Dagur - 17.03.2001, Page 11

Dagur - 17.03.2001, Page 11
%»■ LAUGARDAGUR 17. MARS 200 1 - 35 Þeir ósnertanlegu fá ekki aðstoð til jafns við æðri stétta fólk. Hamfarimar í Indlandi skerpa stéttaskiptmgima Stéttleysmgjax og múslimar eru haíðir út luidim þegar mat og hjálpargögnum er út- býtt. Jarðskjálftinn sem reið yfír vestan- vert Indland 26. janúar s.I. og lagði fjölda bæja og byggða í rúst og kostaði ótölulegan Ijölda fólks lífið megnaði ekki að hreyfa við hefðbundinni stéttaskiptingu á þessum slóðum. Yfirstéttirnar hreyfðu ekki legg né Iið til að að- stoða þá ósnertanlegu og hirtu þau hjálpargögn til eigin nota sem öll- um voru ætluð. I einu af hundruðum þorpa seni urðu illa út vegna hamfaranna reistu hermenn tjöld fyrir íbúana til að hafast við í til bráðabirgöa. En enginn flutti inn í þær tjald- búðir. Astæðan var sú að her- mennirnir reistu tjöldin í aðeins 1 5 metra Ijarlægð fá skýlum sem hinir ósnertanlegu höfðu komið sér upp. Æðri stétta fólk get ekki unað því nábýli og hafðist heldur við undir berum himni í hæfilegri fjarlægð. Síðar þegar tjöldin voru felld kom í ljós að enginn hafði leitað þar skjóls. Hástéttinn get ekki unað nábýlinu við úrkast samfélagsins og það var fráleitt að hinir ósnertanlegu fluttu úr fátæk- legum skýlum sínum í tjöld sem einnig voru ætluð æðri stétta fólki. Indversku hermennirnir og aðr- ar hjálparsveitir gátu lítið gert til að láta eitt yfir alla ganga, því hefði verið reynt að neyða þá ósnertanlegu til að búa í nálægð æðri stéttanna hefði það kostað alls kyns vandræði og nóg var af þeim fyrir á jarðskjálftasvæðun- um. Mörgum vikum eftir að jarð- skjálftinn varð 30 þúsund manns að bana í héraðinu Gujarat var ljóst að sameiginlegt skipbrot allra íbúanna hafði ekki megnað að vinna bug á fordómum þeirra hvers í garð annars. I Ijós kom að ósnertanlegir hindúar og sárafá- tækir múslimar nutu nánast ein- slds af þeim hjálpargögnum og matvælum sem bárust til héraðs- ins. Hástéttirnar hirtu allt til eigin nota og kærðu sig kollóttar hvað varð um aðra íbúa héraðsins sem Iifðu af. 1 bænum Adhoi voru ungar stúlkur í skrúðgöngu eftir aðalgöt- unni þegár ósköpin dundu vfir. Eitir skjálftann var gatan ein grjót- hrúga. Allir bæjarbúar hjálpuðust að við að grafa og náðu upp 400 líkum. Daginn eftir kom bílalest með mat og hjálpargögn. Hástétt- irnar tóku það allt til sín og datt engum í hug að öllum bæjarbúum var ætluð björgin. I öðrum bæ sem hruninn var nær til grunna, fengu hinir ósnert- anlegu engan mat þrjá lyrstu dag- ana eftir skjálftann. Bílalest kom með matvæi en æðri stéttar menn sögu að komin væri upp drepsótt meðal stéttleysingjanna og væri vafasamt að koma nærri þeim. Einn þeirra sagði síðar, að fólkið hefði dáið úr hungri nema fyrir það, að svvami, sem er heilagur maður, kom með þriggja bíla leið- angur og útbýtti aðstoðinni til þeirra fátækustu og fyrirlitlegustu. Þar sem endurbygging er hafin sækir allt í sama horfið og fýrr. Stéttleysingjar hafast við í búðum Ijarri íverustöðum æðri stéttanna og dettur engum sú ósvinna í hug, að allir séu jafnir og eigi sama rétt til lífsgæða. Stéttaskiptingin er flókin því stigin eru mörg og margt að varast í samskiptum. I hjálparstöð sem stjórnað er af hindúum eru múslimar neyddir til að fara mcð hindúablessunarorð áður en þeir fá nokkra matarögn. Ef hægt er að gera upp á milli stétta og trúarbragða austur þar, eru múslimar sem búa á jarð- skjálftasvæðunum í Vestur-Ind- landi jafnvel enn verr settir en þeir ósnertanlegu. Þeir eiga nánast engan tilverurétt. Bærinn Gurjarat, sem áður er minnst á, er fæðingarstaður Ma- hatma Gandhi, sem barðist á móti stéttaskiptingunni. Núna er hinn hægrisinnaði Janataflokkur alls- ráðandi í bænum og fer með öll æðstu völd í Indlandi. Bush vill enu frekari skattalækkanir WASHINGTON - Bush og hans menn í Hvíta húsinu beita bandaríska þingið nú nokkrum þrýstingi að lækka skatta talsvert meira en áætlað hafði verið þegar á þessu ári, í því skyni að sjá hvort það muni ekki örva efnahagslífið. Þetta kom fram í USA Today í gær. Þar segir ennfremur að fjármálaráðherr- ann, Paul O’Neill, hafi rætt það við öldunga- deildarþingmenn að áætlanir forsetans óbreyttar myndu ekki duga til þess að ná þeirri örvun efnahagslífsins sem að er stefnt og að nær væri að fórna einhverju af þeim mikla afgangi sem fyrirsjáanlegur væri á fjárhag ríkissjóðs í ár, 2001 til þess að ná fram þessum örvunaráhrifum. George