Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Page 4
16 - Laugardagur 8. mars 1997
®itgur~®tmmri
LEIKFELAGIÐ
BÚKOLLA
SÝNIR í UÓSVETNINGABÚÐ
GAMANLEIKINN
© g)
© g) 1 g)
Jll
eftir Rick Abbot í þýöingu Guðjóns Ólafssonar
Leikstjóri: SKULI GAUTASON
SUNNUD. 9. MARS KL. 20.30
NÆST SÍÐASTA SÝNINGARHELGI
s
©
g) ©
MIÐAPANTANIR í SlMA 464 3550
UÓSVETNINGAB. FYRIR SÝN. S: 464 3617
Leikklúbburinn
Locos sýnir:
Tíu litlir
negrastrákar
eftir Agatha Christie
2. sýnlng laugardaginn 8. mars
3. sýning mánudaginn 10. mars
4. sýning miðvikudaginn 12. mars
5. sýning fimmtudaginn 13. mars
Lokasýning mánudaginn 17. mars
Miðaverð er 600 krónur.
Sýningarnar eru kl. 20.30
í gryfju Verkmenntaskólans
(gengið inn að norðan).
- besti tími dagsins!
Freyvangs-
leikhúsið
Sýnum firna
fyndinn gamanleik:
„Meb vífib
í lúkunum"
eftir Ray Cooney
Leikstjóri: Hákon Waage
8. sýning laugard.
8. mars kl. 20.30
9. sýning fimmtud.
13. mars kl. 20.30
10. sýning föstud.
14. mars kl. 20.30
11. sýning laugard.
22. mars kl. 20.30
12. sýning sunnud.
23. mars kl. 20.30
Miöapantanir í síma
463 1193 milli kl. 18og20.
Á öörum tíma í síma
463 1196 (símsvari)
MENNING O G LISTIR
Tíu litlir negrastrákar í VMA
Tíu manna hópur er fastur
á afskekktri eyju. Undar-
legir atburðir gerast og
einn gesturinn deyr. Síðan sá
næsti og næsti. Upp á hillu í
húsinu sem dvalið er í eru stytt-
ur af tíu litlum negrastrákum. f
hvert sinn sem einhver deyr
hverfur ein styttan. Og það sem
meira er; dauðsföllin ríma við
það sem segir í kvæðinu um
negrastrákana tíu...
Þetta er söguþráðurinn í
leikriti sem Locos, leikklúbbur
Verkmenntaskólans á Akureyri,
frumsýndi á fimmtudagskvöld.
Leikritið er eftir ekki ófrægari
höfund en Agöthu Christie og
mun vera eitt af hennar klass-
ísku verkum þar sem ómögu-
legt er að sjá út hver er morð-
inginn fyrr en í lokin.
Gunnar Bergman leikstýrir
leikhópnum en honum til að-
stoðar er fris Dröfn Jónsdóttir,
sem jafnframt er formaður Loc-
os. Leikarar eru 12 og þeirra á
meðal eru þeir Guðlaugur
„Tumi“ Baldursson og Evert In-
gjaldsson. „Tumi er leikara-
nafnið hans. Mitt nafn er svo
sjaldgæft að ég þarf ekkert
listamannsnafnt," útskýrir Ev-
ert þegar félagarnir mættu til
að spjalla við blaðamann um
leikritið.
Ásökunarrödd á
grammafónsplötu
Þeir Evert og Guðlaugur eru
beðnir um að lýsa söguþræðin-
um nanar og segja
þeir frá því að þeg-
ar fólkið sé að biða
eftir ónafngreind-
um gestgjafa heyr-
ist skyndilega í
rödd á gramma-
fónsplötu sem
ásaki alla í hópn-
um um hræðilega
glæpi. „Minn ka-
rakter á að hafa
drepið 21 mann af
afríkönskum kyn-
stofni," segir Evert.
„Og minn er
ákærður fyrir að
aka yfir tvo krakka
á Cambridge,"
bætir Guðlaugur
við.
í fyrstu telja
gestirnir að um
hrekk sé að hræða
en þegar einn úr
hópnum deyr eftir að
drukkið viskí fara að renna á
þá tvær grímur. Ekki síst þegar
þeir taka eftir að ein negra-
stráksstyttan er horfin. Dauði
mannsins minnir líka óþægilega
á fyrstu vísuna í kvæðinu um
negrastrákana: Negrastrákar
fóru í boð og þá voru þeir tíu
Einn þeirra stóð á öncLinni og
þá voru þeir níu.
Enn annar gesturinn deyr,
önnur stytta hverfur og dauðs-
fallið passar við vísu númer tvö.
Leikritið gengur síðan út á að
finna út hver sé morðinginn.
„Ef morðinginn fær að ráða þá
Ur sýningunni. Myndin er tekin á æfingu.
hafa
mun allt fara eins og í síðustu
vísunni,“ segir Evert en hún
hljómar svona:
Einn lítill negrastrákur var
nú eftir einn.
Hann gekk úit og hengdi sig
og þá var ekki neinn.
Hvort vilji morðingjans gangi
eftir gefa þeir Evert og Guð-
laugur hinsvegar ekkert upp
um.
Spenna og drama
Áður en leikhópurinn valdi leik-
rit var gerð skoðanakönnun í
skólanum og kom í ljós að ílest-
ir nemendur vildu fá að sjá
Mynd: JHF
spennu- og gamanleikrit eða
spennu- og drama. „Þar sem
við höfðum verið með gaman-
leikrit árin á undan völdum við
spennu og drama,“ segja þeir.
