Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Side 15

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.01.1997, Side 15
ílagur-ÍEnmrat Laugardagur 11. janúar 1997 - 27 ICONUNGLEGA SÍÐAN 700 ára valdaafmæli Grimaldiættariimar Titillinn „furstinn af Mónakó“ kom fyrst fram árið 1612 í spænskum skjöl- um Fjárhættuspil voru töfralausnin Meðan á frönsku byltingunni stóð inn- limaði Frakkland Mónakó og Grimaldi- ættin missti völdin, en náði þeim aftur 1814. Árið 1863 gerðust Grimaldi menn glúrnir og leyfðu íjárhættuspil í Mónakó en þessi iðja átti eftir að færa Mónakó drjúgar tekjur er fram liðu stundir. Raunar geta Mónakóbúar þakkað hinni afburðagreindu Karólínu af Mónakó, sem gift var Florestan I þetta snjallræði og nefndi hún spilavítið Monte Carlo eft- ir syni sínum Karli III. Á tímabili mætti líkja ijárhættuspilinu í Mónakó við olíu- lind; erlent fé streymdi inn í þetta litla ríki. Og til þess að gera Monakó enn fýsilegri stað fyrir þá sem áttu peninga ákvað Karl III. mónakófursti að afnema alla skatta á íbúum Mónakó. Það má eiginlega segja að Grimaldiættin hafi borið alveg sérstakt skynbragð á að gera Mónakó að aðlaðandi stað fyrri rétta (ríka) fólkið. Komið var upp heilsulind- um við sjávarströndina og miðstöð fyrir kappakstur. Rainer vinur okkar Mónakó- fursti tók við völdum árið 1949 og gerð- ist enginn eftirbátur forfeðra sinna, því hann giftist Hollywoodstjörnunni Grace Kelly, eignaðist með henni þrjú börn og tryggði yfirráð Grimaldiættarinar enn um hríð - og heimsóknir ríkra Banda- ríkjamanna. Því er nefnilega þannig var- ið að ef ekki tekst að tryggja erfðir innan Grimaldiættarinnar þá glatar Mónakó sjálfstæði sínu og innlimast í Frakkland. Það er auðvitað nauðsynlegt að geta þess að Grace var ekki fyrsti Banda- ríkjamaðurinn til að giftast inn í Grim- aldiættina, langalangamma Rainers var frá Ameríku og hét Marie-Alice Heine, hennar maður var Albert I. Mónakó- fursti. Furstafjölskyldan árið 1966. Þau Grace og Rainer með börnum sínum Stefaníu, Karólínu og Albert, tíu árum eftir brúðkaup þeirra þegar Monakó komst fyrir alvöru á heimskortið. Enn eitt snilldarbragð Grimaldiættarinnar við að tryggja hag Monakó og raunar hamingju þeirra Rain- ers og Grace. Ættin þykir ekki sú fínasta Fullu nafni heitir Rainer fursti Louis Henri Maxence Bertrand, sonur Karlottu prinsessu af Grimaldiætt og manns hennar Pierre de Polignac greifa. Karlotta var laundóttir Loðvíks II. af Mónakó og saumakonunnar Marie-Juliette Louvet, en það var ekki fyrr en útséð var um að faðir hennar myndi eignast fleiri börn að Lovík gekkst við Karlottu. Langalangalangalangalangafi Loð- víks, afa Rainers, var Jan Willem prins af Orangíu, sem var faðir Vilhjálms III af Orangíu, sem kvæntist Önnu prinsessu í Bretlandi og komst til valda þar. Rainer Mónakófursti er skyldur Beatrix Hollandsdrottningu og Elísabetu Englandsdrottningu að áttunda og níunda. Skyldleiki hans við Juan Carlos Spánarkonung er svipaður og sömuleiðis við Albert Belgíukonung, Margréti Dana- drottningu og Harald Noregskonung. Það verður að segj- ast eins og er að sumar konungsijölskyldur eru fínni en aðrar. Rainier Mónakófursti og hans ætt teljast ekki til fínni konungsætta, því eins og sjá má af framansögðu