Dagur - Tíminn Akureyri - 25.01.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Akureyri - 25.01.1997, Blaðsíða 15
Jlagur-®ntróm Laugardagur 25. janúar 1997 - 27 ICONUNGLEGA SÍÐAN Iil hamtngju með afmælið Karólína! BÚBBA segir ykkur nú í máli og myndum frá Karólínu Mónakó- prinsessu sem varð fertug í fyrradag. Frændi minn kom að máli við mig í íjölskylduboði um daginn og kvartaði yf- ir því að síðustu tvær greinar mínar hefðu verið of fræðilegar, hann hefði miklu frekar áhuga á hinum léttvægari hhðum kóngafólksins, einkamálum, klæðaburði, framhjáhöldum og öðru slíku. - Ég verð víst að játa að það hafa ekki allir jafn djúp- stæðan og alvarlegan áhuga á kóngafólki og ég (því miður!). En nú ætla ég að gleðja þennan frænda minn svo um munar og segja honum frá hinni stór- glæsilegu Karóh'nu af Mónakó. - Að mínu mati er hún glæsileg- asta prinsessa Evrópu. - Og ég verð bara að segja það eins og það er, (þótt ég beri hlýhug til kóngafólks í Svíþjóð og Noregi), að þær Viktoría hin sænska og Marta Lúísa hin norska eru bara eins og þýskar skellur úr Ölpunum við hliðina á henni Karólínu, en þetta er kannski ekki sanngjarnt af mér, þær eiga jú eftir að eldast og þrosk- ast. Svo finnst mér hún Díana prinsessa alls ekki hafa til að bera þann meðfædda „elegans" sem Karólína hefur. - En það er nú önnur saga. í fyrradag, þ.e. 23. janúar, hélt Karólína upp á fertugsaf- mælið. Af því tilefni ætla ég að stikla á stóru í lífi hennar, sem hefur alls ekki verið neinn dans á rósum. - Það er nefnilega eins og maðurinn sagði; það fer ekki alltaf saman gæfa og gjörvileiki. Að morgni þess 23. janúar 1957, fæddist frumburður þeirra Grace og Rainers, fjórum dögum og níu mánuðum eftir giftingu þeirra. Það mátti bara ekki tæpara standa. 1996. Árið var erfitt fyrir Karólínu. Upp komu sögusagnir um ástarsamband hennar og Ernst prins af Hannover og vegna sjúkdóms missti hún hárið. - En hún mætir þeirri raun með reisn og er ófeimin við að koma fram opinberlega þrátt fyrir hárleysið. Nú er hún fertug - með örlagríka ævi að baki og óráðna framtíð. 1983. 29. desember giftist Karólína í annað sinn og í þetta skipti í trássi við kaþólsku kirkjuna sem hafði neitað henni um að ógilda hjónabandið með Junot. Seinni eiginmaður hennar var ítalinn Stefano Casiraghi sem var þremur árum yngri en Karólína. 1990. Karólína missir eiginmann sinn í slysi. Stefano hafði gaman af því að keppa í hraðbátasiglingum. Hann missti stjórn á bátnum sínum. Þetta var hræðileg kaldhæðni örlaganna: Stefano hafði ákveðið að þetta yrði sín síðasta keppni, fjölskyldunnar vegna. Kraólína dró sig í hlé. 1960: Bara þriggja ára og strax búln að ná tökum á hinu konunglega vinki. Uprennandi efni í slúðurdálka, og ekki að ósekju. Hvílík örlagasaga beið þessarar litlu hnátu! 1978. Fyrsta brúðkaup Karólínu hinn 29. júní. í trássi við vilja foreldra sinna giftist hún franska glaumgosanum Philippe Junot sem var 17 árum eldri. Þau skildu 2. október 1980. Tveimur árum eftir skilnaðinn lést hin dáða móðir hennar, Grace, og Karólína varð föður sínum stoð og stytta.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.