Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Side 7
|Dagur-'3Kamm
Laugardagur 11. janúar 1997 -19
Búið er að skrifa
fyrstu doktorsritgerð-
ina um íslenskar
kvennabókmenntir,
raunar þá fyrstu um
íslenskar samtímabók-
menntir í liðlega 30 ár
við Háskóla íslands.
Fyrir valinu urðu 9
fullorðinsskáldsögur
Ragnheiðar Jónsdótt-
ur sem höfundur rit-
gerðarinnar hafði
aldrei heyrt af fyrr...
„Mín aðalkenningarlega staða í bók-
inni er að ég vil leyfa 1000 blómum að
blómstra,“ segir Dagný Kristjánsdóttir,
dósent við Háskóla íslands, sem eftir 12
ára þrotlausa vinnu lauk nýlega við
doktorsritgerðina Kona verður til. Áður
hafði Dagný skrifað candmag-ritgerð um
þekktustu fullorðinssögur Ragnheiðar,
Þórubækurnar, sem komu út á árunum
1954-64 en þekktust er hún líklega fyrir
barnabækur sínar, m.a. um þær stöllur
Dóru og Völu.
Dagný segist í raun réttri aldrei hafa
átt að frétta af skáldsögum Ragnheiðar
enda hefðu þær hvergi verið á leslistum í
sínu námi. „Skáldsögur Ragnheiðar voru
mikið lesnar á sínum tíma en hafa horfið
með húð og hári í bókmenntasögunum.
Það var Silja Aðalsteinsdóttir sem benti
mér á þessar bækur. Ég byrjaði að lesa
Þórubækurnar og grenjaði augun úr
mér yfir annarri Þórubókinni."
Útlánstölurnar
bjargað þeim
Ragnheiði var mjög vel tekið af gagnrýn-
endum þegar fyrstu bækur hennar komu
út á 5. áratugnum. Eftir útkomu bókar
nr. 2 er hún kölluð „efnilegasti kvenhöf-
undurinn" og segja menn „að hún lofí
góðu.“
„Síðan fækkar ritdómunum kerfis-
bundið og hverfa svo nánast alveg,“ seg-
ir Dagný og bætir því við að um síðustu
og athyglisverðustu bækur hennar sé
ýmist þögn eða þeim spyrt saman við
bækur annarra kvenhöfunda í dómum.
Hins vegar sýna útlánstölur kringum
1960 að Ragnheiður var 4. mest lesni
höfundur þjóðarinnar. „Hún er svo langt
yfir vinsælum barnabókahöfundum að
það hlýtur að skýrast með fullorðinsbók-
unum.“
„Útlánstölur bókasafnanna hafa
ábyggilega haldið lífinu í þessum konum.
Það hefur ekkert verið auðvelt að halda
sjálfsmyndinni ofan jarðar í þessari
þögn og hunsun."
Að sögn Dagnýjar var þögnin yfir
bókmenntum,kvenna ekki rofin fyrr en
með þeim Svövu Jakobsdóttur og Jakob-
Æviágrip
(1895-1967)
Ragnheiður var menntaður kennari,
stundaði framhaldsnám erlendis og
kenndi í íjölda ára. Hún eignaðist tvö
börn með manni sínum, Guðjóni Guð-
jónssyni, skólastjóra í Hafnarfirði. Gaf
út sína fyrstu bók 39 ára gömul. Var
mjög heilsulítil og skrifaði í rúminu.
„Það gerðu margar skáldkonur af þess-
ari kynslóð. Aðrar konur grunuðu þær
um að vera að skrópa frá þvottunum
og bakstrinum. Vera að gera sér upp
veikindi til að geta legið í þessum lúx-
us. Kannski hafa þær gert það...“
Ragnheiður skrifaði 23 sögur fyrir
börn og unglinga og 9 fullorðinsbækur.
Var róttækur sósíaldemókrati og mjög
stéttvís í sögum sínum, hæddi óspart
nýríkar konur sem misnotuðu stöðu
sína til að sparka í kynsystur sínar, en
sögusamúðin fylgdi alþýðukonum sem
streittust við að koma sér upp lífi.
Dagný Kristjánsdóttir, dósent við Háskóla íslands.
