Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Side 2
Jlagur-'ðHmmn
14 - Laugardagur 11. janúar 1997
Fyrir
smáfólkið
Janúar er ekki mánuður mikillar
athafnasemi. Eins og fólk sé að
jafna sig eftir lætin í desmember. f
það minnsta eru þær ekki margar,
fréttatilkynningarnar, sem læðast
gegn um faxtæki ritstjórnar um
þessar mundir og boða eitthvað
sniðugt og skemmtilegt fyrir smá-
fólkið. Kannski er það ekki svo
slæmt. Nú gefst loksins tími til að
fjölga samverustundunum. bessum
rólegu notalegu stundum sem fær
börn og foreldra til að tengjast
tryggari böndum.
Lesum jólabækurnar
Fengu börnin bækur sem enn er
ekki búið að taka plastið utan
af? Þá er alveg örugglega kominn
tími til að setjast niður og lesa
bækurnar fyrir þau litlu. Og ef búið
er að lesa allar bækurnar einu
sinni, þá er bara að lesa þær aftur.
Mörgum börnum finnst sögurnar
skemmtilegri því oftar sem þau
heyra þær. Þá geta þau líka verið
með í að segja söguna.
Allir í bió
Bíóhúsin standa sig í stykkinu og
halda áfram að bjóða upp á
barnamyndir um helgar. Háskóla-
bíó sýnir Gosa og í Stjörnubíói er
barnamyndin Matthildur til sýn-
inga. Vert er að geta þess að börn,
fjögurra ára og yngri, fá ókeypis
inn á báðar þessar sýningar.
Svanaprinsessan er sýnd í Laugar-
ásbíói og Regnboganum en í Sam-
bíóunum og Borgarbíó á Akureyri
er Hringjarinn í Notre Dame á
tjaldinu.
Út að leika
Snjórinn lætur á sér standa en
hann leynist þó í fjöliunum. Þeir
sem enn eiga eftir að víga nýju
snjóþoturnar geta brunað á bflnum
til fjalla og aldrei að vita nema þeir
finni snjó einhversstaðar. Skauta-
svell ættu líka að vera opin, bæði á
Akureyri og Reykjavík.
Barnaherbergi í
Norræna húsinu
Idag kl. 14 verður opnað sérstakt
barnaherbergi í Norræna hús-
inu. Þar mun hvert Norðurland-
anna eiga sinn barnabókaskáp. í
tilefni opnunarinnar verður efnt til
samkeppni um nafn á herberginu
og slegið upp lesveislu en veislu-
stjórar verða þeir Felix Bergsson
og Gunnar Helgason.
Linnea til Parísar
s
Amorgun ki. 14 verður sýnd
teiknimynd í Norræna húsinu
um sænsku stelpuna Linneu sem
fer til Parísar og í garð franska
málarans Claude Monet. Myndin er
gerð eftir sögunni Lilja í garði list-
málarans. Myndin tekur 30 mín. í
sýningu og aðgangur er ókeypis.
hlutans eða rétthöfum hug-
verka hans. Geta skal nafns
höfundar en þátttakandi á að
nota dulnefni. Leyfilegt er að
skila söngvunum inn hvort
heldur sem er á snældu eða
nótum.
Söngvar til þátttöku í keppn-
inni skulu berast Sósíalistafé-
laginu, Hjaltabakka 2, 109
Reykjavík, fyrir 1. febrúar undir
duínefni en rétt nafn og heimil-
isfang þátttakanda skal fylgja í
lokuðu umslagi. Og þá er bara
að byrja að semja. AI
Við
syngjum
okki nóg
Viltu komast a stall
með Karli Marx?
Nú er tækifærið.
Hugsjónarmenn:
Nýja verkalýðs-
söngva vantar.
Verðlaun í boði.
texta. Fyrir utan heiðurinn sem
fellur sigurvegaranum í skaut.
