Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Síða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Síða 5
 Laugardagur ll.janúar 1996 -17 MENNING O G LISTIR Gunnþórunn Halldórsdóttir og Friðfmnur Guðjónsson voru bæði afar vinsæl á sínum tíma. Gunn- þórunn lék margar ólíkar persón- urnar, rosknar piparmeyjar, gal- gopastelpur og pörupilta, varð um tíma ókrýnd revíudrottning l'slend- inga en um síðir einkum túikandi alþýðukvenna. Friðfinnur var frá upphafi einn af helstu leikurum fé- lagsins. Honum þótti til að byrja með takast best upp með unga villinga og skrýtna karla én með árunum varð hann fjölhæfur skap- gerðarleikari. að borgarsjóður sem er einn sjötti af ríkissjóði geti haldið uppi jafn öflugri leiklistarstarf- semi og ríkið? „Nei, enda höfum við líka verið að fara fram á að ríkið kæmi inn í þetta aftur og höfum óskað eftir viðræðum við ríkið.“ - Þið fenguð 1/3 af umbeð- inni aukajjárveitingu frá borg- inni. Reksturinn gengur illa og við því þarf að bregðast. Hvað œtlið þið að gera? „Ef maður væri nú búinn að flnna upp aðferðina til að auka Óperettan Nitouche (’40-41) er ein sú vinsælasta sem LR hefur sett upp. Á myndinni eru þau Lárus Pálsson og Sigrún Magnúsdóttir. Haraldur Björnsson leikstýrði óperettunni. Haraldur var ásamt Önnu Borg fyrstur íslend- inga til að stunda leiklistarnám í Kaupmannahöfn og útskrifast þaðan sem leikari árið 1927. Hann setti mikinn svip á íslenskt leikhús bæði sem leikari og leikstjóri. LR einhverja skýra stefnu um aðgang annarra leikhópa þegar félagið hefur ekki nœgilegt fé til að fullnýta húsið? „Leikhópar starfa á allt öðr- um fjárhagslegum forsendum en LR. Þessir leikhópar verða alltaf til en eiga það sameigin- legt að þeir lifa og deyja vegna þess að enginn maður endist til að starfa í svona hópi nema í takmarkaðan tíma.“ - Ertu þá að tala um að LR vilji takmarka aðgang frjálsra leikhópa að Borgarleikhúsinu og leggja þar með sitt af mörk- um til að þeir lognist út af og beinist inn í atvinnuleikhúsin, öruggt og traust starfsum- hverfi? „Nei, það er mikið og merki- legt starf unnið í þessum hóp- um. En það gengur ekki að reka í sama húsinu - í sam- keppni - atvinnuleikhús sem er bundið af kjarasamningum, og verður að greiða fyrir alla vinnu sem unnin er, í sam- keppni við leikhóp þar sem fólk vinnur í sjálfboðavinnu. Það eru þrír leikhópar nú að sýna í húsinu. En okkar stefna er sú að nýta þetta hús eins og við mögulega getum undir okk- ar starfsemi.“ - Og þegar það er ekki hœgt? „Þá er spurning hvort það sé í samræmi við tilgang LR að standa í því að leigja út hús- næði fyrir Ieikhóp.“ Bjartsýnn - LR miðar Jjárstuðning borgar- innar gjarnan við það 2-3falt hœrra framlag sem Þjóðleik- húsið fœr. Er við því að búast aðsókn í leikhús þá væri ég ekki í þessu viðtali. Við höfum lent í því hér hjá LR að gera áætlun sem klikkaði í sambandi við hvert einasta verk. Þau leikrit sem áttu að ganga - gengu ekki. Þau sem við gerðum ráð fyrir að myndu ekki ganga neitt - gengu alveg eins og vitleysingar, t.d. Þrúgur reiðinnar. Um það er stöðug umræða innan leikhússins, hvað er vænlegt til aðsóknar." - Benda aðsóknartölur síð- ustu ára til að grundvöllur sé fyrir tveimur stórum atvinnu- leikhúsum í borginni? „Já. Við vitum að á undan- förnum hafa komið allt upp í 200.000 manns í leikhús á ári. Það þætti nú víða gott í stærri borgum.“ lóa Söngleikurinn Fagra veröld verður frumsýndur í kvöld á afmælisdegi LR. Söngleikurinn er eftir þá Karl Ágúst Úlfsson og Gunnar Reyni Sveinsson og byggist á Ijóðum Tómasar Guðmundssonar. Tómas ætti að teljast einkar viðeigandi viðfangsefni á aldarafmæli leikfé- lags sem kennir sig við höfuðstað iandsins enda var hann einna fyrstur skálda til að sjá fegurð og rómantík í lastabælinu Reykjavík á millistríðsárunum. Var gosbrunnur í garðinum? Gunnar Stefánsson skrifar um leiklist Leikfélag Reykjavíkur: Dómínó eftir Jökul Jakobsson. Leikstjórú Kristín Jóhannesdóttir. