Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Page 11
ÍJórdaníu, þar sem ég dvaldi
í sumar, leið ekki sá dagur að
ekki vœri húmmos á borðum.
Með hádegismatnum var
brauð og húmmos og líka
með kvöldmatnum. Gott ef
þeir borðuðu ekki húmmos í
morgunmat líka...
En hún er lúmsk, þessi umræða, og
smýgur inn í heila fólks án þess að
það fái neitt við ráðið. Nú er sem
sagt svo illa komið fyrir mér að ég er
með hollustu á heilanum. Steig meira að
segja á stokk um áramótin strengdi þess
heit að árið 1997 kæmi ekkert sælgæti
inn fyrir mínar varir. Best að ganga bara
alla leið og lýsa þessu yfir á opinberum
vettvangi; þá er svo erfitt að svindla. Og
þar með er ég komin í hóp Gauja litla,
Möggu Blöndal, Magnúsar leikara og
ýmissa annarra sem berjast við freist-
ingarnar fyrir opnum tjöldum. Ég fer
samt ekki út í nektarmyndirnar eins og
Gaui - kemur ekki til mála!
En sem sagt, það er hollustan sem er
til umræðu. Reyndar veit ég ekki hvort
ég er rétta manneskjan til að Qalla um
heilsumat. Hef sjaldan gefið mig út fyrir
að vera myndarleg í eldhúsinu. En ég
borða náttúrulega, eins og aðrir, og er
ekki alveg sama hvað ég læt ofan í mig.
Grænmetið góða
Ég hef stundum sagt við vini og vanda-
menn í gríni að ég sé alveg á leiðinni að
verða grænmetisæta - um leið og ég hafi
tíma. Mér finnst nefnilega grænmetis-
réttir hið besta fæði. En þegar ég ætla að
vera dugleg og búa sjálf til grænmetis-
rétti fallast mér hendur þegar ég fer að
skoða uppskriftir. Ekki nóg með að þær
séu margar hverjar langar og flóknar
Auður Ingólfs
skrifar
heldur veit ég oft ekki hvað helmingur-
inn er. Hvað er t.d. kúrbítur, kjúklinga-
baunir og kóríander? Og svo er ég ekki
alveg viss hvort þetta sé eitthvað nýtt á
markaðinum eða hvort það sé bara ég
sem sé svona vitlaus að hafa aldrei heyrt
á þetta minnst. Þannig að ég held bara
áfram að búa til það sem er þægilegt,
fljótlegt og auðvelt. En ekki endilega
neitt sértaklega hollt. Læt mér nægja að
grípa gulrót af og til til að fullnægja
grænmetisþörfinnni.
í Áúveawm
Húmmos á brauðið
En nú er tími breytinganna og komið að
því að bjóða fáfræðinni byrginn. Og ég
er byrjuð strax. Fór í Heilsuhúsið í vik-
unni og keypti mér kjúklingabaunir, sól-
þurrkaða tómata og sesamsmjör. Ákvað
að riija upp minningar frá liðnu sumri
og búa mér til húmmos. Húmmos er
einskonar baunaídýfa sem íbúar í Mið-
austurlöndum borða gjarnan með
brauði. í Jórdaníu, þar sem ég dvaldi í
sumar, leið ekki sá dagur að ekki væri
húmmos á borðum. Með hádegismatn-
um var brauð og húmmos og líka með
kvöldmatnum. Gott ef
þeir borðuðu ekki
húmmos í morgunmat
líka, enda ágætis fæða.
Ég hef verið að nöldra
um það síðan ég kom
heim hvað mig langaði
nú í smávegis húmmos
á brauðið. Vandamálið
var bara að ég hafði
ekki hugmynd um úr
hverju ídýfan væri búin
til. Þar kom bróðirinn í
Kanada að góðum not-
um. Hann sendi mér
þessa fínu uppskrift af
nýstárlegri húmmos,
með sólþurrkuðum tómötum. Með mín-
um eigin betrumbótum varð uppskriftin
sem ég á endanum notaði einhvern veg-
in svona:
250 g kjúklingabaunir (miðað við eftir
að baunirnar hafa legið í bleyti)
'/ bolli sólþurrkaðir tómatar
/ bolli vatn
3 msk. sítrónusaji
2 msk. ólífuolía
2 msk. sesamsmjör
1 tsk. salt
2 hvítlauksrif (marin)
Baunirnar þurfa að liggja í bleyti í
a.m.k. átta klukkutíma og svo þarf að
sjóða þær í 1-2 tíma. Síðan er öllu
blandað saman. Best er að nota mat-
vinnsluvól til að búa til
mauk úr baununum en
þar sem eldhúsið á
mínu heimili er ekki
búið allri nýjustu tækni
notaði ég nú bara kart-
öflustöppuáhaldið okk-
ar og hrærirvél. Smá-
vegis af kögglum, en
ekki svo slæmt. Ég segi
nú ekki að útkoman
hafi verið alveg eins og
hjá aröbunum en þetta
minnti nú samt á það
sem ég borðaði í srnnar.
