Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Blaðsíða 3
.JDagurÁEmrám MANNLÍFIÐ í LANDINU Föstudagur 13. mars 1997 - 15 Þorvaldur hinn söngglaði „Auðvitaö er hægt að ná heilmiklum og góðum hljóm úr 70 manna kór,“ segir Þorvaldur á Sleitustöðum, formaður Karlakórsins Heimis. Yfirleitt eru kórinn og hann nefndir í sömu andránni og gárungar tala um Karlakórinn Þorvald. Mynd: gs „Sumir kórfélaga í Heimi eru komnir á áttæðisaldur og eru búnir að vera að í meira en hálfa öld. Pað er sjaldgæft að menn beinlínis hætti í kórnum, nema komnir á efri ár og verði að hætta sakir lasleika. Nei, menn halda nú alltaf lagi hafi þeir það á annað borð. En auðvitað dýpkar röddin með árunum. Satt best að segja hættir enginn í kórnum nema þeg- ar hann er kominn í lárétta stöðu. Þá er viðtekin venja okkar Heimsmanna að syngja yfir látnum félaga," segir Þor- valdur G. Óskarsson á Sleitustöðum í Skagafirði, formaður Karlakórsins Heimis. Sönggleði á Sleitustöðum „Ég hef verið syngjandi frá því ég man eftir mér. Sönggleði alltaf verið mikil hér á Sleitustöðum, einsog annarsstaðar í Skagafirði. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en því að ég haldi áfram að syngja," segir Þorvaldur. Hann hefur verið formaður Heimis í 24 ár og gjarnan nefna menn „Hefverið syngjandi frá því ég man eftir mér. Sönggleði alltaf verið mikil hér á Sleitustöðum, einsog annarsstaðar í SkagafirðL “ hann og kórinn í sömu andrá. Gárung- arnir tala meira segja stundum um Karlakórinn Þorvald. Á föðurleifð sinni á Sleitustöðum hef- ur Þorvaldur alla tíð búið. „Ég hef verið hér alla tíð, utan þann tíma sem ég var í Reykjavík við nám í bifvélavirkjun. For- mennskan í Heimi er auðvitað mjög tímafrek og í mörg horn að líta. Útvega þarf samkomuhús til tónleikahalds, kynna tónleikana, láta prenta söngskrár og ýmsilegt fleira. En í gegnum þetta hef ég auðvitað kynnst miklum ijölda fólks og með kórnum ferðast mjög víða. Þetta er yfirhöfuð mjög skemmtilegt tóm- stundagaman," segir Þorvaldur. Einsog Mælifellshnjúkur og Sæmundarhlíð Karlakórinn Heimir hefur notið mikilla og vaxandi vinsælda á síðustu árum. Er kórinn í raun orðinn hluti af ímynd Skagaijarðar; rétt einsog Drangey, Glóðafeykir, Mælifellsnjúkur og Sæ- mundarhlíðin. Þorvaldur segir að á stundum hafi kórfélagar spurt sig um ástæður þessara vinsælda og telur hann þær einfaldlega vera að efnisskráin sé létt og skemmtileg og hafi því hitt í mark. „Síðan er auðvitað hægt að ná heil- miklum og góðum hljóm út úr 70 manna kór,“ segir Þorvaldur. Hann bætir við að kórstjórinn Stefán R. Gíslason og Thom- as Higgerson undirleikari séu afar færir menn og enginn skyldi heldur vanmeta þátt einsöngvaranna Sigfúsar, Gísla, Óskars og Péturs Péturssona frá Álfta- gerði og Einars Halldórssonar á Kú- skerpi í Blönduhlíð. Tónleikalota sunnan heiða Þessa dagana heldur Karlakórinn Heimir lotu tónleika sunnan heiða. Hinir fyrstu voru í Grindavík í gærkvöld, en þeir næstu verða í félagsheimilinu á Flúðum í Hrunamannahreppi og hefjast „Satt að segja hœttir enginn í Heimi nema kominn í lárétta stöðu. Þá er venja okkar að syngja yfir látnum félaga, “ seg- ir Þorvaldur á Sleitustöðum, for- maður Karlakórsins Heimis. kl. 21. Á laugardag heldur kórinnn tón- leika í Háskólabíói, sem hefjast kl. 17. Á laugardagskvöld verður skagfirsk söng- og skemmtidagskrá á Hótel ís- landi. Þar verður boðið uppá söng Heim- isfélaga, fjölbreytt skemmtiatriði og má nefna að Bjarni Stefán Konráðsson og sr. Hjálmar Jónsson og Jón Kristjánsson al- þingismenn koma fram með létt efni í bundnu og óbundnu máli. Veislustjóri verðm sr. Hjálmar Jónsson, en að lokn- um skemmtiatriðum leikur hljómsveit Geirmundar Valtýssonar fyrir dansi. -sbs Fyrsti íslenski vmþjónmnn Hjörtur Þorleifsson er eini íslenski menntaði kjall- arameistarinn eða vínþjónninn eins og það heitir nú á 