Dagur - 10.03.2001, Blaðsíða 10

Dagur - 10.03.2001, Blaðsíða 10
34 -LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 Dtotr FRÉTTIR Hætt við þjóðarat- kvæði í Færeyjum í nýrri áætlun er tek- ið fram að Færeyingar séu þjóð með sjálfsá- kvörðimarrétt og að stefnt skuli að ftill veldi. Fullveldi er hins vegar ekki tíma- sett og eina ákvæðið um þjóðaratkvæða- greiðslu er að hún fari fram áður en til fullveldis komi. Stjórnarflokkunum í Færeyjum, Þjóðarflokki, Þjóðveldisflokki og Sjálfstjórnarflokki tókst aðfara- nótt föstudags að ná samkomu- lagi um nýja fullveldisáætlun. Hún var lögð fyrir Lögþing Fær- evja í gær og er gert ráð fyrir að hún verði samþykkt. Líf land- stjórnarinnar hékk á hláþræði eftir að Högni Hoydal lagði fram tillögu um að efnt jtöí til kosn- inga um sjálfstæði, þrátt fyrir að Anfinn Kallsberg, formaður Þjóðarflokksins, hefði lagst gegn því. Milliiganga Helenu Dam, formanns Sjálfstjórnarflokksins, bjargaði málinu. I nýju áætlun- inni er tekið fram að Færeyingar séu þjóð með sjálfsákvörðunar- rétt og að stefnt skuli að full- Frá Þórshöfn í Færeyjum. veldi. Fullveldi er hins vegar ekki tímasett og eina ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðslu er að hún fari fram áður en til fullveldis komi. í fyrri áætlun, sem mætt hafði harðri andstöðu Dana, var stefnt að fullveldi árið 2012. Högni Hoydal hefur með þessu látið í minni pokann fyrir Anfinn Kallsberg, en Högni sagði fyrir nokkru um málamiðlun að betra væri að missa andlitið en að missa allt sjálfstæðismálið niður. Högni var talinn líklegastur til að verða næsti lögmaður, hefði stjórnin sprungið og efnt hefði verið til kosninga. Þingsályktunartillaga, sem lögð var fram í gær, gerir ráð fvr- ir að Færeyingar taki við öllum málaflokkum á næstu árum sem nú heyra undir Dani, og því verði lokið í síðasta Iagi árið 2012. Þjóðkirkja og skólamál eiga t.d. að færast yfir til Færey- inga 1. janúar 2002, dómstólar í ársbyrjun 2004 og gjaldeyrismál í ársbyrjun 2008. Landsstjórn Færeyja leggur lil að árlegur fjárstuðningur frá Dönum, sem nemur um einum milljarði íslenskra króna, verði dreginn saman niður í 600 til 700 milljónir króna á fyrri hluta næsta árs en síðan verði samið við Dani um að hann verði óbreyttur næstu 3 til 4 ár þar á eftir. Stefnt er að því að stofna sjóð til að mæta sveiflum í efna- hagslífinu og í hann renni fram- lag Dana og tekjur af olíu- vinnslu, verði þær einhverjar. Aætlun um þjóðaratkvæði hefur ekki verið sleginn út af borðinu, en dagsetning hennar hefur ekki verið ákveðin. Það ræðst af framkvæmd sjálfstæðisáætlunar- innar. Ljóst er þó að hætt hefur verið við þjóðaratkvæðagreiðslu í Færeyjum 26. maí nk. Danir stóðu eindregið gegn því. — Gt; ÞJÓÐMÁL „Flóamaraii leggié INDRIÐI AÐALSTEINSSON BÓNDI SKJALDFÖNN V/DJÚP SKRIFAR Varaformannskosningin í Fram- sóknarflokknum hefur verið mjög til umræðu hér í blaðinu undanfarið. Mér datt því í hug að raða í tímaröð fáeinum vísum sem oröið hafa til vegna stjórn- málaferils og verka eins fram- bjóðandans. Sá er Guðní Agústs- son. Hann barðist vasklega á Suð- urlandi í síðustu kosningum, líkti sjálfum sér við Gunnar á Hlíðarenda, jók fylgi framsóknar og fékk landbúnaðarráðherrastól að launum. Arnesingar hafa lengi þjáðst af minnimáttarkennd gagnvart Rangæingum sem hafa fóstrað Njálssyni, Kára Sólmundarson, Gunnar á Hlíðarenda og Þórð í Skógum. Ámesinga eylzst nú kraftur. Afarmennis þur er von. Góður virðist genginn aftur Gunnar nokkur Húmundsson. En vandamálin hrönnuðust upp, svo sem Aðalsteinn L. Valdimarsson á Strandseljum greinir frá. I kjördæmi Guðnci kveisnrnar gunga dfullu með kamfílóbakter og salomonelladrullu. Svo mannskæð og geðfeld er ráðherrans st órbýlastej'na sem starir t blindni á h agkvær nni fyrirframgefna. Svo fór Guðni til Austurlanda og komst nauðuglega lífs af. Gestgjafans lögum skal lúta og leysa viðkvæma hnúta en mérfellur ei við þann þjóðlega sið að kyssa kínverska strúta. Og nú fór fyrir alvöru að gefa á bátinn. Þórólfur á Ferjubakka gerði það ekki nógu gott með ís- lenskum kúm og heimtaði norskar af Guðna sem greip til þjóðlegs úrræðis. Undir feldi linnulaust lá í mánuð glaður. Ur því myrkri aftur braust orðinn kolruglaður. Raunar kom síðar fram að mánuðirnir voru sautján undir feldinum, að viðstöddu tjöl- menni, en þar sem því verr gef- ast heimskra manna ráð er þeir koma fleiri saman var ekki von á góðu. Það er grátinn í breiðum byggðum brestur í ráðherra dyggðum sem margkyssti jú íslenska kií en sveik hana siðun í tryggðum. Síðan urðu kúabændur að skera landbúnaðarráðherra nið- ur úr snörunni. Þjóðlendumálið hefur vakið mikinn úlfaþyt í sveitum og Guðni fengið sinn skammt af skömmunum. Eru á róli ræningjar. Ríkisstjórn á ferð er þar. Guðni, Dóri, Davíð, Geir, drjúgum lendum safna þeir. Það er í takt við annað í þessu máli að þeir kumpánar fara rang- sælis um landið og eru þegar í kröfugerðinni komnir niður á fjörur Skaftfellinga. Má því vænta þegar hringferðinni lýkur að Grímsey, Drangey, Æðey og Flatey verði komnar undir ri'ldð. Framsókn bráðvantar varafor- mann í stað þcss sem mislánað- ist, Finns hins frækna. Við ýmstt var lmnn upp á kant álvers haldinn þanka, en nýtur stn með nagblýant nú t SeðlabanJm. Guðni skellti sér í varafor- mannsslaginn og þarf þar á öllu sfnu að halda og geröi á dögun- um hosur sínar grænar fyrir Strandamönnum mcð því að vekja athygli á staðsetningu ákveðins líffæris. Guðni einstætt afrek vann. Osköp varð égfeginn, því sjaldgæft er að hitta hann með hjartað vinstra megin. Foringjadýrkun er áberandi hjá varaforman nsefninu. Fylgispekt við foringjann er færust leið i tafli slyngu þó almælt sé að helst vill hann að Halldór fari i úreldingu. Þar sem vænta má að varafor- maður verði formaður með tíð og tíma hlýtur hjarta lands- byggðarfólks - þrátt fyrir allt, að slá með Guðna. Ykkur þess ég bændur bið. Brýni í sveitum alla. Flóamanni leggið lið. Látið hann ekki falla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.