Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 1

Dagur - 17.03.2001, Blaðsíða 1
 iLAÐ • Laugardagur 17. mars 2001 Símar Dags 460 6100 & 800 7080 84. og 85. árgangur - 54. tölublað Vill vaxtalækkim og Evrópuiunræðu Formaðux Framsókn- ar segir viðskiptahall- aim of mikiim og vexti of háa. Boðar Evrópuumræðu. Hafnar einkavæðingu heilhrigðisþj ónust- uimar. „Framsóknarflokkurinn er kjöl- festa íslenskra stjórnmála,11 sagði Halldór Asgrfmsson við setningu flokksþings flokksins í gær, en þinginu verður slitið á sunnu- dag, skömmu eftir birtingu nið- urstaðna í kosningum til for- manns, varaformanns og ritara flokksins. Fyrir þingsetninguna efndi átakshópur öryrkja til fundarhalda fyrir utan hótelið og aflienti þingfulltrúum áskorun um hækkun tryggingabóta, minnkandi tekjutengingu, hækk- un skattleysismarka og fleira. I „yfirlitsræðu formanns" sagði Halldór að flokkurinn hefði „ver- ið lengur í ríkisstjórn en nokkur annar flokkur" og „átt drjúgan þátt í þessari miklu framfara- sókn“ sem orðið hefði. Eignaði Halldór flokknum ýmis stórmál og nefndi „breytingarnar á fisk- veiðistjórninni, uppbyggingu at- vinnulífsins, orku- og iðjuvera, uppbyggingu velferðarkerfisins jafnt á sviði heilbrigðis- og fé- lagsmála og margvísleg framfara- mál á sviði umhverfis- og utan- ríkismála". Lækkiiu vaxta Halldór sagði um Evrópunefnd flokksins að trúnaðarmenn flokksins telji „ekki tfmabært nú að taka ákvörðun af eða á um inngöngu í ESB, en telja nauð- synlegt að láta á það reyna hvort ekki megi ná fram breytingum á samningnum um EES. Samn- inginn telja þeir hafa þjónað til- gangi sínum með ágætum en á honum séu ágallar sem verði að lagfæra en jafnframt séu horfur að sunui lcyti tvísýnar um fram- tíðargildi hans. Ég styð niður- stöðu nefndarinnar um að vinna áfram að því að treysta samning- inn um EES.“ Sagði Halldór Frá setningu flokksþings Framsóknarflokksins. Formaöurinn sagði flokkinn ekki hafa svarað nógu vel fyrir sig gagnvart árásum á flokkinn. mynd: gva flokksfólk verða „að vera undir- búin að taka yfirvegaða ákvörðun um hvort og þá með hvaða skil- málum við værum hugsanlega tilbúin til að leita eftir samning- um við ESB.“ Þá ræddi Halldór efna- hagsmálin. „Við vitum að viðskiptahalli er of mikill, við vitum að of mikið fjár- magn fer úr landi og of lít- ið fjármagn kemur inn í landið. Við vitum Iíka að vextir eru of háir... Vextir verða að lækka á næst- unni en það má ekki verða ________ til að vcikja gengið. Eg tel því óhjákvæmilegt að styrkja gcngið með öðrum ráðum. Það verður að minnka fjármagns- l’læði út úr landinu og auka það inn í landið." Höfuðandstæðingurmn Halldór tók afstöðu til nokkurra stórmála. „Mér finnst fátt mæla á móti því, en Hest með, að ríkið dragi sig út úr þjónustu -á fjár- Komið til þings. Jón Kristinsson bóndi og listmálari í Lambey I Fljótshlíð heilsar þeim Ingibjörgu Pálmadóttur og Unni Stefánsdóttur. málamarkaði og eftirláti hana einkaaðilum cða samtökum þeir- ra. Mér finnst sama máli gegna um rekstur fjarskiptaþjónustu á horð við Símann. Mér er hins vegar ekki sama hvernig það er gert“. En þegar kæmi að hug- myndum um einkavæðingu í heilbrigðis- og menntakerfinu gegni allt öðru máli. „Við leggj- um áherslu á að auraráð fólks ráði því ekki hvernig heilbrigðis- þjónustu það nýtur". Halldór ræddi byggða- og sjáv- arútvegsmál og sagði að auðlindanefnd ætti að Ieggja áherslu á tvennt: „Stuðning við byggðirnar sem eru minnstar og háðastar björg úr sjó og hinu að þjóðin öll hafi sem mestan hag af auðlindum landsins." Þá ræddi Halldór árásir á flokkinn og slaka útkomu í skoð- anakönnunum. „Við skulum líka horfast í augu við að við höfum ekki verið nógu dugleg og hörð að svara fyrir okkur. Það er því ástæða til þess nú að skerpa lín- urnar," sagði hann og varði stjórnarsamstarfið með Sjálf- stæðisflokknum þótt hann viður- kenndi að „mörgum framsóknar- manni finnst erfitt að sætta sig við að vera í þessu samstarfi, enda hafa þessir flokkar um ára- tugi veriö höfuðandstæðingar í íslenskum stjórnmálum." - FÞG Þorskinum skýtur nú upp á óvænt- um stöðum. Bullanili þorskur í Hvaifírði Bullandi þorskgengd er í Hval- firði þessa dagana, og t.d. eru trillukarlar af Skaga að frá ríga- þorsk víða þar inn með, enda ekki aðrir á sjó í sjómannaverk- falli. Þekkt er að ýsuveiði blossi upp þarna, en ckki að þorskur- inn gefi sig í jafnmiklum mæli og þarna á sér stað. Hrafnkell Eiríksson, fiskifræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir að mikil loðnugengd sem verið hefur á Faxaflóa að undan- förnu eigi örugglega sinn þátt, en loðnugengdin að vestan er einnig óvenjuleg og fór jafnvel suður fý'rir land. Agætis þorsk- veiði hefur einnig verið hjá ver- tíðarbátum við suðvesturhorn landsins. „Blessaður þorskurinn hefur verið að haga sér mjög sérkenni- lega síðustu mánuði rniðað við það sem við eigum að venjast á seinni árum. Hlýnandi sjór við landið er örgglega eitthvað að rugla þetta, en ég er ekki viss um að við séum komnir inn í eitt- hvað langvarandi tímabil. Astand hafsins nú er líkt því sem það var fyrir árið 1965 frá 1935, mjög áreiðanlegt, og áður en hafísárin komu og síðan óreglulegt ástand sjávar á tímabilinu 1970 til 1990. Síðasta vor voru menn að fá rígaþorsk inn á fjörðum norð- ur á Ströndum, 1 10 cm og stær- ri, og elstu menn mundu ckki annað eins. Það hefur víðar ver- ið góð þorskveiði inni á tjörðum Norðanlands. Svo hafa togararn- ir verið að fá mikið af smáfiski sem leitt hefur til skyndilokana af hálfu Hafrannsóknastofnunar en það hefur verið ntjög Iágt hlutfall af almennum togarafiski á hinni almennu togaraslóð í vet- ur. Það er líka óvenjulegt ástand," segir Hrafnkell Eiríks- son, fiskifræðingur. - GG matt koma fyrr bls. 32 33 Segir reglu- gerðina hrákasmíð bls. 26 Fjöliðjau -nýtt úrræðifynr unglinga bls. 28

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.