Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Síða 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Síða 10
22 - Laugardagur 8. mars 1997 JktgMr-®amrat Iist best á Liverpool Það blása vindar um fjölskyldu Guðjóns Þórðarsonar knattspyrnuþjálfara og sona hans enda eru þeir allir áberandi í knattspyrnunni. Guðjón hefur verið mikið í fréttum, síðast sagði hann frá drykkjuvanda sínum og misklíð við Bjarna, son sinn, sem útlit er fyrir að gerist atvinnumaður í Bretlandi. Bjarni er ungur að árum og efnilegur, stefnir hátt í fótboltanum og er ákveðinn í að breyta leik í atvinnu. Bjarni er fæddur 26. febrúar 1979 á Akranesi og al- inn þar upp. Hann er sonur Bjarneyjar Jónasdóttur og Guðjóns Þórðarsonar. Þau eru skilin. Bæði móður- og föðurfólk Bjarna er á kafi í íþróttunum, faðir hans er einn fremsti knattspyrnuþjálfari landsins og bræðurnir fimm eru allir á kafi í boltan- um nema sá yngsti. Báðir albræður Bjarna eru í Þýskalandi. Þórðin-, 24 ára, er atvinnumaður í knatt- spyrnu hjá Bochum og Jóhannes Karl, 16 ára, hefur verið au pair hjá honum frá áramótum og æfir með unglingaliði félags- ins. Alltaf bolti Bjarni byrjaði að sparka bolta um leið og hann gat staðið í lappirnar og fór á sína fyrstu æfingu fjögurra eða fimm ára gam- all að tilstuðlan móðurbróður síns. Bjarni segist hafa verið mjög spenntur fyrir fyrstu æfingunni. „Pabbi var alltaf í fótbolta og það hefur alltaf verið fótbolti inni á heimilinu. Ég hugsa að pabbi hafi viljað að ég færi á æf- ingu en hann píndi mig ekki til þess. Ég held að það sé alveg á hreinu. En hann ýtti undir það,“ segir Bjarni. búnir að bjóða honum að koma og þar var hann í þrjár vikur. Hann fór svo til Liverpool og var þar í þrjár vik- ur, síðan í viku hjá Newcastle og svo fór hann til Real Madrid á Spáni. „Ég var þar í þrjá daga, spilaði einn leik og æfði einu sinni. Ég held að það verði ekkert úr því. Á þriðjudag- inn fer ég til Glasgow Rangers og verð tvo til þrjá daga þar og spila einn leik. Síðan fer ég til Leeds. Svo vona ég að þetta sé að enda núna og það komist á hreint eft- ir þessa ferð hvort ég fer út eða verð heima,“ segir hann. Bjarni segist reikna frekar með því að gerast at- Langaðí að verða bóndi Bjarni hefur átt sér þann draum að gerast atvinnumaður í knattspyrnu frá barnæsku en hefur þó ekki alltaf stefnt jafn staðfastur að því. Sjö ára gamall tók hann sér frí frá sparkinu og á unglings- árunum vildi hann verða bóndi. Móðir hans og stjúp- faðir keyplu þá Þórisstaði í Svínadal og fluttu þangað. Bjarni var eitt sumar í sveit og hugleiddi þá alvarlega að hætta, bæði vegna þess hve erfitt var að komast á æfingar og líka vegna þess að honum fannst svo gaman í sveitinni. „Það var skemmtileg lífsreynsla. Mig langaði til að verða bóndi en fótboltinn varð sterkari. Það er eina skiptið sem mig hefur langað til að hætta,“ segir hann. Ótrúlega stoltur Bjarni hefur verið á fleygiferð frá því meistara- flokkur ÍA fór í æfingaferð til Kýpur vorið 1996. Þar meiddist hann og varð að fara í uppskurð. Eftir þær hremmingar hófst tímabil sem Bjarni segist vera „ótrúlega stoltur af‘ því að „það er ótrúlegt afrek að vinna fslands- mótið og bikarinn." Það var þó ekki allt tekið út með sældinni. Á þessum tíma þjálfaði faðir hans meistaraflokk ÍA og var mjög umdeilt að