Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Qupperneq 3
(®agur-'®tmttm
Laugardagur ll.janúar 1997 - 15
Alda Sigurðardóttir hefur leikið í kvikmyndunum Hvíti víkingurinn og Hin helgu vé. Á sunnu-
dagskvöldum má sjá hana í norrænu þáttaröðinni Hótel Osió.
Ljóska
sem lærir
á selló
Ljóskur lenda gjarnan í ýmsum æv-
intýrum eins og sannast í norrænu
þáttaröðinni Hótel Osló, sem hefur
verið á skjánum á sunnudagskvöldum að
undanförnu. Það er leikkonan Alda Sig-
urðardóttir sem leikur eitt af sex aðal-
hlutverkum, íslensku ljóskuna Vigdísi en
hún er læra á selló í Noregi og býr á
hótelinu ásamt sex öðrum ungmennum.
„Ég er voða snobbuð íslensk stelpa sem
fer til Oslóar til að fara í tónlistarhá-
skóla. Ég lendi á Hótel Osló því að vin-
konur mínar eru komnar með kærasta
og ég lendi í veseni með húsnæði. Á
þessu hóteli eru krakkar frá öllum Norð-
urlöndunum, hótelið tengir söguþráðinn
en hver og einn hefur sína stefnu," segir
Alda.
Alda Sigurðardóttir er ekki eini fs-
lendingurinn sem leikur í þáttunum.
Þegar hefur mátt sjá Ingibjörgu Stefáns-
dóttur, leikkonu og söngkonu, bregða
fyrir en hún er í aukahlutverki ásamt
stúlku sem heitir því íinnskættaða nafni
Aino Freyja. Þá leikur Eiríkur Guð-
mundsson, starfsmaður RÚV, pabba Vig-
dísar. Alda og Ingibjörg eru líklega
þekktastar íslensku leikaranna en Alda
hefur áður leikið í myndunum Hvíti vík-
ingurinn og Hin helgu vé.
Hefurðu fengið einhver tilboð í fram-
haldi af þessari þáttaröð?
„Ekki ennþá. Það á eftir að sýna þætt-
ina á hinum Norðurlöndunum,“ segir
hún.
Ævintýri Vigdísar í Noregi eru bara
rétt hálfnuð því að aðeins hafa verið
sýndir tveir þættir af ijórum og verður
fróðlegt að fylgjast með framvindu mála.
Sjónvarpsþættirnir eru samstarfsverk-
efni norrænna sjónvarpsstöðva.
GHS
Reyklaus skóli
Við heyrum ífréttum að
reykingar hafi aukist með-
al ungmenna. En ekki með-
al unglinganna íÞelamerk-
urskóla íHörgárdal Meðal
28 nemenda í 8., 9. og 10.
hekk er enginn sem reykir.
Af þessu tilefni ákváðu
stjórnendur skólans að verð-
launa nemendur og gáfu nem-
endum í efstu bekkjardeildun-
um þremur boli í verðlaun. „Til
að efla baráttuandann," segir
skólastjórinn, Karl Erlendsson.
Krabbameinsfélagið hefur áður
veitt skólanum viðurkenningu
fyrir að vera reyklaus en þetta
er í fyrsta sinn sem nemendur
frá viðurkenningu frá skólanum
fyrir að reykja ekki. Dagur-
Tíminn óskar ungmennunum til
hamingju. Gott hjá ykkur. AI
Gettu betur byrjar
Unglingarnir í Þelamerkurskóla með bolina góðu. Nokkra nemendur vantar á myndina.
Mynd: JHF
Gettu betur, spurninga-
keppni framhaldsskól-
anna, hefst á Rás 2 á
þriðjudagskvöldið klukkan
hálfníu með viðureign Fjöl-
brautaskólans í Ármúla og Iðn-
skólans í Hafnarfirði og
Menntaskólans á Akureyri og
Framhaldsskólans á Húsavík.
„Þetta er alltaf pínulítið
breytilegt milli ára og aldrei al-
veg nákvæmlega eins. Keppnin
hefur unnið sér þann sess að
hún er alltaf eins að meginupp-
byggingu. Það eru einstaka liðir
sem koma og fara,“ segir Davíð
Þór Jónsson en hann er stjórn-
andi keppninnar. Dómari er
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir.
„Nú verða margar tveggja
liða spurningar, sem menn fá
tvö stig fyrir, hljóðdæmi og svo
verður haldið áfram með stað-
reyndavillur í leiknum texta
eins og var í fyrra og hitti-
fyrra,“ segir Davíð Þór Jónsson,
stjórnandi þáttarins.
Seinni umferð hefst um miðj-
an febrúar í Sjónvarpinu og er
ráðgert að lokakeppnin verði
rétt fyrir páska. Æsispennandi
verður að fylgjast með hvaða
liði tekst að rjúfa sigurgöngu
MR-inga en hún hefur nú staðið
óslitið í ijögur ár, að sögn Ragn-
heiðar Erlu.
- En verða spurningarnar
núna erfiðari en í fyrra?
„Ég get ekkert dæmt um það.
Nei, nei. Það hlýtur bara hver
og einn að setja sinn persónu-
lega stimpil á þetta. Ætli þetta
verði ekki bara í svipuðum far-
vegi. Ég býst við því,“ segir hún.
Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, byrjar á þriðjudaginn.
Spennandi verður að fylgjast með því hvaða lið rýfur fjögurra ára sig-
urgöngu MR-inga.