Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Blaðsíða 4
16 - Laugardagur 11. janúar 1997 Iliigur-ínmtimx Of bjartsýnar aðsóknarspár rótín að skuldunum Leikfélag Reykjavíkur á 100 ára afmœli í dag. í sögu þess hafa skipst á skin og skúrir eins og í leikhúsum er siður. Segja má að starfsemi LR hafi á þessum tíma tekið tvœr kúvendingar. Þá fyrri árið 1963 þegar borgin hcekkaði framlag sitt til LR umtalsvert - svo sjálfboðaliðar fyrri ára gátu orðið atvinnumenn í leiklislinni, þ.e. hægt var að borga starfsfólki laun fyrir vinnu sína. Síðari kúvendingin var þegarLR fluttist árið 1989 úrlðnó íBorg- arleikhúsið. Síðan hejur gengið nokkuð brösuglega og á síðustu 4-5 árum hafa safnast upp skuldir sem nema nú um 60 milljónum króna. Sigurður Karlsson, for- maður LR, er þó ekki svartsýnn á gengi LR nœstu öldina en hann hefur leikið með félaginu í rúm 30 ár afþessum hundrað. vanda og ég trúi ekki öðru en við munum geta það núna.“ Óstaðfestar heimildir blaðs- ins herma að einungis 7000 manns hafi komið á sýningar LR á haustmisseri. Sömu heim- ildir herma að áætlun yfir allt leikárið geri ráð fyrir 30.000 manns miðað við 60- 80.000 manns að jafnaði yfir allt leik- árið í Borgarleikhúsinu. Sigurð- ur sagðist ekki hafa aðsóknar- tölur haldbærar. - Gerið þið ráð fyrir að skuldirnar aukist mikið á þessu leikári? „Pessi skuldasöfnun síðustu ára stafar kannski fyrst og fremst af því að menn hafa gert bjartsýnar spár, gert ráð fyrir meiri aðsókn en verið hefur. Við höfum lært af þessari reynslu og gerum mjög hóflega áætlun fyrir aðsókn á þessu ári. Við áætlum hana minni en í fyrra.“ Vilja ekki samkeppni við frjálsu leikhópana - Borgarleikhúsið er sameign LR og borgarsjóðs, ergó borgar- búa, og að öllum líkindum verð- ur eignarhluti borgarinnar yfir 90% þegar framkvœmdum lýk- ur. Stone Free fékk inni í Borg- arleikhúsinu og náði metað- sókn. LR hefur ekki náð að full- nýta húsið en þó hefur leikhús- stjóri fyrirvara á að opna húsið fyrir frjálsum leikhópum. Hefur : V'* k- li' 'm ■ Sigurður Karlsson formaður LR. - Fjárhagsvandi LR hefur verið í sviðsljósinu undanfarið. Árið 1963 var gert munnlegt samkomulag við borgarstjóra um aukin framlög til LR. Árið 1975 var svo gerður skriflegur samningur við borgina um byggingu Borgarleikhúss. Hefði ekki verið forsjálla að tryggja um leið fjárframlög til rekstrar LR inní Borgarleikhúsinu? Það er ekki nóg að byggja... „Ja, reynslan af þessu munn- lega samkomulagi hefur verið mjög góð þannig að ég hef alltaf litið svo á að þeir sem stóðu að þessu samkomulagi, Vigdís Finnbogadóttir þáverandi leik- hússtjóri og Birgir ísleifur Gunnarsson hafi talið það svo sjálfsagt mál að ekki þyrfti að taka fram enda höfðu borgin og LR verið í samstarfi um þennan rekstur þá í rúman áratug. LR hefur átt í rekstrarvanda með reglulegu millibili í 100 ár. Ég hugsa að ekki þurfi að fara langt aftur í tímann til að finna dæmi þess að LR hafi skuldað hlutfallslega jafn mikið af veltu og núna. Á þeim tíma átti LR hins vegar ekki neitt, nú á það þó sinn hlut í Borgarleikhúsinu. Og við teljum okkur eiga fyrir skuldum núna. LR hefur alla tíð unnið sig út úr sínum ijárhags- Brynjólfur Jóhannesson var á sínum tíma nokkurs konar tákn fyrir Leikfélagið og sagt var að hann ætti „allra manna auðveldast með að bregða sér í ailra kvikinda iíki og kann jafnvel við sig sem engill og djöfull." Hann er hér í Ævintýri á gönguför, kassastykki sem LR greip oft til þegar skrölta tók í pyngjunni - og gekk alltaf glimrandi vel. Mynd: OÓ Framtíðarsýn Sigurðar Karls- sonar fyrir LR: „Að Leikfélagi Reykjavíkur verði sköpuð að- staða til þess að gegna jafn merku hlutverki í menningarlífi landsins nœstu 100 árin eins og það hefur gert síðustu 100 árin. Égfer nú ekki fram á meira...“ Uppsetningin á Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett þykir að sögn kunnugra einhver besta sýning sem sést hefur hér - en hún kolféll og var aðeins sýnd 7 sinnum leikárið 1959-60. Með henni komst absúrdisminn fyrst inn í íslenskt leikhús. Á myndinni sjást þeir Flosi Ólafs- son, Brynjólfur Jóhannesson, Árni Tryggvason og Guð- mundur Pálsson. Mynd: OÓ.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.