Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Síða 10
22 - Laugardagur 11. janúar 1997 Jlagur-®ímmn
Hannele, verkefnisstjóri Hand-
verks, segir að handverksmenn,
sem vilji stíga skrefið til fulls og
byggja afkomu sína á handverkinu,
verði að láta slag standa og sækja
um virðisaukaskattsnúmer í stað
þess að vinna alltaf undir 200 þús-
und króna marki.
Handverkið þarf
að verða sýnilegra
Handverk reynsluverkefni
stendur nú á krossgötum
eftir þriggja ára tímabil.
Starfsemin er komin í nýtt hús-
næði og eru nokkur sérverkefni
á döfinni næstu misseri.
„Við höfum það eitt að leið-
arljósi að gera handverkið sýni-
legra og viljum gjarnan að fólk
læri að bera virðingu fyrir því.
Okkur finnst skortur á því og þá
er ég að tala um almenning og
reyndar alla,“ segir ,Guðrún
Hannele Henttinen, verkefnis-
stjóri Handverks reynsluverk-
efnis, og tekur fram að með
handverki sé átt við listiðnað,
muni sem unnir séu með hönd-
unum að mestum hluta. Undir
það flokkist handverk, listhand-
verk, listiðnaður og nytjalist.
Reynsluverkefnið fór af stað í
ársbyrjun 1994 að frumkvæði
forsætisráðuneytisins, sem veitti
’() milljónum króna í verkefnið
1 þriggja ára. Það tímabil er nú
iið, peningarnir náttúrulega
ipurnir og nýtt tveggja ára
labil að heíjast. Hannele seg-
ið fyrstu árin hafi verið bráð-
Liðsynleg til að meta stöðuna,
ma hvað væri að gerast í
ídverki og kanna hvaða
guleikar væru fyrir hendi.
lum upplýsingum hafi verið
lað í gagnabanka og sé hann
taðar fyrir þá sem vilji nýta
þessar upplýsingar.
N'ýtt tveggja ára tímabil er að
ast hjá Handverki. Starfsem-
r nýlega flutt að Amtmanns-
1 í Reykjavík og var reyndar
verið að taka upp úr köss-
m þegar þetta viðtal var tek-
Á Amtmannsstígnum verður
starfræktur sýningarsalur með
handverk og listhandverk auk
þess sem áherslur verkefnisins
breytast í samræmi við það sem
reynslan hefur kennt.
Listhönnun sem
aukavinningar
„Við ætlum að einbeita okkur
að fólki, sem stefnir að því að
hafa handverk að atvinnu og
lítur ekki á það eingöngu sem
tómstundagaman. Við gerum
það með ýmsum hætti, erum
með ráðgjöf í markaðsmálum,
sölumálum og hönnunarmál-
um. Síðan erum við með upp-
lýsingaþjónustu og veitum til
dæmis upplýsingar um mennt-
un eða námsleiðir í handverki.
Við stefnum einnig að því að
vera með reglulegar sýningar á
því besta í íslensku handverki
hverju sinni," segir Hannele.
Nokkur sérverkefni eru á
döfinni hjá Handverki á þessu
ári og má þar nefna samstarf
við Happdrætti SÍBS þar sem 24
aukavinningar eru nytjamunir.
Þeir verða einmitt sýndir í Ráð-
húsi Reykjavíkur og stendur
sýningin yfir þessa helgi.
Skemmtilegur
ieiðarvísir
Hannele segir að í undirbúningi
sé samstarfsverkefni Norð-
manna, íslendinga og Orkney-
inga þar sem haldin verða mark-
viss námskeið fyrir íslensk hand-
verksfyrirtæki. Kennarar verða
norskir og er búið að sækja um
styrk til ESB. Einnig er unnið að
því að gefa út bækling, leiðarvísi
fyrir ferðamenn um alla sölu-
staði handverks á íslandi, gallerí
og handverksverkstæði hringinn
í kringum landið.
„Við ætlum að gera skemmti-
legan leiðarvísi þannig að þeir
sem hafa áhuga á að þræða
þessa staði eigi þá mjög greiðan
aðgang að þeim. Við erum búin
að fá smástyrk í þetta verkefni
og stefnum að því að fara í það
mjög íljótlega. Síðan erum við
alltaf að skoða möguleika á sam-
starfsverkefnum og erum mjög
opin fyrir öllu,“ segir Hannele.
