Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 18.02.1997, Qupperneq 7
Jbtgrar-®tmímt Þriðjudagur 18. febrúar 1997 -19 MENNING O G LISTIR íslensk náttúra á kínverska vísu Lu Hong er fyrsta konan til að Ijúka námi frá Lista- háskólanum íPeking í hefðbundinni kínverskri myndlist. Fyrir 7 árum síðan kynntist hún því hve ís- lendingar vœru stoltir af landi sínu og ákvað að skreppa hingað og kíkja á þessa þjóð... Það var í Japan sem íslend- ingur kom á sýningu sem Lu Hong hélt þar í Iandi en hún bjó í ijögur ár í Japan. Hún menntaði sig þar í vest- rænni myndlistarhefð. „Þar eru tveir hópar í gangi, annar þeirra stelur frá kínversku hefðinni og hinn frá vesturlönd- um,“ segir hún og hristir höfuð- ið hlæjandi aðspurð hvort Jap- anir ættu sjálfir enga myndlist- arhefð. Hvað um það. íslendingur- inn talaði svo íjálglega um feg- urð íslands og hreifst Lu af því hve stoltur hann var af eyjunni. í mars 1990 kom hún hingað og ætlaði að ferðast um landið í mánaðartíma. Nú tæpum 7 ár- um síðar býr hún í Hvassaleit- inu ásamt íslenskum eigin- manni og 5 mánaða tvíbura- dætrum, Sunnu og Erlu. Snæfelisjökull með kínverskum augum. Lu segir mikinn mun á því hvernig upplifun listamannsins kemst til skila. í kínversku hefðinni „sér maður skýin hreyfast og fossinn falla. Náttúran er á lífi.“ Hún vill meina að vestræn hefð láti náttúruna hins vegar líta út sem mynd, „en auðvitað hefur hver listamaður sinn stíl.“ Svart/hvít hefð Lu ólst upp í Peking og fór í Listaháskólann í Peking þar sem hún Iagði stund á ákveðna tegund kínverskrar myndlistar sem túlkur hennar lýsti sem „fjöllum og fossum“, þ.e. al- mennum náttúrumyndum. Þessi deild var ekki sett á lagg- irnar fyrr en eftir menningar- byltinguna á 7. áratugnum en fyrir voru tvær myndlistardeild- ir við háskólann, önnur leggur áherslu á mannsmyndir en hin á blóma- og fuglamyndir. Þeir sem eru fáfróðir um kínverska myndlist, eins og undirrituð, gætu séð fyrir sér skærlitar myndir dregnar skýr- um dráttum en að sögn Lu til- heyra þær annarri hefð, sem er um 1000 ára gömul Iíkt og sú sem hún menntaði sig í. En í hefðbundnu náttúrumyndunum eru eingöngu eru notaðir svart- ir litatónar. Málningin er blanda vatns og svarts stein- mulnings og eru blæbrigðin m.a. fengin með því að hafa málninguna misjafnlega þykka, þunna, þurra og blauta. „Þetta fólk átti erfitt Iíf og vildi nota fábreytta liti, sem geta sýnt meira en margir litir, til að tjá sig.“ Þessi aðferð er tæknilega mjög vandasöm því hugsa þarf myndina alla út áður en hún er máluð á bambuspappírinn. „Þegar ég byrja svo að mála þarf þetta að klárast á nokkrum mínútum. Ef þú gerir ein mistök þarf að henda verk- inu.“ „Mér fannst það mun háþró- aðri tækni að nota einn lit tU að láta fólk upplifa hluti sem fjall eða tré,“ bætti túlkur Lu við. Lu segir þetta ákveðið grundvall- arviðhorf til lista. „Á vestur- löndum nota menn marga liti til Það er ekki mikil litagleði í klassískum kínverskum náttúrumyndum. Litaduftið er mulið úr ákveðinni tegund svartra steina, stundum grænna, sem er svo aftur blandað vatni. Penslarnir eru gerðir úr geitarhári en einnig er hægt að nota pensla með úlfahári, sem gefur þá grófari áferð. Lu sérpantar líka pappírinn, sérstakan kínverskan bambuspappír. Myndir: ÞÖK Jazz á Kaffi Ólsen Fimmtudaginn 13. febrúar efndi nýtt jazztríó til sinna fyrstu tónleika á Kaffi Ólsen við Ráðhústorgið á Akureyri. Jazztríóið nefnist Jasstríó Birgis Karlssonar og er skipað Birgi Karlssyni, sem leikur á gítar, Stefáni Ingólfssyni, sem leikur á bassa, og Karli Petersen, sem leikur á trommur. Allir félagarnir í tríóinu eru gamalgrónir í tónlistinni. Birgir hefur leikið ýmsa tónlist