Næsta sýning á „Tíu litlum
negrastrákum" verður í kvöld
en alls eru áætlaðar sex sýning-
ar. „Kannski íleiri ef vel geng-
ur,“ segir Evert. Sýningar fara
fram í Gryfjunni í VMA og er
miðaverði stillt í hóf, miðinn
kostar 600 krónur. „Ekki nema
50 krónum meira en í bíó,“
segja þeir félagar brosandi og
lofa góðri skemmtun. AI
Yrkjandi bæjarstjóri
Sigurður Geirdal er ekki bara bæjarstjóri íKópavogí Um
daginn las hann ífgrsta sinn upp óbundin Ijóð fyrir kjós-
endur sína. Og þegar bœjarstjórnarfundir verða úr hófi
leiðinlegir, hressir hann upp á sinnið með smá heilaleik-
fimi og hripar niður tœkifœrisvísur...
Eg geri mikið af því og hef
ort með gamla iaginu í 40
ár,“ segir Sigurður, en
beðinn um að birta afrakstur
leiðinlegra bæjarstjórnarfunda
komu einhverjar vöílur á hann.
„Það gæti einhver þekkt... en
jæja, ÓK. Það var verið að
halda langa og leiðinlega ræðu
og ég hékk eitthvað annars
hugar fram á borðið og starði
svona ósjálfrátt beint á dömu,
bæjarfulltrúa. Svo sá ég að hún
var farin að skælbrosa svo ég
sendi henni limru:
Það situr á móti mér meyja
og margt vœri gaman að segja
en hvað hugurinn gegmir
og holdið um dreymir
er þannig að best er að þegja. “
„Bara viðvaningur"
En Sigurður er ekki bara í tæki-
færiskveðskapnum því þegar
færi gefst frá önnum embættis-
ins laumast hann í tölvuna og
ber saman óbundin ljóð - og
hefur reyndar gert í áratugi
(birtust nokkur ljóð ’59). Þau
hefur hann ekki lesið opinber-
iega fyrr en í Gerðarsafni í síð-
ustu viku. „En ég er bara við-
vaningur og ekkert merkileg-
ur.“ Sigurður hefur þó lengi
fylgst með nútímakveðskap -
m.a. vegna áhuga sonarins,
Sjóns, á fyrirbærinu.
„Þetta gerist yfirleitt þannig,
eins og sjálfsagt hjá flestum, að
maður fær einhverja hugmynd
sem maður losnar ekki við. Þá
slæ ég hana inn í tölvuna," seg-
ir Sigurður. Næst þegar frí gefst
fer hann aftur inn í
tölvuna og reynir að
koma skikki á upp-
haílegu myndina
sem hann hafði í
kollinum. Óbundna
ljóðið finnst honum
mun erfiðara viður-
eignar. „Það er svo
mikill vandi finnst
mér að vera orðinn
sannfærður um að
þetta sé orðið gott. í
bundnu setur formið
manni skorður og
maður breytir því
ekki svo glatt. En
þarna ætlar maður
að búa til ákveðna
mynd og heist í sem
fæstum orðum og
það er ekkert sem
bindur mann. Ljóðið til Jóns
úr Vör tók fyrst hátt á aðra
síðu, svo byrjaði ég að klippa
og skera og það tók auðvitað
Iangan tíma.“
-Hvað er það sem leggst á
huga bæjarstjóra?
„Það er nánast allt á milli
himins og jarðar. Ég var á
upplestrinum með ákveðið
þema, tímann og okkur í víðu
samhengi, bæði sem eilífð og
augnablik.”
Gaman af tilraunum
krakkanna
Uppáhaldsskáld Sigurðar
hlaupa til og frá, þau eru svo
mörg, segir hann. „Og ég hef
Nóltin
Ég hef alltaf hugsað mér
að nóttin vœri móðirin
myrk og mjúk, örmum vefjandi
dulúðug og seiðandi
vinkona skáldanna.
En dagurinn vœri sonurinn
og nóttin vœri stundum í vandrœðum
með það hvað úr honum yrðt
Mér hefur alltaf fundist þetta svona
en ég hef hvergi getað fengið það staðfest.
Tíminn og vatnið
Mérfinnst stundum að líminn
sé sömu náttúru og vatnið.
Eilífðin einskonar úthaf
og augnablikið, eins og lítið tár
sem regnið skolar af kinn barns.
Tíminn sjálfur eins og beljandi stórfljót
sem streymir drynjandifram,
úfið og grált
eða spegilslétt og lygnt,
kliðmjúkt og vinalegt.
En spyr okkur einskis,
bara kemur og fer
dramblátt og óstöðvandi.
mjög gaman af þessum tilraun-
um krakkanna, unga fólksins.
Þau eru svo laus við að vera
bundin af nokkru öðru sem þau
hafa lært eða lesið. Þau eru svo
orgínal og fín. Það er verst að
það er alltof lítið gert í skólun-
um til að rækta þetta áfram."
-Hvaða unga fólk hefur hrifið
Þig?
„Það eru mjög margir. Gyrðir
[Elíasson] finnst mér mjög efni-
legur. Ég veit nú ekki hvort
maður á að telja Þórarinn [Eld-
járn] ungan lengur en hann er
mjög sleipur." Og svo þurfti
bæjarstjórinn að hlaupa á fund.
lóa