Dagur - Tíminn Akureyri - 14.03.1997, Page 4
16 - Föstudagur 14. mars 1997
cUmfhíða£auót
!®agm--®írtTtmt
að hækka lægstu launin og geri
það án þess að mögla.
Hann er ekki veglyndur yflr-
leitt.
Þakklæti? Don’t make
me laugh!
Nú skal ég ekki draga í efa að
atvinnurekendur hafi raun-
verulegar áhyggjur af því að
verðbólgan gæti farið á skrið og
stöðugleikinn margrómaði guf-
að upp ef mjög veglegar Iauna-
hækkanir færu út í þjóðfélagið
allt. En íslenskur atvinnurek-
andi sem væri veglyndur í
hjarta sér, sanngjarn og réttlát-
ur, og - það er best að láta það
flakka - þakklátur starfsfólki
sínu fyrir stuðninginn í krepp-
unni, hann myndi áreiðanlega
geta fundið aðferð til að setja
saman tilboð til verkalýðslireyf-
ingarinnar er fæli í sér veruleg-
ar kjarabætur til þeirra á
lægstu töxtunum sem um leið
væri tryggt að aðrir fengju ekki
sjálfkrafa. Verkalýðshreyfingin
gæti vart annað en tekið slíku
tilboði. Sjálfsagt mætti lengi
deila um framkvæmdina en
auðvitað er enginn vafi á því að
það er vel hægt að útrýma
þessum lægstu smánartöxtum
án þess að þjóðfélagið eða fyrir-
tækin bíði nokkurt tjón af -
nema síður væri.
Það skortir bara ekki aðeins
viljann. Það skortir líka veg-
lyndið.
Og höfðingskapur hins ís-
lenska atvinnurekanda birtist
aðeins í því á hve dýran pappír
hann lætur prenta ársreikning-
inn þar sem gróðinn er tíund-
aður, og í því á hve fallegum
bflum hann gerir æðstu yflr-
mönnum fyrirtækja sinna kleift
að aka um á.
Mánaðarlaun sem við
fáum á nokkrum dög-
um, ha?
Skyldi aldrei neinn forkólfur at-
vinnurekenda segja, þegar þeir
koma saman til þess að bregð-
ast við kröfum Dagsbrúnar-
karla um lágmarkslaun sem
allir vita að eru líka of lág -
skyldi þá aldrei neinn þeirra
segja: „Strákar mínir, við vitum
alveg að við getum vel borgað
þetta. Eigum við ekki bara að
gera það, og losna þannig við
að niðurlægja dygga starfs-
menn sem hafa þjónað okkur
vel á erfiðum tímum, og losa þá
við að þurfa að ganga bónarveg
eftir lágmarkslaunum á mánuði
sem við vinnum okkur flestir
hverjir inn á nokkrum dögum?
Væri það ekki sanngjarnt,
strákar mínir?"
Ég sé reyndar ekkert sem
bendir til þess að nokkur at-
vinnurekandi segi nokkurn
tíma svonalagað upphátt.
Sennilega yrði hann púaður
niður.
Enda væri þetta veglyndi og
þetta væri höfðingskapur. Og
það virðast þeir ekki eiga til.
Pistill Illuga var fluttur í
Morgunútvarpi Rásar 2 í gœr.
Illugi
Jökulsson
skrifar
Sú hrina samningaviðræðna
um kaup og kjör launa-
fólks, sem nú stendur, hef-
ur leitt í ljós ákveðið atriði sem
mér sýnist allt í einu að sé
ískyggilega áberandi í fari ís-
lenskra atvinnurekenda, og því
kannski á einhvern hátt sam-
gróið okkar þjóðarsál, eða
sumra okkar. Það er lítill
ágreiningur um atburðarásina í
stórum dráttum; launafólk hef-
ur á síðustu árum tekið á sig
alls konar byrðar til að létta al-
varlegri efnahagskreppu af
þjóðinni allri, og síðan er
kreppan allt í einu blásin af og
því er lýst yfir að hér sé komið
eitthvert mesta góðæri í manna
minnum. Fyrirtækin græða á tá
og fingri, enda var þeim lagt
allt hugsanlegt lið í Kreppunni
miklu, bæði með hagstæðum
sköttum hins opinbera og hóf-
stillingu launafólksins - engu að
síður hafa atvinnurekendur allt
á hornum sér þegar talið berst
að langþráðum launahækkun-
um. Að vísu geta þeir ekki bein-
línis - í ljósi hinna glæstu árs-
reikninga - haldið því fram með
góðu móti að fyrirtækin hafi
ekki efni á kauphækkunum;
þess í stað er þeim nú umhugað
um að varðveita stöðugleikann,
gæta þess að verðbólgan fari
ekki á skrið og svo framvegis.