á gít- arinn í ijölda ára, þó að áhugi hans á jazzi sé til þess að gera nýtilkominn, eftir því sem hann seg- ir í viðtali í Degi-Tímanum. Stefán Ingólfsson hefur mest leikið jazzinn á tónlistarferli sínum, en Karl Petersen hefur kom- ið víða við í slagverksleik og er til dæmis páku- leikari í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Birgir Karlsson átti nokkur góð tilþrif á tón- leikunum á Kaffi Ólsen. Hann á létt með að laða fram ljúfan tón úr strengjum gítarsins og hefur skemmtilega lagræna taug í sólóum. Nefna má fallega unnið sóló í laginu Ég ætla að fá mér kær- ustu og hóglegan hita í sólóum í nokkrum suður- amerískum lögum, sem tríóið hafði á efnisskrá sinni. Stefán Ingólfsson hefur til að bera mikla getu á hljóðfæri sitt. Hann lagði fallegar og vel unnar bassalínur, sem hvergi yfirgnæfðu eða tóku frá þeim, sem vera áttu í aðalhlutverki hverju sinni. Taktskyn hans er næmt og býr yfir ljúflegri sveigju taktsins, sem fellur vel að þeirri tegund jazzverka, sem voru á efnisskrá tríósins, en þau voru að mestu „standardar“. í sólóum sýndi Stefán skemmtileg tilþrif svo sem í Det var et lordag aften og í Yesterdays. Karl Petersen sýndi, að hann er vel fær um það, sem mestu skiptir í trommuleik, en það er að yfirgnæfa ekki. Slagverksleikur hans var fjöl- breyttur og lyfti vel undir leik annarra. f sólóum sýndi Karl víða falleg tök, svo sem í inngangi á slagverk í Ég ætla að fá mér kærustu og í laginu All of Me. í samleik tríósins tókst víða vel. Nefna má til dæmis lögin Let There Be You og You Are, sem tríóið flutti í seinni hluta tónleika sinna, þegar góður hiti var kominn í tónlistarmennina. Nokkuð mátti hins vegar merkja, að enn skortir á það, að félagarnir þrír séu að fullu samslípaðir. Það er að vonum, enda þarf tíma til þess að ná þeirri nánd, sem getur af sér það besta, sem í samleik getur búið. Ilins vegar er óumdeilanlegur akkur að til- urð tríósins og hljóta jazzunnendur að vona, að samvinna þeirra Birgis, Stefáns og Karls verði nógu löng til þess að sá ávöxur, sem sprottið gæti af greinilegri færni þeirra hvers og eins, nái að þroskast. Ilaukur Ágústsson að tjá sig en í Kína frekar svart og hvítt." Góðir fá sitt pláss Lu hefur hingað til getað unnið að myndlist sinni samhliða 70% vinnu á Sólvangi og haldið hér íjórar sýningar þar sem ijöldi myndanna hefur selst. Lu segir það ekki há henni að vera klassískur kínverskur myndlist- armaður í íslenskum listaheimi. „Ég er einmitt að fara að opna sýningu í Gallerí Fold. Sá sem er góður fær sitt pláss.“ Peking-Reykjavík Það kemur glampi í augun þeg- ar Lu er beðin um að bera sam- an líf í Peking og Reykjavík. „Klukkan sex á morgnana rís sólin í Peking, fólk fer að hjóla í skólann og í vinnu. Eldra fólkið sem komið er á eftirlaun, sem það gerir í síðasta lagi um sex- tugt, kemur saman til að gera alls konar æfingar. Fjölskyldan heldur miklu meira saman þar. Yfirleitt sjá ömmurnar og af- arnir um barnabörnin og búa nálægt börnum sínum. Á kvöld- in fer fólkið út á götur eða í bíó. Fólk er ekkert ríkt en afslapp- aðra en hér og hlutirnir kosta ekki jafn mikið.“ Lu segist sakna erilsins. Hér sé allt svo rólegt og jafnvel til fólk sem sefur fram að hádegi. Hún seg- ist þó ekki á leiðinni út aftur í nánustu framtíð. Þegar og ef að því kemur verður eiginmaður- inn allavega enginn dragbítur: „Hann fer hvert á land sem er með mér.“ lóa inmaður hennar, kunni enga kínversku áður en þau kynntust en hefur lært hrafl í henni hjá Lu. Ef svo færi að fjölskyldan flytti einhvern tímann til Peking voru dæturnar skírðar upp á íslensk/kínversku: Sunna Ting Ting og Erla Xixi.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.