W. Bush. Flugræuiugjar yfirhugaðir MEDINA, Saudi Arabia - Hersveitir frá Saudi Arabíu réðust inn í rússnesku farþegavélina sem rænt var á fimmtudag og tókst þeim að frelsa yfir 100 farþega úr vélinni. Arásin var gerð eftir að ræningarn- ir höfðu hótað að sprengja upp vélina. Þrír létust í þessari árás sem gerð var um hábjartan dag - eftir því sem næst verður komist er einn flugræningjanna látinn og tveir farþeganna. Hinir flugræningjarnir voru yfirbugaðir og teknir höndum. Talið er að ræningjarnir séu frá Teténíu og rændu þeir vélinni á fimmtudag þegar hún var í flugtaki frá flugvellinum í Istanbul. Kröfurnar sem þeir settu fram voru þær að Rússar Iétu af hernaði gegn múslimum löndum þeirra í heimahér- aði þeirra í Teténíu. ísraelsmeim særa 12 Palesíniimeim JERUSALEM - fsraelskar hersveitir særðu þrjá Palestínumenn skotsárum á Gazasvæðinu í gær og slösuðu nfu til viðbótar á Vestur- bakkanum með því að skjóta á þá gúmmíhúðuðum málmkúlum. Þessi síðustu átök brutust út í kjölfar mótmæla gegn vegatálmum Israelsmanna inn á sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna. Kaldhæðni örlaganna hagar því þannig til að þessi óánægja brýst út með þessum hætti rétt eftir að stjórnvöld f ísrael hafa lýst því yfir að þau hyggist slaka á ferðatakmörkunum við þessa vegatálma Hlíðarnar í kringum bæinn Tetovo í Makedóníu eru rjúkandi af stórskota- liðssprengjum. Barist í Makedóníu TETOVO, Makedóníu -Herveitir Makedóníu börðust við albanska uppreisnarmenn í úthverfum bæjarins Tevoto í Makedóníu í gær, en það var þriðji dagurinn sem bardagar og oflreldi geisaði á þessum slóðum. Er nú svo komið að stjórnvöld og alþjóðastofnanir eru farn- ar að hafa verulegar áhyggjur af stöðugleikanum á þessu svæði og ná- grenni þess. ■ FRÁ DEGI TIL DflGS LAUGARDAGUR 17. MARS 76. dagur ársins, 289 dagar eftir. Sólris kl.7.39, sólarlag kl. 19.35. Þetta gerðist 17. mars • 1987 voru prestskosningar afnumdar að mestu leyti hér á landi. • 1969 tók Golda Meir við embætti for- sætisráðherra í Israel. • 1966 fann bandarískur dvergkafbátur týnda vetnissprengju út af strönd Spán- ar, sem bandarísk sprengjuflugvél hafði óvart misst útbyrðis. • 1942 kom Douglas MacArthur hers- höfðingi til Astralíu tii þess að taka að sér yfirstjórn Kyrrahafsflotann i seinni heimsstyrjöldinni. • 1917 kom Tfminn út í fyrsta sinn, en varð reyndar ekki daghlað fyrr en 1947. • 461 er sagt að heilagur Patrekur, vernd- ardýrlingur Írlands, hafi látist. Vefföng dagsins Þann 1 5. þessa mánaðar opnaði formaður menningarmálanefndar Akureyrar Þröstur Ásmundsson vef gallerí listamannsins Lárusar H. List. Á vefsíðu Lárusar er að finna upplýsingar um listamannin, mynd- ir af málverkum og ágrip úr fjölmiðlagagn- rýni. Einnig eru nokkrar myndir úr minda- safni Lárusar af samferðamönnum hans á listasviðinu undir hnappnum Séð og heyrt. Slóðin er http://larushlist.com Vísa dagsins Alla leiðfráAdams tíð allt er f sömu shorðum. Drottins höndin hög og hlíð hengdi það svona forðmn. \ heodora Thoroddsen Auðæfi líkjast sjávarvatninu: Því meira sem rnaður drekkur af því, þeim mun þyrstari verður maður. Arthur Schopenhauer (1788-1860» Þau fæddust 17. mars • 1964 Rob Lovve, bandarískur leikari. • 1955 Gary Sin- ise Ieikari. •1951 Kurt Russel, banda- rískur leikari. • 1938 Rudolf Nurejev, rúss- neskur ballett- dansari. • 1937 Páll Pét- ursson ráð- herra. • 1919 Nat King Cole, banda- rískur djasspí- anóleikari sem síðar hlaut vinsældir sem dægurlagasöngvari. • 1899 Glora Swanson, bandarísk kvik- myndaleikkona. • 1895 Arndís Björnsdóttir leikkona. • 1686 Jean-Baptiste Oudrv, franskur Iistmálari og teiknari. Heilabrot í þessari gátu eru þrjúr villur, og lausnin er fólgin í því að fynna hverjar þær eru. Síðasta gáta: Arabískur auðjöfur átti tvo syni. Þegar hann dó skildi hann eftir sig fyrirmæli um að synir hans tvær ættu að fara í kappreiðar og sá þeirra sem ætti þann hestinn sem tapaði skyldi erfa allar eigur sínar. Þegar kom að kappreiðunum riðu synirnir báðir löturhægt af stað og námu loks báðir staðar ráðvilltir með öllu. Þá kom þar að gamall maður sem hlýddi á sögu þeirra og gaf þeim síðan ráð. Eftir að hal’a heyrt ráðið stukku þeir bræður þegar f stað á bak hestunum og riðu eins hratt og þeim var unnt rakleiðis í markið. I Ivcrt var ráð gamla mannsinsr Lausn: Að skipta um hesta, þannig að hvor riði á hesti hins.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.