, Við höfum það eitt að
leiðarljósi að gera
handverkið sýnilegra
og viljum gjaman
að fólk lœri að bera
virðingu fyrir því “
- En hvernig finnst henni til
hafa tekist þau þrjú ár sem lið-
in eru frá því verkefnið hófst?
Hannele telur að breyta þurfi
skattkerfinu og bendir á að ekki
þurfi að borga virðisaukaskatt
af handverki ef framleiðslan er
undir 200 þúsundum króna á
ári. Margir séu uppteknir við að
halda sér innan þessara marka.
Verður að stíga
skrefið
„Það dugir fyrir fólk, sem er í
handverkinu í hjáverkum og ætl-
ar sér ekki neitt annað, En ef
menn vilja fara út í atvinnu-
mennsku þá verða þeir að stíga
skrefið til fulls og fara yfir þessi
mörk, fá sér virðisaukaskatts-
númer og vera með venjulegan
fyrirtækjarekstur. Þetta stendur
svolítið í fólki. Það þarf að að-
stoða það við þetta og mjög brýnt
að sú aðstoð standi til boða og
við viljum náttúrulega veita hana
enn frekar," segir hún.
„Ríkisvaldið mætti gjarnan
koma til móts við þá sem eru að
stíga sitt fyrsta skref í fyrir-
tækjarekstri, gera það auðveld-
ara þannig að það yrði einhver
aðlögunartími. Þessar tillögur
eru ómótaðar og við þyrftum að
ræða þær en þetta mætti skoða
betur,“ segir Hannele.
Vítahringur
Námsmöguleikar í handverki
eru Hannele mikið áhugamál og
bendir hún á að þeir séu mjög
takmarkaðir í dag og fagþekk-
ingin hafi minnkað til muna.
Auðvitað er hægt að læra
ákveðnar iðngreinar, svo sem
klæðskurð, leirlist og textfl í
Myndlista- og handíðaskólanum
auk kennaranáms við Kennara-
háskólann. Þar hefur menntun-
in þó verið skorin niður.
„Þetta er vítahringur. Mennt-
un handavinnukennara er lak-
ari. Það leiðir til þess að nem-
endur fá ekki eins góða kennslu
í grunnskólanum og það Ieiðir
aftur til þess að þeir, sem fara í
kennaranámið, eru með verri
undirbúning en við vorum með
fyrir 30 árum. Það þarf að finna
leið til að komast út úr þessum
vitahring, bæta kennaramennt-
unina og hafa valkosti fyrir þá
sem vilja hafa handverk að at-
vinnu. Það vantar góðan hand-
verksskóla ef það á að byggja
upp handverksiðnað með metn-
aði,“ segir Hannele.
Listagott handverk
Ýmsir spennandi hlutir hafa
verið að gerast í handverki
enda margir listagóðir hand-
verksmenn hringinn í kringum
landið, til dæmis ný hönnun þar
sem lagt er út af sérkennum
hvers landshluta. Hannele
nefnir sem dæmi Ullarselið,
sem hefur óbeina tengingu við
Bændaskólann á Hvanneyri,
Drymlu í Bolungarvík, þar sem
textflhönnuður var fenginn til
að hanna mynstur í flíkum eftir
gömlu vestfirsku mynstri og
Þingborg á Suðurlandi auk þess
sem mikil gróska er í galleríum
á höfuðborgarsvæðinu.
„Við erum búin að reka okk-
ur á að hópar virðist fara gegn-
um ákveðið ferh. Fyrst eru allir
mjög áhugasamir en verða svo
þreyttir á sjálfboðastarfi þegar
líður á. Þá verður erfitt tímabil
í hópstarfinu og verður að finna
leiðir til að ráða bót á því,“ seg-
ir hún.
Ráðgjafar um allt land
Undanfarin þrjú ár hefur Hand-
verk verið með tengiliði um allt
land, einn í hverjum landshluta
sem hafa sinnt upplýsingaöilun
og -miðlun á hverjum stað.
Þetta tengiliðakerfi er að vísu
ekki í gangi nú þar sem þriggja
ára reynslutímabilinu er lokið. í
staðinn hafa sveitarfélögin ver-
ið hvött til að ráða ráðgjafa og
er til dæmis búið að ráða einn
slíkan á Austurlandi. -GHS