Tal forystumanna atvinnurek-
enda um þessi og þvíumlík at-
riði í hagstjórn landsins sýnir
reyndar oft ljóslega að þeir líta
í rauninni á sig sem ríkisstjórn
landsins; þegar þeir eru farnir
að vilja leggja hinar stóru línur
Tal forystumanna atvinnurekenda um þessi og þviumlík atriði í t.agstjórn landsins sýnir að þeir líta á sig sem
ríkisstjórn landsins, segir ma. í grein llluga.
sem maður skyldi ætla að væri
hlutverk ríkisstjórna, í stað
þess að semja einungis um
kaup og kjör á grundvelli þess
sem fyrirtækin hafa bolmagn
til. En látum það liggja milli
hluta - fyrirtækin eru sem sé af-
ar treg í taumi þegar talið berst
að launahækkunum og þó nú
hafi verið samið við ýmsar
starfsstéttir sitja þeir meðal
annarra eftir sem lægst hafa
launin, og virðist hvorki ganga
né reka í þeirra samningavið-
ræðum. Dagsbrúnarmenn,
Sóknarkonur, og þess konar
fólk.
Hinn algjöri skortur
atvinnurekenda á
veglyndi
Ekki ætla ég að hætta mér út í
hin fínni blæbrigði samninga-
málanna en það er þó deginum
ljósara að atvinmrrekendur
streitast mjög gegn því að
hækka lægstu
taxta sína að
einhverju
marki - því þá
færi verðbólg-
an af stað. Þó
er löngu komið
fram að það
eru í rauninni
tiltölulega fáir
sem eru á
þessum lægstu
töxtum, þeim
töxtum sem
færa fólk að
eða undir fá-
tækramörkin og eru þjóðar-
smán í þessu skyndilega góð-
æri. Það eru hjáróma raddir
sem reyna núorðið að halda því
fram að fyrirtækin hafi bara
alls ekki efni á að borga hærri
laun því fólki sem lúrir með
þessa smánar-
taxta í neðstu
þrepum efna-
hagskerfisins,
en eigi að síð-
ur er það at-
vinnurekend'-
um gjörsam-
lega um megn
að gera eitt-
hvað í málinu -
að minnsta
kosti meðan
þeir eru í rflds-
stjórnarleikn-
um sínum. Og
það sem ég vildi sagt hafa að
þessi hrina samningaviðræðna
hefði leitt í ljós í fari íslenskra
atvinnurekenda er, að því er
virðist, alger skortur á veglyndi.
Veglyndi og höfðingskap.
Það sem þessi hrina
samningaviðrœðna
hefur leitt í Ijós ífari
íslenskra atvinnurek-
enda er, að því er virð-
ist, alger skortur á
veglyndi. Veglyndi og
höfðingskap.
Veglyndi myndi til dæmis
birtast í því að atvinnurekendur
hugsuðu sem svo: Jæja, þá er
kreppan að baki og ég farinn að
græða á ný, þökk sé meðal ann-
ars og ekki síst því að starfs-
mennirnir voru ekki með neina
heimtufrekju meðan þetta reið
yfir, og getur það verið - Drott-
inn minn dýri! - að þeir lægst
launuðu hjá mér séu komnir
með svona fáránlega lágt kaup?
Ég verð auðvitað að gera eitt-
hvað í því og það ekki seinna en
núna!
En svona hugsar íslenskur
atvinnurekandi greinilega ekki.
fslenskur atvinnurekandi virðist
vera lágkúruleg lítil aurasál
sem ætlar að halda eins fast og
hann getur í gróðann sinn og
það livarflar ekki að honum að
í rekstri fyrirtækisins ætti ekki
síður að taka tillit til réttlætis
og sanngirni gagnvart verst
setta slarfsfólkinu en stöðunnar
á hlutabréfamarkaðnum. Hann
semur kannski um kauphækk-
anir ef hann neyðist til þess en
hann er ekki svo veglyndur að
hann sjái sjálfur nauðsyn þess
YOFT/Ð G/C/Y/
/?/?FM/?G/Y/lÐ, D/?V/£> ?
DÓ,p/?D A//)SFGJ/?/>/?Ð, £/V
TÓ/C5T PÓ /?£> GFE/Ð/?
Væri það ekki bara sann-
gjamt, strákar mínir?