Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Qupperneq 12

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Qupperneq 12
24 - Laugardagur 1. mars 1997 ®agmr-®mráttt |Dagur'CLlTOttim 'lvtatarkrókur Helgi Gunnarsson, versl- unarstjóri KS í Varma- hlíð, er matkráka þessa helgina. Forréttur, tveir aðal- réttir og eftirréttur eru á mat- seðli Helga sem segist hafa mikinn áhuga á matargerð. „Ég er mjög hrifinn af fiskréttum. Það er hægt að gera veislumat úr öllum fiski," segir Helgi, en fiskur er uppistaðan í báðum aðalréttunum. Helgi skorar á starfsfélaga sinn, Arna Kristjánsson, í næsta Matarkrók en Árni er inn- kaupastjóri KS á Sauðárkróki. Snigladraumur forréttur fyrir 4-6 % dós sniglar (ca. 12 stk.) ’/ dós Limafjörd krœklingur 200 g rœkjur 150 g skelfiskur Vi dós maísbaunir 1 stk. kryddsmjör m/hvítlauk (frá Osta- og smjörsölunni) 1 pk. Maggi kartöfiumús graslaukur, steinselja og rifinn ostur Kryddsmjörið er sett á pönnu og hitað (ekki láta það brenna). Sniglar, kræklingur (safa hent) og rækjur eru hitað- ar í kryddsmjörinu. Síðan eru maísbaunirnar settar út í. Hitað í 3-4 mínútur. Að síðustu er skelfiskurinn settur út í og hit- að í 1-2 mínútur. Smokkfiskur í kryddsósu aðalréttur fyrir 4 1 kg smokkfiskur (bolur) 2 laukar 2 hvítlauksbátar 2 gulrœtur 1 grœn paprika 1 rauð paprika 2 stilkar sellerí 1 búnt steinselja 1,5 dl Raspblómaolía (frá Sól) 2 dl þurrt hvítvín 2 dl vatn 1 lítil dós tómatpurré salt og pipar Skolið smokkfiskinn og sker- ið í strimla. Skerið lauk og hvít- lauk í smátt. Skerið gulrætur og papriku í litla teninga, skolið steinseljuna og selleríið og sax- ið smátt. Brúnið grænmetið og kryddjurtirnar í olíunni, bætið hvítvíni útí og látið sjóða í 5 mínútur. Setjið tómatpurré og vatn út í. Salt og pipar eftir smekk. Síðan er smokkfiskur- inn settur útí og látið sjóða í 45 mínútur. Berið fram með hvítum hrís- grjónum, sem eru örlítið krydd- um með dilli og hvítlauksbrauð. Með þessu er gott að bera fram chablis Les Clos hvítvín. Taaza-masala ýsa aðalréttur fyrir 4 600 g roðflett ýsuflök hveiti Taaza masala (krydd frá Pottagöldrum) Helgi Gunnarsson, verslunarstjóri Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð. ólífuolía eðal-kjúklingakrydd (Potta- galdrar) 2 dl hvítvín Vi l rjómi Skerið fiskinn í góð stykki. Hveiti og dálítð af Taaza masala er blandað saman á disk. Fisk- inum er velt úr blöndunni og síðan steiktur í vel heitri olíunni. Kryddað með Eðal- kjúklingakryddi á pönnunni. Fiskurinn er síðan tekinn af pönnunni, dálitlu hvítvíni er hellt á hana og þar á eftir rjóma. Sósan er smökkuð til og krydduð meira ef með þarf og hellt yfir fiskinn. Borið fram með tómötum, skornum í báta, niðursneiddri agúrku, gufu- soðnum gulrótum og bökuðum kartöflum „Lamb Islandia". Kartöfiurnar eru útbúnar á eftirfarandi hátt: Smáskora er tekin úr kartöflunum eftir endi- löngu og Lamb Islandia krydd- blöndu frá Pottagöldrum er stráð í sárið. Kartöflunni er síð- an pakkað inn í álpappír þann- ig að þegar skorið er í hana eft- ir eldun þá opnist sá hluti með kryddinu. Þá er smjör og salt sett í sárið með kryddinu og þetta er borið fram með fiskin- um. Ferskir ávextir eftirréttur fyrir 4 Grand Marnier fersk jarðarber (250 g box) 2 stk. kiwi 2 mandarínur grœn og blá vínber súkkulaðispœnir Brytjið alla ávextina smátt og helli Grand Marnier yfir. Lát- ið standa í kæli 2 klst. Borið fram með þeyttum rjóma. Eggaldin m/h rísgrj ónaíy llingu Eggaldin er einn af þessum ávöxtum sem er mikið notaður í matargerð víða um heim en er íslendingum lítt kunnugm-. Hann er þó til hérlendis, þó reyndar sé hann nokkuð dýr. Eftirfar- andi uppskrift er fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa að búa til rétt þar sem þessi ávöxtur er notaður. eggaldinhelmingana á hvolf á plötuna og bakið í 180° C ofni í 30 mínútur. Brytjið skinkuna, hreinsið steinselj- una og saxið hana smátt, takið hýðið af hvítlauknum og merjið hann. Takið kjötið úr eggaldinávöxtunum og skerið í bita. Blandið saman við skink- una, steinseljuna, hvítlaukinn, 1/4 tsk. timían og þriðjung af ostinum. Hrærið hrísgrjónum saman við. Kryddið með salti og pipar. Fyllið eggaldinhelmingana með þessu. Setjið aftur á bökun- arplötuna og bætið restinni af ostinum ofan á. Setjið að síðustu 2 msk. olíu yfir og bakið í 15-20 mínútur, eða þar til ost- urinn er orðin gullinn. Tómatsósa: Takið hýðið af skalotlauk- unum, skerið í tvennt og steikið í 4 msk. af olíu í nokkrar mínútur. Setjið tómata- maukið saman við og salvíulaufin. Fáið upp suðu og kryddið síðan með salti, pipar, timían og sykri. Berið sósuna fram með eggaldinávöxtunum. 100 g hrísgrjón 250 ml kjötseyði 2 stór eggaldin 6 msk. olífuolía 200 g soðin skinka (skerið fitu af) 1 búntfersk steinselja 2 hvítlauksrif 1/4 tsk. timían 150 g parmesan ostur salt nýmalaður svartur pipar ■tómatsósa: 8 skalotlaukar (eða litlir venjulegir) 500 g tómatamauk (purée) 8 lítil salvíulauf Vitsk. timían salt og pipar sykur Þvoið og sigtið hrísgrjónin og sjóðið þau í kjötseyðinu. Þvoið eggaldinávext- ina, skerið í tvennt langsum og skerið nokkrum sinnum þversum í kjötið. Smyrjið bökunarplötu með olíu, setjið

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.