Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Side 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Side 11
glagur-®ómmt ^jUagur vimtitmr Laugardagur 8. mars 1997 - 23 Munið þið eftir því þegar voru bara til tvœr að- altegundir afbrauði? Franskbrauð, stundum kallað aumingjabrauð, og hveilhveitibrauðið sem var þetta holla. Svona var þetta alla vega í minningunni þó eitthvað gœtu tegundirnar hafa verið fleiri í raun. Auður fjf* .«¥-| Ingólfsdóttir skrifar ^"^fjálfri fannst mér fransk- brauðið betra en forðaðist að borða það. Ekki vegna þess að ég liefði áhyggjur af hvort það væri hollt heldur var mér illa við að vera stimpluð sem aumingi. Nú er ég löngu hætt að freistast í franskbrauð- ið. Ég er auðvitað orðin eldri og meðvitaðari um hvað ég læt of- an í mig. En ástæðan er þó fyrst og fremst sú að nú finnst mér til fullt af brauði sem hefur þá eiginleika að vera bæði hollt og líka gott á bragðið. Ég vel því grófa brauðið einfaldlega vegna þess að mér finnst það betra. Næringarfræðingar segja okkur að stærstan hluta fæðunn- ar sé æskilegt að fá úr kolvetnum. Þrátt fyrir gífurlega sprengingu í pastaréttum, mikið kartöflu- og hrísgrjóna- át, fá flestir enn stóran hlut af sínum kolvetnum úr brauði. Það er því eins gott að vanda valið. 30 til 40 tegundir Ég hringdi að gamni mínu upp í Brauðgerð Kristjáns á Akureyri til að kanna hvort þetta væri ekki örugglega rétt hjá mér; að tegundirnar nú væru miklu fleiri en fyrir 10-15 árum. Eitt- hvað virðist barnsminnið hins vegar hafa brugðist mér því þar fékk ég þær upplýsingar að teg- undirnar í dag séu ekki mikið fleiri en áður var. Nýjar tegund- ir ryðji þeim eldri út. Alls er Brauðgerð Kristjáns með milli 30 og 40 brauðtegundir á boð- stólnum. Um 20 tegundir af svokölluðum sérbrauðum, sem eru skorin og pökkuð jafnóðum og viðskiptavinurinn biður um þau, 10 tegundir af pökkuðum brauðum (t.d. samlokubrauð) og 7 tegundir af rúgbrauðum. Vinsælustu brauðin eru þau milligrófu, segir Kjartan Snorrason, einn eigendanna. Ekki of fín og ekki of gróf. Það nýjasta um þessar mundir eru hins vegar brauð úr súrdeigi. Einhver suðiu--amerísk/spönsk sveifla í gangi að mati Kjartans. Alþjóðavæðingin tekur greini- lega á sig ýmsar myndir. Er heima best? Heimabakað er alltaf best, segja samt margir en ég er nú ekki viss um það. Hitt er annað mál að brauðilmurinn sem læð- ist um húsið þegar brauðið er bakað heima vekur alltaf upp sérstakar kenndir. Tilfinning öryggis og hlýju hríslast um heimilisfólkið og kannski er það þess vegna sem brauðið bragð- ast svo óskaplega vel. Hér kem- ur ein uppskrift sem fólkið á mínum bæ er hrifið af. 5 bollar heilhveiti 2 bollar hveiti 5-6 tsk. lyftiduft 2 tsk. natron n tsk. salt 2'/ msk. sykur 2 bollar sólblómafrœ 1 bolli sesamfrœ 2'á mysa 2/ bolli léttmjólk Blandið saman þurrefnum og vætið síðan í með mjólkinni og mysunni. Deigið sett í 3 form og bakað í 45-50 mínútur við 200° C hita. NJÓTIÐ VELi Þó bakaríisbrauðin séu ekki síðri en þau heimabökuðu, og oft betri, kem- ur fátt í staðinn fyrir ilmandi brauðilminn sem laeðist um húsið þegar brauðið er bakað heima. aí) 7í Lei eimilis- hamið Ananaskaka Sutinudagskakan: 2 egg 2 dl sykur 1 tsk. rijið sítrónuhýði 2'/ dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 dl rjómi 100 g brœtt smjör Fylling: 20 g smjör 60 g púðursykur 6 ananassneiðar Egg og sykur þeytt vel saman í ca. 5 mín. þar til það er létt og ljóst. Hveiti, lyftiduft, sítrónu- hýði og rjómi sett út í, og síðast brædda smjörið. Bræddu smjöri og púðursykri smurt inn í form- ið og raðið svo ananassneiðum í botninn á forminu. Deigið sett ofan á sneiðarnar. Kakan bökuð við 180° í 45-60 mín. Prófið með prjóni hvort kakan er bök- uð. Það er ágætt að hafa pappír í botninum á forminu því stund- um vill smjör/sykurinn leka nið- ur úr mótinu. Kökunni hvolft úr forminu og þá snýr botninn með ananassneiðunum upp á kökudiskinum. Góð kaka, falleg á borði og gott er að bera þeytt- an rjóma eða sýrðan rjóma með henni. Fiskur í eldfóstu móti.f. 4 500 g soðinn Jiskur, roðflettur og beinlaus 10 meðalstórar kartöjlur, soðn- ar og skornar í sneiðar 2 saxaðir laukar, léttsteiktir í smjöri Salt og pipar 2 dl kaffirjómi 2 dl mjólk Borið fram með hrásalati, brauði, sinnepi og smjöri. Þessu er raðað í lög í eldfast mót, kartöflusneiðar, laukur, fiskur, krydd - smá smjörklípur á víð og dreif. Efst eru svo kart- öflusneiðar, raspi stráð yfir og smjörklípur. Svona getur mótið beðið þar til passar að setja það í ofninn, við 225° í 30 mín. Látið bakast gyllt og gegnum heitt. Bananakaka 3 egg 150 gsykur 2 þroskaðir bananar 100 g brœtt smjör Z dl rjómi '/ tsk. engifer 1 tsk. vanillusykur Z tsk. lyftiduft 175 g hveiti Egg og sykur þeytt saman í þykka eggjafroðu. Bananarnir músaðir með gaffli og hrærðir saman við með bræddu smjör- inu og rjómanum. Hveiti, Iyfti- dufti, engifer, vanillusykri, blandað saman og hrært út í hræruna. Kakan sett í vel smurt form og bökuð við 175° í ca. 45 mín. neðarlega í ofninum. Kakan kæld og flórsykri sigtað yfir hana. Hakkað nautakjöt m/karrý 500 g hakkað nautakjöt 1 msk. karrý 2 msk. matarolía 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 grœn paprika 1 dós saxaðir tómatar 1 dl vatn salt og pipar Brúnið kjötið með karrýinu í heitri olíunni á pönnu. Bætið fínt söxuðum lauknum út í, og paprikunni í ræmum. Látið krauma saman smá stund. Lát- ið tómatana og vatnið út í og látið þetta malla saman í ca 15 mín. Bragðið til með salti og pipar, berið fram með góðum brauðbollum og hrísgrjónum. Við brosum 1. Eiginmaðurinn hafði alltaf verið ótrúr og haldið fram- hjá eiginkonunni. Nú var mælirinn fullur fannst henni: „Ég veit ekki einu sinni hvort ég trúi því að hann sé faðir yngsta stráksins, svo lyginn sem hann er!“ 2 Skilti fyrir ofan snyrtistof- un: „Flautið ekki á dömuna sem kemur út af stofunni, piltar. Það gæti nefnilega verið hún amma þín.“

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.