Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Page 9

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Page 9
iDctgur-Smmtn Laugardagur 8. mars 1997 - 9 RITSTJÓRNARSPJALL Birgir Guðmundsson aðstoðarritstjóri skrifar Það vekur alltaf hjá manni óhug þegar fregnir berast af því að foreldrar neiti veikum börnum sínum um eðli- lega læknisaðstoð vegna þess að einhver trúarkenning fyrir- skipar að þessi eða hin læknis- aðgerðin sé ekki heimil. Þess munu dæmi að slík afstaða for- eldra hafx skipt sköpum fyrir heilsu barns. Spyrja má hvort það sé brot á trúfrelsi foreldr- anna að grípa inn í málið á slík- um stundum og beita lækninga- aðferðum á barn þeirra sem ekki eru þóknanlegar þessum trúarkennisetningum. Sé slíkt ekki gert hljóta menn að velta fyrir sér í hverju trúfrelsi veika barnsins felist? Flestir myndu eflaust telja eðlilegt og réttlátt að gripið yrði inn í ferlið og barninu gefinn kostur á lækn- ingu til að það lifði áfram og gæti svo í fyllingu tímans sjálft tekið ákvörðun um hvaða trú- arsetningar það vildi hafa að leiðarljósi í lííinu. Inngrip af þessu tagi eru auðvitað algeng í öflum þjóðfélögum og nauðsyn- leg tif þess að unnt sé að reka þau með sæmifega skilvirkum hætti. Barnaverndarmál eru einmitt dæmi um það þegar verið er að gæta réttar barna gagnvart foreldrum og umsjón- armönnum. Ymis rök En inngrip yfirvafda eru vita- skuld mjög víðtæk og auðvelt að benda á Qölmörg svið þar sem réttur eða hagsmunir einstak- linga og hópa er skertur tif þess að tryggja réttindi annarra eða þá að yfirvöld telja ástæðu til að hafa vit fyrir mönnum. Það er t.d. bundið í lög að menn séu með bílbelti. Margir héldu því þó fram á sínum tíma, og einn og einn gerir það enn, að það sé ekki mál stjórnvalda hvort menn séu í bílbeltum eða ekki. Hins vegar sýna rökin mjög ótvírætt að beltin bjarga mannslífum og fólk slasast ekki eins illa ef þau eru notuð. Og minna slasað fólk kostar heil- brigðiskerfið ekki eins mikla peninga og meira slasað fólk. Þar með fýkur burt sú röksemd að yfirvöldum komi ekki við hvort menn spenna beltin eða ekki. Það eru alls konar rök, jafnt siðferðileg sem efnahags- leg, fyrir því að sjálfsákvörðun- arréttur fólks sé skertur í til- teknum tilfellum. Þrátt fyrir að slík skerðing sé alltaf vandmeð- farin þá er einfaldlega ekki hjá henni komist. Enda hefur lög- reglan til þess vald að grípa inni í atburðarás ef sýnt þykir að dómgreind einhvers brestur og hann sé að fara sjálfum sér eða öðrum að voða með einhverjum hætti. Frækileg afrek Stórfrétt vikunnar fjallar um það að yfirvöld gátu ekki gripið inn í atburðarás þegar maður var að fara sjálfum sér og öðr- um að voða. Þau gátu ekki grip- ið inni þrátt fyrir að mannslíf væru í hættu, miklar eignir, náttúra og dýralíf. Tveggja milljarða eignatjón er þó hjá- kátlegt móti því óbætanlega tjóni sem varð þegar bátsmann- inn á Ægi tók út eða því meng- unarslysi sem yfirvofandi er á söndunum við Þjórsárósa. Og samt fór málið miklu betur en á horfðist um skeið vegna ótrú- legs snarræðis og kunnáttu starfsmanna landhelgisgæsl- unnar, bæði um borð í Ægi og í nýju björgunarþyrlunni Líf. Sá óbærilegi skaði sem varð í kringum strand Vikartinds vek- ur óhjákvæmilega upp ýmsar grundvallarspurningar. Þessar spurningar verða enn áleitnari hugsi menn til þess hildarleiks sem afstýrt var, en hefði svo auðveldlega getað orðið. Stóra spurningin snýst um það hvort yfirvöld verði ekki að geta gripið inn í alburðarás af þessu tagi, en flest bendir til að með slíku inngripi hefði mátt afstýra harmleiknum úti fyrir Þykkvabæj arij örum. Aukið frumkvæði Hér í blaðinu í gær reifuðu tveir þrautreyndir starfsmenn Land- helgisgæslunnar einmitt nauð- synina á slíkum möguleika. Þetta voru þeir Helgi Hallvarðs- son skipherra og Hermann Sig- urðsson flugmaður. Augljóslega er þessi krafa ofarlega í hugum starfsmanna Gæslunnar, en það kæmi jú einmitt í hlut Land- helgisgæslunnar að vera sá að- ili sem gripi inn í atburðarás- ina. Krafan, sem nú er uppi, er urn laga- eða reglugerðarbreyt- ingu, sem yki vald Landhelgis- gæslunnar gagnvart skipum í sjávarháska við strendur ís- lands. Helgi Iiallvarðsson bend- ir á að varðskipsmenn þekkja betur til hér