Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Qupperneq 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Qupperneq 2
14 - Laugardagur 8. mars 1997 Pitgur-®faimm Fyrir smáfólkið Þetta er helgin sem gott er að eiga góða að. Alla vega fyrir þá sem eru að fara á árshátíð og þurfa að bjarga barnapössun. Hinir láta ekkert veislustand í þjóðfélaginu raska ró sinni og eyða helginni í faðmi fjölskyldunnar eins og venjulega. Fyrir þann hóp kemur Dagur-Tíminn með nokkrar uppástung- ur. Uppstoppuð dýr Náttúrugripasöfn eru fyrirtaks stoppu- staðir í sunnudagsbíltúrnum. Börnin njóta þess að valsa um og skoða upp- stoppuð dýr og ekki spillir fyrir að skemmtunin getur jafnframt verið fræð- andi. Safnverðir hafa oft frá ýmsu fróð- legu að segja og heyrst hefur að þeir séu upp til hópa einstakar barnagælur. Allir í sund Nú þegar sól er óðum að hækka á lofti er tilvalið að rifja upp kynnin við sund- laug staðarins. Eftir ærsl og læti í sundi með börnunum, afslöppun í pottinum og jafnvel gufu, bragðast helgarsteikin mun betur en ella. Leikhúsin Peir sem hafa verið lítið duglegir við leikhúsin í vetur eiga enn möguleika að drífa sig með smáfólkinu. Trúðaskólinn er sýndur klukkan 14 í Borgarleikhús- inu, í Loftkastalanum er Áfram Latibær og Litli-Kláus og Stóri-Kláus skemmta börnunum í Þjóðleikhúsinu. Hvað er í bíó? Hinir, sem eru búnir að sjá öll leikritin, gætu brugðið sér í bíó. Þar er eitt og annað sem börnin hefðu gaman af að sjá. Gullbrá og birnirnir þrír eru í Stjörnubíói og rétt er að benda á að krakkar sem eiga bókina sem myndin er byggð á geta fengið miðann á 300 kr. í staðinn fyrir 450 kr. ef þeir mæta með bókina og sýna hana í bíó. í Bíóborginni er verið að sýna Ævintýraflakkarann og Hringjarinn í Notre Dame er enn á tjald- inu í Kringlubíói. Góð bók gulli betri Ef hvorki bíó né leikhús heilla er ekki úr vegi að vera bara heima, kúra sig undir teppi og lesa hugljúft ævintýri. Þessar stundir eru með þeim albestu með börn- unum og engin ástæða til að vera spar- samur á hið góða. Baráttudagur kvenna Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag. Af því til- efni œtla konur að safnast saman í Hlaðvarpanum og velta fyrir sér gagn- semi jafnréttislaganna og CEDAW sáttmálans. íAkureyrarkirkju verður umrœðuefnið hinsvegar konur og kristni. CEDAW sáttmálinn er alþjóðlegur samningur frá 1979 sem kveður á um afnám allrar mismununar gegn konum. ísland hefur skrifað undir sátt- málann og var hann hafður til hliðsjónar þegar jafnréttislögin voru samin. En þótt í fljótu bragði virðist ekkert nema gott eiga að segja um sáttmálann eru um hann töluvert skiptar skoðanir. „Margir femínistar segja að tungumál sáttmálans sé svo karllægt að hann gagnist ekkert endilega konum. Hið eiginlega viðmið sáttmálans sé karlmaðurinn," segir Ragnheiður Elva Þorsteinsdóttir, lög- fræðingur og ein þeirra sem mun flytja erindi í Hlaðvarpanum í dag. Ragnheið- ur bætir við að þessi sjónarmið hafi síð- an aftur verið gagnrýnd og ljóst að sitt legum sáttmálum. Sagt er að ríkið skuli gera allar ráðstaf- anir til að tryggja okkur grundvallarréttindi sem við höfum nú þegar í öðrum sátt- málum. Þannig að í raun er frekar verið að lýsa ástand- inu en að skapa rétt,“ segir Ragnheiður. Fundurinn í Hlaðvarpan- um er á vegum Kvennalist- ans og stendur yflr frá 14.00- 17.00. Auk Ragnheiðar munu Brynhildur Flóvenz, Unnur Pétursdóttir og Drífa Krist- jánsdóttir tala og kvenna- hljómsveitin Ótuktin spilar í hléi. Ragnheiður Elva Þorsteinsdóttir, lögfræðingur, efast um að hinn alþjóðlegi sáttmáli, CEDAW, sé konum gagnlegur í jafnréttisbaráttu sinni. sýnist hverjum. En hvað finnst henni sjálfri? „Ég efast um gagnsemi þessa samn- ings en það er ekki vegna þess að hann sé eitthvað sérlega karllægur að mínu mati heldur myndi ég rökstyðja það á annan hátt. Orðalag hans virðist t.d. vera óljósara en í öðrum stórum alþjóð- Konur og kristni Arnfríður Guðmundsdóttir, doktor í kvennaguðfræði, mun ræða um konur og kristni á dagskrá sem List- vinafélag Akureyrarkirkju og Félag áhugafólks um heim- speki stendur fyrir. Dagskrá- in samanstendur af hádegis- tónleikum Björns Steinars Sólbergssonar, organista Ak- ureyrarkirkju, og fyrirlestri Arnfríðar. „Hvað segja konur um Krist?“ er yfir- skrift fyrirlestrarins og mun Arnfríður fjalla um hefðbundnar kenningar um Krist og þá gagnrýni sem konur hafa sett á þær kenningar. Orgeltónleikarnir hefj- ast í Akureyrarkirkju klukkan 12.00 og fyrirlesturinn klukkan 13.15. AI Dregið í ferðaget- raun Margrét Kröyer, útlitshönnuður á Degi-Tímanum, með verðlaunasvarseðilinn. Mynd: as Nú er komið í ljós hvaða lesandi var dreginn út í ferðagetraun sem blaðið efndi til á dögunum. Sigur- björg Einarsdóttir, Reykjasíðu 18, Ak- ureyri er sú heppna og nú er bara spurningin hverjum hún býður með sér. Verðlaunin eru í boði Samvinnuferða- Landsýnar: Spánarferð fyrir tvo. Dvalar- staðurinn er Albir sem er baðstrandar- bær í nágrenni Benidorm. Fjölskrúðugt mannlíf, gott veður, friðsæld en samt allt í boði sem kröfuharðir sólarlandafarar biðja um. Nokkuð hefur verið um að lesendur hafi hringt og verið forvitnir að vita svörin við spurningnum. Getraunin birt- ist á forsíðu Lífsins í landinu, fimmtu- daginn 13. febrúar og fyrir þá sem geymdu blaðið birtum við hér til gamans rétt svör. Rétt svör: 1. Hvergi 2. Frakklandi 3. Mont Blanc 4. Róm 5. Bretlandi 6. Elísabet II. 7. Egyptaland 8. Bretland 9. Holland 10. París 11. Þýskaland 12. Tjener S umfjöllun blaðsins í gær um nudd vill blaðið taka fram að nuddarar á Nudd- og gufubaðstofunni á Hótel Sögu og Gerður Benediktsdóttir standa ekki í því að örva viðskiptavini þó að les- endur gætu hafa dregið þá ályktun. Nuddarar hafa fagleg réttindi til að stunda starf sitt og vonar blaðið að um- fjöllunin í gær ýfi ekki upp orðspor sem nuddarar hafa lengi barist hatrammlega 13. Antartíka (Suðurskautið) 14. Kanada og Grænland 15. Franskur franki 16. Waiter 17. Dollari 18. Kanadíski fáninn 19. Bikini 20. Laddi (Þórhallur Sigurðsson) gegn til að stunda fag sitt í friði. Hins vegar er nudd ekki bara læknisfræðileg fyrirbæri heldur komast margir í annað og léttara hugarástand við nudd. Ætlun blaðsins var að Ieggja áherslu á þann þáttinn. Nuddþegarnir, viðmælendur blaðsins, voru ekki viðskiptavinir þess- ara nuddara heldur almennt áhugafólk um nudd, heima hjá sér sem annars staðar. Fagleg starfsemi á nuddstofum

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.