hann skyldi velja son sinn í liðið. Bjarni þótti þó standa sig vel. Eftir leiktíðina góðu fór Bjarni ásamt föður sínum og móður- ður til Lins í Austurríki og dvaldist í góðu yfirlæti í viku. Þar fékk hann oð, „það var ekkert af viti sem þeir u að’bjóða,“ segir hann. oraði eina markið inenningarnir keyrðu svo til Bochum og voru a viku hjá Þórði Guðjónssyni. Þar æfði Bjarni 1 Bochum og fór svo heim til að taka þátt í und- ningi fyrir 1 idsleik við íra. í Dyflinni unnu ís- Jngar á „óti gan hátt 1:0 og ég skoraði mark- 'ftir það hai •> Newcastle samband,“ segir Bjarni >ar með var boltinn farinn að rúlla. Bjarni fór til castleogva liar í viku og var boðið að koma aft- iður en hann fór til Newcastle voru Grasshoppcrs Bjarni og kærastan hans, Margrét Valsdóttir, ætia að byrja að búa ef samningar takast. Mamma Bjarna fer með þeim og hjálpar þeim að koma sér fyrir. vinnumaður í knattspyrnu en bendir þó á að það sé „ekkert öruggt“. Honum hst langbest á England, uppáhaldsliðið sitt Liverpool og Newcastle. „Mér líst ekkert á Spán. Það er allt annar heimur,“ segir hann. Tíminn læknar sár Bjarni og faðir hans, Guðjón Þórð- arson, voru í fréttum eftir fyrstu ferðina til Newcastle. Guðjón hefur sagt frá því í sjónvarpi að hann hafi verið drukkinn og þeim hafi lent saman. Bjarni vill ekkert tala um misklíðarnar við föð- ur sinn og segist ekkert hafa rætt við hann síðan. Hann hafi heyrt af viðtalinu við Guðjón og segir að sér finnist „ekkert um það.“ Eftir atvikið hafi þeir feðgarnir ekkert hist og pabbi hans hafi dottið út úr viðræðunum og hætt að koma með í ferðirnar. Bjarni vill ekkert segja frá því sem gerðist í Newcastle. „Það er sagt að tíminn lækni öll sár. Við verðum bara að bíða og sjá. Það hlýtur að lagast,“ segir hann. „Auð- vitað er maður sár og leiður," bætir hann við og samsinnir því að samband þeirra feðganna hafi verið mjög náið, þeir hafi verið góðir vinir. - Nú er pabbi þinn búinn að viður- kenna að hann eigi við áfengisvanda að stríða. Ert þú bindindismaður? „Nei. Ég er ekki bindindismaður," segir Bjarni. Byrja að búa Ef samningar takast í Bretlandi ætlar Bjarni að flytja út með kærustunni sinni, Margréti Arnbjörgu Valsdóttur, 17 ára nema í Fjölbrautaskólanum á Vestur- landi, og mun Bjarney fara með þeim og hjálpa þeim að koma sér fyrir. Margrét ætlar að vera utanskóla fram á vor en sjálfur hætti Bjarni í skólanum síðasta haust. Margrét segist stefna að því að læra hárgreiðslu en er ekki búin að ákveða hvernig hún hagar sínu námi, hvort hún klárar stúdentspróf eða fer í nám í breskum skóla næsta haust. „Ég fór með Bjarna í seinni ferðina til Newcastle og leist vel á það. Ég held að það verði ágætt að búa þar en ég kvíði dálítið fyrir,“ segir hún. Að undanförnu hefur Margrét búið með Bjarna heima hjá foreldrum hans. Þau kvíða ekki pen- ingamálunum því að Newcastle er ríkt félag og hefur nýlega verið breytt í hlutafé- lag. Þau vilja ekkert spá í launin en bestu knattspyrnumennirnir í Bretlandi fá jafnvirði Qögurra milljóna króna á viku. -GHS Bjarni Guðjónsson framherji vonast til þess að samningar takist við breskt knattspyrnulið á næstunni og setur þar uppáhaldsliðið sitt Liverpool ofarlega á lista. Hann er á leið til Glasgow og Leeds á þriðjudaginn.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.