það sem verst er af öllu; læknarnir hafa engin ráð til þess að hemja nýju frumurnar sem þeir spraut- uðu inn í heila sjúklinganna. Einn Iæknanna sem tók þátt í þessari tilraun segir afleiðing- arnar hræðilegar. Hann kallar þessa atburðarás „martröð'1 og „stórslys." Telja má víst að á næstu árum rnuni tilraunastarf- semi í genalækningum leiða af sér margar fleiri slíkar martraðir fyrir sjúklinga. Og þótt engin ástæða sé til að efast um að sumir þeirra vísinda- manna sem standa að tilraunum af þessu tagi, hafi ofarlega í huga viljann til að finna lækningu við hræðilegum sjúkdómum, þá er auðvitað augljóst mál að hjá þeim fyrirtækjum sem að baki standa er það fyrst og fremst von um mikinn gróða sem mun sjá til þess að slíkum tilraunum verður haldið áfram - jafnvel þótt sjúk- lingarnir séu þar með gerðir að þátttakendum í eins konar rúss- neskri rúllettu. „Eyöni-mangarar“ Fátt hefur varpað kastljósinu jafn rækilega á gróðahyggju lyfj- arisanna síðustu mánuði og misseri og eyðnistríðið í sunnan- verðri Afríku, en þar er að finna um 70 af hundraði allra HIV- smitaðra manna. I hinum ríkari löndum heims hefur styrjöldin gegn eyðni, það er baráttan við áhrifin af HIV- smiti, borið verulegan árangur. Með því að gefa sjúklingum blöndu af ýmsum lyfjum tekst að halda sjúkdómnum í skefjum og gera hinum smituðu kleift að lifa tiltölulega eðlilegu lífi. En það kostar stórfé. New York Times segir að algengur kostnaður við hvern sjúkling á Vesturlöndum sé um eða yfir ein milljón króna á ári. Ríku þjóðirnar hafa efni á því að horga lyfjarisunum slíkar fúlgur fyrir eyðnilyfin - hæði vegna góðs efnahags í þessum ríkjum og svo hins að hlutfalls- lega eru eyðnisjúklíngar fáir í vestrænum samfélögum. Þessu er öðruvísi farið í fá- tæku löndunum. Sums staðar kosta eyðnilyf fyrir einn sjúkling meira en sem nemur þjóðartekj- um á mann í viðkomandi landi. Þar eru engir peningar til að borga slfkar fjárhæðir. Afleiðing- um er eyðnismitað fólk látið deyja drottni sínum án þess að fá lyf sem þó eru til og gætu bjarg- að lífi þeirra. Vegna alþjóðlegs þrýstings hafa sumir lyfjarisanna boðist til að lækka nokkuð verð á eyðni- lyfjum til afrískra ríkja. En það hefur lítið orðið úr efndum á þeim loforðum, auk þess sem hið lækkaða verð er enn alltof hátt fyrir flestar fátækustu þjóðirnar. Fyrir nokkrum árum brugðust stjórnvöld í Suður-Afríku við þessari vonlausu stöðu með því að setja Iög sem heimiluðu heil- brigðisráðherra landsins að leyfa innflutning eða framleiðslu á evðnilyfjum f trássi við einkaleyfi alþjóðlegu lyfjarisanna. Þarna var sem sagt vísað til neyðarrétt- ar þjóðarinnar. Auðhringirnir brugðust við með lögsókn á hendur ríkinu. Málið er nú loks- ins komið fvrir dómstóla í Pretoríu þar sem efnt var til víð- tækra mótmæla af því tilefni. Talsmenn lvfjarisanna voru þar stimplaðir „eyðni-mangarar“ fyr- ir að setja eiginn gróða ofar mannslífum. Og sú er auðvitað raunin í Afr- íku. Samkvæmt tölum Samein- uðu þjóðanna eru tæplega 26 milljónir manna í löndunum sunnan Sahara með HlV-smit. A síðasta ári Iétu 2.4 milljónir eyðnisjúklinga lífið á þessu svæði. Nærri níu sinnum fleira fólk en allir Islendingar. Karlar, konur og börn. Og lyfin sem gætu bjargað þeim milljónum sem enn lifa með sjúkdómnum eru til. Það þykja bara ekki góð viðskipti að selja þau á viðráðan- legu verði. Þess vegna er fólkið látið devja. Ábyrgö Vesturlanda Enginn veit hvernig málaferlum lyfjarisanna í Pretoríu lyktar, enda tekur það vafalaust einhver misseri eða jafnvel ár að komast að niðurstöðu. A meðan halda eyðnisjúklingarnir áfram að devja. Og lyfjarisarnir að græða á allri eymdinni. Hvað er þá til ráða? Mikill meirihluti eyðnisjúklinga í Afríku mun ekki fá lyf við sjúk- dómnum nema til komi stórauk- inn alþjóðlegur þrýstingur á lyfj- arisana - bæði til að lækka verð á evðnilyfjum og til að leyfa öðrum fyrirtækjum að framleiða lyfin og selja Afríkuþjóðum ódýrt. Vest- rænar þjóðir og ríkisstjórnir hafa líf þessa fólks í raun og veru í hendi sér. Það cr tíska á Vesturlöndum að nota orðin fjöldamorð og þjóðarmorð í tíma og ótíma. En hvað er það annað að láta millj- ónir manna deyja vegna skorts á lyfjum sem eru fyrir hendi? Að þjóðir heims skuli á tuttugustu og fyrstu öldinni horfa upp á slíkar hörmungar án þess að grípa til þeirra aðgerða sem að gagni mega koma, er ömurlegt dæmi um siðferðislegt gjaldþrot. Lyfjarisarnir sem eiga einka- leyfin á eyðnilyfjunum og banna öðrum að framleiða þau fvrir sjúku börnin í Afríku, eru öll vestræn. Vesturlandabúar bera því mikla ábyrgð ef þeir ætla að horfa aðgerðarlausir á milljón- irnar deyja vegna skorts á þess- um lyfjurn. Ekki síst þar sem vestrænir menn telja sig yfirleitt kristna og tala á tyllidögum um hið göfuga hlutverk miskunn- sama samverjans. Með því að gera ekki neitt til að knýja sum auðugustu fyrirtæki Vesturlanda til að bregðast rétt við neyðará- standinu í Afríku eru vestrænar ríkisstjórnir að opinbera um- hciminum hyldýpi hræsni sinn- ar. Mikill meirihluti eyðnisjúklinga í Afríku mun ekki fá lyf við sjúkdómnum nema til komi stóraukinn alþjóðlegur þrýstingur á lyfjarisana in er sú að víða í þriðja heimin-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.