Svona förum við að
Þátttaka í söngvakeppninni er
öllum opin. Þrír möguleikar eru
fyrir hendi. Ilægt er að senda
bæði lag og texta, lag en notast
við gamlan texta, eða texta og
notast við gamalt lag. Sá hluti
sem er nýr (annað hvort lag eða
texti) má ekki hafa birst opin-
berlega áður. Ef sent er lag við
eldra ljóð eða ljóð við eldra lag
þarf að fá leyfi hjá höfundi eldri
Verkalýðssöngva-
keppni? „Hugsanlega
einsdœmi í heimin-
um, “ segir Þorvaldur
Þorvaldsson í Sósíal-
istafélaginu, en félagið
stendur fyrir þessari
keppni í tilefni af
tveggja ára afmœli
sínu sem var í október.
„Okkur langar til að stuðla
að því að nýir verkalýðssöngvar
verði skrifaðir," segir Þorvaldur
um ástæðu þess að farið var af
stað með keppnina. Ekki af því
að þeir söngvar sem til eru séu
slæmir, heldur vantar nýja
brumið og íjölbreytnina. „Það
eru ekki til margir íslenskir
verkalýðssöngvar.
Annars þurfa þetta ekki
endilega að vera baráttusöngv-
ar heldur mega þeir líka vera
um lífsbaráttuna almennt. Eitt-
hvað sem höfðar til alþýðunnar
í landinu."
En hvaða lög hafa þá verið
sungin fram að þessu?
„Já, það er nú vandamálið.
Við syngjum ekki nóg. Við í
Sósíalistafélaginu syngjum þó
alltaf Alþjóðasöng verkalýðsins
á fundum hjá okkur.“
Vegleg verðlaun
Þeir sem hafa áhuga á að vera
með þurfa að hafa hraðan á þvx
síðasti skiladagur fyrir lög og
texta er 1. febrúar. Og það er til
mikils að vinna. Verkalýðsfélög
hafa lagt til samtals 80 þúsund
krónur í verðlaunafé sem mun
skiptast til helminga fyrir lag og
Góð mynd segir gjarnan
meira en mörg orð. Áhugafólk
um Ijósmyndir ætti ekki að
láta sýningu Blaðaljós-
myndarafélags íslands og
Blaðamannafélags íslands
fram hjá sér fara þar sem hún
er óvenju vegleg þetta árið.
Hefð er fyrir því að setja á
hverju ári upp sýningu með
bestu blaðaljósmyndum ársins
á undan. í tilefni þess að Blaða-
mannafélag íslands verður
hundrað ára á þessu ári verður
að þessu sinni einnig sett upp
sérstök sögusýning með úrvali
blaðaljósmynda frá liðnum ára-
tugum.
„Þetta er tvískipt. Annars
vegar sögusýningin og hinsveg-
ar keppni um bestu myndirnar
árið 1996,“ segir Þorvaldur Örn
Kristinsson, formaður Blaða-
ljósmyndarafélags íslands. í
keppninni um bestu myndina
verður keppt í sex flokkum:
fréttir, daglegt líf, skop, lands-
lag, portrait myndir og íþróttir.
Ein af þessum sex myndum
verður síðan valin mynd ársins
1996 og hlýtur ljósmyndarinn
100 þúsund krónur í verðlaun
frá Blaðamannafélagi íslands.
Á sögusýningunni eru alls
Unnið var hörðum höndum að uppsetningu blaðaljósmyndasýningar sem opnuð verður í dag. Á myndinni eru
þau Fríða Björnsdóttir, framkvæmdastjóri B.Í., Jón Svavarsson, Ijósmyndari, og Lúðvík Geirsson, formaður B.í.
Mynd: ÞÖK
um hundrað myndir til sýnis en
sýningin Blaðajósmyndir 1996,
þar sem keppt er til verðlauna,
skartar um 120 myndum frá
tæplega 20 ljósmyndurum.
Sýningin verður opnuð í
Gerðarsafni í Kópavogi klukkan
14 í dag. Hún verður opin alla
daga nema mánudaga frá
klukkan 13-18 fram til 2. febrú-
ar. Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um hvort hún fari
víðar en þó er hugsanlegt að
hún komi norður fyrir heiðar
síðar á árinu. AI
Bestu blaða-
ljósmyndimar