ínu Sigurðardóttur. „Þær brutu ísinn og
eru fyrstu konurnar í bókmenntasögunni
sem eru metnar til jafns við karla. Ég
hélt á sínum tíma að það hefðu bara
engar konur skrifað fyrr en þá. En á
undan þeim voru komnar margar
hörkugóðar konur sem voru með efnis-
byltingu að breyta raunsæinu innan frá
því þær tóku inn veruleika kvenna."
Dagný segir þessar konur, s.s. Unni
Eiríksdóttur, Oddnýju Guðmundsdóttur
o.fl. geysilega ólíka rithöfunda. „Þess
vegna er furðulegt að þessar konur eru
allar stimplaðar epískir ástar- og sveita-
sagnahöfundar eins og Guðrún frá
Lundi.“
Þunglyndar sögur
„Ég vil meina að þunglyndið sem maður
sér í textum kvenhöfundanna sé að
einhverju leyti viðbrögð við þessari úti-
lokun sem þær sættu,“ segir Dagný og
telur að rauði þráðurinn í höfundarverki
Ragnheiðar sé einmitt þetta þunglyndi.
Það sé til staðar strax í fyrstu bókinni en
magnist svo upp og taki bókstaflega yfir
síðustu bókina.
Þegar karlhöfundar tóku að umbylta
formi ljóðlistarinnar í landinu og skrifa
módernískar sögur sátu konur áfram við
að skrifa raunsæilegar sögur, allt fram
að Jakobínu og Svövu. Þetta á við um
Ragnheiði eins og aðra kvenhöfunda.
Dagný telur líklegustu skýringuna á
þessu tómlæti kvenhöfunda gagnvart
tískustraumum í skáldskapnum þá að
kvenhöfundar hafi ekki viljað rjúfa sam-
bandið við munnlega sagnahefð. „Það
sem gerist er að nútíminn kemur. Kon-
urnar taka þessum nútíma, borgunum
og tískunni mjög fagnandi en þær vilja
ekki rjúfa sambandið við mæðurnar og
við hefðina í bókmenntunum."
En í kjölfar atómskálda tóku gagn-
rýnendur að krefjast módernískra texta
að sögn Dagnýjar. „Þeir dubba þá kon-
urnar upp sem helstu afturhaldsseggina,
gamaldags og rómantískar. Konurnar
hverfa svo bara út úr menningarumræð-
unni. Þær eru ekki einu sinni skammað-
ar.“
Líkt við Gyrði
„Ragnheiður er mjög dæmigerður raun-
sæishöfundur. Hún vill vísa til veruleika
sem er skiljanlegur fyrir hana og lesend-
ur. Hún brýtur ekki upp veruleikann eins
og módernistarnir. En hún brýtur upp
textann, skrifar mjög dramatísk samtöl,
sviðsetur mikið og sker niður sálfræði-
legar útskýringar. Jón Karl Helgason,
bókmenntafræðingur, sagði einu sinni að
fyrsta Þórubókin minnti sig rosalega á
Gyrði Elíasson. Þetta er vel sagt því
þetta er texti sem segir lítið en undir
honum skynjar maður algjör hyldýpi
merkingar."
Á höfundarferli Ragnheiðar þróast
hún frá þessu breiða raunsæi yfir í
flóknara samband milli lesanda og höf-
undar að sögn Dagnýjar. Þannig sé
„himinn og haf“ mifii fyrstu og síðustu
bókar hennar. í báðum þeirra er há-
punktur frásagnarinnar þegar kona
drepur sinn eiginmann. Umgjörðin öll er
hins vegar gerólík. Fyrri konan hefur sér
málsbætur því dauðvona eiginmaður
hennar ætlar að gera hana arflausa,
sem þýðir að hún getur ekki hjálpað
stórri og bágstaddri fjölskyldu sinni. Síð-
asta bókin hverfist aftur á móti um hat-
ursfullt hjónaband og kynjaátök innan
þess. „Þannig var hún á leiðinni frá
raunsæi til módernisma, frá aldamóta-
bjartsýni inn í mjög módernt og melan-
kólískt hugarfar.“
Vanmetin og
merkileg
- Var Ragnheiður best gleymd eða fannst
þér sem þú hefðir uppgötvað í bókum
hennar mikinn rithöfund?
„Já. Mér fannst ég vera að uppgötva
mjög vanmetinn höfund og merkilegan.
Ég hef borið hana saman við aðra kven-
höfunda á tímabilinu og mér finnst hún
koma mjög vel út úr samanburði." lóa