Var bara ekki sem verst
á bragðið. Og þegar ég
setti arabísku tónlistina mína í hljóm-
tækið, lokaði augunum og beit í brauðið
varð allt fullkomið.
Heilsu þetta og heilsu
hitt. Ég er margoft búin
að lofa sjálfri mér að láta
dœgurmálaumrœðuna
ekki hafa áhrif á mitt
daglega líf Kaupœðið fyr-
ir jólin og allt matar-
vesenið. Og íjanúar er
það hollustan og heilsu-
átakið, enda allir með
samviskubit
eftir hátíðirnar.
nif)
#( Lei
eimilis-
homið
Furstakaka
125 g smjör/smjörlíki
225 g hveiti
100g sykur
1 egg eða 2 eggjarauður
Fylling:
150 g malaðar möndlur
150 g sykur
2 eggjahvítur
Saxið saman smjörið/smjörlíkið
og sykurinn, hnoðið jafnt deig
með egginu eða eggjarauðun-
um. Látið deigið bíða í kæliskáp
í ca. 30 mín.
Þrýstið deiginu út í form (%
hluta) ca. 22-24 sm. Blandið
fyllinguna saman og látið hana
yfir deigið í forminu. Flytjið af-
ganginn af deiginu út á borði og
skerið í ræmur með kleinujárni,
ræmurnar settar langsum og
þversum yfir fyllinguna. Kakan
bökuð neðarlega í ofninum við
180° í ca. 45 mín.
Kryddkaka
2 egg
1 dl sykur
4 / dl hveiti
1 Z tsk. lyflidufl
'Z dl kafjirjómi
1 msk. appelsínumarmelaði
1 tsk. kanill
1 tsk. negull
1 dl saxaðar möndlur
1 dl brœtt Ljóma smjörlíki
1 'á dl. saxaðar rúsínur
Egg og sykur þeytt vel sam-
an. Öllu hinu hrært saman við
og síðast bræddu smjörlíkinu.
Deigið sett í vel smurt og raspi
stráð form, aflangt eða hring-
laga. Bakað við 175° í ca. 45
mín. Þessa köku má svo smyrja
að ofan með bræddu súkkulaði,
ef við viljum gera hana að meiri
spariköku.
Stór og góð formkaka
250 g smjör
250g sykur
4 egg
2 msk. romm
3 msk. rjómi
250 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
100 g hnetukjarnar
100 g súkkulaði
Glassúr:
125 g flórsykur
Sterkt kafji
Muldar hnetur
Smjör og sykur hrært létt og
ljóst. Eggjunum hrært út í, einu
og einu í senn, hrært vel á milli.
Rjóma, rommi, hveiti og lyfti-
dufti hrært saman við. Saxið
hneturnar og súkkulaðið og
hrærið því saman við deigið.
Deigið sett í vel smurt hring-
form og bakað við 175° í 114
klst. flórsykur hrærður með
kaffinu, og hann smurður yfir
kökuna kalda. Muldum hnetum
stráð yfir.
1. Ilægt er að frysta eggjahvít-
ur og nota þær svo seinna í
kökur, eftirrétti eða hvað ann-
að.
2. Eggjarauður má líka frysta,
en þá þarf að hræra í þær smá-
vegis mjólk, salti eða sykri -
eftir því hvað á að nota þær í
seinna.
3. Hrá sundurskorin karlafia í
kæliskápinn fjarlægir lykt sem
oft vill koma í kæliskápa.
4. Ef púðursykurinn er orðinn
hærður er gott að setja brauð-
sneið í pokann og loka vel, þá
linast sykurinn fijótlega.
Við brosum ...
1. „Mér finnst þú fara fram á
nokkuð há laun - miðað við að
þú ert alveg óvanur," sagði
skrifstofustjórinn við umsækj-
andann.
„Já, það er rétt, en þetta verð-
ur mér erfitt vegna þess að ég
er alveg óvanur."
2. Vinkonurnar voru að spjalla
saman. Önnur hafði sent inn
ósk eftir að kynnast manni.
„Kom nokkuð út úr auglýsing-
unni?“ spurði vinkonan.
„Já, það var nú aldeilis, ég fékk
meira að segja bréf frá fimm
konum sem buðu mér manninn
sinn.“
3. Um strætisvagnagjald:
„Veist þú hvað gerist þegar
börn venja sig á að segja
ósatt?“
„Já,“ sagði Pétur. „Maður
kemst t.d. fyrir hálft gjald í
strætó.“