Dagur - Tíminn Akureyri - 08.03.1997, Page 15
IDítgur-'ðSnróm
Laugardagur 8. mars 1997 - 27
BÚBBA
segir ykkur frá erma-
hnappa-safni breska
ríkisarfans
Sannir áhugamenn um kon-
ungborna hafa jafnt áhuga
á hinu smæsta sem hinu
stærsta í lífi þeirra. Eitt af því
smæsta eru ermahnappar sem
þó skipa stóran sess í lífi Karls
Bretaprins. Það er nefnilega
þannig að prinsinn á veglegt
safn ermahnappa sem hann
skartar við flest tækifæri. í
safninu er m.a. að finna nokkra
dýrmætustu ermahnappa í
heimi.
Kvenfólkið í kóngafjölskyld-
unum hefur möguleika á að
skreyta sig með undurfögrum
dýrgripum, meira að segja kór-
ónum. En karlarnir hafa ekki
jafnmikla möguleika á því að fá
útrás fyrir glysgirnina. Vissu-
lega geta orðurnar verið æði til-
komumiklar en Karl hefur tekið
slíku ástfóstri við ermahnapp-
ana sína að það má líkja því við
ástríðu. - Og það er eins og
ermahnapparnir hans Karls
gegni öðru og mikiivægara hlut-
verki en að vera einvörðungu
skraut. Hann hefur þann ávana
að grípa um þá, svona rétt eins
og til að athuga hvort þeir séu
ekki örugglega á sínum stað.
Kannski veita þeir honum ör-
yggistilfinningu. (Það geta víst
ótrúlegustu híutir gert það!).
Dýrmætir ættargripir
Margir af ermahnöppunum í
safni Karls eru dýrmætir ættar-
gripir. Þar má finna gripi sem
voru í eigu Nikulásar II. Rússa-
keisara og Játvarðar VIII.
(Þessum sem afsalaði sér krún-
unni fyrir Wallis Simpson). Þá
erfði Karl marga ermahnappa
eftir langafa sinn George V. og
afa sinn George VI. Einnig hef-
ur Karl auðvitað keypt nokkra
glæsilega ermahnappa sjálfur.
Verðmæti ermahnappanna
sem Karl ber við hin margvís-
legu tækifæri, komst í fréttirnar
á árinu 1994 þegar brotist var
inn í íbúð hans í St. James höll.
Þjófurinn komst undan með
nokkra dýrgripi og hafði enga
hugmynd um hversu erma-
hnapparnir eru dýrmætir. Enda
bera venjulegir menn ekki
ermahnappa sem metnir eru á
hundruðir þúsunda ef ekki
milljónir króna. (Fyrir utan það
að þjófar nota líklega sjaldan
slíkt pjátur).
Þjófurinn hafði m.a. á brott
með sér sívala ermahnappa úr
18 karata gulli. Á öðrum
hnappinum er breski fáninn en
á hinum sá gríski. (Karl er trúr
uppruna sínum því faðir hans
rekur uppruna sinn til Grikk-
lands). Aðrir hnappar, sem þjóf-
urinn seldi skartgripasala fyrir
slikk, eru úr hvítagulli og
skreyttir safírum og demöntum.
Hnapparnir voru gjöf frá móður
Karls, Eh'sabetu drottningu, eru
þeir metnir á 3000 pund, eða
ríflega 300 þúsund krónur.
En Karl á miklu dýrari erma-
hnappa en þá sem móðir hans
gaf honum. í hópi þeirra dýrari
eru hnappar sem sá frægi
skartgripasmiður Fabergé
smíðaði. Hnapparnir eru úr
gulh, demöntum og bláum
kristal. Prinsinn keypti hnapp-
ana sjálfur og eru þeir metnir á
allt að 2,5 milljónir króna.
Aðrir ermahnappar sem eru í
dýrari kantinum, svo ekki sé
meira sagt eru úr 18 karata
gulli, skreyttir demöntum, rúbín-
um og safírum. Þeir eru einnig
smíðaðir af Fabergé og voru
upprunalega í eigu Nikulásar II.
Hann gaf stórhertoganum af
Hesse hnappana og það var
Prins Lúðvík af Hesse sem gaf
Karli ríkisarfa þá í skírnargjöf.
íhaldssamur í
klæðaburði
Karl ríkisarfi er mjög íhalds-
samur í klæðaburði og útlitið er
allt mjög „pottþétt". Hvernig
má annað vera þegar maðurinn
hefur tvo einkaþjóna og tvo að-
stoðar-einkaþjóna sem sjá um
klæðaskápinn!
Það eru engar venjulegar
skyrtur frá Marks & Spencer
sem ermahnapparnir góðu eru
settir í. Karl gengur aðeins í
sérsaumuðum skyrtum frá fyr-
irtækinu Turnbull og Asser.
(Prinsinn hefur notað sama
númer sl. 25 ár). Karl velur
skyrtur með hefðbundnu
mynstri en auðvitað eru þær úr
bestu fáanlegum efnum. Sam-
kvæmisskyrturnar eru undan-
tekningalaust úr fílabeinslitu
silki.
Saga ermahnappanna
Það var ekki fyrr en í lok 18.
aldar að skyrtuhnappar litu
dagsins ljós. Fram til þess tíma
voru skyrtur bundnar um úln-
liðinn. Á Viktoríutímanum hrif-
ust menn af línsterkjunni og þá
varð erfitt að hneppa uppslag-
inu á erminni. Því fóru menn að
nota ermahappa en í þá tíð var
yfirleitt málmkeðja á milli
hnappanna sem auðvelt var að
þræða í gegnum uppslagið. Á
þessum tíma voru hnapparnir
einfaldir og lítt áberandi en
menn freistuðust fljótlega til að
gefa skrautgirninni lausan
taum. - Farið var að skreyta
hnappana með dýrum eðal-
steinum frá nýlendunum. Þessi
tíska náði hámarki með Fa-
bergé, sem varð frægastur fyrir
páskaeggin, en smíðaði marga
stórkostlegustu ermahnappa
sem til eru. Játvarður VII., sá
mikli snyrtipinni, hafði auðvitað
mikinn áhuga á verkum Fa-
bergé.
Játvarður VIII. og kona hans
Wallis Simpson höfðu mikinn
áhuga á nútímalegum skart-
gripuin og hlóðu gjöfum hvort á
annað. - Þau keyptu gripi frá
Cartier, Van Cleef and Arpels og
Harry Winston. í marga gripina
var grafinn texti. Til dæmis
færði Wallis Játvarði erma-
hnappa sem í var grafið: „Hold
Tight“ og ártalið 7.5.35. Þetta
var í takt við íjölskylduhefðina
því að það var Viktoría drottn-
ing sem var frumherji þeirrar
tísku að láta grafa í skartgripi.
Karl Bretaprins hefur þann
sið að gefa þeim ermahnappa
sem hann vill tjá þakklæti sitt.
Yfirleitt eru það ermahnappar
frá Cartier sem í er grafin við-
eigandi texti.
Fabergé ermahnappar úr gulli, demöntum og bláum gljábrenndum kristal.
Úr, innsiglishringur (sjá litlafingur prinsins á myndinni) og ermahnappar
eru að mati Karls, eins og annarra íhaldssamra Breta, það skart sem karl-
menn geta leyft sér að bera. Myndin er frá heimsókn prinsins til Nýja Sjá-
lands.
Karl hefur þann ávana að grípa um ermahnappana. Merki um óöryggi,
eða hvað?