er tæplega hægt að tala um að Fyrsta prinsessan í Mónakó sem bar nafnið Karólína var France’s Caroline Gilbert de Lametz fædd 1793 og var hún gift Florestan I. Karólína hlaut ekki fegurð í vöggugjöf en bætti það upp með yfir- burðagáfum. Það var hún sem hvatti til þess að fjár- hættuspil voru leyfð í Mó- nakó, og nefndi staðinn Monte Carlo í höfuðið á syni sínum Karli lli. Þau mæðgin- in afnámu einnig tekjuskatt í furstadæminu. hann sé skyldur öðru kóngafólki Evrópu. - Og vin- ir mínir sem rekja ættir sín- ar til Genúaaðalsins yppta bara öxlum þegar Grimaldi- ættina ber á góma og gera ekki mikið úr f/nheitum hennar. Kannski hafa þeir ekki ennþá íýrirgefið Frans- esco að hann skyldi hafa náð Mónakó frá þeim fyrir 700 árum. BÚBBA segir ykkur nú jrá dvergríkinu Mónakó enda ber nýhafið ár merkisafmœli í skauti sínu fyrir Grimaldi fjölskylduna. Dyggir lesendur þessa ágæta fjöl- skyldublaðs, Dags-Tímans, hafa auðvitað búist við því að ég myndi að þessu sinni heiðra minningu Bertil prins sem lést nú í vikunni með sérstakri umíjöllun um hann. Hún verður að bíða betri tíma því ég hafði fyrir nokkru ákveðið að segja ykkur aðeins frá dverg- ríkinu Mónakó, enda fagna Mónakóbúar stórafmæli þessa dagana. Þann 8. janúar sl. var haldið upp á 700 ára valdaafmæli Grimaldiættarinnar í Mónakó. Það er því við hæfi að ég segi ykkur svolítið nánar frá þessu öllu saman. Reyndar verð ég að segja að ég botna ekki alveg í því af hverju Rainer fursti er að blása í bumbur yfir þessu og halda upp á afmælið (eins og sagnfræðin hér að neðan sýnir ykkur). Kemur mér þá í hug að fyrir nokkrum árum fréttist af Rainer l'ursta á megrunarhæli í Sviss þar sem hann háði baráttu við bumbu. Þar var einnig stödd Ira von Furstenberg, prinsessa, frænka hans ijarskyld og ann- álað samkvæmisljón. Héldu menn jafn- vel að þau myndu rugla saman reitum, úr því varð ekki, en það er nú önnur saga. Grimaldar tryggja sér yfirráð Það hefur sjálfsagt verið eitthvert hörm- ungarárið hér heima fyrir um það bil 900 árum að fyrstu meðlimir Grimaldi- ættarinnar stigu fyrst fæti á jörð í Mónakó. Það var svo tveimur öldum síð- ar eða árið 1297 að Francesco Grimaldí dulbjó sig sem frans- iskusarmunk í þeim tilgangi að ná völdum í Monakó, sem þá laut veldi Genúaborgar á Ítalíu. Francesco fékk aðstoð frá Karli af Anjou, sem á þeim tíma var konungur í Napolí. Deilur héldu þó áfram en það var svo árið 1330 að tókst að ná samkomu- lagi um yfirráðin í Mónakó með því að frændi Fransesco, Karl að nafni, hét hollustu við Ge- núaborg. Af einhverjum ástæð- um tók hann sér ekki nafnbót- ina „lávarðurinn af Mónakó" fyrr en tólf árum síðar og árið 1346 stækkaði hann ríki sitt með því að sneiða enn af veldi Genúaborgar. - Og það var ekki fyrr en árið 1419 að yfirráð Grimaldi ættarinnar voru end- anlega tryggð. Það hefur sjálf- sagt gengið á ýmsu í samskipt- um Grimaldiættarinnar og Ijöl- skyldnanna í Genúa fram til ársins 1512 að Lambert Grim- aldi samdi við Loðvík XII. Frakkakonung um að Frakk- land myndi viðurkenna sjálf- stæði smáríkisins og veita því vernd. Þegar svo Ágústin sonur Lamberts tók við völdum gekkst hann Spánverjum á hönd og þáði vernd þeirra gagnvart öðr- um.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.