Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Side 8
20 - Laugardagur 11. janúar 1997 |Dagur-®ímmn
Óðinn Pétur Vigfússon,
kennari í Réttarholtsskóla,
hefur ákveðnar skoðanir á
íslenska skólakerfinu. Og
hann hefur samanburðinn
því hann hefur kennt í
tveimur öðtum löndum.
Mynd: Hilmar
íslendingar ættu að
eignast sinn grátmúr
Kennari íDanmörku, Bandaríkjunum
og nú á íslandi, með amerískt kenn-
arapróf, Óðinn Pétur Vigfásson, kenn-
ari og sagnfrœðingur, undrast umrœð-
una um raungreinaleysi skólanna í
einu ríkasta landi heims.
Umræðan undanfarið hef-
ur verið dálítið táknræn
fyrir það þegar íslend-
ingar uppgötva að þeir eru ekki
heimsmeistarar í öllu,“ segir
Óðinn Pétur Vigfússon frá Öl-
afsvík, grunnskólakennari við
Réttarholtsskólann í Reykjavík,
í samtali við Dag-Tímann. Hann
óttast ekkert um framtíð barna
okkar. Margt sé vel gert í ís-
lensku menntakerfi, annað
megi breytast til batnaðar.
Menntamál þurfi sífelldrar end-
urskoðunar við, en skólarnir
þurfi að vera í friði fyrir mis-
vitrum stjórnmálamönnum og
upphrópunum Ijöimiðla.
Ríkir án raungreina
„Ég er nú búinn að vera erlend-
is megnið af ævinni við nám og
störf, og þegar heim er komið
undrast ég allan þennan
harmagrát, kannski er nauð-
synlegt að íslendingar eignist
sinn Grátmúr á góðum stað í
Reykjavík,“ segir Óðinn Pétur
og hlær. Hann segir að íslend-
ingar eigi að una vel við sinn
hag sem ein ríkasta þjóð ver-
aldar, - með auð sem orðið hef-
ur til án stórfelldrar raun-
greinakennslu í skólunum.
„Ég spyr bara, eru íslensk
börn heimskari en önnur börn?
Auðvitað ekki, það er undarlegt
og særandi fyrir börnin að
heyra að íslenskum krökkum
líði illa hér og þar í erlendum
skólum. Mín reynsla er önnur,
því til mín komu íslensk börn til
Vejle, og þau stóðu sig með
mikilli prýði í skóla með dönsk-
um börnum, smávegis tungu-
málaeriiðleikar í stuttan tíma,
annað ekki,“ sagði Óðinn Pétur.
„Erum við ekki að heyra af
Ólafi Jóhanni sem miklum ijár-
málamanni og rithöfundi í út-
landinu. Hann lærði nú raun-
greinarnar svokölluðu í
Menntaskólanum í Reykjavík að
ég best veit, og kann að reikna
og hann skrifar vel. Hefðina og
virðinguna fyrir skólastarfi
vantar hjá stjórnmálamönnum.
Menn eiga ekki að blása eins og
hvalir við svona fréttir af ein-
hverri könnun. Við stöndum
okkur víða vel, íslendingar. Við
eigum marga tölvustráka sem
eru að gera það gott með fyrir-
tækin sín á alþjóðlegum mark-
aði. Pannig mætti lengi telja.
Auðvitað má laga margt í skóla-
kerfinu, en margt er þar vel
gert.“
Óðinn Pétur er með amerískt
kennarapróf, og starfaði árum
saman í Danmörku og síðar í
Massachussetts í Bandaríkjun-
um, áður en hann hélt til ís-
lands ásamt fjölskyldu sinni.
Talið berst að alþjóðlegri
rannsókn TIMSS, sem aíhjúpaði
slæma kunnáttu og kennslu í
raungreinum og stærðfræði.
Asíuþjóðir sýna góðan árangur
samkvæmt könnuninni, ísland
slakan.
„Mér finnst að ekki sé hægt
að einblína á árangur í svona
könnun. Við getum spurt okkur,
hvers vegna eru íslendingar
svona framarlega sem velferð-
arríki, en Asíuríkin yfirleitt ekki
lengra komin en þau eru fiest
hver? Auðvitað er góð kunnátta
í raungreinum afar mikils virði
og þær ber að auka og efla. En
eru þessar greinar endilega
undirstaða velferðar í þjóðfé-
lögum? Það má velta því fyrir
sér,“ sagði Óðinn Pétur.
Sænskudýrkun
skólakerfisins
Óðinn bendir á að flestar stærð-
fræðibækur í íslenskum skólum
„Ég er nú búinn
að vera erlendis
megnið af œvinni við
nám og störf, og
þegar heim er
komið undrast ég all-
an þennan harma-
grát, kannski er
nauðsynlegt að ís-
lendingar eignist
sinn Grátmúr
á góðum stað í
Reykjavík “
séu sænskar. Svo undarlega
sem það hljómi, þá hafi Svíar
einmitt átt erfitt með að fá
menntaskólaprófin sín metin í
Danmörku. Pegar hann kenndi
í Vejle í Danmörku hafi hann
fengið reynslu af sænskum
nemendum, þeir hafi þurft mik-
inn stuðning til að halda sér við
efnið. Óðinn segir að sænsku-
dýrkun íslenska skólakerfisins
geti hér átt hlut að máli og
spurning hvort það sé ekki dýrt
spaug.
„Einu er líka mjög ábóta-
vant í íslenska kerílnu, og það
er sú staðreynd að hér eru
kennarar í grunnskólum yfir-
leitt með aðeins þriggja ára BA-
nám, og þeim er svo ætlað að
verða atvinnukennarar á tíu
ára aldursskeiði í allflestum
fögum. Úti í Bandaríkjunum er
fólk með masters-gráðu að
kenna í grunnskólum, sérfræð-
ingar í ýmsum fögum, afbragðs
kennarar. Það eru fjölmargir
skólar erlendis að fara inn á
meiri sérfræðibrautir. Svo er
ekki hér á landi. Það sem ég hef
kynnst kennaranemum þá
finnst mér leitt að sjá hvernig
að þeim er búið. Það mætti
gjarnan leggja meiri metnað í
nám þeirra, þar mætti nota
gæðastjórnun við uppbyggingu
náms þessa unga fólks. Ég var
til dæmis ekki hrifinn og gerði
athugasemd þegar ég sá að
þessir ungu krakkar vissu bók-
staflega ekkert hvað þau áttu
að gera í þessari kennslu."
Samræmd próf eins
og bremsuklossi
í Bandaríkjunum fer fram stöð-
ug úttekt og endurskoðun á
kennslukerfinu og ég sá kynnt á
Netinu um daginn nýjustu hug-
myndirnar. Þar vilja menn að
einhvers staðar úti við sjón-
deildarhringinn hangi próf, ef