Dagur - Tíminn Akureyri - 25.01.1997, Blaðsíða 1
Verið
viðbúin
vinning i!
á’ll 1 ^
illctgur- Clitmtmt
viðbúin
vinningil i&wmí
Góða helgi!
Laugardagur 25. janúar 1997 - 80. og 81. árgangur -17. tölublað
BYRJUÐÍ
BARÁTTUNNI
Séra Auður Eir Vilhjálms-
dóttir vonar að kosninga-
baráttan fyrir biskupskjör-
ið síðar á árinu verði
skemmtileg, heiðarleg og
vingjarnleg en ekki ill-
kvittnisleg.
Mynd: ÐG
“Ég ætla að fara að kynna hugmyndir mínar. Pað
verður kosningabarátta mín. Ég geri það fyrst í
stað með því að tala við fólk. Ég á von á því að ég
reki baráttuna með spjalli. Kosningabarátta er
því miður venjulega hörð en ég vona að þessi
barátta verði skemmtileg. Svo vona ég að hún
verði ekki illkvittnisleg heldur heiðarleg og vin-
gjarnleg,“ segir séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir,
sóknarprestur í Kirkjuhvolsprestakalli í Rangár-
vallaprófastsdæmi.
Auður Eir hefur lýst yíir að hún bjóði sig fram
í embætti biskups þegar Ólafur Skúlason hættir
störfum um áramótin. Hún er þegar byrjuð að
vinna markvisst að því að ná kjöri þó að engin
dagsetning haíl verið ákveðin fyrir biskupskjörið.
Auður Eir segist ekki eiga von á því að opna
kosningaskrifstofu heldur verði meira um óform-
lega kosningabaráttu að ræða.
Prestarnir eru vitar
„Ég ætla að leiða það fram að kirkjan er dúndur-
kirkja. Ég myndi vilja að við tækjum höndum
saman um að sjá það sem best
hvernig hún er það. Við erum svo .........-.
margs konar með svo margar hug-
myndir og væntingar. Við þurfum að
hittast og gefa hvert öðru nánari lýs-
ingar á væntingum okkar og mögu-
leikum. Við sem erum í kirkjunni
höfum öll jafnmikið vægi þar til að
segja óskir okkar og jafnmikla
ábyrgð til að koma þeim í fram-
kvæmd. Ef ég væri presturinn þinn
þá væri það mitt hlutverk að aðstoða
þig til þess,“ segir Auður Eir.
Hún bendir á að prestarnir úti um allt land
séu eins og „vitarnir við ströndina." Stífla hafi
verið „í þráðunum" í þjóðkirkjunni að undan-
förnu og því vildi hún að prestarnir og fólkið í
EKKI BARA SÓL
OGSÆLA
Fyrirsætustarfið snýst um
fleira en að brosa og vera
sæt. Þær stúlkur sem fara út
á þessa braut þurfa að vera
harðar af sér og þola vel
gagnrýni. Og þær þurfa að
eiga nóg af tíma, þolinmæði
og peningum til að koma sér
á framfæri. Unnur Kristín
Friðriksdóttir þekkir dökku
hliðarnar. Samt freista mód-
elstörfin hennar. „Mér flnnst
þetta viss áskorun. Eitthvað
til að sigrast á, því svo marg-
ar guggna,“ segir hún.
Sjá bls. 19.
„.. .Kvennaguðfrœði
eru frœði sem eru
bœði konum og körl-
um til mikillar frels-
unar og hvatningar. ‘
landinu ynnu í sameiningu að því að
leysa hana þannig að hugmyndirnar
kæmu ekki að ofan heldur frá öll
um í kirkjunni.
Kvennaguðfræði
til frelsunar
Auður Eir, sem er fyrsti prest-
urinn til að lýsa því yfir að hún
stefni að biskupsembættinu, er
einn helsti málsvari kvenna-
guðfræði á íslandi. Ætlar hún
að vera það áfram í kirkju
þar sem karlaguðfræði
ríkjandi?
„Ég geri það alltaf í einu
og öllu sem ég geri.
Kvennaguðfræði eru fræði
sem eru bæði konum og
körlum til mikillar frels-
unar og hvatningar.“
GHS
MAÐUR VIKUNNAR
Maður vikunnar er gull-
drengurinn Jón Arnar
Magnússon, tugþrautar-
kappinn knái, sem æfir
ólympískar þrautir í
hringstiganum heima og í
fjörunni á Sauðárkróki -
þegar hafís leyfir. 25 mill-
ur til að einbeita sér að
faginu! Ekki slæmt mál
fyrir afreksmann, sem nú
rekur fyrirtækið Sidney
2000 takk lýrir, borgar
þjáffara, ferðast á mót og
getur keypt sér nýja
strigaskó. Sauðkrækingar,
fyrirtæki og íþróttahreyf-
ingin skrifuðu undir
samning í vikunni, og svo
tóku hlustendur Rásar 2
sig til og gerðu hann
mesta kyntröll þjóðarinn-
ar. Hvað er hægt að biðja
um meira í einni viku?
Eins og Dire Straits
sungu: Money for nothing
and chicks for free! Ekki
alveg, en gæti verið... ef
Jón væri ekki þessi líka
sveitarsómi. Nú um helg-
ina keppir hann við tékk-
neska olýmpíugoðið sem
tók gullið 1992 - áfram
Jón, fullkomnaðu verkið!