við landið en er- lendir skipstjórar og eru miklu betur undir það búnir að meta allar aðstæður. Eflaust munu ýmsir íslenskir skipstjórar með réttu eða röngu telja sig þekkja það vel til við strendur landsins að þeir þurfi ekki á leiðsögn Gæslunnar að halda. Það breyt- ir þó ekki heildarmyndinni. Greiningin og matið á hætt- unnni er það sem er mikilvægt í þessu samhengi vegna þess að það er sú skilgreining sem ræð- ur úrslitum um framhaldið, þar með talið hugsanlegt björgun- arstarf. Mesta hættan Eðli málsins samkvæmt er hættan þó mest í tengslum við siglingar erlendra skipa við landið eða erlendra leiguskipa á vegum íslenskra félaga, þar sem skipstjórar eru ókunnir Stóra spurningin snýst um það hvort yfirvöld verði ekki að geta gripið inn í atburðarás af þessu tagi, en fiest bendir til að með slíku inngripi hefði mátt afstýra harmleiknum úti fyrir Þykkvabæjar- fjörum. staðháttum og reynslulitlir við íslenskar aðstæður. Eins og í dæmi Vikartinds, þar sem skip- stjórinn tekur mjög afdrifaríkar ákvarðanir á grundvelli kol- rangrar stöðgreiningar, enda kemur í ljós í sjóprófum að hann þekkti ekkert til staðhátta við landið. Hvernig hefði þetta horft við ef Vikartindur hefði verið olíuskip? Það er næsta víst að í framtíðinni munu koma hingað erlend olíuflutn- ingaskip, þar sem skipstjórarn- ir eru jafn sjálfsöruggir og skip- stjórinn á Vikartindi og telja sig ekki þurfa á ráðleggingum heimamanna að halda. Myndu menn sætta sig við að slíkt skip ögraði landi og þjóð með glannaskap án þess að þeir ættu möguleika á að grípa inn í atburðarásina fyrr en allt væri orðið um seinan? Slfk uppá- koma varð einmitt við Shet- landseyjar 1991, þegar olíuskip strandaði með nánast sama hætti og gerðist hjá Vikartindi nú. Afleiðingarnar urðu hrika- legar. Heródes og Pílatus? Sú skoðun starfsmanna Gæsl- unnar sem sett er fram í Degi- Tímanum í gær um aukinn frumkvæðisrétt varðskips- manna til að bregðast við og grípa inn í atburðarásina í sjáv- arháska, er mjög þarft innlegg og ber að skoða af fyllstu al- vöru. Undirtektir Þorsteins Pálssonar, dómsmálaráðherra og æðsta yfirmanns gæslunnar, sem fram konia í sömu frétt blaðsins, gefa þó ekki tilefni til mikillar bjartsýni um að snöfur- mannlega verði tekið á málinu. Hann segist einfaldlega muni skoða málið ef formlegt erindi berist um það frá Gæslunni. Annars sé þetta eiginlega mál Halldórs Blöndal samgönguráð- herra! Vonandi er þetta svar þó aðeins til vitnis um að dóms- málaráðherra er varkár maður en ekki að hann og Halldór hyggist gerast einverjir Pílatus- ar og Heródesar nútímans í þessu máli. Björgunarlaun En samfara því að menn skoða útfærslur á því hvernig hægt sé með eðlilegum hætti að tryggja möguleika yfirvalda eða Gæsl- unnar á inngripum í atburðarás sem stefnir í óefni, þá verður að koma inn í það sú merkilega al- þjóðlega regla, sem virðist oft ráða mjög miklu og jafnvel mestu um hvernig skipstjórnar- menn skilgreina hvort og hversu brátt hættuástand ríkir. Það er spurningin um björgun- arlaun. Því hefur verið haldið fram að yfirvofandi björgunar- laun hafi ráðið miklu um það að skipstjóri Vikartinds þáði ekki aðstoð fyrr. Þess vegna verður að ræða það samhliða því hvernig aukin völd Gæsl- unnar yrðu útfærð, hvort, að hve miklu leyti og hvernig sú ákvörðun yfirvalda að grípa inn í atburðarás myndi hafa áhrif á upphæð björgunarlauna. Slíkt er hins vegar fyrst og fremst út- færsluatriði sem hægt er að leysa eftir að prinsippákvörð- trnin liggur fyrir: það verður að vera hægt að grípa inn í svona ferli. Ekki þess virði Það er einfaldlega óþolandi og fráleitt að búa við það að lög- reglan geti með einföldum hætti brugðist við því að menn séu ekki með spennt öryggis- belti í bíl, en „lögregla hafsins" þurfi að bíða átekta óg grát- biðja menn um athygli þegar þeir stefna mannslífum, ómeng- uðu landi og gríðarlegum verð- mætum í augljósa hættu. Ég í það minnsta kæri mig ekki um að vera í sporum veika barns- ins sem ekki fær hjálp vegna mikilvægis trúfrelsis foreldr- anna - trúfrelsi útlendra skip- stjóra á eigin dómgreind og getu er einfaldlega ekki þess virði. tvtyna: Að hafa tauma að taka í

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.