Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Qupperneq 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Qupperneq 3
IDagur-'Strmnn Þriðjudagur 18. febrúar 1997 -15 SVEITALÍFIÐ í L A N D I N U Brot úr sögu bónda Við getum ekki unnið og bætt ímynd íslensks landbúnaðar út í frá nema með markvissum aðgerð- um. Þeim þætti hafa forystu- menn íslenskra bænda ekki sinnt sem skyldi. Þeir gera sér vissulega grein fyrir mikilvægi hans, en aðgerðir eru ekki í samræmi við það. Tilfinnanlega vantar námsefni um landbúnað í skólana. Fræða þarf börn um þessa mikilvægu atvinnugrein. Á sama hátt tel ég að námsefni um aðrar atvinnugreinar skorti einnig. Almennt er ég þeirrar skoðunar að tengsl sveitafólks og þeirra sem búa á mölinni séu alltof mikið að rofna og einnig tengsl nútímans við for- tíðina," segir Atli Vigfússon á Laxamýri í Aðaldal. dag fara fæst börn hins vegar í sveit - og mjög margir eiga engin tengsl lengur við sveitina. „Þetta er nokkuð sem við verð- um að átta okkur á og haga starfi okkar samkvæmt því. Þá vitum við að fyrrum Mikilvægt að ná til ungu kynslóðarinnar Fáar stéttir í landinu eru eins meðvitaðar um stöðu sína og bændur. Þeir bera og hag stétt- arinnar í heild mjög fyrir brjósti. Atli Vgfússon er í þeim hópi. Þegar blaðamaður Dags- Tímans heimsótti hann á sunnudaginn ákváðum við hins vegar að beina tali að einhverju öðru en beingreiðsl- um, búmörkum og kindakjöts- íjalli. Um langt skeið hefur það verið hjartans mál Atla að efla tengsl milli landbúnaðar og sveitanna annars vegar og fólksins á mölinni hins vegar. Sjálfur er Atli kenn- ari að mennt og hefur gert námsefni til að stuðla að þessu - og einnig fengist við kennslu af þessu tagi. „Ég var með svona kennsluviku í Borgarhóls- skóla á Húsavík í haust. Fyrsta daginn þá komu krakkarnir í heimsókn hingað að Laxamýri. Síðan var farið í heimsókn að ýmsum bæjum hér í nágrenninu og í Mjólkursamlag K.Þ. á Húsa- vík og á fleiri staði. Þannig fengu krakkarnir innsýn í landbúnað- inn og næstu fjóra daga skólavik- unnar sátu þau síðan við að teikna og mála myndir og semja ljóð og sögur um lífið í sveitinni. Þetta tel ég vera þýðingarmikið. Ekki aðeins fyrir krakkana, held- ur einnig fyrir okkur bændur til að efla okkar stöðu meðal hinna ungu kynslóðar," segir Atli Vig- fússon. Fyrrum fóru krakkar í sveit Fyrr á tíð þurftu forystumenn bænda fráleitt að hafa áhyggjur af rofnandi tengslum Jijóðarinnar við landbúnað. Flestir áttu ein- hver tengsl við sveitina og flestir krakkar fóru í sveit á sumrin. í „Við getum ekki unnið og bætt ímynd íslensks landbúnaðar út í frá nema með markvissum aðgerðum. Þessu atriði hafa forystumenn íslenskra bænda ekki sinnt sem skyldi," segir Atli Vigfússon meðal annars hér í viðtalinu. Mynd: sbs þjóðarinnar til umhverfismála hafa breyst og sömuleiðis veit fólk að byggja þarf landið allt ef halda á ræktun þess við. Síðan megum við ekki hugsa allt út frá blákaldri hagfræði. Auðvitað væri „Að horfa tilframtíðar fyrir Kaupfélag Þingey- inga getur verið erfitt þar sem við erum í fiestum tilfellum mjög hundin af fortíðinni og þróun síðustu ára. “ Barnahópur í heimsókn á Laxamýri. „ Við vitum að fyrrum léku hörn sér mikið í leikjum sem tengdust landbúnaðl En ég er hrœddur um að nú sé hornabúið hjá mörgum bœndum komið í eyðl “ léku börn sér mikið í leikjum sem tengd- ust landbúnaði. En ég er hræddur um að nú sé hornabúið hjá mörgum bændum komið í eyði,“ segir Atli. „Það er lífsstíll að vera bóndi og vera þátttakandi í sköpunarverki náttúrunn- ar, yrkja jörðina og hafa að markmiði að skila sífellt betra búi til afkomenda sinna,“ segir Atli Vigfússon. „Ég held að viðhorf þjóðarinnar gagnvart landbún- aði séu að breytast. Áhugi og viðhorf ódýrara að flytja allar landbúnaðarvörur inn frá heitari löndum. En í heildina tal- ið tel ég samt að innlend framleiðsla sé betri valkostur, en erlend framleiðsla og innflutningur hennar.“ Samvinnumaður á síðasta orðið Það er samvinnumaðurinn Atli Vigfússon sem á síðasta orðið. Hann hefur átt sæti í sex manna nefnd á vegum Kaupfélags Þingeyinga, sem ver- ið hefur að móta framtíðarstefnu og -sýn félagsins. Nefnd þessi skilaði nýlega áliti sínu. Þar seg- ir Atli meðal annars: „Að horfa til framtíðar fyrir Kaupfélag Þingeyinga getur ver- ið erfitt þar sem við erum í flest- um tilfellum mjög bundin af for- Mynd:av tíðinni og þróun síðustu ára. Við eigum erfitt með að ímynda okk- ar stöðu mála eftir einhver ár eða áratugi, en vissulega er gaman að geta sér til um framtíðarskip- an. Eitt er það að við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við getum sjálf haft áhrif og það er ekki síst undir vilja fólks komið hvernig kaupfélagið starfar í nýrri framtíð. Margir trúa því illa að þeir hafi áhrifamátt, en stjórnendur og fé- lagsmenn verða að þora að taka áættu. Þeir verða að láta vanann víkja, forðast hræðslu við mistök, vera opnir fyrir hug- myndum og geta virkjað framkvæmda- mátt.“ -sbs.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.