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Ögmundur Jóhannesson. Frumsýnt á Litla sviði Borgarleik- húss 9. janúar. að er vel við hæfi að Leik- félag Reykjavíkur heiðri á aldarafmæli sínu Jökul Jakobsson. Hann var á sinni tíð helsti og fremsti höfundur leik- félagsins, eins og margsinnis hefur verið rakið. Það er víst orðin leiksöguleg viðmiðun að telja sigursjónleik hans, Hart í bak 1962, marka upphaf nýs gróskuskeiðs í leikritagerð vorri. Jökull samdi margt leikrita allt til þess er hann lést löngu fyrir aldur fram, 1978. Að sönnu öðlaðist ekkert seinna leikrit hans neitt viðlíka lýðhylli og Ilart í bak. En hann náði vax- andi valdi á íþrótt sinni. Líklega er þó Dómínó frá 1972 jafnbest skrifað af öllum sviðsverkum Jökuls. Það er því í alla staði vel ráðið að draga það verk fram nú. Dómínó er samtímaleikrit úr Reykjavík og gerist á heimili Margrétar og Kristjáns. Þangað kemur maður sem dvalið hefur lengi í íjarlægu landi, Gestur, gamall vinur og kannski elsk- hugi húsfreyju. Þau rilja upp minningar, en konan man fátt sem hann nefnir. Þau geta jafn- vel ekki komið sér saman um hvort Pétur mandólín hét Pétur eða hvort hann skaut sig, né heldur hvort var gosbrunnur í garðinum. Konan er lífsleið, með mígreni eða ristil eftir þörf- um, þegar tilveran verður of þungbær. Hún er gift Kristjáni plastframleiðanda, manni sem er fulltrúi þeirra nýríku, sjálf er Margrét af embættismannaaðli. Fulltrúi hinnar horfnu gullaldar er móðir Margrétar, Lovísa. Fulltrúi ungu kynslóðarinnar er svo hippinn Sif sem vill berjast fyrir friði á jörð og brauðfæða hina snauðu. Það er í þessu leikriti heil- mikil þjóðfélagslýsing og að ýmsu leyti er það dæmigerð af- urð síns tíma, um 1970, þegar hið gamalgróna borgaralega samfélag er loks að gliðna sund- ur, án þess þó að unga kynslóðin hafi nokkuð upp á að bjóða nema dálítið ómarkvissa upp- reisn gegn lífsháttum foreldr- anna sem hún þó þiggur allt sitt af. Gestur sem hefur starfað í þróunarlöndunum slær óðar á baráttuvilja Siijar sem horft hef- ur á neyðina í sjónvarpi: það er lítið hægt að gera. Hvað sem þessu líður er Dómínó ekkert þjóðfélagslegt ádeiluleikrit, enda hefur það ekki verið skilið svo, ekki 1972 og líklega enn síður nú. Það Iyft- ir sér yfir sinn tíma um leið og það speglar hann eins og öll góð skáldverk. Þetta er Ijóðrænn leikur um tímann og minning- una, dálítið angurvær spuni á mörkum skops og harms eins og títt er hjá höfundinum. f Dórnínó hefur hann náð mikilli leikni í orðræðulist sinni, sem byggist á endurtekningu og leik, fimlegum dansi kringum inntak sem aldrei er látið uppi berum orðum; áhorfandanum látið eftir að ráða í hvað hefur gerst - eða ekki gerst - hver er hver þegar uppi er staðið. Mér er sýningin 1972 minnis- stæð og ég sé ekki betur en Kristín Jóhannesdóttir fylgi áþekkri stefnu og þar og sýni leiðbeiningum höfundar fullan trúnað. Sviðslýsingin fremst gengur hér aftur. Hvíti liturinn á öllu innanstokks, samsvarandi klæðnaði Gests, Margrétar og gömlu konsúlsfrúarinnar: „Það er eins og draumur í hvítu hafi skyndilega frosið“. En andstæða við þennan frosna draum er klæðnaður Kristjáns og Sifjar - og reyndar Soffíu, hins eilífa hugsunarlausa blaðrara veislu- boðanna. Leikstjórinn hefur greinilega lagt alúð við sýninguna og nær í hana góðum tóni, yfirleitt, þótt um val í hlutverk megi deila. Gestur hefur hæfilegt framand- leikasnið á sér í meðförum Egils Ólafssonar, líklega hans besta verk um nokkurt skeið. Hanna María Karlsdóttir leikur Mar- gréti vandvirknislega en hún nær ekki að birta í senn lífsleiða og glæsileik þessarar ungu konu með fullnægjandi hætti - og verður örðugur samanburður- inn við Helgu Bachmann sem lék hlutverkið eftirminnilega forðum. Eggert Þorleifsson fær hér annars konar hlutverk við að glíma en upp á síðkastið. Hann er góður skopleikari en alvaran lætur honum síður. í Kristjáni er vanmetakenndin rík og brýst stundum fram, þá verður leikur Eggerts meira á yfirborðinu. Margrét Ólafsdóttir er skemmtileg í hlutverki konsúls- frúarinnar gömlu og Guðrún Ás- mundsdóttir ósköp kunnugleg skrípafígúra sem Soffía, maður hefur séð þessa kerlingu í með- förum Guðrúnar oft áður. Þá er ótalin Sif, Halldóru Geirharðs- dóttur. Sú persóna er vandleikin af þvx að hún er fastast bundin við tilurðartíma verksins. Sumt hjá henni verkar einhvern veg- inn miklu veikara nú en forðum. Til dæmis fallega ræðan um landið þar sem Bong tréð grær. Er þetta ekki bara fölnuð tilfinn- ingasemi? En Halldóra gerir persónuna lifandi, aðgreinir sig vel frá hinum steríla heimi um- hverfisins og sýnir kvikuna í stúlkunni, viðkvæmnina bak við rostann - sem raunar má ekki meiri vera. Sviðsmyndin er stilhrein og lýsingin nákvæm. Sýningin var kannski full hæggeng og varð í langdregnasta lagi eftir hlé. Þeg- ar upp er staðið er maður þó sáttur við þessa túlkun, hinn angurværi tónn sem er persónu- legasta einkenni verksins þarf að fá sinn tíma. Leikritum Jökuls Jakobssonar hefur lítið verið sinnt af atvinnu- leikhúsum undanfarið, en fyrir tveim árum kom vönduð heild- arútgáfa þeirra á markað. Kannski boðar sýning Dómínós að þeim verði nú aftur gaumur gefinn.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.