20. öld. Hann starfar á rómantísku hóteli í Svíþjóð og er ekki á leiðinni heim, enda finnst honum áfeng- isúrvalið heldur fátœklegt hér á landl Hjörtur er á þrítugsaldri, lærði hér til þjóns á Holi- day Inn, vann um tíma á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit og síðar á Ömmu Lú. Hann heillaðist af vínum og vínmenn- Hjörtur var beðinn um upp- skrijt að Ijúffengum kaffi- drykk (að vísu ólíklegt að hœgt sé að laga hann hér á landi) og hann gaf upp Strega-kaffi: „Strega er ítalskur kryddlíkjör, sam- ansettur af nokkuð mörg- um kryddjurtum, gulur á litinn. Einn einfaldur af líkjörnum, glasið fyllt upp með kaffi og þeyttur rjómi á toppinn. “ ingu við störf sín og skellti sér til Svíþjóðar að vinna. Þar sett- ist hann í einn vetur á skóla- bekk hjá „tveimur gömlum og þekktum sænskum kokkum sem fannst á áttunda áratugin- um kominn tími á að fólk sér- hæfði sig þannig að þeir stofn- uðu þennan skóla,“ sagði Iljört- ur þegar blaðið hafði samband við hann. Vínþjónsbrautin felur í sér mikinn lestur enda þurfa nem- endur að fara í gegnum öll heimsins vínlönd og smakka gríðarlega mikið af vínum. Ekki bara vínum heldur reyndar öll- um tegundum áfengra drykkja, bjórs, koníaks, vískýs o.fl. Og þar sem tóbak og áfengi eru nátengd nautnameðul í hugum margra þurfa vínþjónar líka að Hirti var ekki vel við að velja úr sín uppáhaldsvín. „Það er erfitt að eiga sér eitthvert uppáhaidsvín í þessu starfi. Maður verður að hafa breiðan smekk. Maður má varla fá ást á einu víni.“ Hann nefndi þó að góö Bordeaux vín væru í uppáhaldi. „Svo er konfakið, Camus, mikið uppáhald en mér finnst mjög gott að fá portvín með kaffinu." argangarmr frá Bordeaux með þeim bestu (og flöskurnar eru verðlagðar eft- ir því á tugi þúsunda). - Ertu byrj- aður að safna gömlum, góð- um vínum? „Nei, ekki enn.“ - En ætlar að gera það fyrir ellina? „Já. Þetta er náttúrulega dýrt áhugamál en ég er að skoða...“ Færðu einhvern tím- ann kúnna sem panta svona eðalvín með matnum? „Já. Það eru til svoleiðis kúnnar sem eru til í að borga." vera vel að sér um vindlagerð og tegundir. Eins og bíladellan - Nú hafa margir ósköp gaman af víndrykkju en hvernig stend- ur á því að menn fá áhuga á víni sem fyrirbæri? „Þetta er svo rosalega breitt svið. Þetta er svipað því þegar fólk hefur áhuga á bílum. Að þessi árgangurinn af Corvettu ’57 sé t.d. sá besti...,“ en sam- kvæmt Hirti eru 1945 og ’61 Vín eins og Shakespeare drakk Við kjöraðstæður (þ.e. liggi á hliðinni í eikartunnulögun við 11-12 gráðu hita) geta góðir árgangar geymst í 50-60 ár. Elsta vín sem drukkið hefur verið í heiminum var þó orðið nokkur hundruð ára gamalt þegar tappinn var dreginn úr flöskunni árið 1976 í Englandi en vínið, Steinwein, var lagað í kringum fæðingu Shakespeares „Elsta vínið sem ég hef smakkað erMouton Roth- schildfrá 1957. Þetta var vín með mikilli Jyllingu. Það var mjög mikið bragð, stíllinn var ennþá ungur þó það vœri orðið svona gam- alt. Það var alltaf að opna sig meira og meira, Jleiri bragð- og lyktarejhi að losna. “ Við hin myndum líklega láta okkur bara nœgja að segja: „ Umm, fer- lega gott maður, “ en svona lýsir vínþjónninn elsta víni sem hann hefur bragðað. [1564]. Flaskan hafði legið öld- um saman í kjallara - en alla tíð haldist í sömu ætt. Rómantíska hótel- keðjan Iljörtur starfar nú á Ilotel Ro- mantic í Söderköping. Það fær að heita rómantískt vegna þess að hótelið er hluti af alþjóðlegri keðju hótela þar sem eigandinn stendur sjálfur í daglegum rekstri hótelsins sem verður að vera í gamalli byggingu á sögu- frægum stað. Þar gegnir Hjörtur bæði hlut- verki óbreytts þjóns og vín- þjóns. „En á fínni stöðum í Frakklandi og Englandi gerir vínþjónninn ekkert annað en að sjá um vín.” - Og er það draumastaðan? „Það er draumastaðan, j‘á.“ lóa

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.